Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 7 DV Þetta helst HEILDARViÐSKIPTI 1700 mkr. Hlutabréf 550 mkr. Húsbréf 450 mkr. MEST VIÐSKIPTI í i Íslandsbanki-FBA 145 mkr. I Landsbankinn 70 mkr. I Baugur 48 mkr. MESTA HÆKKUN O Talenta-Hátækni 16,7% O íslenski hugbúnaðarsjóöurinn 8% © MP-Bio 2,1% MESTA LÆKKUN O Bakkavör Group O Nýherji ©Össur ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 3,6% 3,3% 2,7% 1235 stig O -0,22% Fýrir- tækjum fækkar á VÞÍ Svo gæti farið að skráðum fyrir- tækjum á Verðbréfaþingi íslands fækkaði á þessu ári. Sem stendur eru 65 fyrirtæki skráð á aðai- og vaxtarlista VÞÍ en stjómir fjögurra þeirra hafa þegar boðað að fyrirtæk- in verði afskráð. Fyrirtækin sem um ræðir eru Hraðfrystistöð Þórshafnar hf„ Frumherji hf., Héðinn hf. og Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. Þrjú fyrr- nefndu hyggja á afskráningu, m.a. vegna lítilla viðskipta með bréf fé- laganna og ómarkvissrar verðmynd- unar, en Frjálsi fjárfestingarbank- inn verður að líkindum afskráður vegna yfirtöku Kaupþings hf. á fyr- irtækinu. Á síöasta ári drógu sex fyrirtæki sig jafnframt út af VÞÍ, Fóðurblandan hf., Básafell hf., ís- lenskar sjávarafurðir hf., Krossanes hf„ FBA hf. og Hans Petersen hf. Lækkanir í Evrópu Hlutabréfamark- aðir í Evrópu lækkuðu í morgun þar sem hlutabréf í tækni- og símafyr- irtækjum leiddu lækkanir. Kemur þetta þvert ofan í frammistöðu bandaríska markaðarins sem hækk- að þó nokkuð í gær. FTSE 100 lækkaði um 0,4% í 5.998,2 stig eftir að netkerfaframleið- andinn Marconi og lyfjafyrirtækið Imperial Chemical Industries lækk- uðu um meira en 4%. í París lækkaði CAC 40 vísitalan um tæpt prósentustig þar sem ör- gjörvaframleiðandinn STMicroelct- ronics og samkeppnisaðili Marconi, Aicatel lækkuðu þó nokkuð. _________________________________________________Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið Kjarasamningum ekki sagt upp af hálfu verkalýðshreyfingarinnar - tryggingaákvæði kjarasamninganna sönnuðu gildi sitt I mati nefndarinnar er einnig varað við þeim teiknum sem nú eru á lofti um að veröbólga geti farið vaxandi á ný. Kjarasamningunum frá þvi sl. vor verður ekki sagt upp af hálfu verkalýðshreyfingarinnar sam- kvæmt fyrstu endurskoðun nefndar samningsaðila á almennum vinnu- markaði. Það er sameiginlegt mat nefndarinnar að tryggingarákvæði kjarasamninganna hafi sannað gildi sitt, bæði fyrir almennt launafólk og efnahagslífið í heild. I því ástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum má hins vegar lítið út af bera og ljóst að grípa verður til virkra aðgerða til að koma í veg fyrir að verðbólga fari af stað. Nefndin hefur iokið fyrstu endur- skoðun sinni. Af hálfu Flóabanda- lagsins, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar - sambands iðnfélaga, var farið yfir mat nefndarinnar og þær forsendur sem lágu til grund- vallar. Að þeirri vinnu komu m.a. framkvæmdastjórn SGS og samn- inganefnd Samiðnar. Niðurstaða nefndarinnar við end- urskoðunina í ár er sú að markmið- ið um lækkun verðbólgu hafi náðst og að launafólki beri sérstakar hækkanir á kaupliðum samning- anna vegna ýmissa vafaatriða um launakostnaðaráhrif annarra kjara- samninga. Fram kemur i frétt frá ASÍ að með því samkomulagi sem náðist tókst að afstýra því að til uppsagnar samninga eða deilna um réttmæti uppsagnar kæmi, með tilheyrandi óvissu fyrir launafólk og efnahags- lífið í heild. Markmiðið um minni verðbólgu náðist Önnur af tveimur meginforsend- um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sl. vor var að verð- bólga færi minnkandi og þannig treystur grundvöllur kaupmáttar launafólks. Launafólk á mikið undir því að stöðugleikinn haldist og næg- ir að benda á áhrif aukinnar verð- bólgu á greiðslubyrði heimOanna því til staðfestingar. í mati nefndarinnar kemur fram að markmiðið um minni verðbólgu hefur náðst, enda minnkaði hún úr 5,6% niður í 4,1%. En í mati nefnd- arinnar er einnig varað við þeim teiknum sem nú eru á lofti um að verðbólga geti farið vaxandi á ný. Úrskurðað um hækkun launa- llða Önnur meginforsenda kjara- samninganna á almennum vinnu- markaði var að sú launastefna sem þar var mótuð um sérstaka hækkun lægstu launa og launakostnað yrði ríkjandi. Reyndist svigrúm til launahækkana meira skv. síðari samningum en gert var ráð fyrir við gerð kjarasaminganna á almennum vinnumarkaði var hægt að ákveða hækkun kaupliða eða segja samn- ingum lausum. Samkvæmt mati nefndarinnar voru samningar á samningssviði Samtaka atvinnulífsins innan ramma en tvísýnna með samninga við opinbera aðila. Þá er einnig álitamál hvemig farið er með af- leiddan kostnað á borð við hækkun á lífeyrisskuldbindingum. í stað þess að stefna í átök vegna mats á þessum atriðum varð það að sam- komulagi að hækka launaliði í gild- andi kjarasamningi. Það er gert með hækkun desemberuppbótar og orlofsuppbótar launafólks. GSM-kerfi Tals aftur meö toppeinkunn Eimskip kaupir nýtt skip til Evrópusiglinga - lokaáfangi í umfangsmikilli endurnýjun Eimskip hefur keypt gámaskipið m/v „Grete Sif‘ af skipaútgerðinni KIL Shipping A/S í Danmörku. Kaupverð skipsins er um 890 millj- ónir króna og mun skipið sigla á suðurleið (Reykjavík, Straumsvík, Vestmannaeyjar, Immingham og Rott- erdam) á móti systurskipi sínu, Sel- fossi, sem félagið tók í rekstur 1999. Grete Sif kemur i stað Lagarfoss sem fer í siglingar á Ameríkuleið. Á skipinu verður íslensk áhöfn og er áætlað að skipið verði afhent Eim- skip seinni hluta apríl í Rotterdam. Grete Sif er smiðuð í Örskov- sværft í Fredrikshavn í Danmörku áriö 1992. Það er sama skipasmíða- stöð og smíðaði systurskipin Goða- foss og Dettifoss sem sigla á norður- leið og félagið tók í rekstur í októ- ber á síðast ári. Greta Sif hefur 8.675 tonna burðargetu, er 126 metra langt og tekur 724 gámaeiningar (TEU¥s). Á skipinu eru tveir 40 tonna kranar og skipið hefur raf- magnsframleiðslu fyrir 140 frysti- gáma í lest og á dekki. Við kaup á þessu skipi hefur Eim- skip endumýjað fjögur skip i áætl- unarsiglingum til Evrópu á nokkrum mánuðum og tekið í notk- un fullkomin og hraöskreið skip sem uppfylla vel flutningaþarfir fyr- ir viðskiptavini félagsins. Þessi fjög- ur skip eru af tveimur stærðum. Tvö þeirra, sem sigla á norðurleið, hafa liðlega 1.400 gáma burðargetu og hin tvö hafa 700 gáma burðar- getu. Að öðru leyti eru þessi skip af svipaðri gerð og hin fullkomnustu að allri gerð. Meðalaldur skipastóls félagsins í áætlunarsiglingum er nú 10 ár en var fyrir rúmu ári 15 ár. Nortel Networks, framleiðandi sím- kerfis Tals, hefur skilað nýrri skýrslu um gæði, rekstraröryggi og afköst sím- kerflsins. Þetta er annað árið sem Nor- tel gerir slíka gæðaúttekt. Líkt og í fyrra skiptið fær Tal toppeinkunn. Samkvæmt mælingum Nortel fær sam- anlagður árangur (Quality of Service) einkunnina 98,75%. „Hjá farsímafyrirtækjum telst allt yflr 98% vera mjög góður árangur og við getum því vel við unað,“ sfegir Jóakim Reynisson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Tals. Hann bendir jafn- framt á að þegar úttekt var gerð á sím- kerfl Tals fyrir tæpu ári hafi niður- staðan verið mjög svipuð. Heildareinkunnin er reiknuð út frá mælingum sérfræðinga Nortel Networks á fjölmörgum þáttum, þar á meðal stöðugleika í sambandi, mögu- leika notanda til að geta hringt tafar- laust, samtalsrofum og afköstum á álagstíma. í öllum einstökum mæling- um reyndist árangur Tals vel yfir við- miðunarmörkum. Úttekt sérfræðinga Nortel Networks á símkerfi Tals fór fram frá 15. janúar til 5. febrúar, að því er fram kemur í frétt frá Tali. „Þessi úttekt gefur okkur góða mynd af því hvemig við stöndum okk- ur gagnvart viðskiptavinum," segir Jóakim Reynisson. „Þegar viðskipta- vinum fjölgar jafn mikið og raun ber vitni hjá Tali þá er mikilvægt að tæknileg uppbygging sé samstiga. Við mættum þessari aukningu á síðasta ári með 35% fjölgun á sendum og 25% aukningu talrása. Ekki veitti af því nú höfum við um 57 þúsund viðskiptavini með Tal GSM-síma. Álag á símstöð Tals hefur enn fremur aukist í fram- haldi af því að við gerðum reikisamn- inga viö Símann GSM þannig að við- skiptavinir Tals geta nú notað GSM- síma sína á þeim þjónustusvæðum Símans þar sem Tal hefur ekki eigin senda.“ Aðalfundun Flugleiða Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 15. mars árið 2001 í efri þingsölum Hótels Loftleiða og hefst fundurinn kl. 14:00. Aögöngumiðar, atkvæda- seðlar og flindargögn verða atkent í falutabré£t- deild Rugleiða, 1 ,h:eð á aðalskriistotii felagsins á Reykjavíkurfiugvelli dagana 12.-14. xnars frá R. 09.00 til 17.00 og á fundardag til kl. 12.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á samþykktum þess efhis að heimilt verði að gefa út hlutabréf félagsins með rafrænum hætti. 3. Tillaga um heinrild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. laga nr. 2/1995. 4. Onnur mál löglega borin upp. Tillögur frá hluthöfúm sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofú félagsins hluthöfúm til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Stjórn Flugleiða hf. ICELANDAIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.