Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 24
60 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 Tilvera DV ■ FRA BITLUNUM TIL ABBA Kvennakór Reykjavíkur heldur bítlatónleika í Islensku óperunnl aft- ur í kvöld, klukkan 21.30. Þar veröa leikin öll helstu bítlalögin, helstu smellir Abba og lög eftir Islenska bítla. Þaö verður því ósvikiö bítla- stuö á tónleikunum. Stjórnandi kórs- ins er Sigrún Þorgeirsdóttir, ein- söngvari er Páll Rósinkrans, Kjartan Valdimarsson leikur á píanó, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Friörik Haraldsson á bassa. Miöar á tón- leika Kvennakórs Reykjavíkur, Frá Bítlum til Abba, fást í Islensku óperunnl og hjá kórkonum. ■ TÓNLEIKUM j SALNUM FRESTAÐ Samleik þeirra Laufeyjar Siguröardóttur, Rlchards Talkow- skys og Krystynu Cortes í Tíbrá-tón- leikaröö Salarins hefur veriö frestaö vegna veikinda. ■ VORTÓNLEIKAR KARLAKÓRS REYKJAVIKUR Karlakór Reykjavík- ur heldur Vortónleikana um þessar mundir. Tónleikarnir veröa í húsi kórsins, Ými viö Skógarhlíö 17, og hefjast klukkan 20 í kvöld. Efnis- skráin er fjölbreytt og skemmtíleg. Einsöngvarar eru Hjálmar Pétursson bassi, Karl Jóhann Karlsson bassi og Gústav H. Gústavsson tenór. Anna Guöný Guömundsdóttir ann- ast píanóleik og fjórir hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika meö kórnum I Veiöimannakórnum úr Töfraskyttunnl eftir Carl Maria von Weber. Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Friörik S. Kristinsson Leikhús ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritiö Meö fulla vasa af grjóti eft- ir Marie Jones er sýnt í kvöld kl. 20 á Smíöaverkstæöi Þjóöleikhússins. Fundir ■ HUMOR OG SOFN Húmorinn ber þig hálfa leiö er yfirskrift fyrirlestrar Solveigar Thorlacius, BA í mann- fræöi. Solveig ræöir um BA-verkefni sitt sem ber titilinn Húmor í islenskri mennlngu. Solveig leggur út af rannsókn sinni og tengir efnið við starf safnmanna í marg- víslegustu söfnum hér á landi. Fyrir- lesturinn veröur í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsl, og hefst kl. 20.15. ■ ÞURFUM VIÐ ÓVINI TIL AÐ VERA AFRAM BANDAMENN? Michael T. Corgan, Fulbright- prófessor viö stjórnmálafræðiskor Háskóla íslands heldur fyrirlestur á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Fundurinn hefst kl. 17 í Skála Hótel Sögu. Útivist ■ KVOLPGANGAASOGUSLÓÐIR i kvöld kl. 20 stendur Hafnargöngu- hópurlnn fyrir gönguferö frá Hafnar- húsinu við Tryggvagötu, Miðbakka- megin. Fariö veröur yfir aö anddyri Borgarbókasafns í Grófarhúsinu, upp Grófina og Aöalstræti. Við grunn Aöalstrætis 16 mun Mjöll Snæsdóttir fornleifafræöingur sýna hópnum þaö sem komið hefur í Ijós viö uppgröft í grunni hússins. Að því loknu verður gengiö upp á Landa- kotshæöina vestur í Ananaust og út í Reykjanes í Örflrisey. Til baka verður gengið um hafnarsvæðiö, yfir gamla Hlíöarhúsasandinn aö Borgarbókasafninu. í lok feröar veröur boöiö upp á sýrudrykk. Ailir eru velkomnir í gönguna. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is Mikil ásókn í miða á tónleika Kristjáns Mikil ásókn er í miöa á „söng- leika“ sem haldnir veröa í íþrótta- höllinni á Akureyri á skírdag, 12. apríl, enda ljóst aö þá verður „kátt í höllinni". Þar koma fram Krist- ján Jóhannsson óperusöngvari og Halla Margét Ámadóttir óperettu- söngkona en meðleikari þeirra veröur Anna Guðný Guömunds- dóttir píanóleikari. Á milli atriða þeirra þremenninga treður á svið Örn Árnason leikari en meðleikari hans er Jónas Þórir. Eftir að söngleikarnir höfðu verið kynntir í fjöl- miðlum í siðustu viku hef- ur símakerfíð í KA-húsinu á Akureyri veriö rauðgló- andi en það er knatt- spyrnudeild félagsins sem sér um framkvæmd tón- leikanna. Margir vilja verða sér úti um miða með góðum fyrirvara, 'Sim Vinsæll í helmabyggð Kristján Jóhanns- son heldur tónleika á Akureyri. ekki síst fólk utan af landi sem hefur hugsað sér að koma norður um bænadag- ana. Þess vegna hefur verið ákveðið að drífa forsölu að- göngumiða af stað fyrr en áætlað var. Hún er nú haf- in í KA-heimilinu, í Vega- nesti Esso á Akureyri og hjá KEA-Nettó á Akureyri og I Reykjavík. Það er mikið verk fram undan hjá KA-mönnum sem þurfa að breyta íþróttasal í tónleikahöll á einni nóttu. Þeir þurfa til dæmis aö flytja um þúsund stóla úr skól- um bæjarins, ná í flygil, byggja svið og gera salinn hlýlegan fyrir tónleikagesti. Síðan þarf aö koma öllu í samt lag strax aö tónleikum loknum. En þetta veröur létt verk fyrir fríska KA-menn sem ætla sér síðan stóra hluti á knattspymu- vellinum í sumar. Stúdenta- leikhúsið Stúdentaleikhúsið býður upp á sýningu, Ungir menn á uppleið, í kvöld, klukkan 20. Sýnt er í Stúdentakjallaranum, barinn er opinn og mikið fjör. Hægt er að nálgast miða með því að hringja í talhólfið 881-0155. Klassík ellibelgnum - gera upp gamlan Ford á Akureyri, elsta bíl bæjarins. Langt komnir en tvö ár eftir enn Bíl á beit Svona var Fordinn meöan Minjasafniö á Akureyri hafði með hann aö gera en þá stóð bílinn úti um nokkurra ára skeiö viö bæinn Vaglir í Eyjafjaröarsveit og fékk ekki þá umhirðu sem þurfti. Nú stendur þaö allt til bóta. Síðustu árin hafa félagamir Ólafur B. Guðmundsson, Kristján Kristinsson og Fjölnir Sigurjónsson á Akureyri, ásamt fleiri, unnið að endursmíði gam- als fombíls sem er af gerðinni Ford AA - árgerð 1930 og kunnugir telja hann elsta bil bæjarins. Hann var upp- haflega í eigu Ingvars Grétarssonar sem flutti bílinn nýjan til Siglufiarðar en síðan komst hann í eigu manna í Skagafirði. Laust fyrir 1960 eignaðist Ingvar svo bílinn aftur en þá var hann fluttur til Akureyrar. Seint á sjöunda áratugnum eignaðist Helgi Hallgríms- son náttúrufræðingur bílinn og átti hann uns hann gaf hann til Minja- safnsins á Akureyri árið 1973. Safnið eftirlét félögum í Bílaklúbbi Akureyr- ar þennan merka bil fyrir rúmum tólf árum með því fororði að hann yrði endursmíðaður og að því hefur verið unnið kappsamlega. Allt rifiö í sundur „Bíllinn var í mjög slæmu ástandi þegar hann komst í okkar hendur," sagði Kristján Kristinsson. Endur- smíði bílsins hefur verið gæluverkefni þeirra félaga og segja þeir að í raun hafi orðið að taka hvert stykki úr bíln- um og lagfæra það, endursmíða eða jafnvel fá nýtt. Margt hafi fengist í skiptum frá bíladelluköllum annars staðar á landinu en einnig frá bílabúð- um vestur í henni Ameríku - og nú geri Netið alla aðdrætti þaðan mun auðveldari en var. „Eftir að hafa riflð allan bUinn i sundur sandblésum við grindina og settum í hana nýja þver- bita. Þá erum við búnir að endursmíða framdregara, afturhásingu, gírkassa, og legur en þær fengum við eldri mann, mikinn þjóðhaga sem starfar hjá Þ. Jónsson í Reykjavík, tU þess að steypa fyrir okkur upp á gamla móð- inn,“ segir Ólafur. Kristján segir að síðan hafi þeir fé- lagar verið að draga að sér ýmislegt smádót í bUinn, svo sem mælaborð, Bílinn er nú atlur í pörtum og bútum Kristján Kristinsson, til hægri, og Ólafur B. Guömundsson dytta aö hjólabúnaði bílsins góöa. Engin heilleg mynd er kom- in á hann. kveikjukerfi, bretti og fleira slíkt sem verði að vera við höndina þegar farið verður að skrúfa bUinn saman. Óvíst er þó hvenær það verður - þeir félagar skjóta á tvö ár eða svo. Annars er það aUt opið og ekkert liggur á því, engin tímaákvæði eru í samningi þeim sem BUaklúbbur Akureyrar og Minjasafnið gerðu sin á mUli þegar klúbbnum var falinn bUlinn góði tU endursmíði og Tekinn í hús Þessi mynd er frá því þegar félagar í Bílaklúbbi Akureyrar tóku viö Fordin- um fyrir nokkrum árum og komu honum í húsakynni sín þar sem þeir hafa svo síöustu árin unniö við endursmíöi hans. varðveislu. Bíladellukarlar fara á rúntinn Ólafur og Kristján segjast aö jafnaði dunda sér í bílasmíðinni eitt kvöld í viku, þó á slíku sé engin formleg regla. Verkefhið hafa þeir að mestu kostað fyrir eigin peninga og stefnir nú í að heUdarkostnaðurinn verði á fjórðu miUjón króna og segjast þeir félagar ekki munu ekki sjá eftir einni krónu. Það fyrst núna á allra síðustu árum sem einhverjir styrkir hafa fengist tU þessa verkefnis. 50 þúsund krónur komu frá Akureyrarbæ nú á dögunum og sama upphæð í fyrra. Fordirm góði, sem Akureyringamir eru nú að gera upp, er aUs ekki eini bUlinn þessarar tegundar sem tU er á landinu. íslandspóstur á til dæmis einn slikan. Hafði fyrirtækið mann á sínum vegum nokkur ár við endur- smíðina en bUar þessarar tegundar voru einmitt mikið notaðir fyrir póst- flutninga á fyrri árum. Þeir Ólafur og Kristján segjast svo sem ekki hafa póstflutninga í huga með endurgerð þessa bUs en vissulega geti Fordinn - þegar hann hefur kastaö eUibelgnum - verið mikU prýði á götum Akureyrar á góðviðrisdögum þegar bUakarlar fara á rúntinn. -sbs Gamli Ford kastar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.