Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 5 DV Fréttir Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi: Vinstri grænir eru í samstarfi R-lista - engar viðræður né umleitanir um framhaldið „Vinstri grænir eru í R-lista samstarfinu i dag,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, vegna um- ræðna sem spunnist hafa um lík- ur á samstarfi þeirra flokka sem nú standa að borgarstjórnarsam- starfi svo og vinstri grænna. Um- mæli Alfreðs um hugsanlega skiptingu sæta milli flokkanna eftir næstu borgarstjórnarkosn- ingar hafa vakið athygli. Stjórn Reykjavíkurfélags VG sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þess efnis að engar umræður, hvorki formlegar né óformlegar hefðu farið fram við R-listann. Hins veg- ar væri málefnaskrá flokksins í vinnslu og möguleikum haldið opnum. „Árni Þór Sigurðsson sem er innan raða vinstri grænna er hvorki meira né minna en for- maður tveggja af stærri nefndum borgarinnar, þ.e. skipulags- og bygginga- nefndar og hafnarstjóm- ar,“ sagði Al- freð. „Vinstri grænir eru því í þessu sam- starfi í dag, alla vega með þessum hætti.“ Viöraöi möguleika. Alfreð sagði að ummæli sín um hugsanlega skiptingu borgarfull- trúa milli flokka hefðu einungis verið dæmi um hvernig hægt væri að framkvæma hlutina með ákveðnum hætti. Engar viðræður hefðu átt sér stað um samstarf milli umræddra flokka. Fram- sóknarmenn væru ekki einu sinni búnir að ákveða hvort þeir yrðu áfram í samstarfi við R-lista eða ekki. Alfreð sagði það sitt álit, að mjög óskynsamlegt væri ef hver flokkur ætlaði að fara fram til kosninga í sínu horni í stað þess að halda áfram árangursríku samstarfi. Það gæti leitt til þess að atkvæði félagshyggjuflokkanna nýttust ekki til fulls, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn næði völd- um í borginni aftur, hugsanlega með minnihluta atkvæða á bak við sig. -JSS Fjárkláði staðfestur: Bændur kæru- lausir með flutn- inga milli svæða DV, SAUDÁRKRÓKI: Nýlega var fjárkláði staðfestur á tveimur bæjum í Skagafirði, í Tungu í Gönguskörðum og á Ríp í Hegranesi. Einungis eru tvö ár síð- an fjárkláði kom síðast upp í Skagafirði, en samstaða náðist ekki í héraðinu í sameiginlegu átaki gegn fjárkláðanum sem Bún- aðarsambönd Húnvetninga hvöttu til fyrir nokkrum misserum. Einar Otti Guðmundsson, hér- aðsdýralæknir í Skagafirði, segir að Skagfirðingar geti ekki sætt sig við núverandi ástand og það væri mjög skynsamlegt fyrir Skagfirð- inga og Húnvetninga að efna til átaks gegn riðunni, samstaðan sé eini möguleikinn til að opinber stuðningur fáist við verkefnið. Fjárkláöi var viðvarandi í hér- aðinu á síðasta áratug, að sögn Einars Otta. Hann kom upp á Hús- ey í Vallhólma á árinu 1999 aftur eftir að vera staðfestur þar um miöjan áratuginn, sem og á ná- grannabænum Völlum. Talið er að kláðinn hafi borist í Vallhólmann úr austanverðum Skagafirði en hans hafði orði vart í Viðvikur- sveit og Hólahreppi. Einar Otti segir að bændur séu of kærulausir með flutning á fóðri og dýrum milli svæða. Þeir hafl það ekki nægjanlega hugfast að Héraðsvötnin séu i raun varnar- girðing, sauðfjárbændur viti af þvi en þetta vilji gjarnan gleymast. Tjón vegna fjárkláðans felst fyrst og fremst í ullartapi, þyngd- artapi þar sem féð étur ekki vegna óþæginda og ef ekki er að gert, í dauða, einstakra dýra af völdum kláðans. -ÞÁ Skiltiö fékk að vera í friði í tvo tíma DV. HVALFIRÐI:________________ Viðvörunarskilti sem flutninga- bílstjóri sleit niður við suður- munna Hvalfjarðarganga fyrir helgi fékk að vera í friði í heilar tvær klukkustundir eftir að gert hafði verið við skemmdirnar. Þá rakst farmur eða tæki upp I skiltið og stórskemmdi það á nýjan leik. Viðgerðarmenn eru væntanlegir á vettvang síðar í dag. Það var gámur á flutningabíl á leiö til Ólafsvíkur sem sleit þetta sama skilti niður í fyrri viku. Bílstjórinn heyrði dynk en hirti ekki frekar um það og hélt áfram vestur. Þar tók lögregla á móti honum. Gert var við skiltið og því síðan komið fyrir á sinum stað við Hvalfjarðar- göng um kl. 14.30 í gær. Aðeins tveimur tímum síðar, kl. 16.30, bárust fregnir af þvi til vakt- manns í gjaldskýli að eitthvað hefði rekist á skiltið, það væri brotið og beygt en héngi samt uppi. Ekki er vitað hver var þar aö verki en böndin berast að flutningabíl- um á norðurleið um þetta leyti. -DVÓ Hvaða dekk er betra í snjó en nagladekk? Svarið er: Bridgestone Blizzak Þegar þú velur þér vetrardekk, snýst sú ákvörðun fyrst og fremst um öryggi. Dekkið sé það fjölhæft að eiginleikar þess dekki allar aðstæður, en ekki bara undantekningatilvik. Bridgestone Blizzak er sérstaklega hannað fyrir norðlægar slóðir og hin einstaka tækni, sem var notuð við hönnun þess, gefur ótvíræða kosti: Betri aksturseiginleika, meiri stöðugleika, minni eldneytiseyðslu, betri endingu, auk þess sem þau eru hljóðlátari og afburðargóð í snjó og hálku. Þar fyrir utan veldur notkun þess ekki hávaða- og loftmengun og griðarlegum kostnaði og óþægindum við lagfæringu gatnakerfisins á hverju ári. Sparaðu naglana og sparaðu aurinn - veldu dekkið sem var hannað fyrir þær aðstæður sem við búum við. • Frábær I snjó og hálku • Meiri stöóugleiki • Miklu hljóðlátari • Betri aksturseiginleikar • Minni eldsneytiseyðsla • Aukin þægindl og betri ending •Góðalltárið JmUUESTUHE I grafinu eru bomar saman tvær gerðir dekkja frá Brídgestone. Nagladekkin hafa vinnlnginn / mikilli hálku en frammistaða þeirra er að öðru leyti úberandi slök I samanburði við BUZZAK dekkin. UMBOÐSAÐILI: BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Söluaðilar l&BISSi [jPccQj Geirsgata 19. L * sími 551-1968 BiFR&OAWöNOSTA Oliufélaglð llf MMMJl SMUR & DEKKJAÞJÓNUSTA BREIÐHOLTS Jafrvaseli 6 • sfmi 587 4700 SMIÐJUVEGI34-36. S(Mi 557 9110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.