Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 Skoðun DV Spurning dagsins Stundarðu íþróttir? Birgir Magnússon nemi: Já, ég er í líkamsrækt. Þórey Hannesdóttir nemi: Já, handbolta með Fram. Haukur Steinn Olafsson nemi: Já, líkamsrækt, fimm sinnum í viku. Hlynur Tryggvason nemi: Nei, engar, en stundaði júdó í þrjá daga, tennis í viku og fótbolta í tvær vikur. Sesselja Gunnarsdóttir nemi: Já, handbolta með Víkingi, er nýhætt. Siguröur Ari Sigurjónsson nemi: Nei, bara svona þegar hentar. Dagfari Gen okkar iifa af, gen tegundar „Einstaklingarnir lifa ekki af.“ Frá verund til gerundar Þorsteinn Hákonarson framkvstj. skrifar: Ljóst er að tím- inn er talning á grunnatburðum í náttúrunni sem gerist í fóstu taln- ingarsamræmi inn- byrðis. Að fenginni reynslu, og síðan Galileo sagði okkur að beita mætti stærðfræði til að lýsa náttúrunni, þá mun það taka okk- ur um það bil þrjú hundruð ár að átta okkur á þessu. Verund eins og skynfærin og minnið sýna okkur einnig gerund. Heimurinn „gerist“. Við munum heim gærdagsins og vit- um af reynslu að sólin kemur upp á morgun. Það eitt segir okkur því að heimurinn sé verundarheimur. Án skilnings á eðli gerundar, þá getum við ekki náð lýsingu á henni. í staöinn þá búum við tO orsakir frumkrafta, hverra virkni og gagn- virkni veldur framvindu og orku- skiptum. Kröftum milli verundareig- inda. Þetta hefur þá meginafleiðingu „Klifað er á fyrirsjáanleg- um vandrœðum, en engar lausnir boðaðar sem ekki eru vistbrestur í sjálfu sér. Önnur hugsun og nýsköpun verður að taka við, en verð- ur okkur erfið. “ að lýsingarkerfí krafta geta ekki, vegna eðlisatriða þeirra stærðfræði- kerfa sem beitt er í lýsingunni, verið, nema takmarkað, lýsandi um eðlisat- riði. Því veldur að forsendur um krafta virka eins og takmarkandi for- sendur á stærðfræðikerfið og ekkert stærðfræðikerfi getur átt lausnir sem ganga gegn forsendum sínum. Af því leiðir mjög takmarkað tæknilegt vald sem verður að vist- kerfisbresti vanþekkingar. Verund- arhugsun leiðir til þess að við reyn- um að veija verund okkar, í stað þess að virða gerund hvers annars. Við það berjumst við. Gen okkar lifa af, gen tegundar. Einstaklingamir lifa ekki af. En við erum tegund sem lifir af sköpun þekkingar og reynslu, skráningu þessa til handa viðtakandi kynslóðum. Bardagi okkar að við- halda verund í ótta hvert við annað veldur einungis skaða. En það er komið að menningar- broti. Án þess að taka upp mikið tæknOegt vald, með því að skOja ger- und, þá verðum við fyrir vistkerfis- bresti. Hættan er hins vegar sú, að við höldum áfram að tryggja verund- arstöðu okkar og beitum valdi tO þess. Það þýðir einnig vistkerfisbrest fyrir okkur, ef við getum ekki lært að lifa við tæknOegt ofurvald. Staðan nú er sú að félagslegir leið- togar sem eiga að leysa málin geta það ekki, vegna þess að visindi nú- verandi lýsingarkerfa segja að sam- kvæmt þeim þá séu engar lausnir. Klifað er á fyrirsjáanlegum vandræð- um, en engar lausnir boðaðar sem ekki eru vistbrestur í sjálfu sér. Önn- ur hugsun og nýsköpun verður að taka við, en verður okkur erfið. En lausnir er hægt að þróa, en þá þarf að skOja gerund almennt. Lausaganga búfjár er tímaskekkja í Morgunblaðinu 1998 birtist grein eftir Ingigerði Jónsdóttur á Fá- skrúðsfirði þar sem hún lætur í ljós skoðun sína á lausagöngu búfiár. Ég er henni alger- lega sammála og ætla með hennar leyfi að rifia upp kafla úr greininni. Hún segir: „AOir sjá að landið okkar er orðið afskaplega gróðurlitið og tfl eru stór landflæmi þar sem enginn gróöur sést, aðeins sandauðn- in eða klungur. Ef ekki verður aö gert og það strax fykur landið hrein- lega burt. Nú væri fróðlegt að vita hvort íslenskum bændum finnist Herdís Þorvaldsdóttir leikkona skrifar: Getum við kvatt þessa til- veru með góðri samvisku án þess að stöðva þessa stöðugu rýmun á gróðri landsins? Vaknið, kœru landsmenn, landið hrópar á vœgð! þetta eðlOegir búskaparhættir. Væri ekki nær að hafa skepnurnar heima- við, þar sem þær hafa nóg að bíta, frekar en að láta þær sleikja gróður- vana mela úthagans? Er ekki gáfu- legra að fylgjast með hvernig skepn- unum líður heldur en að þurfa að grafa þær úr fonn upp um fiöO og firnindi eða hirða hræin af þeim við þjóðvegina? Og er ekki viðkunnan- legra að hafa féð heima við heldur en að beita því si og æ á annarra manna löhd öUum tU ama og leiðinda?" Ingigerður og hennar maður eru með skógrækt á jörð sinni sem þau þurfa að víggirða vegna ágangs bú- fiár nágrannanna. Gestur sem kom i heimsókn tO þeirra frá Nýja-Sjálandi var undrandi yfir því að þau þyrftu að girða, þar sem þau voru ekki með neitt fé. í Nýja-Sjálandi er aUt búfé í girðingum eins og hjá flestum sið- menntuöum þjóðum. Það er sorgleg staðreynd fyrir næstu kynslóðir að hér skuli enn þá stunduð rányrkja og nokkurs konar hjarðbúskapur sem stöðugt rýrir landgæðin. Getum við kvatt þessa tOveru með góðri samvisku án þess að stöðva þessa stöðugu rýrnun á gróðri lands- ins? Vaknið, kæru landsmenn, land- ið hrópar á vægð! Andanum halda engin bönd Dagfari fann fyrir íslendingnum í sér í gær þegar hann las það góða blað sem hann skrifar i. Baksíðufrétt greindi frá því að fanga á Litla-Hrauni hefði tekist að svikja margar miUjónir út úr grun- lausum samborgurum sinum meöan hann sat á bak við lás og slá. Maðurinn hefur hlotiö fjölda refsidóma en lætur sér samt ekki segjast og neitar að bæla niður glæpahneigð sína. Dagfara þykir þetta svo dásamlega ís- lenskt, en samt svo sammannlegt. Upp renna sögur af saufiándu aldar hetjunni Leónóru Kristínu sem sat heilan manns- aldur í þeim iUræmda Blátumi í Kaup- mannahöfn, skrifaði fangelsisdagbók og lagðist alltaf eitthvað tO í innUokuninni. Hún rakti upp náttkjólinn sinn og bjó tU úr honum listaverk. Hún gerði skúlptúra úr leir sem hafði borist inn i klefann fyrir misgán- ing. Hún skrifaði vísindalegar ritgerðir um flær, því af þeim var víst nóg í Bláturni og hún tamdi rottu sér tU dægrastyttingar. Sag- an af Leónóm Kristinu hefur aUtaf minnt Dagfara á það að anda manna halda engin bönd. Já, Dagfara var hugsað tU Leónóru sem lét Hvað er einfaldara en að hringja í banka og biðja um að peningar séu fœrðir yfir á reikn- inginn manns af reikningi annars sem hefur meira fé handa á milli? Einfalt, en samt eitur- snjallt! Þeim sem dettur þetta í hug hœfir ekk- ert minna en snillingsnafnbót. Það eiga allir að hafa jafnt, segir sósíalisminn. Þú sem átt tvo kyrtla, gefðu annan þeim sem engan á, sagði Lausnarinn. óblíð örlög aldrei buga sig þegar hann heyrði af íslenska athafnamanninum af Litla-Hrauni sem einnig sýndi í Qársvika- málinu að hann býr yfir umfangsmiklum leiðtogahæfileikum, þar eð hann hafði fimm menn i vinnu, sem ekki voru svo ólánssamir að vera læstir inni, og stjóm- aði þeim eins og herforingi. Hann sýndi einnig dásamlega frjótt hugarflug, sem birtist í tærum einfaldleika glæpanna. Hvað er einfaldara en að hringja í banka og biðja um að peningar séu færðir yfir á reikninginn manns af reikningi annars sem hefur meira fé handa á miUi? Einfalt, en samt eitursnjallt! Þeim sem dettur þetta í hug hæfir ekkert minna en snill- ingsnafnbót. Það eiga aUir að hafa jafnt, seg- ir sósíalisminn. Þú sem átt tvo kyrtla, gefðu annan þeim sem engan á, sagði Lausnarinn. Síðast en ekki síst hefur sá lægsti hinna lágu - frelsi sviptur glæpamaöur á Hraun- inu - sýnt okkur fram á að hinum íslenska athafnamanni halda engin bönd. Hið skap- andi starf verður ekki kæft í dýflissu. And- inn leitar aUtaf útgönguleiðar. ^ p . Umsjónarmenn Skotsilfurs Verðbréfaspáin utangátta. Er rýr í roðinu Kolbeinn hringdi: Mér finnst flármálaþátturinn Skot- silfur á Skjá einum, er byrjaði ágæt- lega, vera orðirrn rýr í roðinu. Nú hafa stjórnendur faUið frá þvi að spá um uppgang og faU hlutabréfa i hinum ýmsu fyrirtækjum íslenskum sem eru áberandi í viðskiptalífinu. Þýðir þetta e.t.v. það að þeir í þættinum þora ekki að spá, hafi verið bannað að spá, eða þá að hlutabréf í íslenskum fyrirtækj- um eru hreinlega orðin verðlaus? Spyr sá sem ekki veit. Þetta er þó eini við- skiptaþátturinn i íslensku ljósvaka- miðlunum. Hann ætti að geta og ætti að þora að standa sjálfstæður, hvað sem Uða kann kvörtunum einhverrra í viðskiptalífinu. Vatnsmýrin Bergur skrifar: Furðulegt er hvernig borgarstjóri rétflætir það að vUja loka Reykjavikur- flugveUi. Hún sagði í viötali í SOfri Eg- Us að eina vaxtarsvæði landsins væri á suðvesturhorninu og því þyrfti aö byggja íbúðir og atvinnuhúsnæði í Vatnsmýrinni. Hún sagði að þannig styrktist höfuðborgin og gæti keppt við erlendar borgir og þjónað landsbyggð- inni betur. Þarna snýr borgarstjóri vita- skuld hlutunum við. Með því að loka ReykjavikurflugveUi er hún að loka á landsbyggðina, ekki styrkja hana. En það er rétt hjá borgarstjóranum að við lokun ílugvaUarins verður suðvestur- hornið endanlega eina vaxtarsvæði landsins. Þá veitir víst ekki af íbúðar- húsnæði í Vatnsmýrinni og víðar fyrir allt landsbyggðarfólkið sem flykkist suður tU að styrkja borgina í „alþjóð- legu samkeppninni". - Trúir einhver annar en borgarstjóri þessari vifleysu? Hvar er Össur? Haraldur Haraldsson skrifar: Nú um stundir hef- ur nokkur titringur gripið um sig innan stjórnarandstöðunnar vegna ýmissa mála sem jafnvel stjórnar- andstaðan sjálf hefur haft forgöngu um á eigin spýtur. Ég nefni sem dæmi umræðuna um yfirvinnubann lögreglunnar (eða ekki yfirvinnubann) og spannst út af fikniefnaleit í skipi i Vestmannaeyjum og einn þingmaður Suðurlands opnaði á eigin spýtur að því er virðist. Einnig hefur nafn Björns Bjarnasonar ráð- herra vegna hugsanlegs framboðs tO borgarstjómar farið í taugarnar á stjómarandstöðunni. Margir hafa ver- ið á mælendaskrá í þingi og í fiölmiðl- um. En fjarvera Össurar Skarphéðins- sonar, formanns Samfylkingarinnar, hefur stungið í augu margra. Hvar hef- ur Össur verið? Ótrúveröugar alþingiskonur Hrönn skrifar: í þættinum MOli himins og jarðar sem tOeinkaður var Krabbameinsfélag- inu var margt ágætis dagskrárliða. Þar á meðal komu nokkrar þingkonur og sungu „þverpólitískt" um þingmál sem orðið hafa hitamál á þingi. Þarna gerðu þær aOar grín að þessum málum og nú var ekki ósamlyndið á boðstól- um! Mér finnst svona gjömingur af- skaplega ótrúverðugur og þingkonur þessar sýna að ekkert er að marka raus þeirra á Alþingi. Þær hita bara upp á þingi tO að halda uppi „flokkspólitískum dampi“. Ossur Skarp- héðinsson Fjarvera hans í umræöum vekur athygii. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11. 105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.