Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 14
14 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Maraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýslngar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk„ Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Glœpir gegn fortíðinni Talebanar í Afganistan eru bandarískur uppvakningur frá lokum kalda stríðsins, þegar frelsisbarátta Afgana gegn Sovétríkjunum sálugu var fjármögnuð að vestan. Talebanar voru grimmustu stríðsmennirnir og fengu miklu meiri fjárstuðning en aðrir hópar baráttunnar. Þetta var gott dæmi um einnota utanrikisstefnu, þar sem eingöngu skipti máli að ná árangri á líðandi stund. Ekkert var hugsað um, hvað gera ætti við skrímslið, þeg- ar Rússarnir væru farnir. Enda hefur uppvakningurinn reynzt valda Afgönum og öðrum ógn og skelfingu. Nýjasta birtingarmynd trúarofstækis Talebana er að eyðileggja menningarsöguleg verðmæti, þar á meðal risa- vöxnu Búdda-stytturnar í Bamian. Ofstækið er hliðstætt öðru framferði þessa hóps, sem lýsir sér einnig í tak- markalitlu hatri á framförum, sem koma úr vestri. Allir aðilar hafa sameinazt um að fordæma Talebana fyrir að spilla menningarsögu Afgana, þar á meðal öll þekktustu ríki Islams, enda er ofstækið nýtt í sögu þeirra trúarbragða. Grískar og rómverskar og aðrar minjar hafa verið látnar í friði i heimi Islams öldum saman. Tyrkir hafa öldum saman horft á Sofííukirkju í Mikla- garði. Persar hafa öldum saman horft á Persepolis við Shiraz. Sýrlendingar hafa öldum saman horft á Palmyru. Þannig hafa Afganar öldum saman horft á gamlar minjar, þótt þær séu ættaðar frá öðrum trúarbrögðum. Talebanar eru því miður ekki einir um trúarofstækið. Stórvirkust hafa verið kinversk stjórnvöld, sem hafa látið brjóta Búdda-hof í Tíbet hundruðum saman í markvissri tilraun til að eyða menningarsögu landsins og eyða þannig vegprestum í þjóðernisbaráttu landsmanna. Indversk stjómvöld stöðvuðu ekki ofstækismenn úr röðum Hindúa, þegar þeir eyðilögðu 16. aldar moskuna í Ayodhya árið 1992, enda voru þeir stuðningsmenn ríkis- stjórnarflokksins Bharatiya. Þau hirða ekki um, þegar eld- ar eru bomir að kristnum kirkjum í landinu. Serbar tóku upp á því í Bosniustríðinu að gera atlögu að menningarsögulegum minjum Islams og kaþólskrar trúar. Þeir reyndu að sprengja upp hina einstæðu borg Dubrovnik og sprengdu margar moskur í landinu. Króat- ar og Bosníumenn fóru að svara í sömu mynt. Serbar brenndu meira að segja bókasöfn til að koma i veg fyrir, að andstæðingar þeirra gætu leitað til fortíðar- innar um heim bókanna. Þeir fetuðu í þessu sem ýmsu öðru i fótspor Hitlers, sem lét brenna bækur opinberlega á torgum úti, enda mun hneisa Serba lengi standa. Villimenn af tagi Talebana, Kínverja, Indverja og Serba voru ekki fyrirferðarmiklir i veraldarsögunni fyrr en undir miðja tuttugustu öld. Krossfarar fyrri tíma réðust ekki beinlínis að menningarsögunni, þótt þeir fremdu ótal önnur illvirki. Árásir á fortíðina eru nýtt fyrirbæri. Vesturlönd þurfa að byrja að taka á þessari tegund villi- mennsku nútímans eins og öðrum tegundum hennar. Við hlið nýja alþjóðadómstólsins um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni þarf að koma fjölþjóðlegur dómstóll, sem fjall- ar um glæpi gegn menningarsögu mannkynsins. Draga þarf stjórnVöld Afganistans og Kína, Indlands og Serbíu til ábyrgðar fyrir menningarsöguleg illvirki, sem framin hafa verið á yfirráðasvæðum þeirra á síðustu ár- um, ekki síður en fyrir önnur illvirki gegn mannkyninu. Þessa nýju tegund glæpa þarf að stöðva strax. Bandaríkjastjórn ber að hafa forustu um stofnun slíks dómstóls, því að þarlend stjórnvöld vöktu upp skrímslið, sem núna fer hamfórum í eyðimörkum Afganistans. Jónas Kristjánsson $ ________________________________________FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 1>V Skoðun ' Verndum góðærið - forsenda fyrir betri kjörum „Hver hefði t.d. trúað því fyrir nokkrum árum þegar rifr- ildið um fiskveiðistjómunarkerfið stóð sem hæst að ESB myndi œtla að taka upp íslenska kvótakerfið þar sem ör- deyða er orðin á mörgum fiskimiðum þessara landa?“ Nú er áríðandi að halda verðbólgunni í skefjum því aldrei síðan lýðveldið var stofnað hefur verið eins lang- ur velmegunartími sem gerir fólk kanski værukærara með einkaneyslu. Unga fólkið í dag, sem hefur komið upp yfir sig húsnæði á þessum uppgangstímum, treystir þvi að þeir tímar verði varanleg- ir að verðbætur á lánum séu hreinir mjólkurpeningar miðað við það sem þeir voru á níunda áratugnum. Ekki sjálfgefiö En það er valt veraldargengið. Það er ekki sjálfgefið að ytri skilyrði breytist ekki snögglega þótt ekki séu nein teikn um það núna. En þá er líka betra að stjórn landsins sé í góðum höndum. Það er dýrt að ætla sér að breyta um stjómarfar, og þá yfir í vinstristjórn. Af þeim stjórnum hefur þjóðin bitra reynslu og tekið hefur hægri stjómir langan tíma að koma þjóðarskútunni á flot aftur eftir ógæfu vinstristjórna. Þetta vita kjósendur og því er það svo að þeir hafa borið gæfu til að standa fast að baki þeirra stjórna sem hafa verið við völd síðustu árin. Og þetta verðum við alltaf að hafa I huga. Minna kjósendur á að vinstri spor- in hræða. Það er mjög algengt að fólk sem stendur í bygginga- framkvæmdum, og hefur ef til vill líka lagt í bílakaup á sama tíma, skuldi þetta 7-9 mOjónir króna. Þá þarf vísitalan ekki mikið aö hækka til þess að spilaborgin hrynji. Viöurkenning á fiskveiðistjórnun Það hefur verið ungu kynslóðinni mikið happ að hún hefur samkvæmt skoðanakönnunum stutt dyggilega við Sjálfstæðisflokkinn og séð tO þess að ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa haldið um stjómartaumana í rúmlega tíu ár og höfum við nú búið við lengsta og besta hagvaxtarskeið í íslandsögunni. Fólk sem hefur komist í skuldir og vOl lifa sæmilegu lífi þrátt fyrir það skOur að verðbólgan má aldrei fara af stað aftur, grunnatvinnuvegir okkar verða að vera reknir með hagnaði sem er svo forsendan tO þess að fólki megi greiða mannsæmandi laun. Á þessum tíu árum hafa orðið svo byltingarkenndar breytingar að aðrar Hnattvæðing Á þessum vetri hafa margir vakn- að upp við vondan draum. Matvæla- iðnaður heimsbyggðarinnar er að reka sig á hindranir sem margir hafa að vísu varað við en lítið mark hefur verið tekið á af valdhöfum og þrýstihópum. Bakteríur og veirur og þaðan af minni lífeindir eru nú að knýja menn tO að staldra við í feigð- arflani hnattvæðingar sem knúin er áfram af efnalegri græðgi en litlum hyggindum. Hvarvetna blikka nú rauð ljós gegn óheftum viðskiptum heimshorna á miOi með lifandi dýr og afurðir þeirra: Kúariða, gin- og klaufaveiki, salmóneUusýking, campýlóbakter, listería, svínapest og smitsjúkdómar tengdir laxeldi, þenn- an lista er hægt að margfalda og stöðugt bætast við nýir váboðar. Hugmyndafræðin sem magnað hefur upp þessar pestir er hin sama og rutt hefur hnattvæðingu brautina á öðrum sviðum, ekki síst óheftum „Matvœlaiðnaður heimsins er nú í klóm nokkurra fjöl- þjóðarisa sem segja ríkisstjómum og Alþjóðaviðskipta- stofnuninni (WTO) fyrír verkum. Það verður ekki ein- falt mál að snúa taflinu við en í raun getur verið um líf eða dauða að tefla. “ Með og á móti Þetta verður að stoppa „Auðvitað eru tvær hliðar á þessu máli eins og öðrum. Það er þó ekki endalaust hægt að ganga á hlut stóru útgerðanna sem halda uppi vinnslunni víða um land. Það er verið að teygja sig sífeUt lengra og lengra í því að taka þeirra aflahlutdeildir til að færa öðrum. Þetta kemur ekki síst við stóru útgerðarfyrirtæk- in á landsbyggðinni sem missa afla- hlutdeildir tfl smábáta á sama svæði. Ákvörðun um frestun á gfldistöku þessara laga í fyrra var á þeim forsendum að smábáta- útgerðir úti á landi þyrftu lengri aðlögun. Nú er búið að gefa lengri frest og það hefur sýnt sig að þessir bátar geta veitt óhemju magn af fiski. Öll þessi aukna veiði hlýtur að þýða það að einhverjir aðrir verði að minnka sína veiði. Þar er verið að tala um tugi þúsunda tonna. Mér finnst smábátaútgerðin því ekkert þurfa að kvarta, en einhvers staðar veröur þetta þó að stoppa.“ r Kristján Pálsson og heilbrigði fjármagnsflutningum. Hug- myndir studdar hagfræði um verkaskiptingu og óhefta samkeppni í heims- þorpinu sem tryggja eigi sem lægst vöruverð án tfl- lits tfl afleiðinga að öðru leyti er að steyta á skerjum sem mörgum voru hulin. Matvælaiðnaður heimsins er nú í klóm nokkurra fjöl- þjóðarisa sem segja ríkis- stjómum og Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO) fyrir verkum. Það verður ekki einfalt mál að snúa taflinu við en i raun getur verið um líf eða dauða að tefla. Hagkvæmni stærðarinnar Fátt hefur haft jafn róttæk samfé- lagsleg áhrif og breytingar á land- búnaðarframleiðslu sem tryggja eiga framboð á ódýrri fæöu á allsnægta- borði Vesturlanda. Hefðbundinn fjöl- skyldubúskapur hefur orðið óarðbær og sveitafólk flosnað upp í stórum stíl og leitað í þéttbýli. Bændabýlum i Bretlandi hefur t.d. fækkað um fjórðung á síðasta áratug. Þó eru breytingar eftirstríðsáranna á Vest- urlöndum smáræði hjá því sem í vændum er í löndum þriðja heims- ins ef fram fer sem horfir en þar býr meirihluti fólks enn í strjálbýli. Fjölþjóðafyrirtækin á matvæla- markaði vinna að því að kippa fótum undan hefðbundnum búskaparhátt- um einnig í þeim hluta heimsins og beita þar fyrir sig erfðabreyttum matvælum og einkaleyfum á útsæði og framleiðsluvörum. Iðnvæðing landbúnaðar með sístækkandi fram- leiðslueiningum og ódýrum próteín- gjöfum eru drifkraftar þess- arar þróunar. Hin hliðin eru sístækkandi éymdar- hverfi borga þar sem nú þegar búa tugmiOjónir. Hvort tveggja er að verða gróðrarstía sjúkdóma jafnt í dýrum sem mönnum og ekki bætir vannæring úr skák. Viöskiptin með landbúnaöarafuröir Hluti af feigðarflaninu eru óheft eða „frjáls" við- skipti með landbúnaðarafurðir sem knúin voru fram í GATT-samning- um og nú undir merkjum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar oft án nokk- urs tillits tfl gæða og hollustu eða ör- yggis gagnvart sjúkdómum. Innri markaður Evrópusambandsins er hluti af þessari þróun. Lífræn rækt- un og staðbundnir markaðir hafa hvarvetna átt undir högg að sækja. Neytendasamtök hafa víða orðið fórnarlömb þessarar hugmynda- fræði. Ekki er langt síðan íslenskur utan- ríkisráðherra stóð fyrir ólöglegum innflutningi kjúklinga og kratar boð- uðu hömlulausan innflutning land- búnaðarvara. í þessu efni eins og á öörum sviðum hafa frjálshyggjupost- ular ætlað sér að setja heiminn í eina skál og beita fyrir sig almenn- um óskum eftir ódýrri matvöru. Líf- heimurinn, ekki síst hinn smásæi, lætur hins vegar iUa að kröfunni um verkaskiptingu og hagkvæmni stærðarinnar. Að veöi eru þau gæði sem felast í hollustu og sæmilega heilbrigðu umhverfi. Hjörleifur Guttormsson lar útgerðir undir sama hatt? Náðarhöggið „Nei, það yrði náðarhöggið og endalok smábáta- útgerðar ef aUar tegundir yrðu kvótasettar eins og nú er fyr- irhugað. Gagnvart sjávar- byggðunum tel ég að þar yrði endanlega brotinn sá hefðar- réttur sem þær hljóta að hafa. Það yrði algjörlega valtað yfir hann. Ég get ekki séð að ekki megi gilda aðrar reglur um vistvæn- ar veiðar smábáta heldur en um veiðar stóru togaranna. Við hjá Frjálslynda Uokkn- um höfum verið að berjast gegn ætlunum stórútgerðar- manna og aUt síðastliðið ár höfum við talað stöðugt um að sú kvótasetning sem fyrir- huguð er mætti ekki verða að veruleika. Mér finnst ekkert óeðlflegt þó að í gildi séu tvö kerfi, annars vegar fyrh' vistvænar veiðar strandveiðiflotans og hins vegar fyrir úthafsveiðar. Ég veit þó að kvótagreifarnir vflja fá að braska með aUt saman og gegn því munum við berjast.“ Margrét Sverrisdóttir Lög um kvótasetningu á ýsu, steinbít og ufsa, sem smábátum undir sex tonnum hefur verið frjálst að veiða, eiga að ganga í gildi í haust. Margir tata um að það yrði náðarhöggiö fyrir sjávarbyggðir og smábátaútgerð en aðrir segja óeðlilegt að leyfa einum það sem öðrum er bannaö. þjóðir eru farnar að líta tU okkar og huga að að taka upp sömu stefnu í ýmsum málum. Hver hefði t.d. trúað því fyrir nokkrum árum þegar rifrUd- ið um fiskveiðistjórnunarkerfið stóð sem hæst að ESB myndi ætla að taka upp íslenska kvótakerfið þar sem ör- deyða er orðin á mörgum fiskimiðum þessara landa? - Ekki sér þó fram á þá tíma að við hefðum hag af þvi að ganga í ESB með óbreyttri fiskveiði- stefnu bandalagsins. Ekki meirihluti fyrir ESB Nú eru mörg fiskimið ESB lokuð fyrir öUum veiðum þar sem rányrkja hefur verið stunduð. Það er þó regla en ekki undantekning sem kemur fyr- ir alls staðar þar sem stórþjóðir reka ábyrgðarlausa fiskveiðistefnu. Myndu íslendingar þola það að ESB legði lín- umar um það hvar í fiskveiðUögsögu okkar við mættum veiða? Ég er viss um að það væri nokkuð sem aldrei yrði samþykkt hér. - Það lofar góðu að enginn meirihluti er hér fyrir því að ganga í ESB. Karl Ormsson Ummæli Karlar og blöðru- hálskrabbamein „Það hefur ekki ||L verið talið árangurs- H ríkt að efna til hóp- leitar hjá körlum. ■ ▼ Brjóstakrabba mein er mjög lOdegt tfl að í &£: stytta aldur viðkom- —'-iSá i------ andi manneskju sé krabbameinið ekki fjarlægt. Það virð- ast ekki vera nema sumar tegundir blöðruhálskrabbameins þess eðlis, að það leggur menn að veUi... Hins vegar virðast margir karlar geta lifað mjög lengi með blöðruhálskrabbamein sem veldur þeim engu tjóni.“ Guörún Agnarsdóttir, læknir og framkvstj. Krabbameinsfélags íslands. í Degi 7. mars. Mestur lýðskrumsflokka „Jafnan þegar menn hugsa með sér að ekki aðeins sé Samfylkingin mesti lýðskrumsflokkur íslands heldur beri hún þar höfuð og herðar yfir aUa aðra flokka - þá gerist það að „Frjálslyndi flokkurinn" minnir á tfl- veru sína. Neyðast menn þá yfirleitt tO að viðurkenna að „frjálslyndir“séu litlu skárri en SamfyUíingarmenn þó þeir „frjálslyndu" njóti þess að lýð- skrumsmenn þeirra séu aðeins tveir, auk dóttur annars þeirra." Úr Vef-Þjóöviljanum 7. mars. Þröngsýnni „í þeim löndum sem við á íslandi gjarnan vUjum bera okkur saman við er trúarbragðafræðin talin sjálfsagður hluti af menntakerfinu. íslenskir nem- endur framhaldsskólanna kynnast ekki þeirri hugsun og heimspeki sem trúarkerfin búa yfir. Þar með verða þeir þröngsýnni og einhæfari en jafn- aldrar þeirra t.d. á Norðurlöndunum ... Og þar með fær vofa fordómanna greiðari aðgang að unglingum á ís- landi en ella væri.“ Þórhallur Heimisson, prestur viö Hafnar- fjaröarkirkju, í Mbl.-pistli 7. mars. Fullburða Háskóli „Þau timamót hafa nú oröið í starfi Háskóla íslands, aö hann kemur nú fram í fyrsta sinn sem fuUburða há- skóli með eiginlegt meistara- og dokt- orsnám af fuUum krafti". - TU að kynna þessa auknu námsmöguleika enn frekar efnir Háskólinn tU sér- stakrar námskynningar 8. mars, þar sem kynntar veröa um 70 mögulegar leiðir tU framhaldsnáms. - „Þar ætlum við bæði að tala tU þeirra sem eru hér í námi og eru að velta vöngum yfir framhaldsnámi, en ekki síst viljum við höfða tfl eldri nemenda sem hafa lokið hérna námi fyrir einhverjum árum og eru að huga að framhaldsnámi." Úr viötali viö Pál Skúlason, rektor Háskóla íslands. í Degi 7. mars. '?efþjóðviljiimj Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu Samfylkingin lagði ný- verið fram tfllögu tfl þings- ályktunar um átak til að auka framboð á leiguhús- næði. Lagt er til að ríkis- valdinu verði falið að ráð- ast í átak tfl að fjölga leigu- ibúðum og stuðla að viðráð- anlegum leigukjörum í samráði við sveitarfélög, verkalýðshreyfingu og fé- lagasamtök, að gerð verði fjögurra ára áætlun með það að markmiði að leysa húsnæðisvanda þeirra sem eru á biðlista eftir leiguhúsnæði og þeirra sem eiga hvorki rétt til al- mennra né félagslegra lána. Samkvæmt skýrslu sem kom út á vegum nefndar félagsmálaráðuneyt- isins í aprU á síðasta ári, eru um 2000 einstaklingar og fiölskyldur á biðlistum eftir leiguíbúðum. Verð á almennum leigumarkaði í höfuð- borginni er svo hátt að verkamanna- launin duga vart fyrir lítiUi ibúð en algengt er að tveggja herbergja íbúð- ir séu leigðar út á 70-90 þúsund krónur á mánuði, þótt dæmi séu um enn hærri leiguupphæöir. Það segir sig sjálft að litið er eftir hjá láglauna- fólki sem þarf að greiða slíkar fiár- hæðir í leigu, ef það er á annað borð svo heppið að fá íbúð á leigu. Ástandiö á ábyrgð ríkisstjórnarinnar Samfylkingin lýsir ábyrgð á þessu ástandi á hendur ríkisstjórninni, með því að leggja niður félagslega húsnæðiskerfið án þess að leita nokkurra raunhæfra leiða til að bregðast við þeim vanda sem skapað- ist í kjölfarið. Biðlistar hafa tvöfald- ast á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að kerfið var lagt niður og á sama tima hefur fasteignaverð og leiguverð íbúða rokið upp. Ríkis- stjórnin hefur mætt þessari húsnæð- isneyð í borginni með því að hækka vexti á húsnæðislán, en frá árinu 1998 hafa vextir á húsnæðislán sem sveitarfélög og félagasamtök hafa fengið tO bygginga leiguíbúða hækk- að úr 1% í 3,9% en nú nýverið frestaði félagsmálaráðherra frekari hækkun í 4,9%.Viöbótarlán sem vera áttu ígUdi félagslegra lána tU eignar- íbúöa fyrir fólk sem býr við erfiðar aðstæður hafa hækkaö úr 2,4% í 5,7% á þremur árum. Með þvi að hækka vexti til leigu- íbúða og viðbótarlána var endanlega lagður af 1% lánaflokkur til leigu- íbúða en vextir af slíkum lánum hafa verið óbreyttir sl. 25 ár. Það hefur verið sátt um það þar tO nú að hækka ekki vexti á leiguíbúðum, en ríkisstjórn- in hefur nú rofið þá sátt og keyrt vextina fast upp að markaðsvöxtunum. Samfylkingin og húsnæöísmál Fyrsti flutningsmaður til- lögu Samfylkingarinnar er Jóhanna Sigurðardóttir en að auki stendur aUur þing- flokkurinn að henni. TUlag- an er 1 samræmi við verkefnaskrá flokksins og tiUöguflutning þing- manna hans í gegnum tíðina. Þar ségir að stofnað skuli á ný tU félags- legra valkosta í húsnæðismálum og að leiguhúsnæði verði raunhæfur kostur fyrir þá sem annaðhvort vflja ekki að geta ekki eignast eigið hús- næði. Með tiUögunni er lagt tO að heim- Ut verði að veita 95% lán tO sveitar- félaga og félagasamtaka og annarra aðUa sem hafa það að markmiði að koma á fót leiguhúsnæði á viðráðan- legum kjörum fyrir láglaunafólk, enda lúti þeir sérstökum reglum um eftirlit, leiguverð o.fl. Þá er lagt tU að vaxtaendurgreiðslur og stofnstyrkir, svo og húsaleigubætur tryggi að leigukjör fari ekki fram yfir 6% af stofnverði íbúðar, að stimpugjöld falli niður hjá framkvæmdaaðilum leiguíbúða svo fremi sem um útleigu á íbúðum verði að ræða. Kannað verði hvort veita skuli afslátt af gatnagerðagjöldum vegna byggingar slíkra íbúða, skattlagning á húsa- leigubætur verði felld niður og tiUag- an gerir einnig ráð fyrir að tekjuskil- yrði verði rýmkuð fyrir rétti tU leiguíbúða fyrir fólk sem hvorki á rétt tU almennra né félagslegra lána. Tillagan gerir ráð fyrir því að rík- issjóður greiði 85% þessa framtaks og sveitarfélögin 15% en leita skuli eftir samstarfi við lífeyrissjóði um að styrkja átakið með kaupum á sér- stökum húsnæðisbréfum. Tillögur þessar eru í takt við það sem áður hefur veriö lagt til af þingmönnum Samfylkingarinnar en Jóhanna Sig- urðardóttir og fleiri þingmenn hafa margsinnis lagt fram frumvarp um afnám skattlagningar húsaleigubóta og staðið fyrir umræðu og fiölda fyr- irspuma um ástandið í húsnæðis- málum. - Samfylkingin telur lausn húsnæðisvandans á höfuðborgar- svæðinu brýnt forgangsmál. Ríkisvaldiö hefur þá siöferðilegu skyldu að bregðast við ástandinu og þeim vanda sem niöurlagning félags- lega kerfisins hefur haft í for með sér og aðgerðirnir þola enga bið. Ella stefnir í afturhvarf til fyrstu áratuga síðustu aldar þegar tekjulægsta fólk- ið bjó við ömurlegar aðstæður í hús- næðismálum. Slíkt ástand er óþol- andi í þjóðfélagi sem vfll skilgreina sig sem velferðarþjóðfélag. Bryndls Hlöðversdóttir „Verð á álmennum leigumarkaði í höfuðborginni er svo hátt að verkamannalaunin duga vartfyrír lítilli íbúð en algengt er að tveggja herbergja íbúðir séu leigð- ar út á 70-90 þúsund krónur á mánuði..." - Félagsstofnun fundar um húsnœðismál. Bryndís Hlööversdóttir formaöur þingflokks Samfylkingarínnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.