Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001
Viðskipti_____________________________________________
Umsjón: Viðskiptablaðiö
96 milljóna króna
tap hjá Granda
- viðsnúningur upp á meira en 800 milljónir króna
Tap Granda og dótturfyrirtækis
þess, Faxamjöls, nam 96 milljón-
um króna árið 2000 en árið 1999
var hagnaðurinn 708 milljónir
króna. Rekstrartekjur samstæð-
unnar námu 3.895 milljónum
króna samanborið við 3.665 m.kr.,
árið áður.
Hagnaður fyrir afskriftir og íjár-
magnskostnað var 891 milljón
króna, eða 23% af rekstrartekjum,
en nam 860 m.kr. árið áður. Veltu-
fé frá rekstri nam 652 milljónum
króna, sem er 17% af rekstrartekj-
um, en var 615 m.kr. í fyrra.
Rekstrarhagnaður Granda og
Faxamjöls af eigin starfsemi var í
samræmi við áform á árinu, eða
um 429 m.kr., samanborið viö 354
m.kr. árið áður. Þrátt fyrir veru-
legar olíuverðshækkanir og að af-
urðaverð á mjöli og lýsi var lágt á
sl. ári jókst hagnaður af eigin
starfsemi. Þar á móti kemur að
gengisbreytingar leiddu m.a. til
þess aö íjármagnsliðir urðu nei-
kvæðir og nam gengistapið um 573
m.kr., samanborið við 55 m.kr.
árið áður.
Afkoma flestra hlutdeildarfélaga
var ekki viðunandi og nam tap
þeirra um 13 m.kr. en þau skiluðu fé-
laginu 182 m.kr. hagnaði árið 1999. í
mars 2001 gerði Grandi samning um
sölu á öllu hlutafé sínu í Bakkavör
Group og nam söluverðið um 910
m.kr. Salan fer fram í áföngum og
verður að fullu um garð gengin á
fyrri hluta ársins 2002.
Hagnaður Samlífs 39 milljónir
- iögjöld jukust um 43% árið 2000
Iðgjöld Samlífs árið 2000 námu 682
milljónum króna sem er 43% hækkun
frá árinu á undan. Félagið var rekið
með 61,1 miiljónar króna hagnaði fyrir
skatta og 39,1 milljónar hagnaði eftir
skatta á síðasta ári. Árið á undan var
hins vegar 82,5 milljóna hagnaður af
rekstri Samlífs.
Fram kemur i frétt frá félaginu að
fjárfestingartekjur félagsins voru 162,2
m. króna. Mest munar þar um sölu fé-
lagsins á hlutabréfum i Tryggingamið-
stöðinni hf., sem gaf 83,2 m. kr. sölu-
hagnað, en einnig varð góð ávöxtun á
erlendu hlutabréfasafni félagsins.
Tjónagreiðslur hækkuðu um 3% og
námu alls 107 m.kr. Fram kemur að
með miklu innra uppbyggingarstaríi
hjá félaginu og örum vexti viðskipta
jókst skrifstofu- og stjómunarkostnað-
ur töluvert á milli ára, eða um 60%, og
nam alls 117 m.kr. fyrir árið 2000.
Heildareignir Samlífs voru 1.682
m.kr. i lok árs 2000, á móti 1.394 m.kr.
í lok árs 1999. Eigið fé var í árslok 410,5
m. kr. og hækkaði um 12% milli ára.
í tilkynningu Samlífs segir að stjóm
félagsins hafl ákveðið að veita starfs-
fólki sérstaka launauppbót í viður-
kenningarskyni fyrir góðan árangur
en starfsemi félagsins gekk í samræmi
við áætlanir og markmið ársins. Bók-
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður
haldinn mánudaginn 26. mars kl. 19:30 á Grand Hótel
Reykjavík.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lögó verður fyrir fundinn tillaga um breytingu
á reglugerð fyrir Sjúkrasjóð VR.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
oku
SKOLINN
IMJODD
Þarabakka 3-109 Reykjavík
Kennsla til allra ökuréttinda.
Bifhjólapróf og almennt ökupróf (B-réttindi).
Einnig kennsia fyrir ensku og taílenskumælandi fóik!
Aukln ökuréttindi
Kennsla á leigu-, vöru- og hópbifreið og vörubifreið með
eftirvagn. Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga.
Endurbætt kennsluaðstaða.
Reyndir kennarar og góðir kennslubílar.
Aukið atvinnumöguleikana.
Hringið eða komið og leitið upplýsinga.
E-mail okusk.mjodd@simnet.is
færð iðgjöld ársins voru 1% umfram
áætlun og heildarrekstrarkostnaður
1% undir þeirri áætlun sem gerð var
fyrir árið. Jafnframt gekk innra upp-
byggingarstarf mjög vel. Fastir starfs-
menn eru nú 18 að tölu en auk þess
starfa fjölmargir tryggingaráðgjafar
hjá félaginu.
„Enn eitt árið gerðu þúsundir nýrra
viðskiptavina samninga um regluleg-
an langtímaspamað hjá félaginu.
Ávöxtun sjóða hefur verið mjög góð frá
upphafi og á síðasta ári, sem varð
mörgum fjárfestum erfitt, skiluðu t.d.
þeir fjórir sjóðir sem félagið hefur í
vörslu hjá Henderson Global Investors
allir yfir 12% nafnávöxtun," segir í til-
kynningu Samlifs.
Samlíf býður viðskiptavinum sínum
í lifeyrisspamaði val um þrjár leiðir í
spamaði sínum. Fram kemur að allir
sjóðimir skiluðu jákvæðri nafnávöxt-
un á síðasta ári og styrkir það félagið i
samkeppni um þennan mikilvæga
sparnað. Frá gildistöku laga um við-
bótarlífeyrisspamað þann 1. janúar
1999 hefur meðal-nafnávöxtun sjóða fé-
lagins verið 24,6%, 18,3% og 9,4%.
Félagið flutti starfsemi sína sl. vor í
glæsilegt framtíðarhúsnæði að Sigtúni
42 í Reykjavík. Á árinu var undirritað-
ur samningur við Nýherja um gerð
nýs upplýsingakerfis í viðskiptahug-
búnaðinum SAP. Um er að ræða mjög
umfangsmikið kerfi sem að hluta er
þegar tekið í notkun en mun leysa
eldri upplýsingakerfi félagsins að fullu
að hólmi á þessu ári. Samlíf segir þetta
öfluga kerfi munu styrkja mjög alla
innri vinnslu en ekki síður gefa svig-
rúm til enn meiri og markvissari þjón-
ustu fyrir viðskiptavini félagsins.
Flugleiðir semja
við Air Scandic
Flugleiöir hafa gert samning að
verðmæti rúmlega 170 milljónir
króna við breska flugfélagið Air
Scandic. í tilkynningu frá Flugleið-
um kemur fram að samningurinn
felur i sér að Flugleiðir munu ann-
ast flug á vegum breska félagsins
þrjá daga vikunnar frá miðjum apr-
II til októberloka.
Ein af Boeing 757 þotum Flugleiða,
sem er sérútbúin til leiguflugs, mun
annast flugið. Vélinni verður flogið af
flugmönnum Flugleiða og munu flug-
freyjur og flugþjónar félagsins jafn-
framt starfa um borð í hluta flugsins.
Air Scandic er leiguflugfélag sem
rekur tvær Airbus-breiðþotur og
flýgur fyrir breskar ferðaskrifstof-
ur. Flugið sem Flugleiðir mun ann-
ast er til áfangastaða við Miðjarðar-
hafið. Auk vélar Flugleiða mun
Boeing 757 vél frá Finnair fljúga á
vegum Air Scandic í sumar. Flug-
leiðir hófu að fljúga leiguflug á veg-
um erlendra aðila í fyrra eftir nokk-
urra ára hlé þegar félagið gerði
samning við þýska leiguflugfélagið
Condor. Félagið hyggst bæta við
verkefnum af þessu tagi eftir því
sem tækifæri bjóðast.
1,5% atvinnu-
leysi í febrúar
1,5% atvinnuleysi mældist í febr-
úar, 1,2% hjá körlum og 2,1% hjá
konum. Atvinnulausum hefur fækk-
að í heild að meðaltali um 2,3% frá
janúarmánuði en fækkað um 13,1%,
miðað við febrúar í fyrra.
Undanfarin 10 ár hefur atvinnu-
leysi minnkað um 14,5% að meðal-
tali frá janúar til febrúar. Þessi
sveifla er mjög áþekk sveiflunni
undanfarin 3 ár.
Atvinnuástandið batnar eitt-
hvað alls staðar á landinu nema
lítils háttar aukning er á höfuð-
borgarsvæðinu og á Norðurlandi
eystra. Atvinnuleysið minnkar
hlutfallslega mest á Vestfjörðum
og á Austurlandi en annars staðar
eru litlar breytingar. Atvinnuleysi
er nú hlutfallslega mest á Norður-
landi eystra en minnst á Vestur-
landi. Atvinnuleysið er nú meira
en í febrúar í fyrra á öllum at-
vinnusvæðum nema á höfuðborg-
arsvæðinu, þar sem það er veru-
lega minna en í febrúar 2000, og á
Vestfjörðum þar sem það er
nokkru minna. Það er þó fyrst og
fremst á Suðurlandi og á Áustur-
landi sem atvinnuástandið hefur
versnað nokkuð miðað við febrúar
í fyrra. Þetta kemur fram í frétt
frá Vinnumálastofnun.
Atvinnuleysi kvenna minnkar
um 1,9% og atvinnuleysi karla
minnkar um 2,4% milli mánaða.
Litlar breytingar eru yfirleitt á
atvinnuástandinu frá febrúar til
mars. Yfirstandandi verkfall sjó-
manna getur þó haft áhrif að þessu
sinni ef til kemur lokun fiskvinnslu-
húsa.
DV
! HEILDARVIÐSKIPTI 2300 m.kr.
- Hlutabréf 708 m.kr.
- Húsbréf 443 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
I Íslandsbanki-FBA 550 m.kr.
!© SH 41 m.kr.
ö Össur 21 m.kr.
MESTA HÆKKUN
O Flugleiöir 1,8%
© Opin kerfi 1,7%
O Íslandsbanki-FBA 0,7%
MESTA LÆKKUN
O íslenski hugbúnaöarsj. 3,8%
OSÍF 3,3%
O SKeljungur 2,2%
ÚRVALSVÍSITALAN 1202 stig
- Breyting Q -0,02%
Lítil aukning
verðbólgu í
Bretlandi
Verðbólgan í Bretlandi jókst lítil-
lega milli mánaðanna febrúar og
mars og gefur því vaxtahækkun
seðlabankans byr undir báða vængi.
Verðlag jókst um 1,9%, miðað við
siðustu 12 mánuði, sem er nálægt
1,8% verðbólgu sem mældist í janú-
ar sem var um leið minnsta verð-
bólgan í Bretlandi siðan mælingar
hófust 1976.
Samkeppni hefur haldið verðbólg-
unni fyrir neðan markmið seðlabank-
ans -2,5% 23 mánuði í röð sem hefúr
um leið gert Seðlabankanum kleift að
lækka vexti um 25 punkta, niður í
5,75%, til að mæta minnkandi eftir-
spum frá Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir að breska efnahagslífið
sýni engin merki um samdrátt má vel
vera að seðlabankinn kjósi að lækka
vexti í apríl ef bandaríski seðlabank-
inn ákveður að lækka vexti um 75
punkta í dag.
Minni febrúarafli
Fiskaflinn síðastliðinn febrúarmán-
uð var 297.586 tonn. Fiskaflinn í febrú-
armánuði árið 2000 var til samanburð-
ar 382.341 tonn. Munar þar mestu um
samdrátt i loðnuafla en hann fór úr
341.592 tonnum í febrúarmánuði árið
2000 í 253.872 tonn síðastliðinn febrúar-
mánuð.
Fram kemur í frétt frá Hagstofúnni
að botnfiskaflinn síöastliðinn febrúar-
mánuð var 41.384 tonn sem er aukning
um 3.680 tonn miðað við febrúarmán-
uð 2000 er hann var 37.704 tonn. Af
þessari aukningu munar einna mest
um aukningu í veiðum á þorski, um
1.208 tonn.
Skel- og krabbadýraaflinn síðastlið-
inn febrúarmánuð nam 2.133 tonnum
sem er nokkru minni afli en í febrúar-
mánuði árið 2000.
Heildaraflinn það sem af er árinu er
458.567 tonn sem er mun minna en
veiðst hafði á sama tíma í fyrra
(589.567). Samdrátturinn á sér aðallega
stað í loðnuveiðum en þær drógust
saman um 125.000 tonn í janúar og
febrúar 2001, samanborið við sama
tímabil árið 2000. Botnfiskafli, sem og
skel- og krabbadýraafli, dregst einnig
lítillega saman milli ára.