Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 28
44
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001
DV
Ji Tilvera
v
*
í f iö
I K V I N N II
Videodansverk í
Listaklúbbnum
í kvöld kl. 20.30 verða sýnd 10
videodansverk íslenskra list-
dansara í Listaklúbbi leikhús-
kjallarans. Þeir danshöfundar og
leikstjórar sem þarna eiga verk
eru Aðalheiður Halldórsdóttir,
Helena Jónsdóttir, Katrín Ólafs-
dóttir, Margrét Sara Guðjóns-
dóttir, Peter Anderson, Ragna
Sara Jónsdóttir, Reynir Lyngdal,
Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Val-
gerður Rúnarsdóttir. Stjórnend-
ur kvöldsins eru Helena Jóns-
dóttir og Reynir Lyngdal.
Krár
■ TRUBADOR A KAFFI REYKJAVIK
Einn lítill og skrýtinn trúbador ætlar
að skemmta á Kaffi Reykjavík í
kvöld. Enginn veit neitt meira um
það.
Klassík
■ KAMMERTONLEIKAR I LISTA-
SAFNI SIGURJONS Kammersveitin
Stelkur leikur í Listasafni Sigurjóns
í kvöld klukkan 20. Flytjendur eru
Charles Ross, Suncana Slamnig,
Jón Guömundson, Maria Gaskell og
Páll ívan Pálsson. Tónleikarnir eru
liður I Myrkum músíkdögum og má
búast við fjölbreyttri og skemmtilegri
efnisskrá.
Opnun
■ MYNDVEFNAÐUR Á DALBRAUT
I dag verður opnuö sýning á
myndvefnaði Sveinbjargar
Vigfúsdóttur sem er 97 ára og býr í
þjónustuíbúðum aldraöra á Dalbraut
27. Sveinbjörg hefur stundaö
myndvefnað í tvö ár eða frá því hún
var 95 ára.
Myndlist
■ GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR
HJA SÆVARI KARLI Dýr inni dýr úti
er heiti myndlistarsýningar Gabríelu
Friöriksdóttur sem stendur í Galleríi
Sævars Karls í Bankastræti. Segja
má að sýning Gabríelu sé sannköll-
uð fjöllistasýning, því auk þess að
sýna bæöi fígúratíf verk á gólfi og
veggjum úr hördúk, límmassa, viði,
trjágreinum, akríl og lakki mun pí-
anóverkið „Dýrasónatan", sem
Gabríela samdj að gefnu tilefni, óma
á sýningunni. Á opnunardaginn mun
listamaðurinn ásamt Margréti Vil-
hjálmsdóttur frumflytja tónlistar-
gjörninginn „Anima animalae" á
fiðlu, flygil og vekjaraklukku. Þá mun
myndbandiö „Fernando" rúlla allan
sýningartímann í litla sýningarglugg-
anum sem veit út í Bankastrætiö.
Síðustu forvöð
■ MYNDASYNING I RAÐHUSI
REYKJAVIKUR I dag lýkur í Tjarnar-
sal Ráöhúss Reykjavíkur óvenjulegri
sýningu sem ber yfirskriftina Mynda-
banki.is. Um er að ræða bæði Ijós-
myndir og teikningar. Þeir sem aö
sýningunni standa eru Brooks
Walker, Hreinn Hreinsson, Jóhann
Isberg, Jóhann Óli Hilmarsson, Jón
Baldur Hlíðberg, Lárus Karl Inga-
son, Ragnar Axelsson og Siguröur
H. Stefnisson. Ástæðan fyrir því að
jaessir ólíku myndasmiðir halda sýn-
ingu af þessu tagi er að þeir hafa
tekið upp þá nýbreytni að selja
myndir sínar á vefnum á slóðinni
myndabanki.is.
■ SÝNING MARÍU KRISTÍNAR
STEINSSON I dag lýkur sýningu
Maríu Kristínar Steinsson í Gallerí
17 á Laugavegi 91.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Dansinn dunar í Álftamýrinni
- Islandsmeistarakeppnin í frjálsum dönsum
Háskólabíó - Billy Elliot: ★ ★ ★ ★
Tuttugasta íslands-
meistarakeppnin í
frjálsum dönsum
(freestyle) var haldin í
íþróttahúsi Álftamýr-
arskóla á fostudaginn.
Alls tóku um 150 kepp-
endur af öllu landinu
þátt í keppninni að
þessu sinni en bæði
var keppt i hóp- og ein-
staklingsdansi. Hópur-
inn Textíl frá Reykja-
vík fór með sigur af
hólmi í hópkeppninni
en í einstaklingskeppn-
inni var það Hafnar-
fjarðarmærin Vilhelm-
ína Ósk Ólafsdóttir
sem dansaði sig inn i
hugi og hjörtu dómara
sem áhorfenda.
DV-MYNDIR EINAR J.
Sigurvegararnir
Hópurinn Textíl á gólfinu. Þessar
reykvísku stúlkur stóöu sig best
í hópkeppninni aö mati dóm-
nefndar.
I takt
Þaö er eins gott aö vera meö
samhæföar hreyfingar ef maöur
ætlar aö hljóta náö fyrir augum
dómnefndar.
Lokapunkturinn
Allir hóparnir enduöu atriöin sín meö stæl enda er ekki
annaö hægt eftir glæsilega frammistööu á gólfinu.
Einbeitt á svip
Einbeitingin skein úr augum kepp-
enda enda greinilegt aö þeir ætl-
uöu sér aö ná langt.
Skuggadans
Einn hópurinn dansaöi fyrir framan hvítt tjald. Var sá
dans ekki síöur tilkomumikill séöur aftan frá.
T f . • ”1 Gunnar Smári
Hetjusaga vorra daga s
Billy Elliot er hefðbundin hetju-
saga um dreng sem yfírvinnur bæl-
ingu samfélagsins og beitir ræktun
hæfileika sinna til sjálfsköpunar.
Þessi saga hefur verið sögð þúsund
sinnum áður. Þetta er hetjusögn
vorra daga - tíma þjóðflutninga og
stéttaflakks; sjálfsmynd okkar rót-
leysingjanna; lífstilgangur einstak-
lingshyggjunnar. En um leið og ég
dáðist að því hversu vel þessi hetju-
saga er sögð í Biily Elliot gat ég ekki
annað en velt fyrir mér hvort hún
væri ekki endanlega dauð; hvort okk-
ur væri ekki fyrir bestu að kveðja er-
indi hennar með nýliðinni öld.
Á nitjándu öld barðist almúgafólk
viö fastskorðað samfélag sem virtist
ekki bjóða upp á annað en þrældóm
fyrri kynslóða. Þá voru fáar aðrar
undankomuleiðir en Vesturheimur. í
upphafi tuttugustu aldar bar alþýðan
með sér draum um að brjótast til
mennta; hífa sig upp í millistétt. Um
miðja öldina þráði fólk ríkidæmi -
ekki aðeins til að lifa mett heldur til
að skapa börnum sínum tækifæri til
að halda sig frá eymd verkalýðsins.
‘68-kynslóðin vann sig upp um stétt
eins og hún lagði sig. Gallinn var
hins vegar sá að það fjaraði undan
henni; það er til lítils að tilheyra
millistétt ef engin er verkalýðsstéttin
þar undir. Þessi kynslóð bætti því við
draumum um betri og réttari lífsaf-
stöðu, hugmyndir um hreinna og feg-
urra líf, við hetjusögur fyrri kyn-
slóða. Hún þurfti ríkara inntak en
amerískan draum; hennar flakk (eða
flótti) var fremur huglægt en raun-
gert.
í gegnum allar þessar samfélags-
breytingar hefur sama hetjusögnin
fylgt okkur. Hún er um dreng (sjaldn-
ar stúlku) sem vex upp í þröngu og
fastskorðuðu samfélagi sem steypir
alla í sama mót. Drengurinn býr hins
vegar yfir ákveðnum hæfileika (eða
sérstöðu) og með örlítilli hvatningu
tekst honum að rækta hann svo að
hann verður farseðill hans burt. í
einni mynd er þetta saga um bíla-
kónginn Ford, í annarri blindu stúlk-
una Helen Keller, i þeirri þriðju um
verðbréfaguttann Gauguin sem vildi
verða málari, í fjóröu um Marilyn
Monroe, í funmtu um ... allt þar til
við á endanum sitjum uppi með
Michael Jackson sem vildi yfirvinna
kyn sitt og litarhátt, aldur og þroska,
ætt sína og uppruna, mennsku og
Guð má vita hvað ekki. Og þá staldr-
ar maður við og veltir fyrir sér hvort
þessi andskotans hetjusögn sé ekki
útjaskað gagn; fleirum til ama og leið-
inda en lífsgleði.
Bandaríkjamenn hafa verið sér-
deilis duglegir við að búa til svona
hetjusögur - enda er það samfélag
rótleysingja og ættlausra flökkudýra.
Þar er smábærinn alltaf helvíti og
stórborgin paradís; verkalýðurinn
heimskur og sjálfsupptekið lista-
mannapakk viturt - enda eru þessar
sögur skrifaðar af þeim sem fóru og
„urðu eitthvað" en ekki þeim sem
sátu eftir og ekkert varð úr (sam-
kvæmt mælikvarða þeirra sem fóru).
Það sem breska myndin Billy Elliot
hefur fram yfir flestar þessara mynda
er að hún er ekki síöur hetju- og
þroskasaga foður og bróður drengs-
ins en drengsins sjálfs. Þegar upp er
staðið eru þeir sigurvegarar sögunn-
ar. Það sjónarhorn bjargar sögunni
frá klisjunni.
Billy Elliot er frumraun leikhúss-
mannsins Stephen Daldry í bió. Hann
skilar frá sér fágaðri persónusköpun,
ágengu raunsæi, áreynslulausum
skiptingum milli frásagnaraðferða og
einhvers konar líkamlegri nálgun í
dansatriðum - nokkuð sem ég myndi
halda fram að ætti rót sina i leikhús-
inu ef ég hefði eitthvert vit á því.
Jamie Bell fer glæsilega með hlutverk
Billys og dansar einhvem veginn
eins og Mikael Torfason skrifar. Gary
Lewis er frábær sem pabbinn; ekki
síður þegar hann heldur aftur af inni-
byrgðri reiði sinni en þegar hann læt-
ur undan uppgjöfinni. Löngtunótuð
persóna Julie Walters hæfir dans-
kennaranum, Jamie Draven er hast-
arlegur og hættulegur eldri bróðir og
Stuart Wells sjarmerandi sem sam-
kynhneigði strákurinn sem veit að
hann er genginn fram af brúninni.
Billy Elliot er tilfinningarik mynd.
En hún fellur aldrei í væmni. Þrátt
fyrir að sagan sé ort inn í samfélags-
legar aðstæður hetjusagnar sem ég
persónulega hef fengið nóg af, þá sæk-
ir hún tilfinningar sínar i þá klass-
ísku staðreynd að það er fjandum erf-
iðara að vera maður - svo erfitt að
það er allt í lagi að gráta yfir því ann-
að slagið. Galdurinn er að kunna að
sjúga upp í nefið á eftir og reyna að
standa sig.
Leikstjórn: Stephen Daldry. Handrit: Lee
Hall. Tónlist: Stephen Warbeck. Kvik-
myndataka: Brian Tufano. Leikarar:
Jamie Bell, Gary Lewis, Julie Walters,
Jamie Draven, Stuart Wells o.fl.