Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001
I>V
Fráfarandi forsætisráðherra ísraels
Flokksfélagar Baraks eru andvígir
þátttöku hans í stjórn Sharons.
Flokkurinn gagn-
rýnir Barak
Leiðtogar Verkamannaflokks-
ins, flokks Ehuds Baraks, fráfar-
andi forsætisráðherra ísraels,
gagnrýndu hann i gær fyrir þá
ákvörðun hans að taka þátt í sam-
steypustjóm Ariels Sharons. Þeir
leiðtogar Verkamannaflokksins,
sem eru mótfaflnir ákvörðun
Baraks, héldu á laugardaginn fund
fyrir lokuðu dyrum til að ræöa til
hvaða ráða skuli gripið, að því er
blaðið Yediot Aharonot greindi frá
í gær.
Miðstjóm Verkamannaflokksins
kemur saman á fimmtudaginn. Þá
verður haldin leynileg atkvæða-
greiðsla um það hvort flokkurinn
á að taka þátt i samsteypustjóm
með Likudflokknum, flokki Shar-
ons.
Nýnasistar fá 4
milljónir fýrir að
byrja nýtt líf
Þýsk yfirvöld eru reiðubúin að
bjóða öllum leiðtogum nýnasista,
sem vilja byrja nýtt lif, um 4 millj-
ónir íslenskra króna hverjum, að
því er þýska timaritið Der Spiegel
greinir frá. „Vilji einhver hætta má
ekkert spara,“ segir Otto Schily,
innanríkisráðherra Þýskalands, í
viðtali við tímaritið.
Liðhlaupunum verður auk þess
boðið húsnæði, starf og nýtt nafn
reynist það nauðsynlegt. Haft hefur
verið samband við 324 þekkta
nýnasista. Af þeim voru 252 fúsir til
að ræða málið og 84 kváðust vilja
komast úr nýnasistasamtökunum
sem þeir eru í.
Repúblikanar þrýstu á
Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja-
forseti, ver í grein umdeilda náöun á
auökýfmgi.
Bill Clinton ver
sakaruppgjöfina
Bill Clinton, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, varði í gær í grein í
New York Times umdeflda náðun
sína á gyðingnum og auðkýflngnum
Marc Rich. Sagði Clinton sakarupp-
gjöfina réttlætanlega og ekkert
tengjast fjárframiögum fyrrverandi
eiginkonu Rich, Denise Rich, í sjóði
demókrata. Rich flýði til Sviss fyrir
17 árum eftir að hann hafði verið
ákærður fyrir stórfelld skattsvik og
ólögleg olíuviðskipti. Clinton benti
á aö háttsettir lögmenn meðal
repúblikana hefðu hvatt til að Rich
yrði náðaður, þar á meðal starfs-
mannastjóri Dicks Cheneys varafor-
seta.
íraskir fjölmiðlar
krefjast hefndar
íraskir rikisfjölmiðlar kröfðust
þess i gær að allar þær rikisstjóm-
ir, sem gagnrýnt hafa loftárásir
Bandaríkjanna og Bretlands á
Bagdad á fostudagskvöld, grípi til
einhverra aðgerða. Blaðið Babel,
sem eru í eigu Udays, sonar Sadd-
ams Husseins íraksforseta, skrif-
aði að „nýja dvergnum í Svarta
húsinu“ yrði ekki betur ágengt en
fðður hans að koma Saddam frá
völdum.
Þúsundir íraka gengu í gær um
götur Bagdad til að mótmæla loft-
árásunum. Mótmælendur héldu á
lofti myndum af Saddam Hussein
íraksforseta og brenndu banda-
ríska og ísraelska fána.
írösk yfirvöld sendu Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, bréf og hvöttu til þess að
samtökin fordæmdu árásirnir.
íraska fréttastofan INA greindi frá
því í gær að Saddam hefði hitt
háttsetta ráðgjafa sína til að ræða
endurbætur á loftvamakerfinu.
Mótmæli í Bagdad
Þúsundir íraka gengu um götur
Bagdad í gær og mótmæltu loftárás-
um Bandaríkjamanna og Breta.
Bandarískar og ísraelskar her-
sveitir hefja í dag sex daga heræf-
ingu þar sem skotið verður Patriot-
flaugum. ísraelski herinn lagði á
það áherslu í yflrlýsingu í gær að
æfingin hefði verið ákveðin fyrir
ári og tengdist á engan hátt loft-
árásunum á Bagdad á föstudaginn.
ísraelsk yfirvöld hafa sagt að þau
taki alvarlega hótun Saddams
íraksforseta um hefndarárás. ísra-
elar búast þó ekki viö henni á
næstunni. Ehud Barak, fráfarandi
forsætisráðherra ísraels, hélt í gær
fund með embættismönnum örygg-
ismála vegna fullyrðinga blaðsins
Babel um að loftárásimar hefðu
verið vegna stuðnings íraks við
uppreisn Palestínumanna.
Bandaríkin sendu Patriotflaugar
til ísraels i Persaflóastríðinu 1991
við írak. Ekki tókst að stöðva
Scudflaugar íraka með Patriot-
flaugunum. Þær komu flestar nið-
ur við Tel Aviv og inni i sjálfri
borginni.
Tróðust undir á áhorfendapöllum
Þrjátíu og sjö manns slösuöust, þar af tveir aivarlega, þegar járngrind gaf sig á áhorfendasvæöi á knattspyrnuvelli í
borginni Bursa í norövesturhiuta Tyrklands í gær.
Mikið vodka og koníak
Brytinn í Kreml,
Gennadí Koloment-
sev, hefur nú greint
frá því hvað hver
drekkur og hversu
mikið. Boris
Jeltsín, fyrrverandi
forseti, bað um
nokkra flöskur af
vodka og koniaki á hverjum degi.
Vladimir Pútín lætur sér nægja eitt
rauðvínsglas á heilu kvöldi. Stalín
var ekki hrifinn af sterkum drykkj-
um en átti það til að fá sér koníaks-
dreitil fyrir háttatíma. Lenin kaus
heldur bjór.
Fékk enga rós
Kona í Marokkó heimtar bætur af
eiginmanni sínum og skilnað þar
sem hann gaf henni ekki rósir á
Valentínusdaginn. Augljóst sé að
hann elski hana ekki lengur. Mað-
urinn segir siðinn uppátæki útlend-
inga.
Öflugur eftirskjálfti
öflugur eftirskjálfti skók E1
Salvador á laugardaginn. Talsverð-
ar skemmdir urðu af völdum skjálft-
ans. Mikill skortur er á matvælum
og hjálpargögnum á svæðinu.
Dönum og Breta rænt
Lögregla og hermenn leituðu í
gær tveggja Dana og Breta sem var
rænt á fóstudaginn í Bangladess.
Mannræningjarnir krefjast um 140
milljóna íslenskra króna í lausnar-
gjald fyrir gíslana sem starfa hjá
verkfræðistofu.
Aukin fátækt
Fátækustu böm
Bretlands hafa orð-
ið fátækari í stjóm-
artíð Tonys Blairs
forsætisráðherra.
Að sögn blaðsins
The Observer hafa
nær 250 þúsund
börn á fátækustu
heimilunum það verra en 1997.
Tvær milljónir breskra barna lifa
nú undir fátæktarmörkum. Hins
vegar hefur 1,2 milljónum barna
verið bjargað frá fátækt frá því að
Blair tók við. Þykir greinilegt að
það hafi verið á kostnað þeirra fá-
tækustu.
Eldgos í Kongó-Kinshasa
Þúsundir tonna af hrauni hafa
streymt úr þremur gígum eldfjalls-
ins Nyamuragira í Kongó-Kinshasa.
íbúar í grennd við fjallið búa sig
undir að flýja svæðið.
Skipi kúrdísku flóttamannanna viljandi siglt í strand:
Skipstjórinn flýði með
um 100 milliónir króna
Glæpagengi frá Tyrklandi og írak
stóðu á bak við smyglið á yfir 900
kúrdískum flóttamönnum sem birt-
ust óvænt á laugardagsmorgun á
frönsku Rivíerunni í strönduðu
skipi. Embættismenn telja að áhöfn-
in skipsins hafi siglt því í strand af
ásettu ráði og síðan flúið með um
100 milljónir íslenskra króna sem
flóttamennirnir höföu greitt í far-
gjald. Skipið sökk í gærmorgun.
Frönsk yflrvöld vöruðu í gær
flóttamennina við og sögöu þeim aö
þeir skyldu ekki búast við sérstakri
afgreiðslu en örlög flóttamannanna,
einkum barnanna 480, hafa snert
strengi í hjörtum almennings í
Frakklandi. Samtímis hefur koma
flóttamannanna kynt undir reiði
vegna aukins smygls á flóttamönn-
um.
Stjómmálamenn í Frakklandi
Bjargað frá borði
Ryödallurinn, sem sigldi í strand viö
frönsku Rlvíeruna, sökk í gær.
hafa sagt að þeir vilji ekki skapa
fordæmi með því að sleppa Kúrdun-
um skilyrðislaust inn í landið.
Flóttamennimir dvelja nú i herstöð
í Fréjus þar sem þeir fengu mat og
drykk í fyrsta sinn í marga daga.
Þrjú börn fæddust um borð á meðan
siglt var eftir Miðjarðarhafmu.
Nokkrir þeirra sem voru um borð
hafa greint frá því að þeir hafl farið
frá írak til Tyrklands þar sem þeir
hafi falið sig á bóndabæjum. Síðan
hafl þeir verið fluttir til hafnar á
suðurströnd Tyrklands. Síðan var
stefnan tekin á Ítalíu, að því er taliö
er.
Talsmaður frönsku landamæra-
lögreglunnar segir að Kúrdarnir
hafl ekki haft hug á að koma til
Frakklands. Flestir þeirra vilji kom-
ast til Bretlands og þaðan til Banda-
ríkjanna.
Hvattur til aö segja af sér
Joschka Fischer,
utanríkisráðherra
Þýskalands, sem
heldur í dag til
Bandaríkjanna á
fund Colins Powells
utanríkisráðherra,
er undir miklu
álagi vegna yfirvof-
andi rannsóknar saksóknara á
meintu meinsæri hans við réttar-
höld yfir hryðjuverkamanninum
Klein. Andstæðingar Fischers hafa
hvatt hann til að segja af sér.
Rokkarar hjá Castro
Castro Kúbuforseti sótti um helg-
ina tónleika bresku rokksveitarinn-
ar Manic Street Preachers. Castro
stóð upp og klappaði þegar lagið
Baby Elian var leikið.