Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTI0
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001
Skaut málmflís
í 6 ára barn
Lögreglan í Hafnarfirði hafði í gær
afskipti af 16 ára pilt í fjölbýlishúsi á
Hvaleyrarholti sem var að skjóta úr
loftbyssu að barnahópi. POturinn
hafði verið inni á salemi íbúðar og
skotið út um gluggann. Málmplötur
hlupu úr byssunni og lenti Qís í fæti
á 6 ára barni. -Ótt
Loðnan á síð-
ustu metrunum
Loðnuveiðin hófst að nýju í gær en
afli var yfirleitt mjög lítill. Er það
samdóma álit manna að loðnan sé „á
síðustu metrunum" og veiði muni
ekki standa yfir nema í 3-4 daga.
örn KE fékk 200 tonn í einu kasti
rétt út af Gróttu í gær en ekki var
kastað aftur þar. „Við þvældumst síð-
an fyrir Reykjanesið og erum núna
skammt frá Eyjum og höfum bara
fengið smákropp. Það var einhver
veiði austan við Eyjar í gær en þar
var bæði um að ræða hrygnda og
óhrygnda loðnu. Ég held að þessu sé
alveg að ljúka ef ekki gerist neitt
óvænt," sagði Sævar Þórarinsson,
skipstjóri á Erni KE, i morgun. -gk
Ekki til neins
Börn skitja ekki íslenskt tölvumál.
Microsoft-samningur:
Börnin vilja
ekki íslensku
„Fólk viil ekki kaupa þetta og það
eru börnin sem ráða því. Þau eru ekki
læs á íslensk stýrikerfi í tölvum,“ seg-
ir Ólafur WiIIiam Hand hjá tölvudeild
Aco um samning sem íslenska ríkið
gerði við tölvurisann Microsoft um ís-
lenska þýðingu á stýrikerfl Windows
‘98. Samningurinn, sem Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra undirritaði
fyrir hönd ríkisins, virðist því ekki
hafa skilað tilætluðum árangri. í
samningnum fólst að íslenska ríkið
tæki til i sínum ranni og ynni gegn
meintum þjófnaði á hugbúnaði
tölvurisans. „í sjálfu sér var þetta góð-
ur samningur en ekki fylgt nógu vel
eftir. Þýðingunni er lokið og margir
skólar eru enn að reyna að nota hana
en ég veit um enn fleiri skóla sem
hafa gefist upp. Allir krakkar vita
hvað „file“ þýðir en hafa ekki hug-
mynd um íslenska orðið „skrá“.
Reynsla okkar og niðurstaða er sú að
neytandinn vill ekki þessa vöru,“ seg-
ir Ólafur Wiiliam Hand-
Ekki náðist í menntamálaráðherra
í morgun þar sem hann er staddur er-
lendis. -EIR
UV-MYNU nlLIVlAK PUK
Fyrsta hjálp
Nýjar reglur um fyrstu hjálp í óbyggöum voru kynntar af Landlæknisembættinu í samvinnu viö Slysavarnafélagiö Landsbjörg í gær þegar þessi mynd var tekin.
Á námskeiöum sem þjörgunarskóli Landsbjargar gengst fyrir veröur þetta efni kennt. Aö því ioknu geta menn öölast tiltekin réttindi sem þeir fá
viöurkennd hjá Landlæknisemþættinu.
Tæp 84 prósent framsóknarmanna vilja R-listasamstarf áfram:
Boltinn hjá
Vinstri grænum
- segir formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur
Tæplega 84 prósent framsóknar-
manna í Reykjavík vilja áframhald-
andi samstarf um R-lista í komandi
borgarstjórnarkosningum sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun sem
stjórn Framsóknarfélags Reykjavík-
ur hefur gert meðal félagsmanna
um með hvaða hætti skuli staðið að
framboði í næstu kosningum. Tæp-
lega 15 prósent vildu aö Framsókn-
arflokkurinn byði fram undir eigin
merkjum og 1,5 prósent svarseðla
voru auðir eða ógildir. Þess má geta
að í nýrri könnun DV um fylgi við
lista í Reykjavik kom í ljós, að af
kjósendum B-lista Framsóknar-
flokks sögðust 90 prósent kjósa R-
lista ef kosið væri nú.
Um síðustu mánaðamót sendi
stjórn Framsóknarfélags Reykjavík-
ur bréf til allra félagsmanna þar
sem þeir voru spurðir um afstöðu
sína til framboðsmála í komandi
borgarstjórnarkosningum. Þátttaka
var fremur dræm, því aðeins skil-
uðu 16,5% félagsmanna inn svar-
seölum. Niðurstaðan er sú, að 83,9
prósent vildu óbreytt samstarf um
R-lista og 14,6 vildu að flokkurinn
byði fram undir eigin merkjum.
Skilafrestur var til 16. mars sl. At-
kvæði voru talin á stjórnarfundi í
gærkvöld.
„Við vorum sammála um það á
stjórnarfundinum í gær, að þetta er
ótrúlega mikill meirihluti sem vill
R-listasamstarf áfrarn," sagði Anna
Kristinsdóttir, formaður Framsókn-
arfélags Reykjavíkur, viö DV í
morgun. „Við hljótum að líta svo á
að það sé vilji fólksins að halda
áfram í þessu samstarfl sé vilji fyr-
ir því hjá öllum hlutaðeigandi aðil-
um. En það er atriði sem við eigum
eftir að fara yfir. Enn eru engar við-
ræður komnar af stað milli aðila en
ég reikna með þvi að það fari að ger-
ast fljótlega. Við lítum til Vinstri
grænna. Það eru eiginlega þeir sem
segja af eða á um hvort af þessu
veröur."
Anna sagði að ýmislegt þyrfti því
að skýrast áður en tekin yrði endan-
leg ákvörðun um áframhaldandi
samstarfs R-lista. Niðurstaða könn-
unarinnar væri ráðgefandi en ekki
bindandi. Tilgangurinn heföi verið
að fá skýrar línur um hver væri
vilji félagsmanna í Reykjavík.
-JSS
Norðurland eystra:
Miklar vegafram-
kvæmdir í sumar
í sumar verður
lokið við að klæða
þjóðveg 1 frá Mý-
vatni að Jökulsá á
Fjöllum bundnu
slitlagi, í sumar
verður gengið frá
19 km kafla og
verður þá allur
hringvegurinn á Norðurlandi eystra
lagður bundnu slitlagi nema örstuttur
kafli á Mývatnsheiði.
Að sögn Sigurðar Oddssonar, hjá
Vegagerðinni á Akureyri, verður
framkvæmdum haldið áfram á Tjör-
nesi en þar á að ljúka viö veginn milli
Hringvers og Breiðuvík, sem er um 10
km vegalengd, í sumar. Einnig á'að
bjóða út þær framkvæmdir sem eftir
verða á veginum á Tjömesi frá Húsa-
vik að Kelduhverfi í sumar en þeim
framkvæmdum á að ljúka á þremur
árum.
Þá á í sumar að byggja nýja brú yfir
Svalbarðsá í Þistilfirði. Brúin verður
neðar en sú gamla og leggja þarrf nýj-
an veg að henni þar. Þá verður farið í
framkvæmdir á tveggja kílómetra
kafla á Kísilvegi sem ljúka á i sumar
og einnig um 3,8 km vegarkafla á
Þelamörk, norðan Akureyrar, en þar
á að byggja upp nýjan kafla nærri
vegamótunum tO Ólafsfjarðar. -gk
Konu og 3ja ára barni hótað
- segist hafa veriö neydd til að smygla kókaíni innvortis
24 ára kona, sem kom með talsvert
magn af kókaíni í líkama sínum til
landsins, sagði fyrir dómi í gær að
ástæða innflutningsins hefði verið
sú að henni og þriggja ára bami
hennar hefði veriö hótað. Konan,
sem hafði verið í 150 þúsund króna
fíkniefnaskuld, fór tfl Hollands til að
fá skuldina fellda niður. Skuldunaut-
ar hennar höfðu lagt til að hún færi
i ferðina sér að kostnaðarlausu. Sér-
staklega aðspurð um það hvort hún
teldi sig hafa haft ástæðu til að taka
hótanirnar alvarlega sagði konan
svo hafa verið.
í máli lögfræðings hjá Lögreglu-
stjóranum í Reykjavík í dóminum
kom fram að ekki sé óvarlegt að
ætla að konan fái á annað ár í fang-
elsi fyrir að hafa flutt þau 164
grömm af kókaíni í líkama sínum
sem hún var tekin með í Leifsstöð
við komu hennar frá Hollandi í
júni á síðasta ári. Þannig hafi mað-
ur sem flutti 94 grömm af kókaíni
fengið 10 ára fangelsi en annar sem
flutti inn 270 grömm af sama efni
hefði fengið tveggja og hálfs árs
fangelsi. Útsöluverð á grammi af
kókaíni hér á landi er á bilinu 8-15
þúsund krónur. Því er ljóst að á
milli 1 og 2 milljónir króna hefðu
fengist fyrir efnin.
Konan gat ekki gefið það upp fyr-
ir dómi í gær nákvæmlega hvar
eða hvemig hún hefði fengið fíkni-
efnin ytra. Hún vildi heldur ekki
gefa það upp hver eða hverjir það
væru sem hún hefði skuldað. Þó
konan teldi sig hafa verið beitta
þrýstingi og hún nánast neydd til
að fara kvaðst hún engu að síður
hafa fengið aflan kostnað greiddan
fyrir ferðina.
-Ótt
tllboösverö kr. 2.750,-
Merkilega heimilistækióS
Nú er unnt aö Í3
merkja allt á o
heimilinu,
kökubauka,
spólur, skóla-
dót, geisla-
diska o.tl.
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport__
Rafport