Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001
Fréttir
X>V
Könnun DV um hlut borgarinnar í ákvörðunum ríkisins:
58% segja borgina
ekki vera út undan
mmrnwsK.
Má ekki skjóta álftir
Ráðgjafanefnd um
villt dýr hefur svarað
erindi umhverfis-
ráðuneytisins vegna
beiðni Halldórs Run-
ólfssonar yflrdýra-
læknis um að láta
veiða tíu álftir til að
kanna hvort þær beri
hugsanlega með sér gin- og klaufa-
veikismit. Nefndin mælir gegn því að
leyfið verði veitt. - RÚV greindi frá.
- meirihluti kjósenda allra flokka á svipaðri skoðun
Samkvæmt nýrri könnun DV, þá
líta Reykvikingar ekki svo á að höf-
uðborgin sé afskipt i ákvörðunum
ríkisins. Kemur það nokkuð á óvart
í ljósi umræðu undanfarinna miss-
era um að hagsmunum Reykvíkinga
sé ekki nægilega gætt á Alþingi Is-
lendinga, ekki síst með tilliti til
framkvæmda í vegagerð. Um þau
mál hefur t.d. verið tekist á í þing-
inu og á tíðum komið til snarpra
orðaskipta einnig utan þings, meðal
annars á milli borgarstjóra og sam-
gönguráðherra.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns í Reykjavík og var því skipt
jafnt á milli kynja. Spurt var: Er
Reykjavík höfð út undan í ákvörð-
unum ríkisins? Mjög góð svörun var
við þessari spurningu og tóku 522 af-
stöðu til hennar, eða 87%. Þeir sem
voru óákveðnir eða vildu ekki svara
reyndust vera 78, eða 13%.
58% teija borgina ekki
afskipta
Þegar aðeins er litið til þeirra sem
afstöðu tóku þá svöruðu 42% því ját-
andi að Reykjavík væri höfð út und-
an í ákvörðunum ríkisins. Hins veg-
ar töldu 58% að Reykjavík væri ekki
afskipt í ákvörðunum ríkisins.
Af heildarúrtakinu svörðuðu
36,5% því játandi að Reykjavík væri
Þeir sem tóku afstöðu Er Reykjavík höfð út undan í ákvörðunum ríkisins?
Já 42% 5 Allt úrtakið
Nei 58% 13% iá óákveðnir/ " svara ekki 36,5%
■ Nei xf 50,5% Ipr fí SKOBANAK0NNUN
höfð út undan en 50,5% svöruðu því
neitandi. Óákveðnir I heildarúrtak-
inu reyndust vera 8% en 5% vildu
ekki svara spumingunni.
Kjósendur allra flokka
samstiga
Ef skoðaður er hugur þeirra kjós-
enda stjórnmálaflokkanna sem af-
stöðu tóku til spurningarinnar er
meirihluti ósammála þeirri fullyrð-
ingu að Reykjavík sé höfð út undan
í ákvörðunum ríkisins. í greiningu á
milli einstakra flokka kemur í ljós
að 45,9% kjósenda B-lista Framsókn-
arflokks svara því játandi að Reykja-
vik sé höfð út undan en 52,1% er því
ósammála. Af kjósendum D-lista
Sjálfstæðisflokks svara 36,2% því
játandi að Reykjavík sé afskipt en
63,8% neita því að svo sé. Hjá kjós-
endum F-lista Frjálslynda flokksins
svara 42,9% því játandi að Reykja-
vík sé höfð út undan í ákvörðunum
ríkisins en 57,1% svarar því neit-
andi. Af kjósendum S-lista Samfylk-
ingarinnar svara 49% því játandi að
Reykjavík sé afskipt en 51% er því
ósammála. Hjá kjósendum U-lista
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs svara 43,8% því játandi að
Reykjavík sé höfð út undan en 56,2%
svara því hins vegar neitandi.
-HKr.
Frjókorn eða
fíkniefni?
Tveir menn hafa í Héraðsdómi
Norðurlands eystra verið dæmd-
ir til greiðslu sektar fyrir um-
ferðar- og fíkniefnabrot, auk þess
sem annar var sviptur ökuleyfi.
Þá gerir ríkissjóður upptæk 84,75
grömm af hassi sem tengdust
málinu. Annar maðurinn var
dæmdur til að greiða 110.000
króna sekt en hinn fékk sekt upp
á 160.000.
Ákærur voru margvíslegar og
fólust m.a. í vímuefnaakstri, gá-
leysislegu akreinasvigi, ein-
stefnuakstursbrotum, brotum við
framúrakstur, ofsaakstri og
vörslu fyrrnefnds fíkniefnis.
Efnið höfðu mennirnir keypt í
Reykjavík en voru handteknir á
hringveginum á leið til Akureyr-
ar, við gatnamót Ólafsfjarðarveg-
ar, og höfðu þá kastað megin-
hluta af hassinu út úr bifreiöinni
þegar þeir urðu varir við lögregl-
una.
Þegar annar mannanna var
stöðvaður í öðru tilviki og grun-
aður um akstur undir áhrifum
fíkniefna gaf hann þá skýringu á
útliti sínu að hann hefði þjáðst af
frjókornaofnæmi og verið slæm-
ur af þeim kvilla í umrætt sinn.
Framangreindir lögreglumenn,
sem komu að því máli, sögðu
hins vegar að ákærði hefði verið
með sterk vímuefnaeinkenni,
augasteinar hans hefðu verið út-
víðir og augun vot. Þá hefði
ákærði skolfið eins og hrísla,
þrátt fyrir að hann sæti inni í
bifreiðinni.
Læknir var kallaður til fyrir
dómi og staðfesti að ákærði væri
með frjókornaofnæmi en þegar
lýsing lögreglu á útliti ákæröa
við handtökuna var borin undir
lækninn taldi hann að hún ætti
ekki við afleiðingar af frjókorna-
ofnæmi.
Mennirnir hafa áður komið við
sögu lögreglu.
-bþ
Lögreglumaðurinn sem ráðist var á við skyldustörf í Grafarvogi um helgina:
Riðar enn eftir höf-
uðspark 15 ára pilts
Jón Gunnar Þórhallsson lögreglumaöur.
Árásarmaöurinn tók tilhlaup og sparkaði í höfuð hans.
„Ég er slappur og með riðu í
höfðinu eftir sparkið. Þegar ég
geng riða ég til, enda fékk ég öfl-
ugan heilahristing. Skór árás-
armannsins voru með mjög
haröri tá, eins og stáltá á stórum
klossum,“ sagði Jón Gunnar Þór-
hallsson lögreglumaður sem 15
ára piltur sparkaði harkalega f er
hann var við störf í Grafarvogi
aðfaranótt sunnudagsins. Vart
var mínúta liðin frá sparkinu
þegar árásarmaðurinn hafði sjálf-
ur hlotið Ijótt og opið fótbrot er
hann var á flótta.
Jón Gunnar segir aö árásir á
lögreglumenn séu greinilega að
aukast - ekki síst hjá ungu fólki.
Stuttu eftir að 4 rúður voru
brotnar í Foldaskóla eftir mið-
nætti á laugardagskvöldið var
lögreglu tilkynnt um 5-6 ung-
menni sem væru að reyna að
komast inn i bíl við Reykjafold.
Þegar ungmennin voru að tína
muni út úr bílnum hafði tilkynn-
Lögreglan lítur máliö alvarlegum
augum.
andi afskipti af
þeim sem end-
uðu með því að
hann tók einn
pilt taki. Veitt-
ist þá hópurinn
að tilkynnand-
anum, m.a. með
spörkum í læri
og hnefahögg í
andlit sem end-
aði með glóðar-
auga. Leituðu
Jón Gunnar lög-
reglumaður og
félagi hans þá
að hópnum í
hverfinu og
fundu ungmenn-
in við Fjall-
konuveg.
„Við stigum
út úr bílnum og
fórum að ræöa
við krakkana.
Tveir piltanna
brúkuðu sér-
staklega munn
og ég hugðist
leiða annan
þeirra frá hópnum til að ræða við
hann. Pilturinn brást hinn versti
við og þetta endaði með átökum
við hann og annan pilt. Hinir
hlupu í burtu og félagi minn á eft-
ir. Ég náði að snúa annan pilt-
anna niöur. Þegar ég sat klofvega
yfir honum og var að reyna að
koma á hann járnum kom félagi
hans að mér á ferö. Er ég leit upp
sá ég hann nálgast og fékk fót
hans mjög harkalega i höfuðið,
rétt fyrir ofan auga. Gleraugun
mín böggluðust öll saman og ég
vankaöist mjög. Það sem bjargaði
þessu var að mér barst aðstoð
þriggja stráka sem komu og ýttu
piltinum frá er þeir sáu hvaö
hann hafði gert. Pilturinn hljóp á
brott en aðstoðarmennirnir fóru
á eftir honum. Það leiddi til þess
að hann hljóp fram af eins og
hálfs metra háum bakka við
Fjölnisvöllinn og fótbrotnaði -
hlaut opið brot. Á meðan náði ég
að handjárna félaga hans,“ sagði
Jón Gunnar.
Hann var á sjöundu klukku-
stund á sjúkrahúsi þar sem hlúð
var að honum eftir sparkið. Sjá
nánar um árásir á lögreglumenn
á bls. 5. -Ótt
Próf í HÍ í hættu?
Hugsast getur að próf í Háskóla ís-
lands fari úr skorðum ef ekki nást
samningar í kjaradeilu kennara við
Háskólann. Félag háskólakennara hef-
ur ákveðið að láta fara fram atkvæða-
greiðslu um hvort boða skuli til
tveggja vikna verkfalls í maí eða á
þeim tíma sem próf standa yfir. - RÚV
greindi frá.
Hjólreiðar bannaðar
Bannað verður að hjóla með fram
Reykjanesbraut eftir að hún verður
tvöfólduð enda verður gert ráð fyrir 110
kílómetra hámarkshraða á klukku-
stund. Félagar í Fjallahjólaklúbbnum
krefjast viðeigandi ráðstafana og vilja
hjólastíg með fram brautinni.
Sjómenn kærðir
Vélstjórafélag íslands ætlar að kæra
þá sem fóru á sjó fyrir miðnætti á
mánudagskvöldið. Félagið telur að lög-
in um frestun sjómannaverkfalls hafi
ekki tekið gildi fyrr en eftir þann tíma.
Þeir sem fóru á sjó fyrir miðnætti hafi
framið verkfallsbrot.
Rýmkaðar heimildir
...Mto----- Námsfólk sem býr
á heimavistum eða í
y| herbergjum án eld-
» ' húss á stúdentagörð-
-4í um öölast rétt til
húsaleigubóta sam-
R kvæmt frumvarpi tii
H breytinga á lögum
um húsaleigubætur
sem Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra kynnti á ríkisstjómarfundi í
morgun.
Ný bæjarstjórn
Nýr bæjarstjórnarmeirihluti var
myndaður í gær í Grindavík en í síð-
ustu viku slitnaði upp úr meirihluta-
samstarfi Framsóknarflokks og Sam-
fylkingarinnar. Framsókn myndar nú
meirihluta með Sjálfstæðismönnum.
Eftirlitsmyndavélar
Jóhann R. Benedikstsson, sýslumað-
ur á Keflavíkurflugvelli, segir vera til
skoðunar að setja upp eftirlitsmynda-
kerfi í Leifsstöð sem gefur merki ef eft-
irlýst fólk ber fyrir augu myndavél-
anna. Ekki verði slakað á öryggiseftir-
liti með afnámi vegabréfaeftirlits við
þátttöku íslands í Schengen-samstarfi.
- Mbl. greindi frá.
Gífurlegur viðskiptahalli
0Samkvæmt nýrri
þjóðhagsspá sem
kynnt var klukkan
fjögur í gær er áfram
gert ráð fyrir gífur-
legiun viðskiptahalla
á árinu 2001, halla
sem nemur um 70
milljörðum króna
eða um 10% af landsframleiðslunni.
Þjóðhagsstofnun reiknar ekki með
hjöðnun verðbólgu á þessu ári.
Haldið til haga
Félag hrossabænda var í grein 19.
mars sagt hafa rekstrartekjur úr
úflutnings- og markaðssjóð. Hið rétta
er að félagið fékk styrki úr sjóðnum.
Vegna slakrar fjárhagsstöðu sjóðsins
eru uppi hugmyndir um að styrkja
sjóðinn með hækkun gjalda af hverju
útfluttu hrossi úr 6.800 krónum í 10.000
krónur. Félag hrossabænda telur nú
1.800 félagsmenn. -HKr.