Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Page 29
45
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001_____________________________
DV Tilvera
Fornleifar, heimildir og samtíminn:
SiáSéspí
Hársnyrtivörur
Stofnuð 1918
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Sími 551 3010
YAZZ-Cartíse
verslun
Ný
fyrir unglinga og ungar konur á öllum aldri.
Lágmarksverð.
í úrvali
I/V1AGE
is
exxxotica
www.exxx.is
v-.t
MÍjk, r
GERUM GOTT
KYNLÍF BETRA!
LANDSINS MESTA ÚRVAL AF
UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍFSINS
Barónsstíg 27 - S: 562 7400
Listunnendur
ÞaO má njóta listarinnar á ýmsan máta, sumir kjósa aö gera þaö standandi,
aörir fá sér sæti og enn aörir liggja flatir.
Góöir gestir
Eva María Jónsdóttir Kastljósmær
og Haraldur Jónsson, myndtistar-
maöur og rithöfundur, á spjalli.
Skyrið hennar Bergþóru
DV-MYND INGÓ
Heimildagildi fornleifa
Orri Vésteinsson er doktor í sagnfræöi frá Lundúnaháskóla og hann hefur veriö forstööumaöur rannsókna- og
kennslusviös Fornleifastofnunar íslands frá stofnun hennar.
Orri Vésteinsson, fornleifafræð-
ingur í Fornleifastofnun íslands,
heldur fyrirlestur um heimildagildi
fornleifa í Norræna húsinu þriðju-
daginn 20. febrúar klukkan 12.05.
Orri er doktor í sagnfræði frá
Lundúnaháskóla og hann hefur
verið forstöðumaður rannsókna- og
kennslusviðs Fornleifastofnunar ís-
lands frá stofnun hennar, auk þess
stjórnað fornleifaskráningu á henn-
ar vegum. Orri hefur stjórnað forn-
leifauppgrefti víða um land, auk
þess hafa birst greinar eftir hann
um sagn- og fomleifafræði í inn-
lendum sem erlendum tímaritum.
Nýlega kom út í Englandi bók hans
The Christianization of Iceland.
Priests, Power and Social Change
1000-1300.
Stefnubreyting
Á fyrri hluta 20. aldar fjallaði for-
söguieg fornleifafræði fyrst og
fremst um þjóðir og þjóðflutninga
og er það sambærilegt við áherslu
gamaldags sagnfræði á stofnana- og
persónusögu. Á seinni hluta aldar-_
innar varð hins vegar svipuð þró-
un í fornleifafræði og sagnfræði.
Áhugi fornleifafræðinga færðist
meira í átt til efnahags, félagsgerð-
ar, daglegs lífs, samspils manns og
umhverfis o.s.frv. Gagnger stefnu-
breyting varð upp úr 1960 þegar
hin svokallaöa Nýja fornleifafræði
tók upp aðferðir félagsvísinda og
sýnt var fram á að með fornleifum
einum saman má endurgera horfin
félags- og hagkerfi.
Meira en að lýsa gömlum
rústum
Orri segir að fyrirlesturinn fjalli
um fornleifar og hvers konar heim-
ildir þær eru um fortíðina. „Ég
ætla líka að fara aðeins yfir það
hvernig fornleifar hafa verið notað-
ar sem heimildir um söguna, allt
frá því að menn höfðu mestan
áhuga á þeim fyrir verðgildið í
málminum. Ég rifja einnig upp þeg-
ar fornleifafræðingar voru að eltast
við að finna skyrið hennar Berg-
þóru og atgeirinn hans Gunnars.
íslensk fomleifafræði er enn þá
að slíta barnsskónum þó hún sé
akademískari í dag en hún var
fyrir nokkrum áratugum. Það má
segja að Kristján Eldjárn forn-
leifafræðingur og fyrrverandi for-
seti hafi komið fornleifafræðinni
á fót sem vísindagrein um miðja
síðustu öld. Kristján var á sínum
tíma í takt við það sem var að ger-
ast í greininni erlendis og fylgdist
vel með. Hann var hafði mikinn
áhuga á því sem er kallað menn-
ingarfornleifafræði, þ.e.a.s. að láta
fornleifarnar segja okkur eitthvað
um uppruna þjóðarinnar eða þjóð-
erni.
Það hefur margt breyst frá þess-
um tíma og menn þróað aðferðir
til að láta fornleifar segja ýmislegt
um efnahag, hagkerfi, félagsgerð
og jafnvel stjórnmál og við erum
að stíga fyrstu skrefin í þessa átt
hér á landi. Fornleifafræðingar
eru því farnir að gera meira en að
lýsa gömlum rústum. -Kip
Sposk á svip
Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona og Gabríela Friöriksdóttir myndlistarkona
ásamt mæöginunum Ugga Ævarssyni, útgefanda meö meiru, og Guörúnu
Kristjánsdóttur myndlistarmanni.
Kynjadýr og
furðuskepnur
- dýragarður Gabríelu vígður við
hátíðlega athöfn
Dýr inni dýr úti er yfirskrift sýningar myndlistarmannsins Gabríelu Frið-
riksdóttur sem opnuð var í Galleríi Sævars Karls á laugardaginn. Þar getur
að líta hvers kyns furðudýr sem sprottið hafa úr huga höfundar auk þess
sem dýrasónatan ómar um salinn. Við opnunina var enn fremur frumflutt-
ur tónlistargjörningurinn Anima animalae og fékk listakonan Margréti Vil-
hjálmsdóttur til aö spila með sér á fiðlu en sjálf lék hún á slaghörpu.
Vill í dúett
meö Madonnu
DVA1YNDIR EINAR J.
Meö horn á höföi
Þaö er engu líkara en horn hafi vaxið út úr höföi myndiistarmannsins Hlyns
Hallssonar sem hér spjallar viö Ævar Kjartansson, guöfræöinema og út-
varpsmann.
Puff Daddy
Er brúnaþungur þessa dagana og vill
fá aö vera friöi fyrir fjölmiölum.
Viðurkennir
sambandsslit
Sean „Puíf Daddy“ Combs hefur
loks tekið af allan vafa og viður-
kennt að samband hans og söngkon-
unnar Jennifer Lopez sé á enda.
Talsmenn söngvarans höfðu ítrekað
neitað orðrómi þar um jafnvel eftir
að sögusagnir fór á kreik um að
Lopez væri í tygjum við dansara
sem bregður fyrir í einu tónlistar-
myndbanda hennar. Lopez er nú í
Ástralíu að kynna nýja plötu.
Tenórsöngv-
arinn Luciano
Pavarotti
greindi frá því í
síðustu viku að
hann myndi
gjarnan vilja
starfa með
Madonnu í
næsta popp-ten-
ór samstarfi.
Að sögn Pavarottis gerði Madonna
þó skýra kröfu um að þau myndu
syngja Caro Mio Bene, barokk-aríu,
sem er í uppáhaldi hjá söngkon-
unni. Ekki er vitað hvænær þau
syngja saman.