Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001
9
DV
Fréttir
Filmaöir í bak og fyrir
Gestirnir frá Lapplandi vöktu mikia athygli eystra og hér er sjónvarpið komið með annan þeirra
í mynd ásamt austfirsku hreindýri.
Fljótsdalshérað:
Tveir Samar komnir
vegna tamningar
hreindýra
- Jökuldalur hentar vel til hjarðmennsku með hreindýr
DV-MYNDIR SKÚLI MAGNÚSSON.
Hreindýrabændur.
Hér eru sænsku Samarnir tveir, gestir áhugasamra hreindýramanna eystra,
ásamt hreindýrabændum framtíðarinnar.
DV. EGILSSTODUM:___________________
Komnir eru á Fljótsdalshérað
tveir sænskir Samar til skrafs og
ráðagerða um tamningu íslenskra
hreindýra og hugsanlega hjarð-
mennsku með hreindýr. Þetta eru
þeir Tord Labba og Tomas Páve.
Tord er frá Övre Soppero þar sem
hann er með um hundrað hreindýr
nú en hann stefnir að því að fjölga
þeim í um íjögur hundruð. Með
þann fjölda dýra má komast vel af
ásamt með ýmissi ferðaþjónustu og
veiðum. Tomas býr á Lanavara og
vinnur við allt sem að hreindýrum
kemur. Ekki gátu þeir félagar við-
haft sýnikennslu í tamningu á kún-
um að þessu sinni því ekki var hægt
að koma með til landsins viðeigandi
búnað til tamninga vegna gin- og
klaufaveikifaraldursins.
Báðir hafa þessir viðkunnanlegu
Samar snúist í kringum hreindýr
frá blautu bamsbeini og eru öllum
hnútum kunnugir hvað dýrin varö-
ar. Á heimaslóðum þeirra fer ferða-
þjónusta vaxandi ár frá ári og eru
alls konar uppákomur með hrein-
dýr stór liður í afþreyingu ferða-
manna þar. Á laugardag var fariö í
Klaustursel á Jökuldal til þeirra Að-
alsteins Jónssonar og konu hans,
Ólaflu Sigmarsdóttur, verðandi
hreindýrabænda. Eins og kunnugt
er eru í Klausturseli tvær bandvan-
Mjög góð veiði hefur verið hjá
smábátaeigendum það sem af er
marsmánuði. Að sögn Arnar Páls-
sonar hjá Landssambandi smábáta-
eigenda hefur fiskast mjög vel und-
anfarið hjá smábátaeigendum.
„Menn hafa getað róiö og það hefur
líka verið hvetjandi að menn eru
einir á miðunum," segir örn. Hann
segir að eftir erfiða tíð í janúar og
febrúar sé ástandið loksins farið að
batna og veiðarnir hafi gengið mjög
vel þann tíma sem liðinn er af mán-
uðinum, eigi það við á flestum stöð-
um á landinu. „Það er einna helst
við suðurströndina og suðvestur-
hornið sem lélegt hefur verið á lín-
ar hreinkýr. Þeir Tord og Tomas
töldu allar aðstæður hinar bestu
fyrir allt að fjögur til fimm hundruð
dýra hjörö í Klausturseli en jörðin
er á milli 11 og 12 þúsund hektarar
að stærð. Athyglivert þótti að ís-
iensku hreindýrin virðast vera ögn
stærri en dýrin á heimaslóðum
Tords og Tomasar. Þar eru 6 til 7
vetra tarfar mjög góðir ef þeir ná 90
kílóa fallþunga en kýr um 30 og
mest 35 kíló. í Klausturseli voru
þeir félagar með bráðskemmtilega
una,“ segir Örn. „Þar gekk loðnan
yfir og fiskurinn er því saddur og
línan þar af leiðandi ekki eins
spennandi og annars staðar." Örn
segir að þar sem sjómenn séu í
verkfalli muni mikið um þann afla
sem kemur frá smábátaeigendun-
um.
Guðbjartur Jónsson á Fiskmark-
aði Flateyrar segir að góð veiði hafi
verið hjá smábátaeigendum á Vest-
fjörðum það sem af er mánuðinum
og mest sé að veiðast af steinbít.
Hann segir að flestir bátar hafi ver-
ið að veiða um 4 til 5 tonn en sumir
hafi þó fengið allt upp í 8,3 tonn.
-MA
ljósmynda- og myndbandssýningu
um leik og störf í Samabyggðum og
að sjálfsögðu voru hreindýr í aðal-
hlutverki á flestum sviðum.
Aðalsteinn sagðist vera hrifinn af
þeirri ferðaþjónustu og afþreyingu
sem Samamir hafa komið sér upp
með hreindýrum og sá enga mein-
bugi á því að á Austurlandi yrði
gert slíkt hið sama. Aðspurður sagð-
ist hann þurfa að hugsa málið betur
vegna „hjarðbúskapar" til kjötfram-
leiðslu. Benedikt Vilhjálmsson, sem
var milligöngumaður um að fá Sam-
ana hingað til landsins, stefnir á að
láta temja nokkur hreindýr og hafa
þau til sýnis og afþreyingar í tengsl-
um við ferjuna Lagarfljótsorminn.
Benedikt sagðist vona að öll leyfi
yrðu tilbúin fyrir burð hreinkúnna
nú í vor því þeir Tord og Tomas
segja að best sé að hefja tamningu á
kálfum. Höfðinglegar móttökur
voru í Klausturseli. í hádeginu var
borið á borð reykt ærkjöt og höfðu
Samarnir orð á þvi að þetta væri
fyrsti alvörumaturinn sem þeir
heföu fengið frá því að þeir fóru að
heiman. Með kaffinu eftir matinn
var dreypt á koniakstári og málin
rædd á léttum riótum. Þar kom fram
að Samar eru mjög svo sjálfbjarga
þjóð. Heimatilbúið öl og gambri er
til dæmis haft um hönd á hátíðis- og
gleðistundum í Samabyggðum.
Fréttaritari DV á Héraði er ekki í
nokkrum vafa um það að Jökuldal-
ur henti sérlega vel til hreindýrabú-
skapar. -SM
Góð veiði hjá
smábátaeigendu m
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3-105 REYKJAViK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um deiliskipulag og
aðalskipulag í Reykjavík
Grafarholt, Kirkjustétt 1-3, breyting á
deiliskipulagi.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, m.s.br., er hér með auglýst til kynningar
tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðis 1 í
Grafarholti. Svæðið sem breytingin varðar afmarkast
af Kristnibraut til norðurs, almennum göngustíg til
austurs, lóð nr. 5 við Kirkjustétt til suðurs og
Kirkjustétt til vesturs.
Tillagan gerir ráð fyrir að horfið verði frá byggingu
grunnskóla á lóðinni en í stað hans verðí byggð sjö 2-
5 hæða fjölbýlishús með um 88 íbúðum auk
sameiginlegs þjónustuhúss á einni hæð.
Bryggjuhverfi, breyting á aðalskipulagi.
í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, m.s.br., er hér með auglýst til kynningar
tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016 m.s.br. varðandi Bryggjuhverfi við
Grafarvog.
Tillagan gerir ráó fyrir að landnotkun hluta
athafnarsvæðis í Bryggjuhverfi, nánar tiltekið
austasta hluta þess, breytist úr athafnarsvæöi í
íbúðarsvæði.
Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst
til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Bryggjuhverfis við Grafarvog.
Tillagan gerir ráð fyrir, í samræmi við auglýsta tillögu
að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016
m.s.br., að notkun nokkurra húsa norðan Sævar-
höfða, vestan við Naustabryggju, milli Naustabryggju
og Tangabryggju, breytist úr hreinu atvinnuhúsnæði
ýmist í blöndu af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði
eða í hreint íbúðarhúsnæði (hús nr. 1-19 við
Naustabryggju, nr. 14, 15 og 15' á gildandi
skipulagsuppdrætti). Hús við Tangarbryggju (nr. 2-12
og 31-33, nr. 15', 16 og 12 á gildandi
skipulagsuppdrætti) verða þó áfram atvinnuhúsnæði.
íbúðum á svæðinu fjölgar um 70. Tillagan gerir einnig
ráð fyrir breyttri afmörkun lóða, breyttu bílastæða-
fyrirkomulagi og ýmsum minniháttar breytingum.
Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og
byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga
kl. 10.00 - 16.00 frá 21. mars til 18. apríl 2001.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 2. maí
2001.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 21. mars 2001.
Borgarskipulag Reykjavíkur