Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Page 13
FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 13 r>v Kona í kreppu Það eru ævinlega góð tíðindi þegar metnaðarfull bóka- forlög taka sig til og gefa út uppseldar bækur sem fyrir löngu eru komnar í tætlur á bókasöfn- um sökum vinsælda þeirra. Nú geta les- endur Ragnheiðar Jónsdóttur kæst því hið nýja bókaforlag Salka réðst í að gefa út tvær bækur hennar af fjór- um um Þóru í Hvammi fyrir jólin. Hinar tvær munu væntanlega koma í haust. Ragnheiður Jónsdóttir er þekktust sem barnabókahöfundur en hún skrifaði einnig nokkrar bækur fyrir fullorðna, þá fyrstu, Arf, árið 1941, en bækurnar fjórar um Þóru frá Hvammi komu út á tímabilinu 1954-64. Allar eiga fullorðinsbækur hennar sammerkt að vera nýstárlegar, ekki hvað varðar form né stílbrögð heldur efni og efnistök. Þær fjalla um kúgað- ar konur sem meira af vilja en mætti reyna að klóra sig út úr erfiðum að- stæðum sem konur og kynverur, oft með óhugnanlegri niðurstöðu. Bæk- urnar um Þóru frá Hvammi, sem skrifaðar eru fyrir næstum hálfri öld, segja sitt um stöðu konunnar sem lít- ið hefur breyst. Að minnsta kosti kannast nútímakonan við sig í mörg- um aðstæðum sem Þóra lendir í. Það er til dæmis konunnar að bera ábyrgð á börnum og heimili þótt sam- ábyrgðin sé í dag lofuð í orði og þá helst á tyllidögum. Átök í sálarlífi og samfélagi Fyrstu tvær bækumar um Þóru, Ég á gull að gjalda og Aðgát skal höfð, fjalla um líf Þóru frá fimm ára aldri og fram undir tvítugt. Þóra er sveita- stelpa og hlutverk hennar sem slíkr- ar er ljóst, hún á að vera til taks i verkunum hvenær sem er á meðan elsti bróðirinn fær að mennta sig. Þóra þráir menntun öðru framar og notar hverja stund sem gefst til bók- lesturs, móður sinni til mikils ama. Hún lætur ávítur hennar sem vind um eyru þjóta og er óþreytt við að suða í foreldrum sínum um skóla- göngu, en fær ávallt sömu svörin: Það eru aðeins til aurar til að mennta eitt systkinanna og auk þess biða hennar önnur hlutverk sem kona. En Þóra er bæði uppreisnar- gjörn og þver og lætur ekki orð og gömul gildi fæla sig frá draumi sínum. Hún gerir sér grein fyrir að það er staða hennar sem konu sem skiptir sköpum svo lengi vel afneitar hún kyni sínu, líkt og Salka Valka í sögu Halldórs Lax- ness. Það er þó hvorki uppreisnar- girni né þvermóðska Þóru sem breytir afstöðu foreldranna heldur átakanlegur og ófyrirséður atburð- ur sem ekki verður rakinn hér. Þóra fær að læra en það kostar miklar og stórar fómir. Saga Þóru er mikil átakasaga sem bæði afhjúpar á einkar nú- tímalegan máta sálarlíf ungrar og metnaðarfullrar konu svo og sam- félag í hraðri þróun í átt til tækni og vélvæðingar. Þannig er sagan uppfull af átökum og árekstrum sem skapast á milli þeirra sem halda vilja i gömul gildi og þeirra sem þrá betra líf, frelsi og ævin- týri. Þessa togstreitu gerir Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræð- ingur m.a. að umræðuefhi í stór- flnum formála sinum að bókinni og einnig í doktorsritgerð sinni, Kona verður til sem flallar um fullorðinsbækur Ragnheiðar Jóns- dóttur. Um leið og bókaforlaginu Sölku er þakkað fyrir að gera les- endum kleift að nálgast bækur Ragnheiðar á nýjan leik er þeim sem nánar vilja fræðast um sál- fræðilega innviði sagna hennar bent á rit Dagnýjar. Sigríður Albertsdóttir ÚR MYNDASAFNI DV _______________________________ Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur Ragnheiöur Jónsdóttir: Þóra - baráttu- Myndin er frá árinu 1964 þegar síðasta bókin um Þóru frá Hvammi kom út. saga. Salka 2000 Tónlist Að dreyma með opin augu Á Tíbrártónleikum i Salnum á þriðjudagskvöldið flutti Valgerður Andrésdóttir píanóleikari einkar stíl- hreina efnisskrá sem samanstóð af fyrra prelúdíusetti Debussys og Humoresku ópus 20 eftir Robert Schumann. Prelúdíur Debussys komu út í tveimur heftum á ánmurn 1910 og 1913 og inniheldur hvort hefti 12 prelúdíur sem bera myndræna titla sem auðvelt er að skapa umgjörð um og spinna sögur í kringum þegar tón- listin hljómEU- í eyrunum. Ekki er hægt aö hugsa sér betur viðeigandi upphaf að prelúdíunum en þá fyrstu, Dansaramir í Delfí, sem einvern veg- inn læðist inn í undirmeðvitundina og gefur tóninn fyrir það sem á eftir kem- ur. Því er nauðsynlegt að upphaflð sé sannfærandi og það var það svo sann- arlega hjá Valgerði. Hún sökkti sér á kaf í tónlistina á upphafstóninum og lýsti leikur hennar af innri ró og yfir- vegun. Jafnvægið í hljómunum var að- dáunarvert og einnig valdið sem hún hefur yfir tónmynduninni. Hver prelúdían á fætur annarri hljómaði örugglega og náði Valgerður stemningu hverrar fyrir sig svo unun var á að hlýða. Þannig blöktu seglin í hægri golunni í annarri prelúdíunni, hljóðin og ilmurinn í kvöldloftinu voru bókstaflega áþreifanleg, vestan- vindurinn blés duttlungafullur og kraftmikill, stúlkan með hörgula hárið birtist manni ljóslifandi ljóðræn og dreymandi og kirkjan á hafsbotninum blasti við, dularfull og umlukin seið- mögnuðu andrúmslofti. Heildarmynd Prelúdíanna 12 var sannfærandi og hreinasta upplifun að heyra Valgerði fara höndum um þessa gullmola tón- DV-MYND ÞÖK Valgeröur Andrésdóttir píanólelkari Það var hreinasta upplifun að heyra hana fara höndum um þessa gullmola tónbókmenntanna. bókmenntanna. Þessi tónlist hentar karakter hennar vel, mikið músika- litet, næmt tímaskyn og fallegur tónn sem einkenndi allan ílutning og bar þess vitni að hvergi hefði verið kastað til höndunum í undirbúningi. Þann 11. mars árið 1839 skrifaði Schumann tilvonandi eiginkonu sinni, Clöru: „Ég hef setið við píanó- ið alla vikuna við að semja og gert það hlæjandi og grátandi í einu, sem þú munt greinilega sjá á ópus 20, Grand húmoreskunni minni.“ Hver maður sem á hlustar fmnur að í þessu verki deilir Schumann sínum dýpstu tilfinningum með hverjum sem er tilbúinn að taka við þeim og greinilegt að Valgerður er ein af þeim. Túlkun hennar var persónuleg og einlæg og náði beint inn að hjarta þegar best lét, mýktin í ljóðrænu köflunum var allsráðandi og það gustaði af leik hennar í átakaköflum. í stuttu máli var flutningur hennar á verkinu glæsilegur og sem fyrr ör- uggur og vel ígrundaður. Mér datt í hug saga sem György Sebök sagði einu sinni í mast- erklassa hér á landi - en hans var getið í efnisskrá sem eins af kennur- um Valgerðar. Hann sagði að besta krítík sem hann hefði fengið um æv- ina hefði verið þegar ónefndur gagn- rýnandi sagði að hann hefði þann eiginleika að láta sig dreyma með augun opin. Þar sem ég sat með tár- in í augunum undir flutningi verks- ins var ég ekki frá því að honum hefði tekist að miðla einhverju af þeirri náðargáfu til nemanda síns. Arndís Björk Ásgeirsdóttir ___________Meniúng Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Langar þig til Miklagarðs? Á laugardaginn, kl. 14, efnir Grikk- landsvinafélagið Hellas til almenns fundar í Norræna húsinu til að kynna fyrstu hópferð íslendinga til Miklagarðs (Istanbúl) og Eyjahafsstrandar Litlu- Asíu (Jóníu) sem fyrirhuguð er dagana 16. júní til 1. júlí. Á fundinum verður sýnt stutt myndband um Jóníu og þar fer fram endanleg skráning í ferðina. Mikligarður var í ríflega ellefu aldir höfuðborg Austrómverska ríkisins (Býzantion) og ein helsta menningar- borg veraldar. Um eitt skeið voru nor- rænir væringjar uppistaðan í lífverði Miklagarðskeisara. Jónía var um lang- an aldur eitt helsta menningarsvæði Grikklands til forna, þar sem fram komu nýjar hugmyndir í heimspeki, læknisfræði, raunvísindum og verkleg- um framkvæmdum. Meðal þekktra sögustaða sem heimsóttir verða má nefna Tróju, Pergamon, Efesos, Míletos, Dídýma, Smyrnu, Priere, Pamukkale og grísku eyjarnar Samos og Lesbos. Aðalleiðsögumaður verður Sigurður A. Magnússon en aðrir fræðimenn koma einnig við sögu, svo sem Kristján Árnason dósent og Þorsteinn Gylfason prófessor. Undirbúningsaðili er Þor- steinn Magnússon í samvinnu við Flug- leiðir. Nánari upplýsingar gefa Þor- steinn Magnússon (sími 551 2255) og Kristján Árnason (sími 552 1749). Blúndur og blásýra í tilefni af væntan- legri frumsýningu Borgarleikhússins á hinum sótsvarta gamanleik, Blúndur og blásýra, eða Arsenic and Old Lace eftir Joseph Kessel- ring, ætlar Filmund- ur að sýna í kvöld og á mánudagskvöldið samnefnda bíómynd sem gerð var árið 1944. Hún skartar Gary Grant í aðalhlutverki og varð afar vinsæl. Leikstjóri er Frank Capra. Prúður leikhússgagnrýnandi kemst óvart að því að aldraðar systur sem ólu hann upp í ástríki hafa iðkað það um langt skeið að eitra fyrir einmana, eldri karlmenn sem taka herbergi hjá þeim á leigu og grafa þá í kjallaranum hjá sér. Með þessu telja þær sig vera að hjálpa þessum mönnum sem lifa einmanalegu og tilgangslausu lífi og líta þær eindreg- ið á morðin sem góðverk... Sýningar heflast kl. 22.30. Dagbók Krabbe Rannsóknarstofn- un í dýralækningum, Veterinærhistorisk Forskning í Viby á Sjálandi, hefur gefið út dagbók Haralds Krabbe læknis úr ís- landsferðum hans á árunum 1863-1871. Harald var þá pró- fessor við Konunglega dýralækninga- og landbúnaðarskólann i Danmörku og fór hingað til lands til að rannsaka út- breiðslu sullaveiki meðal manna og dýra. Hann ferðaðist víða um landið og hitti mikinn flölda fólks sem hann nefn- ir í skrifum sínum. Dagbækurnar hafa ekki komið út áður. Harald Krabbe fór þrisvar til íslands, 1863,1870 og 1871.1 einni af ferðum sín- um kynntist hann konunni sinni, Krist- ínu Jónsdóttur, og giftu þau sig á ís- landi sumarið 1871. Tveir af flórum son- um þeirfa, Thorvald og Jón Krabbe, urðu einnig miklir velgjörðarmenn ís- lands og íslendinga. Athuganir Haralds eru margar áhugaverðar fyrir íslenska lækna og sagnfræöinga þvi hann lýsir flölmörgum sjúkdómstilfellum sem komið var með til hans, auk þess sem hann lýsir náttúrufyrirbærum, vegum, brúm og mannlífi almennt. Þeir sem vilja nálgast bókina ættu aö skrifa I. Katic, Sendergade 39, 4130 Vibe, Sjœlland, Danmark.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.