Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001 Ættfræði :ov Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmælí I Fímrrrtirgur 85 ára Guörún D. Björnsdóttir, Hæöargaröi 33, Reykjavík. 80 ára___________ Elías ívarsson, Skeljabúö, Selfossi. 75 ára Ásgeir Guömundsson, Fannafold 11, Reykjavík. Guðmunda Davíosdóttir, Þverbrekku 2, Kópavogi. Hólmfríöur Árnadóttir, Faxabraut 13, Keflavík. 70ára Margrét S. Árnadóttir, Laugarásvegi 7, Reykjavík. Sigríður Bjarnadóttir, Brimhólabraut 38, Vestmannaeyjum. Sigurpáll Óskarsson, Starengi 18, Reykjavík. 60ára Sigurlina Rut Olafsdóttir, Stekkjargerði 10, Akureyri. Sunna Söebech, Austurbrún 6, Reykjavík. 50 ára Guðný Sigríður Hilmisdóttir, Vestmannabraut 72, Vestmannaeyjum. Guðný Þorgeirsdóttir, Uppsalavegi 6, Húsavík. Heiöar Hermannsson, Kirkjuvegi 2, Bolungarvík. Ingibjörg Sigurðardóttir, Dalatúni 14, Sauöárkróki. Jón ívarsson, Lautasmára 8, Kópavogi. Linda Hannesdóttir, Bröttugötu 21, Vestmannaeyjum. Ólafur Þórarinsson, Víkurbraut 14a, Grindavík. Sigríður Baidursdóttlr, Hamraborg 18, Kópavogi. Skafti Þ. Halldórsson, Haukalind 29, Kópavogi. 40ára Benedikt Lárusson, Kirkjubæ 1, Kirkjubæjarklaustri. Helga Ester Snorradóttir, Dalbraut 8, Dalvík. Helga Jóhannesdóttir, Viðarrima 64, Reykjavík. Jóhanna Kristin Jósefsdóttir, Melavegi 10, Hvammstanga. Jón Þorleifsson, Hafnargötu 119, Bolungarvík. Olgelr Þorvaldsson, Klapparstíg 1, Dalvík. Ólöf Inga Slgurbjartsdóttir, Gilsbakka 8, Hvammstanga. Soffía Sigurnanna Hrelnsdóttir, Klaufabrekkum, Dalvík. Sólveig Antonsdóttir, Fífurima 8, Reykjavík. Persónuleg, alhlioa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen Sverrlr Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suöjrhliö35 • Sfml 581 3300 allan sblarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Finnbogi Rútur Þormóðsson kennari við HI Dr. Finnbogi Rútur Þormóösson taugalíffræðingur, Mávahlíð 35, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Finnbogi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1972, BS-prófi í líffræði við HÍ 1980 og doktorsprófi Ph.D. í taugalíffræði frá Cornwell University Graduate School of Med- ical Science í New York 1990. Finnbogi var aðstoðarmaður á rannsóknarstofu ÍSAL 1972-75, var kennari við MK 1980-83, stundaði rannsóknarstörf við læknadeild Yale University í Bandaríkjunum 1990-92 og hefur sinnt rannsóknar- störfum og stundakennslu við læknadeild HÍ. Finnbogi hefur samið ýmsar fræðigreinar og ritgerðir er tengjast rannsóknum hans og námi. Fjölskylda Finnbogi kvæntist 12.8. 2000 Sig- rúnu Láru Shanko, f. 13.10.1955, sér- fræðingi í endurkröfum. Hún er dóttir Gunnars Hermannssonar og Huldu Þorgrímsdóttur. Sonur Finnboga og Estherar H. Guðmundsdóttur er Steinbergur Finnbogason, f. 30.7. 1973, sölumað- ur í Reykjavík, en kona hans er Hrafnhildur Valdimarsdóttir og er dóttir þeirra Dagmar Linda Stein- bergsdóttir. Dóttir Finnboga er Geirþrúður Finnbogadóttir, f. 7.8.1977, nemi. Börn Sigrúnar frá fyrra hjóna- bandi eru Atli Ásmundsson, f. 12.6. 1979; Maria Ásmundsdóttir, f. 2.2. 1978. Systkini Finnboga eru Tryggvi Þormóösson, f. 16.10.1954, ljósmynd- Fertugur Skúli Pétursson grunnskólakennari á Dalvík Skúli Pétursson, grunnskóla- kennari á Dalvík, Hjarðarslóð ld, Dalvík, er fertugur í dag. Starfsferill Skúli fæddist í Reykjavik og ólst þar upp. Hann var í Langholtsskóla, Ármúlaskóla, lauk kennaraprófi frá KHÍ 1992 og stundaði nám í sálfræði við HÍ í tvö ár. Skúli starfaði í mörg ár á sambýli fyrir einhverfa og á sambýli fyrir fjölfatlaða. Þá starfaði hann um ára- bil við Kleppsspítalann og á ung- lingageðdeild Hann kenndi við Einholtsskóla í Reykjavík 1994-96 og hefur kennt við Dalvíkurskóla frá 1997. Skúli hefur sungið í kórum og syngur nú með Samkór Svarfdæla. Fjölskylda Skúli kvæntist 11.7. 1998 Lindu Björk Holm, f. 18.6. 1961, sjúkraliða og háskólanema. Hún er dóttir Jóns H. Holm, leigubifreiðarstjóra í Dan- mörku, og Eddu Vilborgar Guð- mundsdóttur, ráðgjafa í Reykjavík. ari í Reykjavík; Jóhanna Þormóðs- dóttir, f. 7.9. 1957, skrifstofumaður í New Hampshire í Bandaríkjunum; Þormóður Þormóðsson, f. 22.8. 1963, flugrekstrarfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Finnboga: Þormóður Hjörvar, f. 24.5. 1922, d. 31.12. 1970, loftsiglingafræðingur og Geirþrúður Finnbogadóttir, f. 17.6. 1923, sjúkra- liði. Ætt Meðal systkinia Þormóðs er Úlfur rithöfundur, faðir Helga Hjörvar, forseta borgarstjórnar. Þormóður var sonur Helga Hjórvar, útvarps- manns og rithöfundar. Meðal margra hálfsystkina Helga, sam- feðra, voru Pétur Hoffmann; Gunn- ar Úrsus aflraunamaður; Lárus glímukóngur, faðir Ármanns glímu- kappa, og Haraldur, faðir Auðar Haralds rithöfundar. Helgi var son- ur Salómons, b. í Drápuhlíð í Helga- fellssveit, Sigurðssonar, b. í Miklholti, Horna-Salómonssonar, b. í Hólakoti, Bjarnasonar, langafa Kristjönu, móður Ingibjargar Þor- bergs söngkonu. Móðir Helga Hjörv- ar var Guðrún Sigurðardóttir, b. á Gríshóli í Helgafellssveit, Þórðar- sonar. Móðir Þormóðs var Rósa, systir Kristjóns, afa Helga Péturssonar borgarfulltrúa. Rósa var dóttir Daða, b. á Litla-Vatnshorni í Döl- um, Daðasonar, b. á Bólstað í Döl- um, Magnússonar. Móðir Daða yngri var Sigríður Erlendsdóttir, b. á Fremra-Skógskoti, Þórðarsonar. Móðir Rósu var Guðbjórg Sigríður, systir Jens, vaktara i Stöðlakoti, afa Brynjólfs Jóhannessonar leik- ara. Guðbjörg var dóttir Jóhannes- ar, steinsmiðs í Kasthúsum í Börn Skúla og Lindu Bjarkar eru Þórdís Edda Holm Skúladóttir, f. 20.4. 1992; Sturla Holm Skúlason, f. 26.6. 1995. Systkini Skúla eru Sigurður Pét- ursson, f. 30.1. 1955, d. 1.1. 1983, prentari; Ásta Pétursdóttir, f. 13.4. 1956, búsett í Bandaríkjunum; Mar- grét Pétursdóttir, f. 3.11.1966, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Skúla: Pétur Sigurðs- son, f. 2.7. 1928, d. 16.12. 1996, for- stjóri Hrafnistu og alþm., og Sigríð- ur Sveinsdóttir, f. 1.7. 1931, skrif- stofumaður. Ætt Pérur var sonur Sigurðar, kaup- manns í Keflavík, Péturssonar, sjó- manns i Keflavík, Jónsson, frá Kata- dal í Húnavatnssýslu, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg, systir Þórðar, langafa Jóns Guðmundsson- ar á Reykjum og langafa Vigdísar, móður Láru Ragnarsdóttur alþm. Þórður var afi Erlendar Ó. Péturs- sonar, formanns KR, sem var móð- urbróðir Péturs Guðfinnssonar, Reykjavík, Magnússonar og Ingibjargar Jensdóttur, frá Eyrarbakka, Ólafssonar. Móðir Ingi- bjargar í Kast- húsum var Gróa Gunnars- dóttir, hrepp- stjóra í Einars- höfn á Eyrar- bakka, Jóns- sonar, bróður Jóns yngra Gamalíelsson- ar, en af afkom- endum hans má nefna Ingi- björgu Sólrúnu borgarstjóra. Geirþrúður er dóttir Finn- boga Rúts, raf- virkja í Reykjavík, Ólafssonar, b. og sjómanns í Múla í Gufu- dalssveit, Kristjánssonar. Móðir Finnboga Rúts var Guðrún Ara- dóttir, b. í Múla, bróður Jóns, föð- ur Björns, ritstjóra og ráðherra, föður Sveins forseta. Systir Ara var Helga, langamma Viðars Vík- ingssonar kvikmyndagerðar- manns. Ari var sonur Jóns, b. í Djúpadal, Arasonar, bróður Guð- rúnar, ömmu Gests Pálssonar skálds. Bróðir Jóns var Finnur, afi Ara Arnalds, afa Ragnars Arnalds, rithöfundar og fyrrv. alþm. Móðir Geirþrúðar var Jóhanna, dóttir Kristjáns, b. á Árgilsstöðum í fyrrv. framkvæmdastjóra Sjón- varpsins. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. og skipasmiðs í Engey, Pétursson- ar, b. í Engey, Guðmundssonar. Meðal barna Péturs í Engey voru Guðrún, langamma Bjarna Bene- diktssonar, Sigríður, langamma Pét- urs Sigurgeirssonar biskups og Pét- urs Sigurðssonar, frv. forstjóra Landhelgisgæslunnar, og Halldóra, langamma Gunnars, föður Þorsteins leikara og arkitekts. Móðir Péturs var Birna Ingibjörg, Hvolhreppi, Jónssonar, b. í Fagur- hlíð í Landbroti, Eyjólfssonar og Guðnýjar Jónsdóttur, b. í Efri-Vík, Guðbrandssonar. Móðir Guðnýjar var Guðlaug Oddsdóttir, systir Guð- ríöar, langömmu Jóhannesar Kjar- vals. Móðir Jóhönnu var Eyrún Jónsdóttir, b. á Árgilsstóðum, Berg- steinssonar, bróður Þuríðar, langömmu Bergsteins brunamála- stjóra og Sigurðar hrl. Gizurarsona, Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. alþing- isforseta, og Boga Nilssonar, fyrrv. ríkissaksóknara. Móðir Eyrúnar var Þuriður Eyjólfsdóttir. dóttir Hafliða, sjómanns í Reykjavík, bróður Bjarna vígslubiskups. Hafliði var sonur Jóns, tómthúsmanns í Mýrarholti í Reykjavík, Oddssonar, b. á Vindási i Kjós, Loftssonar. Móð- ir Jóns var Kristín Þorsteinsdóttir, systir Kristínar eldri, langömmu Þuríðar Pálsdóttur og Jórunnar Við- ar. Móðir Hafliða var Ólöf, systir Guðnýjar, ömmu Jóhannesar Zoéga hitaveitustjóra. Ólöf var dóttir Haf- liða, tómthúsmanns í Nýjabæ i Reykjavík, Nikulássonar og Guð- finnu Pétursdóttur, systur Jóns í Engey, afa Sigurðar, föður Péturs. Sigríður er dóttir Sveins, bróður Fannýjar Kristínar, móður Ingvars Gíslasonar, fyrrv. alþm. og ráð- herra. Sveinn var sonur Ingvars, alþm. á Ekru, Pálmasonar, b. á Ás- um í Austur-Húnavatnssýslu, Sig- urðssonar. Móðir Ingvars á Ekru var Guðrún Björg Sveinsdóttir. Móðir Sveins Ingvarssonar var Margrét Guðmundína, dóttir Finns Guðmunssonar og önnu Margrétar Guðmundsdóttur. Móðir Sigriðar var Ásta Fjeldsted. Andlát Ámý Evrún Ragnhildur Helgadóttir, Garövangi, Garði, áður Þórustíg 17 og Vallarbraut 2, Njarðvík, lést 15.2. Inga Guöbjörnsdóttir, Keldulandi 13, Reykjavík, lést á Landspítala, VTfilsstöö- um, fimmtud. 15.2. Sigfús Agnar Sveinsson, Hólavegi 34, ví ' Sauöárkróki, andaðist á Heilbrigðis- stofnun Skagafjaröar fimmtud. 15.2. Jarðarför Eyrúnar Normann fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu 26.1. Anna Oddsdóttir frá Stykkishólmi, Furugerði 1, andaðist fimmtud. 15.2. Merkir íslendingar Friðfinnur Ólafsson, forstjóri Háskóla bíós, fæddist á Strandseljum í ögur hreppi við Djúp 19. febrúar 1917. Hann var sonur Ólafs Kristjáns Þórðarsonar, bónda á Strandseljum, og k.h., Guðríðar Hafliðadóttur húsfreyju. Meðal barna Friðfmns eru Björn ráðuneytisstjóri, Stefán, forstjóri Islenskra aðalverk- taka, Ólafur innkaupastjóri, Sigrún hjá Tryggingastofnun, Guðríður endurskoðandi og Elín Þóra, hjá Skjá einum. Friðfinnur var bróðir Sólveigar, konu Hannibals Valdimarssonar og móður Jóns Baldvins sendiherra og Arn órs heimspekings. Meðal bræðra Friöfinns má nefna Kjartan kaupfélagsstjóra, Hafliða í ögri og Þórö, útvegsb. í Odda. Friðfinnur Ólafsson Friðfinnur lauk stúdentsprófi frá MA 1938 og prófi í viðskiptafræði frá HÍ1942. Hann var stundakennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Iðnskólann í Hafnarfirði og kenndi við MR 1958-1980. Hann var forstöðumaður hjá Viðkiptaráði, fram- kvæmdasfjóri Tjarnarbíós og síðan Háskólabiós til dauðadags 7. júní 1980. Friðfinnur var lengst af fremur þungur á velli, en hafði þeim mun létt- ari lund, var hnyttinn í tilsvörum og ágætur hagyrðingur eins og kom fram í útvarpsþáttum Sveins Ásgeirssonar. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Al- þýðuflokkinn og sat í srjórn Kirkjugarða Reykjavíkur en gröf hans í Grafarvogskirku- arði er fyrsta gröfin sem þar var tekin. Jarðarfarir Sigríöur Sigurðardóttir (Stella), Hrafn- istu, Hafnarfirði, síðast á Þorragötu 7, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Dóm- kirkjunni mánud. 19.2. kl. 13.30. Hákon Ragnars, Hrauntungu 66, Kópa- vogi, sem lést á heimili sínu aðfaranótt föstud. 9.2., veröurjarðsunginn frá Fossvogskirkju mánud. 19.2. kl. 15.00. Magnús Brynjar Guojónsson, Móasíöu 6a, Akureyri, sem lést af slysförum mánud. 12.2., veröur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjud. 20.2. kl. 13.30. Jóhann Gunnar Jóhannsson trésrniöur, Grænuhlíð 8, sem andaðist mánud. 12.2., verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjud. 20.2. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.