Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001
5
DV
Fréttir
Ofbeldisbrotum gagnvart lögreglu fjölgar:
Allt að 6 ára fangelsi
fyrir árás á lögregluþjón
- samkvæmt lögum, sektir fyrir minni háttar árásir
Unglingurinn sem sparkaði í
höfuð lögreglumanns að störfum í
Grafarvogi um síðustu helgi var
sá 17.1 röð þeirra manna sem ráð-
ist hafa á lögreglumenn að störf-
um í Reykjavík síðan í september.
Þá eru ótaldar þær árásir sem lög-
reglumenn utan Reykjavíkur hafa
orðið fyrir á þessu tímabili.
„Við erum farnir að taka þetta
mun fastari tökum en áður, við
viljum gefa mjög skýr skilaboð
um að þetta er hlutur sem við líð-
um bara hreinlega ekki,“ sagði
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík. „Við sættum
okkur ekki við svona framkomu."
Skömmu eftir miðnætti aðfara-
nótt sunnudags var lögreglunni
tilkynnt um sex unga menn sem
voru að brjóta rúður við Folda-
skóla. Skömmu síðar var tilkynnt
um að mennirnir sex hefðu ráðist
með höggum og spörkum á tvo
menn sem reyndu að hindra sex-
menningana í að stela úr bíl.
Lögreglan mætti á staðinn og
var lögreglumaðurinn að hand-
taka einn sexmenninganna þegar
félagi hans réðst að lögreglumann-
inum og sparkaði í andlit hans.
Talið er að unglingurinn hafi ver-
ið klæddur í skó með stáltá. Lög-
reglumaðurinn hruflaðist í andliti
og fékk heilahristing. Hann var
fluttur á sjúkrahús og er búist við
því að hann gangist undir frekari
höfuðrannsóknir í þessari viku.
Árásarmaðurinn ætlaði að
forða sér á hlaupum en féll fram
af háum kanti og fótbrotnaði og
var hann einnig fluttur á sjúkra-
hús. Pilturinn hefur verið kærð-
ur.
Færist í aukana
Árás á lögreglumann að störfmn
fellur undir 106. grein hegningar-
laga. Refsing getur varðað allt að
sex ára fangelsi, en sektaö er fyrir
Logreglumenn ao storfum
Lögreglan í Reykjavík er farin aö taka harðar á því ofbeldi sem starfsmenn
hennar veröa fyrir í starfi sínu en árásir á lögregluþjóna hafa færst í aukana.
Síöan í september hefur 17 sinnum veriö ráöist á lögreglumenn að störfum
innan Reykjavíkur.
minni háttar líkamsárásir á lög-
reglumenn. Geir Jón sagði árásir á
lögreglumenn hafa verið að færast
í vöxt, og þá sérstaklega í vetur.
„Það voru nokkuð mörg tilfelli i
haust og það sem af er árinu sem
gerir það að verkum að við erum
afar óhressir með þetta,“ sagði
Geir Jón. Hann sagðist ekki vita af
hverju þessi aukning stafaði en
taldi virðingarleysi sitja hátt á
listanum.
„Þetta er ákveðið virðingarleysi
og skeytingarleysi, og fruntaleg
framkoma. Oftast er fólk undir
áhrifum vímuefna eða áfengis og
verður þá harkalegra í viðbrögð-
um,“ sagði Geir Jón. „Við lítum al-
varlegast á það þegar fólk, sem
ekki er beinlínis aðili að hand-
töku, fer að skipta sér af því hvað
lögreglan er að gera, eins og í
þessu tilviki."
-SMK
Steypuvinna a Akureyri
Veðrið hefur leikið viö menn þessa marsdaga. Byggingarmenn á Akureyri
notuðu tækifæriö til steypuvinnu.
Eigendur sjavar-
jarða undirbúa
stofnun sam-
taka
Á undanförnum árum hefur
mikil umræða átt sér stað um
kvótakerfi í sjávarútvegi og þá
mismunun og óréttlæti sem ýms-
um finnst það hafa í for með sér.
Með núverandi fiskveiðistjórnun-
arkerfi eru ekki leyfðar veiðar á
t.d. þorski og hrognkelsum nema
viðkomandi hafl tilskilin leyfi, þó
er leyfilegt að veiða sér til eigin
nota. Frá sjávarjörðum um allt
land var löngum sótt björg í bú
með því að róa til fískjar, ekki ein-
ungis til heimanota heldur til
tekjuöflunar. Útræði frá sjávar-
jörðum var víða undirstaða byggð-
ar og búsetu. Þegar núverandi lög
og reglur um stjóm fiskveiða voru
settar voru sjávarjarðir allt í
kringum landið sviptar þeim eign-
arréttarbundnu atvinnuréttindum
að stunda fískveiðar frá jörðunum
í atvinnuskyni. Svo langt var geng-
ið að kvótabundnar tegundir má
í maí
heldur ekki veiða innan netlaga í
eigin landi í atvinnuskyni.
Bent hefur verið á að þegar rétt-
urinn til veiða var tekinn frá sjávar-
jörðunum komu engar bætur fyrir,
þ.e. lögum um eignarnám var ekki
beitt. Því líta eigendur eða ábúend-
ur sjávarjarða svo á að þeir hafi að-
eins tímabundið verið sviptir þess-
um rétti og að hann beri að endur-
heimta. Búnaðarþing 1999 ályktaði í
þessu máli á þann veg að „leita
leiða til að fá útræðisrétt strand-
jarða virtan á ný og staðfestan í
fiskveiðilögum." Nýlega hittist hóp-
ur áhugamanna um þetta mál, kaus
fjögurra manna nefnd til að undir-
búa og boða til stofnfundar samtaka
sjávarréttareigenda og er að þvi
stefnt að það gerist í maí á þessu
ári. Þá verður verkefni nefndarinn-
ar að vinna skrá yfir þær tæplega
1100 jarðir sem eru með útræði hér-
lendis. -gg