Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 29
I MÁNUDAGUR 19. FEBRUAR 2001 45 I>V Tilvera mk Fornleifar, heimildir og samtíminn: Skyrið hennar Bergþóru Orri Vésteinsson, fornleifafræð- ingur í Fornleifastofnun íslands, heldur fyrirlestur um heimildagildi fornleifa í Norræna húsinu þriðju- daginn 20. febrúar klukkan 12.05. Orri er doktor í sagnfræði frá Lundúnaháskóla og hann hefur verið forstöðumaður rannsókna- og kennslusviðs Fornleifastofnunar ís- lands frá stofnun hennar, auk þess stjórnað fornleifaskráningu á henn- ar vegum. Orri hefur stjórnað forn- leifauppgrefti víða um land, auk þess hafa birst greinar eftir hann um sagn- og fornleifafræði í inn- lendum sem erlendum tímaritum. Nýlega kom út í Englandi bók hans The Christianization of Iceland. Priests, Power and Social Change 1000-1300. Stefnubreyting Á fyrri hluta 20. aldar fjallaði for- söguleg fornleifafræði fyrst og fremst um þjóðir og þjóðflutninga og er það sambærilegt við áherslu gamaldags sagnfræði á stofnana- og persónusögu. Á seinni hluta aldar-_ innar varð hins vegar svipuð þró- un í fornleifafræði og sagnfræði. Áhugi fornleifafræðinga færðist meira í átt til efnahags, félagsgerð- ar, daglegs lífs, samspils manns og umhverfis o.s.frv. Gagnger stefnu- breyting varð upp úr 1960 þegar hin svokallaða Nýja fornleifafræði tók upp aðferðir félagsvísinda og sýnt var fram á að með fornleifum einum saman má endurgera horfin félags- og hagkerfi. Melra en aö lýsa gömlum rústum Orri segir að fyrirlesturinn fjalli um fornleifar og hvers konar heim- DV-MYND INGÖ Heimildagildi fornleifa Orrí Vésteinsson er doktor í sagnfræöi frá Lundúnaháskóla og hann hefur veriö forstöðumaður rannsókna- og kennslusviðs Fornleifastofnunar íslands frá stofnun hennar. ildir þær eru um fortíðina. „Ég ætla líka að fara aðeins yfir það hvernig fornleifar hafa verið notað- ar sem heimildir um söguna, allt frá því að menn höfðu mestan áhuga á þeim fyrir verðgndið í málminum. Ég rifja einnig upp þeg- ar fornleifafræðingar voru að eltast við að finna skyrið hennar Berg- þóru og atgeirinn hans Gunnars. Islensk fornleifafræði er enn þá að slíta barnsskónum þó hún sé akademískari í dag en hún var fyrir nokkrum áratugum. Það má segja að Kristján Eldjárn forn- leifafræðingur og fyrrverandi for- seti hafi komið fornleifafræðinni á fót sem vísindagrein um miðja síðustu öld. Kristján var á sínum tíma í takt við það sem var að ger- ast í greininni erlendis og fylgdist vel með. Hann var hafði mikinn áhuga á því sem er kallað menn- ingarfbrnleifafræði, þ.e.a.s. að láta fornleifarnar segja okkur eitthvað um uppruna þjóðarinnar eða þjóð- erni. Það hefur margt breyst frá þess- um tlma og menn þróað aðferðir til að láta fornleifar segja ýmislegt um efnahag, hagkerfi, félagsgerð og jafnvel stjórnmál og við erum að stíga fyrstu skrefin í þessa átt hér á landi. Fornleifafræðingar eru því farnir að gera meira en að lýsa gömlum rústum. -Kip Kynjadýr og furðuskepnur - dýragarður Gabríelu vígður við hátíðlega athöfn Dýr inni dýr úti er yfirskrift sýningar myndlistarmannsins Gabríelu Frið- riksdóttur sem opnuð var í Galleríi Sævars Karls á laugardaginn. Þar getur að lita hvers kyns furðudýr sem sprottiö hafa úr huga höfundar auk þess sem dýrasónatan ómar um salinn. Við opnunina var enn fremur frumflutt- ur tónlistargjörningurinn Anima animalae og fékk listakonan Margréti Vil- hjálmsdóttur til að spila með sér á fiðlu en sjálf lék hún á slaghörpu. DV-MYNDIR EINAR J. Með horn á höföi Það er engu líkara en horn hafi vaxið út úr höfði myndlistarmannsins Hlyns Hallssonar sem hér spjallar við Ævar Kjartansson, guðfræðinema og út- varpsmann. Sposk á svip Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona og Gabríela Friöríksdóttir myndlistarkona ásamt mæðginunum Ugga Ævarssyni, útgefanda með meiru, og Guðrúnu Kristjánsdóttur myndlistarmanni. SvMteSjjés Puff Daddy Er brúnaþungur þessa dagana og vill fá að vera fríði fyrír fjólmiðlum. Viðurkennir sambandsslit Sean „PufF Daddy" Combs hefur loks tekið af allan vafa og viður- kennt að samband hans og söngkon- unnar Jennifer Lopez sé á enda. Talsmenn söngvarans höfðu ítrekað neitað orðrómi þar um jafnvel eftir að sögusagnir fór á kreik um að Lopez væri í tygjum við dansara sem bregður fyrir í einu tónlistar- myndbanda hennar. Lopez er nú í Ástralíu að kynna nýja plötu. Vill í dúett með Madonnu Tenórsöngv- arinn Luciano Pavarotti greindi frá því í síðustu viku að hann myndi gjarnan vilja starfa með Madonnu í næsta popp-ten- ór samstarfi. Að sögn Pavarottis gerði Madonna þó skýra kröfu um að þau myndu syngja Caro Mio Bene, barokk-aríu, sem er í uppáhaldi hjá söngkon- unni. Ekki er vitað hvænær þau syngja saman. Hársnyrtivörur í úrvali Hárgreiðslustofan Klapparstig Simi 551 3010 GERUM GOTT KYNLÍF BETRA! LANDSINS MESTA ÚRVAL AF UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS Barónsstíg 27 - S: 562 7400 Listunnendur Það má njóta listarinnar á ýmsan máta, sumir kjósa að gera það standandi, aðrír fá sér sæti og enn aðrír liggja flatir. Góöir gestir Eva María Jónsdóttir Kastljósmær og Haraldur Jónsson, myndlistar- maður og rithöfundur, á spjalli. YAZZ-Cartise Ný verslun fyrir unglinga og ungar konur á öllurrt aldri. Lágmarksverð. Cartise, Yazz, Hamraborg 1, s. 554 6996 Hamraborg 7, s. 544 4406

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.