Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 Hagsýni DV Aö koma myndunum sínum í stafrænt form: Gamalt og gott: Nokkrar leiðir færar - en ekki allar jafn hagkvæmar Filmur og framköllun hafa tekið miklum breytingum undanfarið. Margar gerðir af filmum hafa kom- ið á markað og myndavélar verða sífellt fullkomnari. Nú verður sífellt vinsælla að láta framkalla filmurnar og í stað þess að fá útprent af myndunum á papp- ír eru þær brenndar á diska þannig að hægt er að skoða þær í tölvunni heima. í dag eru a.m.k. tvö fyrir- tæki hér á landi sem bjóða upp á þennan kost. Þau eru Hans Peder- sen og Framköllun á stundinni. Verðið hjá þessum aðUum er svipað en tæplega 2000 kr. kostar að fram- kalla 36 mynda filmu og brenna myndirnar á disk. Þennan kost er einnig hægt að nýta sér með gamlar myndir og kostar þá 150-205 kr. að brenna hverja mynd á disk. Lélegar myndir úr sögunni Annar kostur er að kaupa sér góða digital myndavél og brennara. Verðið á þessum tækjum er afskaplega mis- jafnt og þar sem annars staðar gildir sú regla að greitt er fyrir gæðin. Myndavél- amar fást á verði sem er á bUinu 15.0( kr. til 100.000 kr. og meira. Einn helsti kostur digital myndavélanna er sá að þegar búið er að fjárfesta í einni slikri er engin kostnaður við filmukaup eða framköUun. Sá kostnaður getur verið á milli 2 og 3 þúsund, eftir því hvemig filma er keypt og hvar er framkaUað. Því má segja að kaup á mjög góðri digital myndavél séu búin að borga sig eftir u.þ.b. 50 filmur. Annar kostur við þessar vél- ar er sá að hægt er að eyða út öUum lélegu myndunum sem enginn hefur gaman af og aðeins geymt þær góðu (sem e.t.v. nást ekki fyrr en eftir margar tilraunir). Hins vegar má benda á það að verð á digital vélum fer sífeUt lækkandi og þær verða æ fullkomnari. Sömu söguna er að segja um digital myndavélar og tölvubúnað, þ.e. þróunin er svo ör að aUtaf er hægt að bíða í nokkra Barnaleikur Ekki er erfitt aö koma myndum í stafrænt form ef réttu tækin eru viö höndina. Pappírinn út, geislinn inn Æ fleiri láta framkalla myndir sinar og brenna þær á diska. mánuði og fá þá betri tækni á lægra verði. Upplausn og minni Verð myndavélanna ræðst af ýmsum hlutum, t.d. hversu stórar myndir þær geta tekið (eða upp- lausn), munur á linsum og síðan hafa þær mismunandi möguleika á fjölbreytUeika í myndatökum. Ódýr- ustu myndavélarnar skila ekki miklum gæðum þegar prenta á út myndirnar en duga samt allvel ef eingöngu á að hlaða þeim inn í tölvuna og skoða þær þar. Vilji menn hins vegar fá ljósmynda- gæði í útprentun þarf dýrari vélar (sem taka myndir með stærri upplausn). Stærri upp- lausn þýðir hins vegar að hver mynd tekur meira pláss á minniskubb vélarinnar og sé hann lítiU getur farið svo að aðeins 1-2 stórar myndir komist fyrir á honum. Það skal þó nefnt að hægt er að stiUa upplausnina á digital vélum og hægt er að stiUa hana fyr- ir hverja mynd. Svipuð gœði með digital? Þegar rætt var við sölumenn digi- tal myndavéla fengust þær upplýs- ingar að góðar digital vélar geta skUað prentuöum myndum af sömu gæðum og venjulegar 35mm mynda- vélar þegar prentaðar eru út mynd- ir í venjulegri myndastærð (10x15). Ekki nást þó sömu gæði og af film- um, ef stækka á myndimar mikið meira en það. Þó eru tU digital vél- ar sem geta skilað meiri gæöum en almenningur kaupir ekki mikið af þeim þar sem þær eru mjög dýrar og hafa hingað til eingöngu verið notaðar af fagmönnum. Fagmenn sem hafa notað digital vélarnar eru ekki á sama máli og sölumennirnir. Þeir segja að myndir sem teknar eru á þessar vélar séu ekki sam- bærilegar myndum úr 35mm vélum og að þar sé stór munur á. Einn ljós- myndari sem rætt var við gekk svo langt að segja að myndir úr digital vélum sem seldar eru almenningi væru ónothæfar ef prenta ætti þær út. „Þær eru kannski í lagi ef ein- göngu á að setja þær á tölvuna, en hvenær safnast fjölskyldan saman og skoðar myndimar úr sumarfrí- inu á tölvunni?“ spyr hann. Einnig má geta þess að til að geta prentað út þokkalegar myndir þarf mjög góðan prentara og ljósmyndapappír sem er mjög dýr þannig að þar leyn- ist þó nokkur kostnaður. Það kemur því ekki á óvart að stærri minniskubbar eru meðal þeirra fylgihluta sem eigendur digi- tal myndavéla fjárfesta mest í. Verð kubbanna ræðst af stærð þeirra og hjá Hans Pedersen kosta þeir frá 6-40 þúsund eftir stærð. Brennarar og diskar í Elko fengust þær upplýsingar að brennarar væru á verðbilinu 15-30.000 og ræðst verðiö af því hversu hraðvirkir þeir eru. Auðir 80 mín. diskar kosta í kringum 100 kr. í stykkjatali (verð á diskum án nýja STEF skattsins) en verðið get- ur farið niður í tæpar 60 kr. ef keyptir eru 25 diskar saman í pakkningu. Ljóst er aö tU að það verði fjár- hagslega hagkvæmt að brenna myndirnar sínar inn á disk sjálfur þarf að brenna alveg gífurlegt magn mynda áður en tækin eru búin að borga sig. Fæstir taka og geyma svo margar myndir. En því er ekki að neita að digital myndavél og brenn- ari gefur fólki mikla möguleika á að leika sér með myndir, og alla þá tækni sem nú býðst og ef íslending- ar eru samir við sig er ekki að efa að margir eru tilbúnir tU að greiöa fyrir þann kost. Tilboð verslana Tllboöin gilda á meöan birgöir endast. 0 Chlcago Town pitsur, 3 teg. 447 kr. 0 Chicago Town pitsur, supre. 307 kr. 0 Chicago Town örbylgjupitsur 279 kr. 0 Franskar kartöflur 90 kr. 0 Stjörnu hrásalat 90 kr. 0 Gunnars kokkteilsósa 118 kr. Q HS hrískökur m/súkkulaöi 111 kr. 0 KS sælusnúöar, 400 g 175 kr. 0 KS súkkulaöisnúöar 175 kr. 0 KS kanllsnúöar, 400 g 175 kr. Tilboöin gilda til 11. mars. 0 Bayonesklnka (úr kjötb.) 699 kr. kg 0 Bosto rískökur, 90 g 69 kr. 0 Nestle fitness morgunkorn 199 kr. 0 Perur 129 kr. 0 Nóa kropp, 200 g 199 kr. 0 Fanta, 21 149 kr. © o o © Skeliungur Tilboöin gilda til 28. mars. j 0 Camembert ostur, 150 g 279 kr. 0 Florldana appelsínusafl, 1/4 59 kr. 0 Ftoridana eplasafi, 1/4 59 kr. O Vínarpylsa, fransk., 0,51 gos 290 kr. 0 Always Ultra dömublndi 289 kr. 0 Mónu krembrauö 59 kr. Q Crack a Nut hnetur 99 kr. 0 Sokkar *3 585 kr. Q Barnabilstóll 0 Barnasessa 14900 kr. 2690 kr. Fjaröarkaup ■ Tilboöin gilda til 10. mars. 1 0 Lambalæri, frosiö 695 kr. kg Q 1/2 lambaskrokkur 398 kr. kg 0 S kg nautahakk 3475 kr. 0 Nautafille 1298 kr. kg 0 Rauövínsmarin. Iambalæri899 kr. kg\ 0 Kartöflur í lausu 59 kr. kg Q Myllu heimilisbrauö 1/1 149 kr. 0 Skyr.is, 4 teg. 69 kr. o © pranssssEa Tilboöln gilda í mars. Q Seven-Up, 0,51 95 kr. Q Diet 7-Up, 0,51 95 kr. Q Örbylgjupopp, Orwille, 3 í pk. 150 kr. 8 kr. 150 kr. 299 kr. 320 kr. Q Fílakaramellur 0 Prins Póló, 100 g Q Vasaljós, Sonca m/spegli Q Sámur 2000 túrbó, 11 Q Rafhlööur, Energ., 8 í pk., 0 m/vasaljósi © 495 kr. Tilboöin gilda til 31. mars. 0 1944 kjötbollur í sósu 259 kr. 0 Sóma samlokur 189 kr. © Trópí, 1/2 1 89 kr. 0 Sharps, blár og svartur 35 kr. 0 Nóa Pipp piparmyntusúkkulaöi55 kr. 1 0 Klt Kat, 4 flngra 49 kr. Q Remi, 125 g 119 kr. 0 Arinkubbar, Optima 695 kr. 0 Lukt meö ásmelltu útvarpl 1695 kr. 0 Fingravettllngar, fleece 695 kr. Tilboöln gilda á meöan birgölr endast. 1 0 Tex Mex læri m/legg 631 kr. kg 0 BBQ blandaölr hlutar 640 kr. kg 0 Ofnstelk m/dönskum blæ 899 kr. kg 0 Appelsínusafí, Food line 69 kr. 0 Dane Frost fransk. í ofn, 2 kg o 333 kr. 0 Dane Frost, amerísk bl., 1 kg o 187 kr. o |© Samkaup Tilboöln gilda til 11. mars. j 0 Appelsínur 139 kr. kg 0 Gular melónur 139 kr. 0 Bananar 139 kr. kg 0 Agurkur. islenskar 299 kr. kg 0 Tómatar 199 kr. kg 0 Epli, rauö 139 kr. kg Q Perur 139 kr. kg 0 Kartöflur í lausu 49 kr. kg 0 Hvítkál 139 kr. kg 0 Merrlld kaffi, 103, 500 g 235 kr. Tilboöin gilda tll 14. mars. Billy's pizzur, 170 g 179 kr. Frankie's plzzur, 180 g 220 kr. Orlent Express núöluréttir 259 kr. MS kókómjólk, 6 í pk„ 1,51 299 kr. Tilboöin gitda til 14. mars. 0 Svínarúllupylsa 698 kr. kg 0 Svínahryggur m/puru 899 kr. kg 0 Svínarlfjasteik 289 kr. kg 0 Rauöar pylsur 588 kr. kg 0 Jakobs píta, 400 g 99 kr. 0 Danskur brjóstsykur 85 kr. Q Pickwick te, 20 stk., 5 teg. 139 kr. 0 Sunfresh djús, 500 ml 99 kr. 0 Sun Lolly, 10 stk. 159 kr. 0 BKI kaffi, 250 g, 3 bragöt. 199 kr. Þin verslun Tilboöin gllda til 14. mars. 0 Lambalæri 889 kr. kg Q Lambahryggur 899 kr. kg 0 4 stk. hamborgarar+brauö 299 kr. 0 Filippo Berio Olífuolía, 1/21 259 kr. 0 Easy Cook hrísgrjón 139 kr. 0 Tilda Tikka Masala sósa 249 kr. Q Homblest, 200 g 119 kr. 0 Ballerina kex, 180 g Q 109 kr. | © Sparverslun Tllboöin gilda til 14. mars. 0 Epli, rauö 175 kr. kg 0 Epll, gul 175 kr. kg 0 Epli, græn 175 kr. kg 0 Epli, Jonagold 125 kr. Q Daloon fárársruller m/oksek. 370 kr. 0 Daloon kínarúllur 442 kr. Q Ritter sport, 100 g 122 kr. Q 1 kg rauövínslegiö lambalæri frá 0 Kjarnafæöi og 6*21 kók © 1723 kr. Allt verður sem nýtt í neysluþjóðfélagi nútímans er það orðin lenska að kaupa nýtt frek- ar en að gera við gamla dótið. En auðvitað er ekki aUtaf þörf á að fleygja hlutum þegar þeir eru farnir að láta á sjá en sinna samt hlutverki sínu með sóma. Margar leiðir eru tU að gera þá upp, og þá oft á ódýran hátt. Hér eru nokkrar aðferðir sem nota má til aö hressa upp á tæki og áhöld í eldhúsinu. Brauðbrettið Ef gamla brauðbrettiö er orðið ljótt og farið að lykta er gott að skera sítrónu í tvennt og nudda brettið vel með sárinu. Einnig má búa til mauk úr matarsóda og vatni og bera á brettið. Maukið er látið liggja á smástund áður en það er skolað af. Matarsódi er einn besti lyktareyöir sem finnst í eldhúsum landsmanna. Dósaupptakarinn Þetta eldhúsáhald er eitt af þeim tækjum sem hvað oftast er óhreint því margir nota það og henda svo ofan í skúffu. Til að hreinsa upptak- arann er gott að láta hann liggja smá- stund í volgu sápuvatni og nota síðan gamlan tannbursta til aö ná óhrein- indum sem sitja fóst í skorum. Brauðristin TU að losna viö gula slikju af hvítum eldhústækjum er ráð að reyna eftirfarandi: Blandið saman 1/2 bolla af bleikiefni, 1/4 bolla af matarsóda og 4 bollum af heitu vatni. Berið á með svampi og látið bíða í 10 mínútur. Skolið og þurrkið vel af. í staðinn fyrir bón má síðan fægja tækin með sótthreinsunar- spritti. Annað ráð til að losna við gulu slikjuna er að nota blöndu af vatni og ammoníaki á tækin. Ef eng- in hreinsiefni eru til staðar má ein- faldlega nota sódavatn. Það hreins- ar og fægir um leið. Steikarpannan Hægt er að gera gömlu steik- arpönnuna með fasta viðbrennda matnum sem nýja með því að strá á hana þurru þvottaefni á meðan hún er heit. Rök pappírsþurrka er lögð yfir þvottaefnið og þetta er látið bíða smástund. Sé þetta gert er ekk- ert mál að ná brunnum matarleifum úr pönnunni. Koparpottar Nokkrar leiðir eru færar þegar fægja á koparpotta. Til að mynda má nudda þá með tómatsósu eða Worchestersósu og eftir slíka með- ferð verða þeir aftur gljáandi og fal- legir. Einnig er hægt að nudda þá með hálfri sítrónu sem dýft hefur verið í salt eða úða á þá ediki sem blandað hefur verið með salti (1-2 msk. af salti í 1 bolla af ediki). Lát- ið blönduna bíða örlitla stund og nuddið pottinn með hreinum klút þar til hann er orðinn hreinn. Blandarinn Ef skrítin lykt er farin að finnast úr gamla blandaranum má fylla hann með heitu vatni og nokkrum dropum af uppþvottalegi. Setjið lok- ið á og látið hann ganga i nokkrar sekúndur. Skolið hann síðan vel og látið þoma. Dugi þetta ráð ekki til að losna við lyktina má reyna að nota matarsóda. Bæði má blanda honum í vatn og láta standa í bland- aranum en einnig má reyna að setja 1-2 msk af þurrum matarsóda í hann, setja lokið á og láta standa yfir nótt. Svarta járnpannan Utan á þessa gerð panna er best að nota venjulegan ofnhreinsi. Hann er látinn liggja á í 2 klst. og síðan er hann þveginn vel af. Svarta bletti má fjarlægja með ediki og vatni. Eftir að pannan hefur verið hreinsuð er gott að taka vaxpappír og nudda hana að innan meðan hún er heit. Það hindrar ryðmyndun. Einnig má nudda hana að innan með örlitlu af matarolíu til að halda henni í lagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.