Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 22
58 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 íslendingaþættir Jmsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 90 ára_______________________ Gunnlaugur Snædal, Brekkuseli 12, Reykjavík. 80 ára ______________________ Sigríður Jónsdóttir, Stórageröi 4, Reykjavík. Hún verður að heiman. 75 ára_______________________ Siguröur Marteinsson, Hrafnagilsstræti 25, Akureyri. Svanfríður Stefánsdóttir, Hafnartúni 36, Siglufirði. 60 ára_______________________ Sólveig Helgadóttir, Rjúpufelli 48, Reykjavík. Sólveig Þorleifsdóttir, Lönguhlíö 9, Reykjavík, varð fimmtug í gær. Eiginmaður hennar er Hrafn Baldvins Hauksson. Þau hjónin taka á móti gestum í sal Tannlæknafélagsins, Síöumúla 35, laugard. 24.3. kl. 18.00-22.00. Guðjón Þór Ragnarsson, Vorsabæ 13, Reykjavík. Gunnar Örn Pétursson, Markarvegi 6, Reykjavtk. Halldóra Haraldsdóttir, Hlíðargötu 4, Akureyri. Jóhann Arngrímur Kristjánsson, Birkihlíö 38, Reykjavík. Lína Guömundsdóttir, Mosabarði 1, Hafnarfirði. Svava Guðmundsdóttir, Baugstjörn 8, Selfossi. 40ára__________________________________ Auður Sigríður Magnúsdóttir, Langholtsvegi 164, Reykjavík. Gréta Sigríður Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 8, Reykjavík. Hafdís Arnardóttir, Lyngheiöi 4, Kópavogi. Hafdís Erlingsdóttir, Arnarhrauni 4, Hafnarfiröi. Jóhannes K. Steinólfsson, Búhamri 28, Vestmannaeyjum. Jón Benóný Reynisson, Hjallavegi 31, Reykjavík. Sigurður Þ. Steingrímsson, Reyrengi 59, Reykjavík. Svanfriöur H. Ástvaldsdóttir, Melaheiði 9, Kópavogi. Alex Montazeri, Ljárskógum 14, Reykjavík. «5 •OJD (JT) tXD 03 '03 </> © 550 5000 @ vísir.is 550 5727 Þverholt 11, 105 Reykjavík Andlát______________ Jón Bjarni Guðmundsson trésmiður, Hrísmóum 13, Garðabæ, lést á hjarta- deild Landspítalans laugard. 17.3. Cecilia Heinesen, hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, lést miövikud. 7.3. Útför hennar hefur fariö fram í kyrrþey. Ásta Dagmar Jónasdóttir, Boöahlein 8, Garðabæ, áður Öldugötu 2, Hafnarfirði, lést á heimili slnu laugard. 17.3. Dóróthea Marteinsdóttir (THEA DAVID- SEN), Vitastíg 17, Reykjavlk, andaðist á Landspítala Fossvogi laugard. 17.3. Jens Þórðarson, Tryggvagötu 6, Reykja- vík, lést á Landspítala Fossvogi 18.3. Kjartan Arnórsson rafvirki, Vogabraut 58, Akranesi, er látinn. Friörik F. Wathne, Sævargöröum 22, Seltjarnarnesi, lést á heimili slnu 16.3. Svava Vernharðsdóttlr, Washington, er látin. Bálför hefurfarið fram. I>V Sjötiu og fimm ára Arni Sigurjonsson fyrrv. bifreiðarstjori Árni Sigurjónsson, fyrrv. bif- reiðarstjóri, Víkurbraut 14, Háeyri, Vík í Mýrdal, er sjötíu og fimm ára i dag. Starfsferill Árni fæddist i Eystri-Pétursey i Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp í foðurgarði við öll venjuleg sveitastörf þess tíma. Hann hleypti heimdraganum átján ára og réðst í vinnu hjá Kaupfélagi Skaft- fellinga við bifreiðaviðgerðir og af- greiðslustörf. Árni var bifreiðarstjóri óslitið 1946-64. Hann keyrði m.a. vöru- flutninga- og mjólkurbíla hjá Kaup- félagi Skaftfellinga í Vík og einnig var hann við farþegaflutninga hjá Brandi Stefánssyni í Vík og hjá Leiðólfi sem Klaustursbræður ráku. Árni ók vor og haust í Öræfin með vörur fram til 1968. Þetta var áður en Jökulsá á Breiðamerkur- sandi var brúuð. Fram að þeim tíma versluðu Öræfmgar við Kaupfélag Skaftfellinga í Vík og þurfti þá að fara yfir vötnin á Skeiðarársandi óbrúuö en það gat stundum verið slarksamt. Árni sá um að gera tundurdufl óvirk sem ráku á fjörur frá Kúða- fljóti að Ölfusárósum á árunum 1946-48, áður en Landhelgisgæslan tók við þessu starfi. Veturinn 1951 sá Árni um að flytja póst á hestum frá Vik að Kirkjubæjarklaustri. Hann mun því líkega vera síðasti landpósturinn. Fjölskylda Árni kvæntist 9.11.1950 Ástu Her- mannsdóttur, f. 6.3. 1930, d. 26.8. 1993, húsmóður. Hún var dóttir Hermans Friðriks Hjálmarssonar, vélfræðings í Reykjavík, og k.h., Dórótheu Högnadóttur húsmóð- ur. Sambýliskona Árna frá 1995 var Friðbjörg Guðmundsdóttir, f. 10.3. 1926, d. 30.7. 1997. Börn Árna og Ástu eru Þorsteinn, f. 4.7. 1951, vélfræðingur á Selfossi, kvæntur Arndísi Ástu Gestsdóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú börn og fjögur bamabörn; Sigríður Dóróthea, f. 11.7. 1952, bankastarfs- maður í Vík, gift Gunnari Braga Jónssyni verkamanni og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn; Sig- urjón, f. 9.7. 1957, húsasmíðameist- ari i Reykjavík, kvæntur Margréti Jónsdóttur skrifstofustjóra og eiga þau þrjú böm; Hermann, f. 4.10. 1958, stöðvarstjóri Sláturfélags Suð- urlands á Selfossi, búsettur á Stóru- Heiði, kvæntur Sigríði Magnúsdótt- ur bankastarfsmanni og eiga þau þrjú böm; Elín, f. 22.7.1961, d. 11.10. 1997, bankastarfsmaður á Selfossi en eftirlifandi maður hennar er Brynjar Jón Stefánsson tamninga- maður og eru börn þeirra tvö; Odd- ur, f. 6.5. 1965, verksmiðjustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvols- velli, búsettur að Miðkrika II í Hvol- hreppi, kvæntur Ingibjörgu Ýri Ólafsdóttur bókara og eiga þau tvö börn. Þá var systurdóttir Ástu, Hrafn- hildur Oddný Sturludóttir, f. 13.5. 1949, til heimilis á Háeyri frá ung- lingsárum og upp frá þvi talin eitt af börnunum. Hún er þjónustu- stúlka, búsett í Garðabæ, gift Gunn- ari Snorrasyni, rafeindavirkja hjá Sláturfélagi Suðurlands, en hennar börn eru fjögur og tvö barnabörn. Systkini Árna: Elín Sigurjóns- dóttir, f. 12.1. 1922, húsmóðir á Steinum undir Austur-Eyjaíjöllum; Þórarinn Sigurjónsson, f. 26.7. 1923, fyrrv. alþm. að Laugardælum. Hálfbræður Árna, samfeðra: Eyjólfur Sigurjónsson, f. 15.6. 1947, bifreiðarstjóri, búsettur að Eystri- Pétursey; Siguröur Sigurjónsson, f. 17.12. 1949, d. 8.6. 2000, bifreiðar- stjóri, Eystri-Pétursey. Þá ólust upp í Eystri-Pétursey Bergur Örn Eyjólfs, f. 28.10. 1938, d. 30.12. 1996, vélvirkjameistari i Vík, en hann var sammæðra Eyjólfi og Sigurði; Þórhallur Friðrikson, f. 4.11.1913, d. 29.1.1999, staðarsmiður og ökukennari í Skógum; Sigur- bjartur Jóhannesson, f. 9.11. 1929, bygginga-, og skipulagsfræðingur, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Árna voru Sigurjón Árnason, f. 17.4. 1891, d. 27.7. 1986, bóndi að Eystri-Pétursey í Mýrdal, og Sigríður Kristjánsdóttir, f. 13.5. 1884, d. 16.2. 1941, húsfreyja. Ætt Sigurjón var sonur Árna, b. í Pét- ursey, bróður Högna, fóður Svein- bjöms alþm., föður Sváfnis prófasts. Árni var sonur Jóns, b. í Pétursey, Ólafssonar, af ætt Presta-Högna. Móðir Sigurjóns var Þórunn, syst- ir Ragnhildar, móður Sveinbjörns Högnasonar alþm. Þórunn var dótt- ir Sigurðar i Pétursey Eyjólfssonar. Sigriður var dóttir Kristjáns, b. á Hvoli í Mýrdal, Þorsteinssonar, b. á Hvoli, Magnússonar. Móðir Þor- steins var Sigríður, systir Þorsteins á Hvoli og Bjarna amtmanns, fóður Steingríms Thorsteinssonar skálds. Móðir Sigríðar var Elín Jónsdótt- ir, b. í Eystri-Sólheimum, Þorsteins- sonar og Ingibjargar, systur ísleifs, langafa Einars Ágústssonar ráð- herra. Ingibjörg var dóttir Magnús- ar, hreppstjóra á Kanastöðum, bróð- ur Þorsteins, afa Eggerts alþm. í Laugardælum. Sjötugur Karl Hafsteinn Pétursson fyrrv. bóndi og leigubifreiðarstjóri Karl Hafsteinn Pétursson, fyrrver- andi bóndi og leigubílstjóri, Hátúni 12, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Karl fæddist í Búðardal á Skarðs- strönd í Dalasýslu og bjó þar til íjór- tán ára aldur en flutti tii Reykjavíkur með móður sinni. Karl lauk gagnfræðaprófi frá Ingi- marsskólanum, er síðar varð Gagn- fræðaskóli Austurbæjar, árið 1949. Karl fór ungur að keyra vörubíl, fyrst hjá föður sínum en seinna á eigin bíl. Hann vann á bensínafgreiðslu Vöru- bílastöðvarinnar Þróttar 1952-54 og ók vörubifreið hjá byggingafyrirtækinu Álfsnesi 1954 -55. Karl var einn af stofnendum leigu- bifreiöastöðvarinnar Bæjarleiða og hóf akstur leigubifreiðar á stöðinni árið 1955 auk þess að sinna afgreiðslu- störfum á stöðinni á árunum 1955-67. Um tíma sat Karl í stjórn starfs- mannafélags Bæjarleiða og í stjórn Lánasjóðs Bæjarleiða. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar ár- ið 1957. Árið 1967 keypti Karl hlut úr jörð- inni Hvalgröfum á Skarðsströnd og byggði þar upp myndarlegt býli sem nefnt var Klifmýri. Karl var þar við búskap til ársins 1987 er hann flutti til Reykjavíkur og hóf rekstur matvöru- verslunarinnar Hraunvers í Hafnar- firði sem hann rak um nokkurt skeið. Karl sat sex ár í hreppsnefnd Skarðshrepps, allan tímann sem odd- viti. Hann tók virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins og var formað- ur Framsóknarfélags Dalasýslu um nokkurt skeið og sat í stjóm Kjör- dæmasambands Framsóknarflokksins á Vesturlandi. Fjölskylda Karl kvæntist 10.11.1957 Eddu Her- mannsdóttur, dóttur Hermanns Karls Guðmundssonar og Bryndísar Björns- dóttur. Karl og Edda skildu árið 1986. Börn Karls og Eddu eru Hermann, f. 23.5. 1957, bóndi að Klifmýri i Dala- byggð, kvæntur Guðrúnu Elísabetu Jóhannsdóttur og eiga þau þrjá syni, Jóhann, Tryggva og Rúnar, en frá fyrri sambúð á Hermann Eddu Lóu og Kristján Grím; Bryndís, f. 21.9. 1958, bóndi að Geirmundarstöðum í Dala- byggð, gift Þórði Baldurssyni og eiga þau tvö börn, Birnu og Baldur; Dagný, f. 25.2. 1962, húsmóðir, búsett í Mos- fellsbæ, gift Unnsteini Borgari Egg- ertssyni og eiga þau fimm böm, Eddu, Ebbu, Benjamín Jochum, Dórótheu Sigríði og Kristjönu Önnu; Sverrir, f. 10.5. 1965, verkamaður, búsettur í Reykjanesbæ, kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn, Gunnar Hafstein, Hafdísi Mjöll og Ró- bert Leó; Viðar, f. 24.10.1968, rekstrar- fræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Höllu Valgerði Haraldsdótt- ur og eiga þau einn son, Hlyn Karl, auk þess sem Viðar á dótturina Svan- hvíti Lilju. Systkini Karls, samfeðra, eru Guð- finnur Hóim Pétursson, f. 16.4. 1929, véistjóri; Pétur Hafsteinn Pétursson, f. 24.9. 1932, bifreiðarstjóri; Una Péturs- dóttir, f. 1.4. 1947, sölumaður. Foreldrar Karls voru Pétur Guð- flnnsson, f. 13.2.1899, d. 10.3.1985, bif- reiðarstjóri í Reykjavík, og Sigriður Dóróthea Karlsdóttir, f. 14.1. 1908, d. 28.12. 1986, prjónakona í Reykjavík. Karl býður vinum og vandamönn- um að gleðjast með sér i félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, Reykjavík, frá kl. 18.00 laugardaginn 24.3. Jón Vídalín biskup frá 1698 og til dauðadags, 30. ágúst 1720. Jón var skarpur námsmaður, í hópi lærðustu klerka, mikill kennimaöur og afburðaræðuskörungur. Þá var hann talinn besta latínuskáld síns tíma. Hús- lestrarbók Jóns, Vídalínspostilla, var feikilega mikið lesin á löngu tímabili en hún er nánast eina íslenska guö- fræðiritið í lausu máli sem öðlast hef- ur varanlegt bókmenntagildi. Jón var stjórnsamur og ör í skapi en þótti mildur við smælingja. Hann átti í útistöðum við aðra valhafa, s.s. Odd Sig- urðsson lögmann. Um hann hafa spunnist ýmsar þjóðsögur, einkum vegna her- mennsku hans og ofsafenginnar skapbræði. Jón Vídalín biskup, fæddist 21. mars 1666. Hann var sonur Þorkels Arngrímsson- ar, prests í Görðum á Álftanesi, og k.h., Margrétar Þorsteinsdóttur, prests í Holti undir Eyjafjöllum, Jónssonar. Jón lærði hjá Árna Þorvarðarsyni á Þingvöllum, Páli Ámundasyni á Kol- freyjustað, var í Skálholtsskóla 1679-82, lauk heimspeki- og guðfræði- prófi við Kaupmannnahafnarháskóla og lærði hebresku hjá frænda sínum, Páli Bjömssyni í Selárdal. Eftir háskólanám gekk Jón í danska sjóherinn í tvö ár en var keyptur út af Heidemann landfógeta. Við heimkomuna varð Jón m.a. aðstoðarmaður Þórðar Þor- lákssonar Skáholtsbiskups. Jón var Skálholts- Útför Halldóru Salome Sigurðardóttur, Dalseli 13, áður Stigahlíð 61, Reykjavlk, fer fram frá Seljakirkju 22.3. kl. 15.00. Útför Arnars Jóhanns Magnússonar, Löngumýri 26, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskirkju 28.3. kl. 13.30. Útför Þorvalds Kristjánssonar, sjó- manns frá Súgandafirði, síðast til heim- ilis á Hrafnistu I Hafnarfirði, fer fram frá Garöakirkju, Álftanesi, 23.3. kl. 15.00. Fjóla Rós Samúelsdóttir lést á Háskóla- sjúkrahúsinu I Lundi I Svíþjóð föstud. 2.3. Útförin fer fram frá Útskálakirkju fimmtud. 22.3. kl. 14.00. Símon Andreas Marthensson Olsen verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstud. 23.3. kl. 10.30. Jarðarför Valborgar Antonsdóttur, Berja- rima 7, Reykjavík, fer fram frá Grafar- vogskirkju föstud. 23.3. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.