Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 Fréttir DV Flugvélin N272BB úr radar- og talstöðvarsambandi: Ekki óalgengt að flugvél- ar verði sambandslausar - því hófst formleg leit ekki strax - slíkt geröist aftur í innanlandsflugi í gær Athygli hefur vakiö að formleg leit að bandarísku flugvélinni sem fórst með tvær konur innanborðs við suður- strönd íslands á þriðjudag hófst ekki fyir en um fjórum klukkustundum eft- ir að hún hvarf af ratsjá flugumferðar- stjómar í Keflavík. Þótt viðbragðsferli hefði verið sett strax í gang þá var hættuástandi vegna vélarinnar ekki lýst fyrr en klukkan 12.32, nærri fjór- um tímum eftir að vélin hvarf. Flug- málayfirvöld segja ekki óalgengt að flugvélar verði sambandslausar á flugi til og frá landinu og jafnvel í innan- landsflugi. Að sögn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar, varð t.d. lítil vél sambandslaus í sjónflugi innanlands í gær en kom fram heil á húfl eftir tveggja tíma eftirgrennslan. Samkvæmt upplýsingum frá Flug- málastjóm er ekkert talið athugavert við viðbragðsferlið á þriðjudaginn og allt hafi þar verið samkvæmt bókinni. Flugvélin N272BB, af gerðinni AC56, fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli, með stefnu á Stornoway í Skotlandi, klukk- an 08.19 á þriðjudagsmorgun. Heimir Már Pétursson, blaðafulltrúi Flug- málastjómar, segir að talað hafi verið við flugmann vélarinnar klukkan 08.55 um morguninn. Þá var allt í lagi um borð og flugvélin komin í sina eðlilegu farflughæð í 15 þúsund fetum (um 5 kílómetra hæð). Klukkan 08.59 hvarf vélin af ratsjá og áhöfn svaraði ekki kalli flugumferðarstjómar. Engar néyðarsendingar bárust frá vélinni. Heimir Már segir flugvélar í ferju- flugi ekki lúta jafn ströngum öryggis- skilyrðum og gerðar em til almenns farþegaflugs. Flugvélin, sem var tveggja hreyfla, af gerðinni Aero Commander 56, var þó búin svokölluð- um radarsvara sem er nauðsynlegur til að hún komi glögglega fram á lang- drægri ratsjá. Flugumferðarstjóm hef- ur yfir að ráða tvenns konar ratsjám á Keflavíkurflugvelli, annars vegar rad- ar sem skannar svæði sem er um 60 mílur í radíus og hins vegar radar sem hefur um 200 mílna skönnunarsvið. Ýmsar ástæður em taldar geta vald- ið því að flugvél hverfur af ratsjá og samkvæmt upplýsingum frá Flugmála- stjórn gerist slíkt jafnvel oft i hverjum mánuði. Ástæður þessa em m.a. nefnd- ar daufur radarsvari, rafmagnstruflan- ir eða sprungin öryggi. Þá er líka nefnt að það geti gerst að flugmenn slökkvi á talstöð eftir að vera búnir að sinna lág- marks-tilkynningarskyldu, eða skipti yfir á aðrar bylgjulengdir. Þar með geti flugvélar verið algjörlega sam- bandslausar við flugumsjón án þess að neitt þurfi að vera að. Ásgeir Pálsson segir að sambands- leysi komi helst upp í eldri vélum, en það eigi þó aldrei að skapa hættu fyr- ir aðra flugumferð. Hann segir að reglur um aðskilnað flugvéla á lofti byggist m.a. á að radarsamband sé ekki öruggt. Farþegaþotur eru þó með fjölþætt og venjulega tvöfalt ör- yggiskerfi hvað radar- og radíósam- band varðar. VESTMANNAEYJAR ffft » y Hér fannst brakiö úr vélinní Rugumsjón Reglur um aöskilnaö flugvéla á lofti byggjast m.a. á aö radarsamband sé ekki öruggt. Rugvélin N272BB Vélin varö sambandslaus viö um- heiminn kl. 08.59 á þriöjudag. Viðbrögð vegna týndu vélarinnar Flugstjóm sendi út beiðni til ann- arra flugvéla á flugi yfir hafið um klukkan 09.00 að reyna að ná sam- bandi við vélina en án árangurs. Flug- stjómarsvæðinu í Skotlandi var til- kynnt um eðli málsins klukkan 09.10, en þar vom menn með flugáætlun vél- arinnar sem hugðist millilenda í Skotlandi. Vél Flugmálastjómar var sett í viðbragðsstöðu kl. 09.20. Þá er Landhelgisgæslan látin vita klukkan 10.12 og Tilkynningaskyldan um svip- að leyti. Þá vom fiskibátar staddir á svæðinu austan Vestmannaeyja. Að sögn upplýsingafulltrúa Flugmála- stjómar var einnig haft samband við vamarliðið og það beðið að athuga hvort vélin kæmi fram í þeirra tækja- búnaði. Sömuleiðis var Flugslysanefhd látin vita. Ákveðið var klukkan 12.08 að hefja undirbúning leitar á vegum Landhelg- isgæslunnar. Þá var varðskip statt ekki langt frá þebn stað sem síðast var vitað um flugvélina á lofti. Það var svo klukkan 12.32 sem neyðarástandi er lýst yfir en þá var liðinn sá timi sem vélin hefði átt að vera í lendingu í Skotlandi, en hún var með tíu tima flugþol. Þá fóra vél Flugmálastjómar og þyrla Landhelgisgæslunnar til leit- ar. Björgunarbátur leggur af stað frá Vestmannaeyjum klukkan 13.14 og skip og fiskibátar fóm til leitar. Herjólfur ftnnur síðan brak klukkan 13.50 á stað 63’35’ N og 25’45’ V. Fimm mínútum seinna er staðfest að brakið sé úr flugvél, en brak var þá dreift um stórt svæði. Landhelgisgæslan til- kynnti síðan um fund líkamsleifa flug- manna klukkan 16.15. Samkvæmt upplýsingum frá flug- málayfirvöldum liggur ekkert fyrir um orsök slyssins. Ekki er heldur upplýst hvort vélin hafi sundrast í lofti eða hrapað í heilu lagi í sjóinn. Hugsanlegt er t.d. að í stjómlausu hrapi hafi flug- vélin hreinlega brotnað í sundur og það geti skýrt hversu dreift brakið var. Einkaflugvélar af þessari stærð em að öllu jöfhu ekki búnar svokölluðum svörtum kassa sem upplýst getur um orsök slyssins. -HKr. Rugmennirnir Barbara Gard flugmaöur og Gwen Bloomingdale aöstoöarflugmaöur. Ferill bandarísku flugvélarinnar - frá flugtaki í Keflavík Klukkan 08.19 Flugvélin N272BB af gerðinni AC56 fer í loftið frá Keflavíkurflugvelli með stefnu á Stomoway í Skotlandi. Klukkan 08.55 Talstöðvarsamband haft við flugvélina og allt í lagi um borð. Vélin var þá kom- in í sína eðlilegu farflughæð í 15 þúsund fetum (um 5 kílómetra hæð). Klukkan 08.59 Vélin hverfur af ratsjá í Keflavík. Klukkan 09.00 Boð send til annarra flugvéla um að reyna að ná sambandi við týndu flugvél- ina. Klukkan 09.10 Flugumsjón í Skotlandi er tilkynnt um eðli málsins. Klukkan 09.20 Flugvél Flugmálastjórnar sett í við- bragðsstöðu. Klukkan 10.12 Landhelgisgæslu gert viðvart og Til- kynningaskyldunni um svipað leyti, sem og flugslysanefnd. Klukkan 12.08 Landhelgisgæslan hefur undirbúning leitar. Klukkan 12.32 Neyðarástandi er lýst yfir og leit sett í gang. Klukkan 13.14 Björgunarbátur leggur af stað frá Vest- mannaeyjum og aðrir bátar og skip sigla á svæðið. Klukkan 13.50 Feijan Herjólfur finnur brak á stað 63‘35’ norður og 25’45’ vestur sem stað- fest er fimm mínútum síðar. Klukkan 16.15 Landhelgisgæslan tilkynnir fúnd á lik- amsleifum flugmanna. Þær vom síðan fluttar með björgunarbát til Vestmanna- eyja. -HKr. Vcöriö i kvold 8BB S' w *í j ■ ‘W - v®* -4^ Á* JP , «Vi Vægt frost norövestanlands Austan- og noröaustanátt, 10 til 15 m/s norövestanlands, en annars viöa 5 til 10. Rigning eöa súld meö köflum sunnan- og austanlands en dálítil snjókoma eöa él norövestan til. Vægt frost norövestanlands en hiti annars 0 til 7 stig, mildast syöst. Vcöríö a morgun Sólariag i kvöld 19.08 18.49 Sólarupprás á morgun 08.07 07.07 Siödegisflóö 17.52 22.25 Árdegisflóö á morgun 06.08 10.41 Skýringar á veðurtátaium ^ VINDÁTT 10 °<— HITI w -10° NVINDSTYRKUR \„,„t í metrum á sekúntíu x rKU& 1 -ft- HEIÐSKIRT 3D o LETTSKÝJAÐ HÁLF* SKÝJAO SKÝJAÐ AISKÝJAO W? s? RIGNING SKÚRIR SLYODA SNJÓK0MA .Q U ÉUAGANGUR ÞRUMB- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Grelöfært um Austfiröi og Suöurland Samkvæmt upplýsingum frá Vegageröinn var Holtavöröuheiöi ófær í morgun og uröu þar tafir vegna þess aö bílar sátu fastir. Brattabrekka var líka ófær. Á Snæfellsnesi var snjór mokaöur af vegum í morgun og einnig var mokaö noröur Strandir, á Steingrímsfjaröarheiöi og um Djúp. Víöa er hálka á Noröurlandi. Greiöfært er um Austfiröi og Suöurland. Austan- og noröaustan Austan- og noröaustanátt, 10 til 15 m/s norövestanlands, en annars víöa 5 til 10. Rigning og súld meö köflum sunnan- og austanlands en dálítil slydduél norövestan til. Hiti 0 til 7 stig, mildast syöst. lUiHjýíirtlíjgnj Vindur: 8—13 m/» Hiii O" til 6° Norðaustlæg átt, 8 tll 13 m/s norövestan tll, en annars hægarl. Rlgnlng eöa slydda meö köflum en þurrt aö kalla suövestan tll. Hltl 0 tll 6 stlg. Vindur: /^ 8—13 m.'. Hiti o° til 6° Noröaustlæg átt, 8 tll 13 m/s norövestan til, en annars hægarl. Rlgnlng eöa slydda meö köflum en þurrt aö kalla suövestan tll. Hltl 0 tll 6 stlg. fV!rt»!!(«*!g«r Vindur: /• 8-13 (iv'* Hiti 0° ti Noröaustlæg átt, 8 til 13 m/s norðvestan til, en annars hægari. Rlgning eöa slydda meö köflum en þurrt aö kalla suövestan tll. Hlti 0 tll 6 stlg. AKUREYRI alskýjaö 1 BERGSSTAÐIR alskýjað 1 BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. skúrir 3 KEFLAVÍK rigning 4 RAUFARHÖFN súld 1 REYKJAVÍK skýjaö 4 STÓRHÖFDI skúrir 6 BERGEN alskýjaö 2 HELSINKI skýjaö -14 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 2 ÓSLÓ alskýjað 0 STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN þokumóöa 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 3 ALGARVE skýjað 14 AMSTERDAM þoka 6 BARCELONA þokumóða 13 BERLÍN alskýjaö 4 CHICAG0 alskýjaö -1 DUBUN skýjaö 7 HAUFAX skýjaö -3 FRANKFURT súld 5 HAMBORG þokumóöa 4 JAN MAYEN alskýjaö 1 LONDON skýjaö 8 LÚXEMBORG rigning 7 MALLORCA skýjaö 14 MONTREAL heiöskírt -6 NARSSARSSUAQ alskýjaö -11 NEW YORK hálfskýjaö 0 ORLANDO heiöskírt 8 PARÍS rigning 9 VÍN skýjaö 3 WASHINGTON skýjað 0 WINNIPEG alskýjaö -4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.