Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001 43 E»^ Tilvera i Aím.xlisli.iriuA Jef f Daniels Bandaríski leikar- inn og rithöfundurinn Jeff Daniels er 46 ára í dag. Jeff er fæddur í Chelsea i Michigan og stundaði nám í ensku og leikhúsfræði i há- skólanum í Michigan. Hann hefur leikið í fjöldamörgum myndum og má meðal þeirra nefna Arachnophobia, Dumb & Dumber, Speed og Trial and Error. Á síðasta ári gerði hann myndina Escanatía in da Moonlight. Hann var höfundur handrits, framleiðandi og leikstjóri, auk þess sem hann lék i myndinni. Tviburamlr a Stjörnuspa Glldir fyrir þriðjudaginn 20. febrúar Vatnsberlnn (20. ian-18. febr.t: I Þér ftnnst allt ganga hægt í byijun dagsins en það borgar sig að vera þolinmóður. Kvöldið verður ánægjulegt. Fiskarnir (19. febr.-20. marsk Staðfesta er mikilvæg í Idag. Þú ert vinnusam- ur og eirthvað sem þú _ gerir vekur athygli fólks í kringum þig. Hrúturinn (21. mars-19. aoríH: . Lif þitt er stöðugt um I þessar mundir og þú ættir að vera jákvæður og bjartsýnn. Happa- tölur þínar eru 5,16 og 25. Nautið (20. apríl-20. maíl: Ljúktu við skyldur þínar áður en þú ferð að huga að nýjum hug- myndum sem þú hefur fengiðTHéimiíislífið verður gott í dag. Tvíburamlr (21. maí-21. iúnn: Notaðu kraftana til að ' leysa vandamál sem þú hefur lengi ætlað að leysa. Það verður líklega einhvérjum erfiðleikum háð að kom- ast að niðurstöðu í stórum hópi fólks. Krabbinn (22. iúní-22. iúltt: Þér verður vel tekið af I fólki sem þér er ókunnugt og þú færð óvænt hrós. Áhyggjur sem p"u hefur eru ástæðulausar. Liónið (23. iúlí- 22. áeústl: Dagurinn einkennist af streitu og tímaleysi gæti haft mikil áhrif á vinnu þína. Haltu ró þinni þvi seinni hluta dagsins getur þú slapp- að af og sinnt áhugamálunum. Mevian (23. áeúst-22. seot.l: ^fc^ Þú þarft að sætta þig "^^W við að aðrir fái að ^^^pLmestu að ráða um ^ f framvindu mála sem þú ert flæktur í. Gáta sem þú hef- ur velt fyrir þér leysist óvænt. VogJn(23. sept.-23.okt.): Vonbrigði þróast yfir í ánægju þegar þú færð fréttir frá vini eða ætt- ingja. Samband þitt víð' ákveðinn einstakling fer batn- andi. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.1: J Þú ræður sjálfur ¦ miklu um framvindu % dagsins og ættir að _] treysta á dómgreind þina. Hegðun einhvers kemur þér á óvart. Bogamaður (??. nóv.-21. des.l: , Margt sem þú heldur ' áríðandi í dag er ekki , endilega jafnmikilvægt J og þér finnst. Haltu fast við skoðanir þinar. Steingeitln (22. des.-19. ian.l: *% ' \ Ferðalög eru ef til vill f^^ í, á dagskrá í nánustu ^Q framtiö. Það borgar sig •^f**' að hafa augun opin í dag og hlusta vel á ráðleggingar annarra. VUfrlll IZJ. jg við ákveði Stefán Karl tryllir lýðinn Leikarinn góókunni Stefán Karl Stefánsson mætti á ballið og tók nokkur lög með Stuðmönnum. Stuðmenn og Stefán Karl Á sameiginlegri stórhátíð fram- haldsskólanna í Kópavogi og Garðabæ brutust úr mikil gleði- læti þegar leikarinn vinsæli Stef- án Karl mætti óvænt á sviðið í gervi Sigurjóns digra og tók til við að skemmta með Stuðmönn- um sem höfðu haldið uppi miklu stuði þar sem af var kvöldinu. Þetta var í fyrsta sinn sem Stuð- menn komu fram opinberlega frá því sveitin lék á aldamótahátíð- inni í Laugardalshöll. í millitíð- inni hafði hljómsveitin þó aðeins látið að sér kveða, meðal annars þegar gefin var út ljósmyndabók með Stuðmönnum. Hljómsveitin ætlar að láta meira að sér kveða á næstunni og er til hjá þeim heilmikið af nýju og fersku efni sem ætlunin mun vera að blanda saman við hinar eldri og sígildu perlur á tónleikadagskrá þessa árs. Stuðmannataktar Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson voru sem fyrr í framvarðarsveit Stuðmanna. Stuðmenn Kúrekabúningarnir voru teknir fram á skemmtun fram- haldsskólanna í Kópavogi og Garðabæ. Mette-Marit og Hákon Unnusta Noregsprins er nægjusöm. Tvisvar í röð í sama kjólnum Mette-Merit, unnusta Hákonar Noregsprins, þorir það sem aðrir finir og frægir Norðmenn þora ekki, nefnilega að mæta tvisvar í röð í sama kjólnum við opinberar athafnir. Mette-Marit, sem ekki berst mikið á i klæðaburði, hefur frá þvi að hún fór að koma opinberlega fram sem unnusta Noregsprins í desember síðastliðnum, tvisvar mætt í sama kjólnum. Hún hefur verið með sama sjalið þrisvar sinnum. Sonja drottning er reyndar fræg fyrir hæfileika sína við að búa sér til nýja klæðnaði með því að láta breyta gömlum. Nú sýnir Mette-Marit að hún hefur lært ýmislegt hjá verðandi tengdamóður sinni, að þvi er norska blaðið Verdens Gang greinir frá. Mette-Marit, sem í fyrrasumar, afgreiddi sjálf í tískuverslun í Kristiansand, hefur gert innkaup í fínum tískuverslunum í vesturhluta Óslóar. Þegar Hákon prins og Mette- Marit opinberuðu trúlofun sína var hún í bleikri Massimo Rebecchi-dragt sem kostaði rúmar 50 þúsundir íslenskra króna. Mette-Marit sást í nóvember kaupa fatnað hjá Vanessa Bruno í París. Þar hafa einnig Jodie Foster, Nicole Kidman og Demi Moore fundið flíkur til að skýla sér í. Shatner í fullu fjöri Þrátt fyrir aö William Shatner, sem margir muna helst sem Kirk kaptein í Star Trek, hafi náö ellilífeyrisaldri er hann langt frá því að vera dauður úr öllum æðum. Kappinn gekk á dögunum að eiga Elizabeth nokkra Martin sem er 27 árum yngri. Elizabeth tengist skemmtanaiðnaðinum ekki á nokkurn hátt heldur hefur starfa af hrossarækt. Það er þó ekki Elizabeth sem er með Shatner á myndinnl hér að ofan heldur hin vinsæla leikkona Sandra Bullock. FELAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verður haldinn laugardagsmorguninn 24. febrúar á Grand Hótel Reykjavík. Afhending gagna og kaffisopi frá kl. 9.30 Fundurinn hefst kl. 10.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Boðið er til hádegisverðar að loknum fundi. Reikningar félagsins liggja frammi tii skoðunar fyrir félagsmenn fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. febrúar, frá kl. 12.00-17.00. Mætið stundvíslega. Stjórnin Vv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.