Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 29 DV Tilvera r í síðasta mánuði hélt hópur áhugafólks um skólamál í ferð til Indlands í heimsókn til City Montessori School í borginni Lucknow. Einn ferðalanganna var Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavlk og núver- andi umboðsmaður foreldra og skóla á Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur. Dvölin stóð rúma viku og var dag- skráin stíf allan tímann. Fyrsta dag- inn dvaldi hópurinn í Delhi en hélt um kvöldið til Lucknow þar sem hann dvaldi tæpa viku. Á heimleið- inni var komið við í Agra þar sem Taj Mahal hofið var skoðað og svo haldið aftur til Delhi þar sem dvalið var einn dag fyrir heimferðina. Hópurinn fór á eigin vegum og fékk höfðinglegar móttökur á Indlandi en forsvarsmenn City Montessori School skipulögðu fyrir hann alla dvölina. Siövit, bókvit og verkvit Áslaug var í upphafi beðin að segja örlítið frá City Montessori skólunum í Lucknow. „Þetta eru í raun 16 skólar undir sömu stjóm - þó er vissulega skólastjóri við hvern skóla,“ segir Áslaug, „og nemend- umir eru úm 24.000 alls.“ Skólarnir eru ekki allir eins en reknir sam- kvæmt sömu skólastefnunni, Montessori-stefnunni sem ættuð er frá Ítalíu. „Lögð er sérstök áhersla á ákveðna þætti, siðfræðileg gildi, al- þjóðlega sýn, að hver nemandi vinni frábærlega vel og einnig er lögð áhersla á framsögn." Áslaug segist hafa farið víða og skoðað skóla, um Bandaríkin, Mið- Ameríku, Kína og Evrópu. „Þarna á Indlandi var eitthvað sérstakt sem heillaði mig algerlega. Maður skynj- aði mjög sterkt hvað bömin eru ánægð að fá að vera í skóla.“ í City Montessori skólanum er lögð áhersla á aðhver einstaklingur þarf að fá þjálfun í siðviti, bókviti og verkviti. „Þeir byija á siðvitinu og leggja áherslu á að börnin verði góð og fróð. En ræktunin á mann- eskjunni er númer eitt.“ Vellíðan grundvöllur að þroska Skólinn er sex daga vikunnar og á hverjum degi er klukkutímalangt próf í einni grein og ef einhverju er ábótavant hjá nemanda er strax far- ið að skoða málið. Eftir skólatíma er boðið upp á hjálp fyrir þá sem þess þurfa en hinir geta fengið aukaverk- efni. Við Taj Mahal Áslaug Brynjólfsdóttir fór ásamt hópi áhugamanna um skólamál til Indlands. Hópurinn kom viö í Agra á heimleiöinni og skoöaöi ástarhofiö heimsþekkta. Heimsókn til City Montessori skólanna á Indlandi: Góð og fróð börn Samstarf við foreldra er einstak- lega markvisst. Kennarar fara bæði heim og ræða við nemendur og for- eldra og foreldrar koma einnig í skólann, bæði þegar sérstakir við- burðir og hátíðahöld eru og eins til almenns samstarfs. Hver skóladagur í City Montess- ori skólanum hefst á því að nemend- ur koma saman á sal. Nemendurnir stýra sjálfir þessum athöfnum en þar er meðal annars farið með skólaeið og sungið. City Montessori skólarnir eru fyr- ir böm frá þriggja ára aldri allt til loka framhaldsskólans. Áslaug segir gleði hafa einkennt bæði börnin og unglingana. „Þau voru eitthvað svo sæl og ég held að við verðum að gera okkur grein fyrir því að til þess að bömin læri og þroskist þá þurfa þessir þættir að vera í lagi. Vellíðan er grundvöllur að öllu öðru. City Montessori School er einka- skóli og Áslaug bendir á að nemend- ur hans sýni ekki þverskurð af ind- verskum börnum og unglingum. Þó Morgunstund í skólanum Hér sést hópur nemenda fara meö skóiaeiö í morgunstund í City Montessori skótanum. er ekki nema hluti nemendanna sem greiðir full skólagjöld, aðrir greiða minna og allt niður í ekki neitt. Ef hins vegar komið er í lítil og fátæk þorp sjást skólar með allt öðruvísi yfirbragði. „Þar sátu böm- in í grasinu með bækurnar í fang- inu en þau voru samt alsæl að fá að læra." Samfélagið á Indlandi og íslandi er afar ólíkt og skólar þessara landa einnig en alls staðar má læra eitt- hvað og eins og Áslaug segir: „Það víkkar sjóndeildarhringinn afar mikið að koma til svona framandi landa.“ -ss A leiö í skólann Hér er ungur nemandi aö koma í skólann á rikksjó sem er dæmigert indverskt farartæki. Dag einn mun ég breyta heiminum Þessi mynd af skólalóö sýnir vel hina aiþjóölegu sýn sem er í fýrirrúmi í City Montessori skóiunum. Kennslustund í garöinum Hér er hópur yngstu nemendanna í kennslustund. Allir nemendur skólans klæöast skólaþúningi. Bætur vegna nektarmyndar Fyrirsætan og söngkonan Sabrina Setlur, ný kærasta Boris Beckers, krefst um 40 milljóna íslenskra króna í bætur frá þýska vikublaðinu Max. Sabrina sat nakin fyrir hjá ljósmynd- ara blaðsins árið 1999 en hún iðraðist og bannaði birtingu myndanna. Nú hefur blaðið samt birt myndirnar á mörgum síðum og boðið Sabrinu 750 þúsund krónur fyrir. Hún afþakkaði öskureið og krefst í staðinn skaða- bóta. Sabrina er ekki sátt við að leyndarmál fortíðarinnar skjóti upp kollinum. Britney langar að hanna föt Poppprinsessan Britney Spears, sem klæðir sig úr flestum fotunum á nýja myndbandinu sínu, vill nú sýna öðrum hvemig þeir eiga að klæða sig. Poppprinsessuna dreymir nefnilega um að komast inn í tískubransann. Hún er ekki búin að ákveða hvenær hún ætlar að setjast við teikniborðið. Reyndar em skiptar skoðanir um^ fatasmekk söngkonunnar ungu. Árið 2000 var hún bæði kjörin best klædda stjarnan og sú verst klædda. Eitt þyk- ir víst og það er að fötin sem hún á ef til vill eftir að hanna verða svolítið öðruvísi eins og sagt er. Ongþveiti 1 vöruhúsi öngþveiti skapaðist á vömhúsinu Áhlens í Stokkhólmi þegar söngvar- inn Ricky Martins kom þangað til að árita plötur í vikunni. Um 1200 aðdá- endur, flestir ungar stúlkur, höfðu safnast saman í vöruhúsinu til að sjá átrúnaðargoð sitt. Heitt var og þröngt V og þurftu verðir að lyfta stúlkum upp sem höfðu næstum troðist undir. Sjúkrabílar vora kallaðir á vettvang og þyrla meö lækni en ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús. Ró komst á um stund þegar söngvarinn hótaði að yfirgefa svæðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.