Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 28
44 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001 j» Tilvera JOV Videodansverk í Listaklúbbnum í kvöld kl. 20.30 verða sýnd 10 videodansverk íslenskra list- dansara í Listaklúbbi leikhús- kjallarans. Þeir danshöfundar og leikstjórar sem þarna eiga verk eru Aðalheiður Halldórsdóttir, Helena Jónsdóttir, Katrin Ólafs- dóttir, Margrét Sara Guðjóns- dóttir, Peter Anderson, Ragna Sara Jónsdóttir, Reynir Lyngdal, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Val- gerður Rúnarsdóttir. Stjórnend- * ur kvöldsins eru Helena Jóns- dóttir og Reynir Lyngdal. Krár_______________ ¦TRUBADOR A KAFFI REYKJAVIK Einn lítill og skrýtinn trúbador ætlar aö skemmta á Kaffi Reykjavík í kvöld. Enginn veit neitt meira um það. Klassik _____ ¦ KAMMERTONLEIKAR I LISTA- SAFNI SIGURJONS Kammersveitin Stelkur leikur í Listasafni Slgurjóns •» í kvöld klukkan 20. Rytjendur eru Charles Ross, Suncana Slamnig, Jón Guðmundson, Maria Gaskell og Páll ívan Pálsson. Tónleikarnir eru liður í Myrkum músikdögum og má búast við fjölbreyttri og skemmtilegri efnisskrá. Opnun ¦ MYNDVEFNAÐUR A DALBRAUT í dag veröur opnuð sýning á myndvefnaði Sveinbjargar Vlgfúsdóttur sem er 97 ára og býr í þjónustuíbúðum aldraðra á Dalbraut 27. Sveinbjörg hefur stundað myndvefnað í tvö ár eða frá því hún var 95 ára. Myndlist ¦ GABRIELA FRIÐRIKSDOTTIR HJA SÆVARI KARLI Dýr inni dýr úti ~* er heiti myndlistarsýningar Gabríelu Friöriksdóttur sem stendur í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Segja má aö sýning Gabríelu sé sannköll- uð fjöllistasýning, því auk þess að sýna bæöi fígúratíf verk á gólfi og . veggjum úr hördúk, límmassa, viði, trjagreinum, akríl og lakki mun pí- anóverkið „Dýrasónatan", sem Gabríela samdj að gefnu tilefni, óma á sýningunni. Á opnunardaginn mun listamaðurinn ásamt Margréti Vil- hjalmsdóttur frumflytja tónlistar- gjörninginn „Anlma animalae" á fiðlu, flygil og vekjaraklukku. Þá mun myndbandiö „Fernando" rúlla allan sýningartímann í litla sýningarglugg- anum sem veit út í Bankastrætið. Síöustu forvöð > ¦ MYNDASYNING I RAÐHUSI REYKJAVIKUR I dag lýkur í Tjarnar- sal Ráðhúss Reykjavíkur óvenjulegri sýningu sem ber yfirskriftina Mynda- banki.is. Um er að ræða bæði Ijós- myndir og teikningar. Þeir sem að sýningunni standa eru Brooks Walker, Hreinn Hrelnsson, Jóhann ísberg, Jóhann 011 Hilmarsson, Jón Baldur Hlíðberg, Lárus Karl Inga- son, Ragnar Axelsson og Sigurður H. Stefnlsson. Ástæðan fyrir því að þessir ólíku myndasmiðir halda sýn- ingu af þessu tagi er að þeir hafa tekið upp þá nýbreytni aö selja myndir sínar á vefnum á slóðinni myndabanki.is. - ¦ SÝNING MARÍU KRISTÍNAR STEINSSON I dag lýkur sýningu Maríu Kristínar Steinsson í Gallerí 17 á Laugavegl 91. Dansinn dunar í Álftamýrinni - íslandsmeistarakeppnin í frjálsum dönsum Tuttugasta íslands- meistarakeppnin í frjálsum dönsum (freestyle) var haldin í íþróttahúsi Álftamýr- arskóla á föstudaginn. Alls tóku um 150 kepp- endur af öllu landinu þátt í keppninni aö þessu sinni en bæði var keppt í hóp- og ein- staklingsdansi. Hópur- inn Textíl frá Reykja- vík fór með sigur af hólmi í hópkeppninni en í einstaklingskeppn- inni var það Hafnar- fjarðarmærin Vilhelm- ína Ósk Ólafsdóttir sem dansaði sig inn í hugi og hjörtu dómara sem áhorfenda. Einbeitt á svip Einbeitingin skein úr augum kepp enda enda greinilegt að þeir ætl- uöu sér aö ná langt. Biogagiiryni Lokapunkturinn Allir hóparnir enduöu atriöin sín meö stæl enda er ekki annað hægt eftir glæsilega frammistóðu á gólfínu. Skuggadans Einn hópurinn dansaði fyrir framan hvítt tjald. Var sá dans ekki síður tilkomumikill séður aftan frá. Háskólabíó - Billy Eliiot: *¦*¦*-*- Hetjusaga vorra daga Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Billy Elliot er hefðbundin hetju- saga um dreng sem yfirvinnur bæl- ingu samfélagsins og beitir ræktun hæfileika sinna til sjálfsköpunar. Þessi saga hefur verið sögð þúsund sinnum áður. Þetta er hetjusögn vorra daga - tíma þjoðflutninga og stéttaflakks; sjálfsmynd okkar rót- leysingjanna; lífstilgangur einstak- lingshyggjunnar. En um leið og ég dáðist að því hversu vel þessi hetju- saga er sögð í Billy Elliot gat ég ekki annað en velt fyrir mér hvort hún væri ekki endanlega dauð; hvort okk- ur væri ekki fyrir bestu að kveðja er- indi hennar með nýliðinni öld. Á nítjándu öld barðist almúgafólk við fastskorðað samfélag sem virtist ekki bjóða upp á annað en þrældóm fyrri kynslóða. Þá voru fáar aðrar undankomuleiðir en Vesturheimur. í upphafi tuttugustu aldar bar alþýðan með sér draum um að brjótast til mennta; hífa sig upp í millistétt. Um miðja öldina þráði fólk ríkidæmi - ekki aðeins til að lifa mett heldur til að skapa börnum sínum tækifæri til að halda sig frá eymd verkalýðsins. '68-kynslóðin vann sig upp um stétt eins og hún lagði sig. Gallinn var hins vegar sá að það fjaraði undan henni; það er til lítils að tilheyra millistétt ef engin er verkalýðsstéttin þar undir. Þessi kynslóð bætti því við draumum um betri og réttari lífsaf- stöðu, hugmyndir um hreinna og feg- urra líf, við hetjusögur fyrri kyn- slóða. Hún þurfti ríkara inntak en amerískan draum; hennar flakk (eða fiótti) var fremur huglægt en raun- gert. í gegnum allar þessar samfélags- Aöalsöguhetjan Jamie Bell í hlutverki Billys Elliots breytingar hefur sama hetjusögnin fylgt okkur. Hún er um dreng (sjaldn- ar stúlku) sem vex upp i þröngu og fastskorðuðu samfélagi sem steypir alla í sama mót. Drengurinn býr hins vegar yfir ákveðnum hæfileika (eða sérstöðu) og með örlítilli hvatningu tekst honum að rækta hann svo að hann verður farseðill hans burt. í einni mynd er þetta saga um bíla- kónginn Ford, í annarri blindu stúlk- una Helen Keller, i þeirri þriðju um verðbréfaguttann Gauguin sem vildi verða málari, í fjórðu um Marilyn Monroe, í fimmtu um ... allt þar til við á endanum sitjum uppi með Michael Jackson sem vildi yfirvinna kyn sitt og litarhátt, aldur og þroska, ætt sína og uppruna, mennsku og Guð má vita hvað ekki. Og þá staldr- ar maður viö og veltir fyrir sér hvort þessi andskotans hetjusögn sé ekki útjaskað gagn; fleirum til ama og leið- inda en lífsgleði. Bandaríkjamenn hafa verið sér- deilis duglegir við að búa til svona hetjusögur - enda er það samfélag rótleysingja og ættlausra fiökkudýra. Þar er smábærinn alltaf helvíti og stórborgin paradís; verkalýðurinn heimskur og sjálfsupptekið lista- mannapakk viturt - enda eru þessar sögur skrifaðar af þeim sem fóru og „urðu eitthvað" en ekki þeim sem sátu eftir og ekkert varð úr (sam- kvæmt mælikvarða þeirra sem fóru). Það sem breska myndin BUly Elliot hefur fram yfir flestar þessara mynda er að hún er ekki síður hetju- og þroskasaga föður og bróður drengs- ins en drengsins sjálfs. Þegar upp er staðið eru þeir sigurvegarar sögunn- Gunnar Smári Egilsson skrifar gagniýni um kvikmyndir. ar. Það sjónarhorn bjargar sögunni frá klisjunni. Billy Elliot er frumraun leikhúss- mannsins Stephen Daldry í bíó. Hann skilar frá sér fágaðri persónusköpun, ágengu raunsæi, áreynslulausum skiptingum milli frásagnaraðferða og einhvers konar líkamlegri nálgun í dansatriðum - nokkuð sem ég myndi halda fram að ætti rót sína i leikhús- inu ef ég hefði éitthvert vit á því. Jamie Bell fer glæsilega með hlutverk Billys og dansar einhvern veginn eins og Mikael Torfason skrifar. Gary Lewis er frábær sem pabbinn; ekki síður þegar hann heldur aftur af inni- byrgðri reiði sinni en þegar hann læt- ur undan uppgjöfinni. Löngumótuð persóna Julie Walters hæfir dans- kennaranum, Jamie Draven er hast- arlegur og hættulegur eldri bróðir og Stuart Wells sjarmerandi sem sam- kynhneigði strákurinn sem veit að hann er genginn fram af bnininni. Billy Elliot er tilfinningarík mynd. En hún fellur aldrei í væmni. Þrátt fyrir að sagan sé ort inn í samfélags- legar aðstæður hetjusagnar sem ég persónulega hef fengið nóg af, þá sæk- ir hún tilfinningar sínar í þá klass- ísku staðreynd að það er fjandum erf- iðara að vera maður - svo erfitt að það er allt í lagi að gráta yfir þvi ann- að slagið. Galdurinn er að kunna að sjúga upp í nefið á eftir og reyna að standa sig. Leikstjórn: Stephen Daldry. Handrlt: Lee Mall. Tönllst: Stephen Warbeck. Kvik- myndataka: Brian Tufano. Leikarar: Jamie Bell, Gary Lewis, Julie Walters, Jamie Draven, Stuart Wells o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.