Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 24
M 40 MANUDAGUR 19. FEBRUAR 2001 Tilvera I>V Tom Cruise Er ekki allur þar sem hann er séöur. Ræður einkaspæjara Gamanið er heldur betur farið að kárna hjá hjónakornunum Cruise og Kidman. Eins og alþjóð veit, og upplýstist í aðalfrétta- tíma Sjónvarpsins, hafa þau ákveðið að skilja eftir tiu ára hjónaband og fengið sér heila hjörð af fégráðugum lögfræðing- um sem berjast um aö fá að naga kjótið af beinunum. Nýjustu fregnir í þeim efnum herma að Cruise hafi ráðið til sín einkaspæjara til að grafast fyrir um að hvað Kidman er að gera. Subbulegt! Stephen King Ekki sáttur við tryggingafélag sitt. Vill meiri bæt- ur fyrir slysið Meistari hrollvekjunnar, Steph- en King, hræðist fátt meira en að fá ekki borgað það sem honum ber. King slasaðist sem kunnugt er í júni árið 1999 þegar ökumað- ur ók aftan á hann þar sem hann gekk sér til heilsubótar úti í veg- kanti á þjóðvegi skammt frá heimili sínu. King hefur gengist undir fjölmargar aðgerðir síðan þá og enn bíða hans nokkrar. í samskiptum sínum við trygginga- félag sitt segist King ekki hafa fengið greitt það sem honum ber. Fer hann fram á tæpar hundrað milljónir í greiðslu frá félaginu fyrir vinnutap og sjúkrakostnað. King segir heildarkostnaðinn hins vegar nema 650-750 milljón- um króna. Sumartískan sýnd í New York: Stutt pils og ofurmjúkt leður Þótt enn sé vetur og sumarið ekki einu sinni á næsta leiti keppast tiskuhönn- uðir heimsins nú við að boða tísku næsta hausts. Haustlinan var kynnt á svokall- aðri tískuviku í New York sem lauk nú fyrir helgina. Meðal þess sem þar bar fyrir augu voru stutt pils í anda 9. áratugarins úr tískuhúsi hins virta hönnuðar Önnu Sui. Anna Sui vakti töluverða athygli og þótti haustlína hennar hressileg og henni var m.a. hrósað fyrir fallega efnisnotkun. Sjálf sagðist hún sækja áhrifin tO 9. áratugarins en einnig til áranna upp úr 1940. „Mér hefur alltaf fundist diskótímabilið vera endurómun af því sem var að gerast á fimmta áratugnum," sagði Anna Sui meðal annars um áhrifavalda haustlínunnar. Skartgripir skipa stóran sess í sumarlinu Sui eins og venjulega enda hvetur hönnuðurinn konur til vera duglegar að nota fylgihluti og breyta þannig ásýnd fataaðarins. Önnur kona, Caroline Herrera, vakti einnig verðskuldaða athygli í New York. Hún þótti einnig sækja áhrif til tísku 9. áratugarins eins og kollega hennar, Anna Sui. Það var hins vegar ofurmjúkt leðrið í nokkrum fiíka Herrera sem vakti hvað mesta athygli en almennt er talið að leður i ýmsum myndum verði algeng sjón næstkomandi haust. Konur í Kvenfélagi Ólaf svíkur: Bökuðu 1400 pönnukökur Þær voru árrisular konurnar í Kvenfélagi Ólafsvíkur á fimmtudag í sl. viku er þær hófu sinn árlega sólarpönnukökubakstur. Hann er i tilefni af því að sólin gæist þá á Snoppuna í Ólafsvík, ef gott veður er, en Ólafsvíkurenni skyggir þar á til 23. janúar ár hvert. Fyrirtækjum og stofnunum í Snæfellsbæ er þá Video-námskeið fyrir þig Hvermg á að taka betri myndir? Hvernig á að klippa videomyndir? Hvernig búnað er best að kaupa? Námskeið fyrir þá sem vilja taka betri fjölskyldumyndir í fríinu og geta klippt þær og hljóðsett. Einnig leiðbeint hvernig hægt erað klippa og hljóðsetja gömlu myndirnar sem þú tókst fyrir mörgum árum. Góð aðstaða: tölvur og myndavélar, litlir hópar, fagmenn leiðbeina. Kvöldnámskeið, 8 klst, kr. 12.000. Þátttakendurfá sérstakan afslátt á myndvinnslubúnaði hjá ACO. FILMLEIKAFÉLAGIÐ Hringið í sima 551 0708 - núna gefinn kostur á að kaupa pönnsur með morgun- og síðdegiskaffmu og eru þær alltaf vel þegnar. Þar sem búið var að taka niður pantanir og salan gekk vel í vikunni þá varð aö vakna snemma og fara hræra degið, baka, þeyta rjóma o.m.fl. Að sögn Esterar Gunnarsdóttur, formanns pönnukökunefndar Kven- félagsins, en í henni eru 11 konur, tókst þessi bakstur mjög vel og fé- lagskonur tóku langflestar virkan þátt 1 honum. Alls seldust um 1400 pönnukökur og hún vill koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem keyptu. Pönnukök- urnar sem ýmist voru seldar með rjóma og sultu eða aðeins sykri þóttu afbragðsgóðar en þær voru svo keyrðar til viðskiptavina. Þetta er mjög góð fjáröfiun fyrir félagið en bæði Ólafsvíkurkirkja og fleiri aðil- ar í bæjarfélaginu hafa notið góðs af dugnaði þeirra. Núverandi formaður Kvenfélags Allt á fullll DV MYNDIR PÉTUR Ingibjörg Pétursdóttir, Linda Vigfúsdóttir, Guðrún Viglundsdóttir og Alda Vil- hjálmsdóttir í óðaönn við að ganga frá pönnukökunum. Ólafsvíkur er Steiney Ólafsdóttir og dóttir og Berglind Hallmarsdóttir í ásamt henni eru þær Nanna Þórðar- stjórn. -PSJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.