Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 Fréttir Sex piltar ákærðir fyrir árás á lögreglu sem hafði afskipti af partíi í Garðabæ: Skemmdu 3 lögreglubíla réðust á 6 lögreglumenn - lögreglan í Hafnarfirði leggur einnig fram skaðabótakröfu vegna skemmdra bíla Sex ungir karlmenn hafa veriö ákærðir fyrir aö hafa ráðist á sex lögreglumenn í starfi með spörkum, hnefahöggum og líflátshótunum og með því að bíta einn þeirra auk þess sem göt voru stungin á sex hjól- baröa á þremur lögreglubílum. At- burðimir áttu sér staö þegar lög- reglan var að hafa afskipti af ungu fólki sem hafði komið saman í og við hús í Löngumýri í Garðabæ í maí síðastliönum. Lögreglan i Hafn- arflrði leggur fram 65 þúsund króna skaðabótakröfu vegna skemmda á bílum embættisins. Einn piltanna er ákærður fyrir að hafa stungið göt á einn fram- og einn afturhjólbarða tveggja lög- reglubíla og báða afturhjólbarða eins bíls á meðan lögreglumenn voru að hafa afskipti af unga fólk- inu. Með þessu er piltinum gefið að sök að hafa gert lögreglumönnunum tálmanir í að gegna skyldustörfum sínum. Öðrum pilti er gefið að sök brot á valdstjórninni með því að hafa bitið lögreglumann í læri og ráðist að tveimur öðrum með högg- um og spörkum í öxl og síðu og hót- að þeim báðum lífláti. Sá þriðji er ákærður fyrir að hafa komið aftan að einum lögreglumanni og veitt honum höfuðhögg. Fjóröa mannin- um er gefið að sök að hafa kýlt og Lögreglan leysir upp partíiö Afrakstur partísins í Garðabæ varö sex skemmdir hjólbarðar á þremur lögreglubilum, fjölmargir meiddir lögreglu- menn og piltar sem lentu í átökum og mikil óánægja hóps fólks. Réttarhöld eru fram undan. sparkað í einn lögreglumann en hindrað þrjá aðra í að gegna skyldu- störfum sínum. Fimmti pilturinn er ákærður fyrir að hafa ráðist með höggum og spörkum að þeim lög- reglumanni sem fjórði maðurinn kýldi á meðan hann var í tökum. Sjötta ungmennið er ákært fyrir að hafa ráðist að þremur lögreglu- mönnum með barsmíðum og hótun- um um líkamsmeiðingar svo að nauðsynlegt var að handtaka hann. Réttarhöld hefjast brátt í máli sex- menninganna í Héraðsdómi Reykja- ness. -Ótt íslenskir aðalverktakar: Ráðherra vísaði sóg- um um tap á bug Bruninn á Hótel Búöum: Rannsókn leiddi ekkert í Ijós um eldsupptök Rannsókn á upptökum eldsins að Hótel Búðum á Snæfellsnesi er lokið, en ekkert hefur komið fram um upp- tök eldsins. Hótel Búðir, sem hefur í áraraðir verið einn helsti samkomustaðurinn á Snæfellsnes'i, gjöreyðilagðist í eldi að kvöldi 21. febrúar síðastliðinn. Húsið, sem var úr timbri, var mannlaust er eldurinn kom upp og brann það til kaldra kola á mjög skömmum tíma. Ólafur Kristófer Ólafsson, sýslumað- ur í Stykkishólmi, sem fer með rann- sóknina, sagði formlega niðurstöðu ekki vera komna enn en ekkert heföi " komið fram við rannsóknina um upp- | tök eldsins. Hann sagði ástæðuna vera I þá að bruninn var svo algjör. Nýbúið var að setja rafmagn á hús- 1 ið er eldurinn kom upp en hótelrekst- ur hefúr legið niðri síðan í september 1999. Viktor Heiðdal Sveinsson, eig- andi Hótel Búða, er síðasti maður sem vitað er til að hafi verið í húsinu, dag- inn fyrir brunann. Viktor sagði í viðtali við DV skömmu eftir brunann að hann ætlaði sér að byggja hótelið upp aftur ef hann gæti. Brunabótamatið á hótelinu j nam 74 milljónum króna. -SMK Halldór Ásgrimsson utanríkisráð- herra sagði Gísla Einarsson, alþingis- mann Samfylkingarinnar, vera „á mjög hálum ís“ í fyrirspum sinni til Halldórs varðandi stöðu íslenskra aö- alverktaka og verksins sem þeir nú vinna við Vatnsfellsvirkjun. Málið var tekið fyrir á fyrirspumarfundi i Al- þingi í gær. Halldór sagði stöðu fyrir- tækisins sterka og engar visbendingar hefðu komið fram um vandamál tengd verkinu við Vatnsfellsvirkjun. Gísli fór í málið á þeirri forsendu að vara almenning við fjárfestingu í hlutabréfum almennt, nema eftir vand- lega íhugun, og vísaði í áramótaræðu Davíðs Oddsonar forsætisráðherra, þar sem Davíð ljallaði um varfæmi í kaupum verðbréfa og hlutabréfa. Gísli sagðist hafa haft spumir af miklu tapi á byggingu Vatnsfellsvirkjunar og sagði Jóhann Bergþórsson hjá íslensk- um aðalverktökum hafa fullyrt á starfsmannafúndi í Vatnsfelli hinn 8. febrúar síðastliðinn að búið væri að framkvæma fyrir 2,8 milljarða af 3,2 milljarða verksamningi, þannig að að- eins vom eftir 400 milljónir í verkið. Eftir væri hins vegar að framkvæma fyrir um það bil 1 milljarð. íslenska ríkið á tæp 40 prósent í ís- lenskum aðalverktökum, sem er verk- taki byggingar virkjunarinnar. Utan- ríkisráðherra er handhafi hlutabréfs- ins í íslenskum aðalverktökum og staðfesti Halldór fyrirhugaða sölu eignarhluta ríkisins. Halldór vísaði í síður Viðskiptablaðsins, þar sem ís- lenskir aðalverktakar lentu í 6. sæti yfir þau fyrirtæki sem vom með mesta hækkun á Verðbréfaþingi íslands á síðasta ári og sagði Utanríkisráðuneyt- ið ekki hafa neinar upplýsingar um af- komu íslenskra aðalverktaka síðustu 10 mánuðina sem ekki hafa verið gerð- ar opinberar. „Gengisþróun hlutabréfafélagsins bendir ekki til þess að markaðurinn telji rekstur félagsins verulega erfið- an,“ sagði Halldór. Hann bætti því við að fyrirtækið hefði ekki gefið út neina afkomuviðvörun vegna afkomu þess eða einstakra verka. „Almenningur á alltaf að sýna var- kámi í kaupum á hlutabréfum og öðr- um eignum. Mér finnst það á engan hátt vera hlutverk Alþingis að veita einhveija ráðgjöf í því sambandi," sagði Halldór Ásgrímsson. -SMK Ferðaskrifstofa breytir nafni á auglýstri ferö: Bændaferð Bóndasonur bíður eftir hlutverki Jóhannes Snorrason, bóndasonur frá Augastöðum í Borgarfirði, sést hér meöal kanadískra jafnaldra sinna bíða eftir að komast í viðtal hjá kvikmynda- gerðarfólkinu sem stendur að stórmyndinni K19 - The Widow Maker. Eins og fram kom í DV í gær var Jóhannes valinn úr hópi 200 umsækjenda til aö leika aukahlutverk í myndinni en tökur standa nú yfir á ísilögöu Winnipeg- vatni í Kanada en þar hefur Jóhannes verið búsettur og starfað sem smiður síöastliöin 2 ár. verður Söguferð Ferðaskrifstofan Úrval-Út- sýn hefur brugðist við blaða- skrifum og gagnrýni land- búnaðarráðherra á auglýsta bændaferð um sveitir Bret- lands með því að breyta nafni ferðarinnar úr Bænda- ferð yfir í Söguferð. Á Bret- landseyjum geisar sem kunnugt er gin- og klaufa- veikifaraldur og smithætta talin mikil. „Okkur þykir leitt að nafn ferðarinnar skuli hafa valdið öllum þessum miskilningi. Bænda- ferðin var aðeins heiti á ódýrum rútuferðum um Evrópu sem upphaf- lega voru skipulagðar fyrir bændur. Nú fer alls kyns fólk í þessar ferðir en nafnið hefur haldið sér, enda gott,“ sagði Þórir Jónsson, deildarstjóri hjá Úrvali-Út- sýn, eftir að stjórnendur fyr- irtækisins höfðu tekið ákvörðun um nafnbreyting- una. „Ég held að það sé enginn bóndi skráður í þessa ferð og það var aldrei ætlunin að heimsækja breska bóndabæi. Ekið verður í rútu á milli ýmissa borga þannig að áhyggjur landbúnaðarráð- herra eru með öllu óþarfar. Hitt er svo annað mál að öðru hvorum meg- in við helgina munum við taka ákvörðun um hvort ferðin verði farin eða ekki,“ sagði Þórir Jónsson. -EIR Þórir Jónsson Áhyggjur ráð- herra óþarfar. Sandkorn Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Takmarkanir á aðsókn Á dögunum greindi frá er- lendum kven- mönnum sem mótmæltu því harðlega að vera hleypt út úr fangelsi í Kópavogi. Þóttu það merki um gjörbreytt viöhorf svokall- aðra frjálsra einstaklinga sem nú sæktust eftir því að komast á bak við lás og slá. Frétt í DV í gær um fangann á Litla-Hrauni vakti ekki minni athygli. Hann afrekaði það innan fangelsinsveggjanna að skipu- leggja milljónasvik og bankamilli- færslur af reikningum sem hann átti ekkert í. Þetta gerði hann eins og finasti skrifstofumaður og í fríu fæði og húsnæði á kostnað ríkisins. Menn velta því fyrir sér hvenær rik- ið taki upp á að setja takmarkanir á aðsókn að fangelsum landsmanna... Öll sæti frátekin Steingrímur J. Sigfússon er ekki par hrifinn þessa dagana. Umræður um framboð Vinstri grænna eða samvinnu við R-listann í Reykjavík hafa leitt til þess að Alfreð Þorsteinsson, Framsóknar- flokki, hefur lagt fram dæmi um hugsanlega skiptingu borgarfull- trúa. Varpar hann fram hugmynd um tvo framsóknarmenn, tvo sam- fylkingarmenn og tvo frá VG. Síð- an geti menn rifist um sjöunda manninn allt eftir atkvæðastyrk hvers flokks. Þarna þótti Stein- grími J. of langt gengið og sagt er að eftir gott gengi flokksins í skoð- anakönnunum hafi hann fyrir löngu síðan verið búinn að úthluta eigin mannskap öllum sætum meirihlutans í borginni... Botninn í Borgarfirði Skipa- smíðar fyr- ir íslend- inga í Kína fara senn að flokkast með undr- um veraldar. Þar eru nú um tutt- ugu stálskip af öllum stærðum í smíðum fyrir hérlenda útgerðar- menn. Nýlega bárust fregnir af því að eitt af þessum skipum sem Kín- verjar voru að smíða þætti of þungt til að standast þá eðlisfræðilegu raun að fljóta í vatni. Sem lausn á málinu þótti mönnum ekki tiltöku- mál þó lengja þyrfti dallinn um fá- eina metra. Ekki munu það þó eins- dæmi að íslensk skip hafi dregið kviðinn eftir hafsbotninum vegna eigin þunga jafnvel þó Kinverjar hafi þar hvergi nærri komið. Nýj- ustu fregnir af Ófeigi VE sem verið er að smíða fyrir Vestmannaeyinga herma hinsvegar að skipið fljóti alls ekki. Velta spekingar fyrir sér hvort Kfnverjar hafi gleymt ein- hverju, minnugir orða Bakka- bræðra þegar þeir komust að raun um að ekki væri furða þó keraldið læki fyrst botninn væri suður í Borgarfirði... Frostrigning Óhætt er að full- yrða að snjóleysið í vetur hafi reynt á þolinmæði starfsmanna skíðasvæðanna í nágrenni höfuð- borgarinnar, en ef marka má eftir- farandi stöku þá er húmorinn í góðu lagi hjá starfsmönnum i Blá- fjöllum. Stakan er eignuð ónefndu „fjallaskáldi," en tilefnið er frostregnið sl. fimmtudag. Veórið nú súrlega gremur mitt geö. Ég gapi og stend hér i lostL Oft rigndi í vetur og rok stundum með - nú rignir i sjö stiga frosti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.