Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 ^Tilvera DV i i ! j Almost Famous: Alice (Meg Ryan) og Terry (Russell Crowe) lenda í átökum viö skæruliöa í Suöur-Ameríku. Crouching Tiger, Hidden Dragon ickirk Frábær kvikmynd. Það er eins og listin hafi loksins ratað aftur heim i fjölleikahúsið. Maður situr í sætinu sínu og er borinn gegnum ævintýrið, undr- ^mdi og þakklátur eins og barn. En niyndin er líka svolítið skrýtin. Leikar- arnir eru allir með sama íbyggna svip- inn og bera fram textann eins og þeir séu að lesa hann af blaði - og örugglega á einhverri mállýsku sem þeim er ekki eiginleg. En við hérna uppi á íslandi segjum bravó og tökum það sem hluta af ævintýrinu. -GSE Billy Elliot ■kirkk Billy Elliot er hefðbundin hetju- saga um dreng sem yfírvinnur bælingu samfélagsins og beitir ræktun hæfileika sinna til sjálfsköpunar. Þessi saga hefur verið sögð þúsund sinnum áður og er » ekki annaö hægt en dást aö hversu vel ■*þessi hetjusaga er sögð í Billy Elliot. Myndin er frumraun leikhúsmannsins Stephen Daldry í bíó. Hann skilar frá sér fágaðri persónusköpun, ágengu raunsæi, áreynslulausum skiptingum milli frásagnaraðferða og einhvers kon- ar líkamlegri nálgun í dansatriöum. Jamie Bell fer glæsilega meö hlutverk Billys. -GSE O Brother Where Art Thou ★★★ Sérlega fjörug kvikmynd frá Coen-bræðrum sem krydduð er með sér- lega skemmtilegri kántrítónlist. Úr mik- illi samsuðu ólíkra atriða hafa þeir bræður náð að gera heilsteypta kvik- mynd sem verður þó ekki talin með þeirra bestu verkum, aðallega vegna þess hversu stundum hægir á atburða- rásinni. Myndin stendur þó vel undir "•■þeim gæðastimpli sem er á öllum þeirra kvikmyndum og satt best að segja væri bandarísk kvikmyndagerð illa stödd í dag ef ekki væri fyrir fijóa kvikmynda- gerðarmenn á borð við Joel og Ethan Coen. -HK Hannibal krkk Myndin sem allir biðu eftir er 'ekki sama meistaraverkið og Lömbin þagna en er i hópi betri sakamála- mynda. Ridley Scott skilar af sér mynd sem er stórfengleg í myndrænum skiln- ingi og með óhugnanlegum og sjokker- andi atriðum sem virka verr á áhorf- ^andann heldur en sams konar atriði í fyrri myndinni. Gæði myndarinnar eru ekki síst vegna frammistöðu Anthony Hopkins sem fer í gegnum hvert atriðið af fmleika og krafti sem aðeins er á færi stórleikara. -HK Proof of Live, sem frumsýnd verður á morgun í Sam-bíóunum, Háskóla- bíói, Nýja bíói í Keflavík og Nýja bíói, Akureyri, hefur mikið verið í umræð- unni undanfarna mánuði og það löngu áður en hún var frumsýnd. Það var ekki vegna þess að framleiðendur væru að auglýsa myndina heldur var það vegna þess að stjörnur myndar- innar, Meg Ryan og Russell Crowe, áttu í ástarsambandi sem orsakaði skilnað á milli Meg Ryan og Dennis Quaid. Myndin auglýsti sig því næst- um sjálf, svo er það bara spurningin hvort þessi auglýsing hjálpaði mynd- inni. Leikstjórinn Taylor Hackford segir að samband leikaranna hafi bitnaö á myndinni. Hvað um það, þessi umtalaöa kvikmynd er komin til landsins og nú geta bíógestir séð hvort það gneistar á milli Ryan og Crowe. í Proof of Life segir frá bandarísk- um verkfræðingi, Peter Bowman (David Morse), sem starfar í Suður- Ameríku. Honum er rænt af skæru- liðum sem krefjast þriggja milljóna dollara í lausnarfé. Þegar vinnuveit- endur hans neita að greiða þessa upphæð neyðist eiginkona hans Eva (Meg Ryan) til að taka málið í sinar hendur. Hún nær sambandi við þekkt- an „samningamann" og málaliða, Terry Thorpe (Russell Crowe), og fær hann til að taka að sér björgun eigin- mannsins. Fær Thorpe til liðs við sig harðsvíraða sveit sem vinur hans Dino (David Caruso) fer fyrir og er nú haldið í hættulegan leiðangur tU að frelsa Peter. Taylor Hackford er reyndur leik- stjóri sem gerði sina fyrstu kvikmynd 1978. Það var með An OfFicer and a Gentleman árið 1982 sem hann náði at- hygli kvikmyndaheimsins. Hackford er ekki afkastamikill, hefur gert ellefu kvikmyndir á 22 árum. -HK Meg Ryan og Russell Crowe Samband þeirra meöan á tökum stóö geröi þaö aö verkum aö Meg Ryan sótti um skilnaö frá eiginmanni sínum Dennis Quaid. Reynslusaga ungs blaðamanns Penny Lane Kate Hudson er tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Almost Famous. Proof of Live: Mannrán í Suð- ur-Ameríku 9~Cið vinsœCa fermingar6Cað fyCgir <D(V miðviífydaginn 21. mars Þetta blað hefur þótt nauðsynlegt upplýsinga- og innkaupablað fyrir alla þá sem eru að undirbúa fermingu og eru í leit að fermingargjöfum. a 4 o ■ Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550-5720, netfang: srm@ff.is, fyrir 15. mars svo unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. Patrick Fugit leikur hinn fimmtán ára gamla blaöamann sem sendur er út af örkinni til aö skrifa um vinsæla hljómsveit. Stjömubíó frumsýnir á morgun Almost Famous en hún á eftir að koma eitthvað við sögu þegar óskarsverðlaunin verða afhent þar sem hún er tilnefnd til femra ósk- arsverðlauna. Meðal annars eru tvær leikkonur, Kate Hudson og Frances McDormant, tilnefndar sem bestu leikkonur í aukahlutverki. Þá má geta þess að hún fékk Golden Globe- verðlaunin fyrir stuttu sem besta gaman- og tónlistarmyndin. Almost Famous kemur úr smiðju Cameron Crowes sem síð- ast leikstýrði Jerry Maguire. Sagan sem sögð er í mynd- inni gerist árið 1973 þegar rokkið var enn tónlistin sem ungt fólk hlust- aði á og fann hetjur sínar í. Diskóbylgj- an er þó rétt handan við hom- ið. William Mill- er (Patrick Fugit) v er 15 ára og afar hæfileikaríkur penni. Tónlist er hans líf og yndi. Greinar hans í óháðu tónlistartímariti vekja athygli ritstjóra Rolling Stone. Hans fyrsta yerkefni er að skrifa um rokkhljómsveit- ina Stillwater. f fyrstu er ekkert of auðvelt að komast í innsta hring hljómsveitarinnar. Aðalsöngvarinn, Russell Hammond, bjargar honum og tekur hann upp á sína arma. Miller kemst baksviðs og kynnist einum aðdáanda hljómsveitarinnar, Penny Lane (Kate Hudson). Hann hrifst af henni en lika af tónlist hljómsveitarinnar. Mill- er fær síðan að ferðast með hljómsveitinni vítt og breitt um Bandaríkin. Við fylgjumst með hljómleikahaldi sveit- arinnar, sem og lífmu baksviðs. Miller þroskast mikið og kynnist litriku fólki sem hefur mikil áhrif á hann. Hann verður æ hrifnari af Penny og því verða sárindin mikil þegar hann kemst að því að hún er í ástarsambandi við Russell. Cameron Crowe byggir mynd sína á eigin reynslu en hann hóf störf sem blaðamaður fimmtán ára gamall. Þeg- ar hann var tuttugu og tveggja ára skrifaði hann bókina Fast Times at Ridgemont High sem kvikmynd var gerð eftir. Ekki fékk hann að leikstýra þeirri mynd en mynd eftir næsta handriti sem hann skrifaði, Say Anything, fékk hann að leikstýra. Þetta var 1989. Næst gerði hann Singles og þriðja kvikmynd hans var svo Jerry Maguire. Inn á milli hefur Crowe stundað skriftir, gefið út bækur og skrifað i blöð. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.