Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2001, Side 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 I>V Ástkonan Christine Deviers-Joncour tók viö tæpum milljaröi króna frá ríkisolíu- fyritækinu Elf. Ástkona Dumas brast í grát í dómsalnum Fyrrverandi ástkona Rolands Dumas, fyrrverandi utanríkisráð- herra Frakklands, brast í gær í grát fyrir rétti þegar yfirmenn ríkisolíu- fyrirtækisins Elf-Aquitaine hlógu að þeirri fullyrðingu hennar að hún hefði unnið hörðum höndum fyrir fyrirtækið. Christine Deviers-Joncour, Dumas og þrír framkvæmdastjórar Elf eru ákærð fyrir að hafa dregið sér fé frá fyrirtækinu. Yfirvöld telja að Elf hafi ráðið Christine fyrir beiðni Dumas. Elf borgaði ástkon- unni háar fjárhæðir til að hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir Dumas. Þau eru sökuð um að hafa dregið sér 1 milljarð íslenskra króna. Bifreið stroku- fanganna fundin Lögregla fór hús úr húsi í einu hverfi bæjarins Colorado Springs 1 gær eftir að þar hafði fundist sendi- bíll sem talið er að strokufangarnir tveir frá Texas hafi skilið eftir. Mennirnir eru vel vopnaðir og stór- hættulegir, að sögn lögreglu. Fulltrúi alríkislögreglunnar FBI sagði fund bílsins mikilvægan áfanga en ekkert bólaði þó á stroku- föngunum tveimur, þeim Patrick Murphy og Donald Newbury. Fjórir félagar þeirra voru hand- samaðir í hjólhýsabyggð í Woodland Park í Kóloradó á mánudag en sá fimmti framdi sjálfsmorð fremur en að gefast upp fyrir lögreglu. Sjömenningamir struku úr fang- elsi í Texas 13. desember. Jonathan Motzfeldt Grænienski heimastjórnarformaöur- inn er ánægöur með bréfiö. Motzfeldt fékk bréf frá Bush Jonathan Motzfeldt, formanni grænlensku heimastjórnarinnar, hefur borist bréf frá George W. Bush, nýjum Bandaríkjaforseta, þar sem sá síðamefndi lýsir yfir áhuga sínum á viðræðum um sameiginleg hagsmunamál, svo sem ratsjárstöð- ina í Thule. Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á að gera hana að hluta fyrirhugaðs eldflaugavamar- kerfís. Motzfeldt segir við Jyllands-Post- en að bréfið frá Bush sýni Dönum að Grænlendingar þurfi ekki lengur á bamapiu að halda þegar þeir ræða við granna sína um mikilvæg mál. ísraelar fresta friðarviðræðum vegna morða: Samningamenn heim til viðræðna Alls óvíst er um framhald friðar- viðræðna ísraela og Palestínu- manna eftir að ísraelar frestuðu þeim í gær vegna morða á tveimur ísraelskum borgurum á Vestur- bakkanum. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, kallaði helstu samninga- menn sína heim frá Egyptalandi til skrafs og ráðagerða. Aðeins tvær vikur eru nú þar til ísraelar ganga að kjörborðinu til að kjósa nýjan forsætisráðherra. „Við getum ekki látið þessi hræðilegu morð ganga af friðarferl- inu dauðu,“ sagði Yossi Beilin, dómsmálaráðherra ísraels, um leið og hann setti farangur sinn í bílinn og hélt út á flugvöll. Ahmed Korei, samningamaður Palestínumanna, sagði að samn- inganefnd sín myndi halda kyrru fyrir í egypska strandbænum Taba að sinni. Palestinumenn myndu hins vegar einnig skoða hvort þeir Beöið eftir ísraelum Ahmed Korei, samningamaöur Palestínumanna, ætlar að bíöa um stund eftir ákvöröun ísraela um framhald friöarviöræðnanna. ættu að setjast aftur að samninga- borðinu. Ekki er nema um sólarhringur síðan deilendur voru fremur bjart- sýnir um gang mála í viðræðunum þar sem rætt var um helstu þrætu- epli þeirra, framtíð Jerúsalem, land- nemabyggðir gyðinga, endanleg landamæri og örlög palestínskra flóttamanna. Morðin í gær breyttu hins vegar öllu. Fórnarlömbin tvö, veitinga- húsaeigendur frá Tel Aviv, sátu að snæðingi með arabískum viðskipta- félaga i bænum Tulkarn þegar þeir voru numdir á brott og drepnir. Hin nýju stjómvöld í Washington sögðu í gær að enn hefði ekki verið ákveðið með hvaða hætti þau tækju þátt í friðarumleitununum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Fyrstu við- ræður háttsettra embættismanna fóru fram á mánudag þegar Barak ræddi við Colin Powell utanrikis- ráðherra í síma. Fyrirmenni heimsins í einangrun Vígategir og vel vopnaöir lögregluþjónar standa vörö viö ráöstefnumiðstööina í svissneska fjallabænum Davos þar sem helstu fjármálafurstar og stjórnmálamenn heimsins hefja árlegan fund sinn á morgun. Laganna vöröum er ætlað aö koma í veg fyrir aö andstæöingar hnattvæöingar og kapítalisma komist nærri fundarstaönum meö mótmæli sín. Nýtt kjöthneyksli í Þýskalandi og Austurríki: Svín stútfull af sýklalyfjum Hormónahneyksli skekur nú Austurríki og Bæjaraland í Þýska- landi. Eftir vísbendingar frá dýra- verndunarsinnum gerði lögregla um helgina skyndileit hjá fjölda dýralækna og svínaræktenda. Við leit lögreglunnar fannst mikið magn lyfja sem notuð höfðu verið sem fóðurbætir. Um 10 dýralæknar eru gmnaðir um að hafa selt mörg tonn af lyfseðilsskyldum sýklalyfi- um og vaxtarhormónum án þess að kanna hvort dýrin þyrftu á læknis- meðferð að halda. Einn dýralæknanna, sem þátt tók í uppljóstrun málsins, þorði ekki að koma fram undir nafni í útvarps- viðtali af ótta við hefndaraðgerðir. Rödd hans hafði verið breytt. Heilbrigðisyfirvöld í Múnchen töluðu um dýralæknamaflu sem starfað hefði báðum megin landamæranna. Dýraverndunar- sinnar í Austurríki hafa kært 1500 svínaræktendur í báðum löndum Neyddlst til að segja af sér Barbara Stamm, heilbrigðisráöherra Bæjaralands, varö aö segja af sér vegna svínamálsins. fyrir að nota lyf til að flýta vexti dýranna. Talið er að afhjúpanirnar í S-Þýskalandi og Austurríki séu bara toppurinn á ísjakanum. Augljóst þótti að heilbrigðisráð- herra Bæjaralands, Barbara Stamm, yrði að segja af sér í þetta sinn. Það vakti athygli að hún skyldi sitja áfram er í ljós kom al- varlegur skortur á eftirliti í Bæjara- landi vegna kúariðusmits. Félag dýralækna hafði fyrir nær 2 árum varað Stamm við lyfiamisnotkun við svínarækt. Ráðherrann hunsaði málið. Málið þykir einnig alvarlegt vegna þess að bent hefur verið á svínakjöt sem góðan kost þegar menn óttast kúariðu. Neysla á nautakjöti hefur minnkað um 80 prósent í Þýskalandi frá því í nóv- ember. Neytendamálaráðherra Þýska- lands, Renate Kúnast lagði í gær til aö bannað yrði að setja lyf út i dýrafóður. mm ttiU Gaf ekki skipun um dráp Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð- isherra Chile, full- yrti við yfirheyrslu hjá rannsóknardóm- aranum Juan Guz- man í gær að hann hefði ekki fyrirskip- að dráp. Ábyrgðin hefði verið hjá yfirmönnum ein- stakra herdeilda. Ráðgjafar Pin- ochets höfðu sagt honum að svara ekki spurningum dómarans en hann hlýddi ekki. Einræktun á mönnum Breska þingið hefur leyft ein- ræktun á mönnum. Vísindamenn geta því rannsakað stofnfrumur í fóstrum til að reyna að finna lyf við sjúkdómum. Flugræningi yfirbugaður Maður, sem kvaðst styðja Saddam íraksforseta, rændi í gær innanrik- isflugvél í Jemen og krafðist þess að flogið yrði til Bagdad. Áhöfninn tókst að yfirbuga flugræningjann. Pabbinn fær forræðið Faðir bandarísku tvíburann, sem seldir voru tvisvar á Netinu, fær forræði yfir þeim. Dómstóll í Missouri í Bandaríkjunum úrskurðaði þetta í gær. Estrada í ferðabann Joseph Estrada, sem var neyddur til að segja af sér embætti forseta Filippseyja síðast- liðinn laugardag, hefur verið bann- að að fara úr landi. Estrada er sakaður um að hafa þegið mútur frá spilavítiskóngum og dregið sér fé ríkisins. Galdranorn í skóla Bandarískri stúlku, Brandi Black- bear, hefur verið vikið úr fram- haldsskóla í Oklahoma vegna meintra galdra. Kennari stúlkunnar varð skyndilega veikur og rektor skólans sakaði Brandi um galdra. Hún bar galdramerki á hendinni og viðurkenndi að vera í nýaldarhreyf- ingunni Wicca. Kenncirinn reyndist vera með bráða botnlangabólgu. Stuðningur frá SÞ Jose Ramos-Horta, utanrikisráðherra A- Tímor, sagði I morg- un að Sameinuðu þjóðimar styddu stríðsglæpadómstól brygðist dómskerfi Indónesíu í rann- sókn á ofbeldisverkum á eyjunni. Jarðskjálfti á Grænlandi Tveir vægir, 3 og 4 á Richter jarð- skjálftar riðu yfir Maniitsoq fyrir norðan Nuuk á Grænlandi á mánu- daginn. Jarðskjálftar eru sjaldgæfir á Grænlandi. Vissi um árás NATO Carla del Ponte, yfirsaksóknari stríðsglæpadómstólsins í Haag, sagði í Belgrad í gær að Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíu- forseti, hefði vitað fyrir fram um árás NATO á sjónvarpshúsið. Hann hefði samt ekki látið rýma húsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.