Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 19. FEBRUAR 2001 Fréttir IDV Nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar Saudkorn Evrópumálin gætu oröiö lykilatriði - útilokar þó ekki samstarf við VG Bryndls Hlöðversdóttir hefur tek- ið við þingflokksformennsku Sam- fylkingarinnar af Rannveigu Guð- mundsdóttur. Menn velta eðlilega fyrir sér ástæðum þessara tilfær- inga og hvort frekari uppstokkun sé í bígerð. „Aðdragandinn að þessu er sá að Sighvatur Björgvinsson, okkar reyndasti þingmaður, hverfur til annarra starfa, en hann sinnti ákveðnum trúnaðarstörfum fyrir okkur í þinginu. í kjölfar þess óskaði Rannveig Guðmundsdóttir eftir að láta af störfum þingflokks- formanns og taka við störfum Sig- hvats, m.a. í Norðurlandaráði." - Nýtur þú víðtæks stuðnings í þetta embætti? „Já, ég flnn mjög breiðan stuðn- ing innan þingflokksins sem mér þykir mjög vænt um að fá." Össur vaxandi - Hvað með stöðu Össurar Skarphéðinssonar, formanns flokksins. Hann hefur setið und- ir harðri gagnrýni Davíðs Odds- sonar sem telur hann ekki afger- andi forystumann? „Hann hefur staðið sig mjög vel. Davíð Oddsson og Hannes Hólm- steinn eru hins vegar í einhverri krossferð gegn honum og okkur í Samfylkingunni. Við látum það ekkert pirra okkur, Össur er mjög vaxandi forystumaður og hefur sýnt að hann er starfinu mjög vel vaxinn. Þaö er þess vegna ekkert skrýtið að helstu andstæðingar okkar reyni að draga hann niður. Þeir berjast ekki með málefhum heldur persónulegum árásum." Yfirheyrsla Höröur Kristjánsson blaðamaður Davíð hræddur - Af hverju ræðst Davíð svo mjög á Össur? „Ég held að það sé nærtækast að álykta sem svo að forysta Sjálf- stæðisflokksins telji að Samfylk- ingin sé eini flokkurinn sem geti ógnað veldi Sjálfstæðisflokksins og það er nánast hlægilegt að fylgj- ast með þessum barningi Davíðs og Hannesar Hólmsteins. Davíð gengur svo langt að tala um for- mann Samfylkingarinnar sem dóna í einu drottningarviðtalanna, þar sem enginn var til svara. Hann gengur oft mjög langt í árás- um á allt sem að Samfylkingunni lýtur." - Nú gekk Sámfylkingunni mjög brösuglega að skapa sér stöðu áður en hún varð að flokki á síðastliðnu vori. Samkvæmt skoðanakönnunum DV hefur fylgið verið mjög sveiflukennt. Hver er ástæðan? „Könnun DV sem tekin var í kjöifar öryrkjadómsins og umfjöll- unar á Alþingi, þar sem við mæld- umst með 16,5% fylgi, kom okkur vissulega á óvart. Síðan hafa kom- ið tvær kannanir, ein frá Gallup og önnur frá Frjálsri verslun, þær sýna báðar að við erum í fjórðungs fylgi. Ég hef því i raun ekki miklar áhyggj- ur af gengi okkar. Við verðum líka að horfa á þetta í því ljósi að gengi flokka hefur verið upp og niður í skoðanakönnunum, en reyndin síðan ónnur í kosningum. Við erum þetta að jafnaði í kringum 25%, sem er gott en vissulega er markmið okkar að gera betur. Ríkisstjórnin á niöurleið Stærstu tíðindin í þessum skoð- anakönnunum sem hafa verið að birtast síðastliðið ár um fylgi flokkanna er hversu fylgi rikis- stjórnar er að skreppa saman. Fylgi hennar hefur verið að minnka hægt og bítandi allan tím- ann og í tveim kónnunum mælist stjórnin með minnihluta. Saman- lagt eru vinstriflokkarnir því komnir með um helming atkvæða. Ef einhverjir eru á fallanda færi þá eru það ríkisstjórnarflokkarnir og ættu að hafa meiri áhyggjur af stöðu í skoðanakönnunum en við." Efast um styrk VG - Ríkisstjórnin virðist vera að tapa fylgi yfir til Samfylkingar og Vinstri-grænna. Slagurinn um þau atkvæði verður því á milli þessara flokka. Eruð þið að tapa í þeim slag við VG? „Nei, það held ég ekki. Flokkar hafa oft fengið tímabundið mjög hátt fylgi i könnunum sem síðan hefur reynst óraunhæft, eða hver man ekki eftir Borgaraflokknum og Kvennalista i 30% í kónnunum og Alþýðuflokkurinn fékk það í könnunum fyrir kosningarnar 1987 en endaði í 15,2%. Ég leyfi mér að efast stórlega um að fjórð- ungur kjósenda greiði VG atkvæði i kjörklefanum. Ekki síst miðað við afstöðu þeirra til alþjóðamála sem er mjög þröng og nálgast það að vera einangrunarhyggja. Einnig vegna afstöðu þeirra til markaðarins, en þeir eru tregir til að afhema ríkisrekstur og treysta markaðnum vart til að sinna sam- keppnisrekstri." - Þú óttast þá ekki samkeppni VG? „Nei, enda eru þeir ekki okkar höfuðkeppinautur. Ég tel það fyrst og fremst hlutverk okkar að vinna gegn uppgangi hægri sjónarmiða, eins og Sjálfstæðisflokkurinn stend- ur fyrir." - Gætir þú hugsað þér að vinna með Vinstri-grænum í rík- isstjórn? „Já, ég tel það ekki útilokað. Það eru þó skilaboðin frá kjósendum sem segja til um hvernig ríkisstjórn verður mynduð næst og erfitt að spá um það fyrirfram." - Hver er þín óskaríkisstjórn? „Ég vil ekki segja neitt um það á þessari stundu og það verður að ráðast af þvi hvað kjósendur segja í næstu kosningum. Ég vil að sjálf- sögðu sjá Samfylkinguna í forystu fyrir næstu ríkisstjórn, hver svo sem samstarfsaðilinn yrði." Evrópumálin lykilatriði - Hver eru mikilvægustu verk- efni næstu ríkisstjórnar? Nafn: Bryndís Hlöðversdóttir. Staða: Þingmaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Efni: Staða Samfylkingar, pólitíkin ' og afstaða til annarra flokka. „Ég held að það sé mjög brýnt pólitískt verkefni að srjórnmála- flokkar hér á landi taki afstöðu til þess hvað þeir vilji gera i framtíð- inni varðandi Evrópusambandið þegar til þess kemur að við sjáum að EES-samningurinn gagnast okkur ekki á sama hátt og hann gerði áður. Það hafa bara tveir stjórnmálaflokkar lýst þvi yfir að þeir vilji skoða þetta, það er Sam- fylkingin og Framsóknarflokkur- inn. Sjálfstæðisflokkurinn og VG vilja ekki horfast í augu við stað- reyndir og taka á málinu." - Er þá samstarf við Vinstri- græna ekki útilokað? „Ég tel ekki rétt að útiloka neitt í þeim efnum, kjósendur leggja lín- urnar í kosningum og þær eru vís- bendingarnar við ríkisstjórnar- myndun. Ég tel þetta þó eitt mikil- vægasta viðfangsefni sem næsta ríkisstjórn þarf að glíma við." - Verða Evrópumálin lykilat- riði varðandi næstu rikisstjórn? „Svo gæti farið. EES-samstarfið reynist okkur erfiðara með hverju árinu sem líður og eftir því sem ESB-ríkjunum hefur fjölgað en EES- ríkjunum fækkað. Þetta er ékki bara spurningin hvort við viljum að þetta verði viðfangsefni heldur sýn- ist mér þróunin vera þannig að við verðum að taka afstöðu til þess hvort við teljum hagsmunum ís- lands betur borgið innan ESB eða utan." - Hvað með sjávarútvegsmál og byggðastefnu? „Kristinn H. Gunnarsson lýsti því yfir á þinginu að hann væri andvígur þeirri stefnu sem rikis- stjórnin hefur rekið í sjávarút- vegsmálum. Þetta bendir til að það séu að eiga sér stað áherslubreyt- ingar innan Framsóknarflokksins. Við höfum séð það gerast að kvót- inn hefur verið að hverfa frá byggðarlögunum og skilja þau eft- ir nánast i rúst. Það er þó margt fleira sem kemur þar til, eins og byggðastefna stjórnvalda sem hafa brugðist og látið fólkið eitt um að takast á við þær atvinnuhátta- breytingar sem hafa átt sér stað. Við viljum móta atvinnustefnu sem horfir til móguleika framtíð- arinnar. Stórefling menntakerfis- ins með tilliti til breyttra atvinnu- hátta er liður í þessu." - Eruð þið fylgjandi sölu Landssimans? „Við leggjumst ekki gegn því að ríkið hætti samkeppnisrekstri á borð við þann er Síminn á í en telj- um þó lykilatriði að grunnetið verði skilið frá við sóluna. Á með- an einn aðili hefur eins mikla yfir- burðastöðu á markaðnum og Sim- inn, og grunnetið er jafnframt í eigu hans, þá er ekki um neina samkeppni að ræða, hvort sem fyr- irtækið er í eigu ríkisins eða einkaaðila. Önnur fyrirtæki ættu þá aldrei möguleika í samkeppn- inni." - Hvað um aðra einkavæð- ingu? „Sjálfstæðismenn hafa viljað ganga mjóg langt i einkavæðingar- átt. Innan þeirra raða eru mjög sterkar raddir, t.d. um einkavæð- ingu sjúkrahúsa. Sjúkrahúsin lúta ekki lögmálum samkeppni og markaðar og mig hryllir við amer- ísku kerfi í sjúkrahúsrekstri. Frek- ari einkavæðing innan sjúkrahús- anna myndi fyrst og fremst leiða til að arðbær þjónusta flyttist inn á einkavædd sjukrahús en ríkið sæti uppi með dýrustu og „óaröbær- ustu" þjónustuna. Slíka tviskipt- ingu tel ég ekki vera gott kerfi og það getur aldrei farið saman með markmiðum jafnaðarstefnunnar. Þarna hafa sjálfstæðismenn verið að sækja á um frekari einkavæð- ingu en framsóknarmenn hafa hindrað að þau markmið hafi orð- ið að veruleika. Grunnskólamálin í Hafnarfirði eru vísbending í sömu átt." Urnsjón: Gylfi Kristjánsson netfang: sandkorneff.is Algjört klúður Eftir að Ríkis- kaup ákváðu að um- fangsmiklar viðgerð- ir á tveimur skipa Landhelgisgæslunn- ar yrðu unnar er- lendis voru þær raddir háværar að dæmið hefði ekki verið reiknað til enda og hagstæðara hefði verið fyrir ríkið að taka innlendu tilboði þótt það væri nokkuð hærra í krðnutölu - rík- ið myndi ná til baka mismuninum í formi ýmissa gjalda og styðja um leið við bakið á skipasmíðaiðnaðinum hér sem á mjóg undir högg að sækja. Hjálmar Árnason, formaður iðnaðar- nefndar Alþingis, lét hafa eftir sér að útboð Ríkiskaupa hefði verið „algjört klúður" og ekki forsvaranlegt að dæm- ið hefði ekki verið reiknað til enda. Þetta vekur enn og aftur þá spurningu hverjir ráði ferðinni í ýmsum málum - þeir sem stjórna í umboði fólksins eða embættismenn úti í'bæ - í Reykja- vik að sjálfsögðu. Ekkí tvisvar Logi Ólafsson á I til góða takta í I knattspyrnulýsing- um sínum á Stöð 2 og það var gaman að honum þegar hann lýsti leik í Chelsea og Manchester United f á dögunum. Chel- sea skoraði mjög „ódýrt" sigurmark í leiknum og síðan annað sem dæmt var af eftir ævintýralegt úthlaup markvarðar United. „Það er kannski óþarfi fyrir United að vera með tvö út- sólumórk i sama leiknum, á móti sama liðinu," sagði Logi spekingslega en hinn venjulegi knattspyrnuáhuga- maður veltir því fyrir fyrir sér hvern- ig knattspyrnulið sem gefur tvö mörk á silfurfati í sama leiknum geti skipt þeirri gjöf milli tveggja liða. ísólfur reiður 1 Umræðan um hnefaleika eða ekki hnefaleika hér á landí er enn eina ferðina á Alþingi en tæpt ár er siðan þingið felldi tillögu um hnefaleikana með einu atkvæði. Þá var einn flutn- ingsmanna tillögunnar fsólfur Gylfi Pálmason, þingmaður af Suðurlandi. Núna fékk hann ekki að vera með þeg- ar tillagan var borin fram að nýju og varð reiður. Sagði hann illa farið með tima Alþingis að vera að ræða þetta mál svo stuttu eftir að það hafl verið fellt þar, ekkert nýtt hafl komið fram, og ætlar þingmaðurinn að sitja hjá. Það gæti ráðið úrslitum málsins og menn hljóta að velta því fyrir sér hvort þingmenn geti yfirleitt hagað sér svona: leggja fram mál i þinginu en styðja nákvæmlega sama mál ekki nokkrum mánuðum síðar. Grænir sammála Annars var nokk-1 uð gaman að fylgjast J með umrasðunni um | hnefaleika í þing- inu, sérstaklega lot- unni sem þeir tóku, | Gunnar Birgisson, fyrsti flutningsmað- ur tillógunnar, og | Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna. Gunnari, sem annars hefur sig ekki mikið í frammi á þinginu, virðist það lífsspursmál að hnefaleikar verði leyfðir á íslandi og kallar það fram- faramál. Þótt málið sé talið þverpóli- tískt virðist algjör samstaða meðal vinstri-grænna að vera á móti því og kom Gunnar Birgisson inn á það í máli sínu að menn gætu meiðst í öll- 4 um íþróttum og benti á fræg fóta- meiðsli Steingríms í því sambandi sem hann hlaut í knattspyrnuleik. Annars var umræðan nánast eins og á síðasta ári og hefði verið allt eins eðli- legt að taka það til atkvæðagreiðslu án umræðu. ísólfur Gylfi Pálmason hefði þá e.t.v. stutt málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.