Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 Skoðun Spurning dagsins Fylgist þú með Formúlunni? Friörik Róbertsson: Voöa lítiö, lítill tími en vantar ekki áhugann. Eva Dröfn Sævarsdóttir nemi: Já, spennandi, ég tala nú ekki um þegar Schumacher vinnur. Guörún Árnadóttir nemi: Nei, hún er leiöinleg, bílar vekja ekki áhuga minn. Skúli Ármannsson nemi: Nei, fáránleg íþrótt. Fanný Guöbjartsdóttir nemi: Nei, ég skil ekki fólk sem nennir aö horfa á bíla keyra hring eftir hring. Helgi Torfason nemi: Já, og þaö er alltaf aö aukast, þetta er spennandi keppni. físfanaiíi Aöalstöövar UA Heföi ÚA þurt aö borga sama verö og fiskvinnsla án kvóta borgar fyrir hráefniö væri tapiö 2,6 milljaröar. Óskapnaður í sjávarútvegi Kristinn Arnberg skrifar: Fiskvinnsla sem á engan kvóta kaupir allan fisk á markaði á 200 krónur kílóið en stendur þó undir sér í samkeppninni við þá sem eiga kvótann og borga sjómönnum 60 til 100 kr. á kíló upp úr sjó. í grein minni hér í DV hinn 1. mars sl. vitnaði ég í ummæli Guð- brands Sigurðssonar, forstjóra Út- gerðarfélags Akureyrar, og því er best að nota það fyrirtæki til að skoða fyrirtækin sem fengu kvót- ann á silfurfati. ÚA á 18,000 þorskígildi og tapaði 800 milljónum á síðasta ári. Hvað skyldi tapið vera mikið ef við skoðum alla hlutina í réttu ljósi. Kvóti ÚA er að verðmæti upp úr sjó, miöað við 100 kr. á kíló, 1,8 milljarður. Ef ÚA hefði þurt að borga sama verð og fiskvinnsla án kvóta borgar fyrir hráefnið þá væri tapið 2,6 milljarðar. Guðbrandur lýsti því yfir að upp- gjör stóru fyrirtækjanna i sjávarút- vegi yrði á svipuðum nótum og hjá þeim. Er ekki kominn tími til að „Það kemur að því að þing- ■ menn og ríkistjóm vakna af þymirósusvefni og ákveða að hefja hvalveiðar. Hver á þá hvalveiðikvótann? Hval- ur hf. eða Norðmenn og Fransmenn sem veiddu hvalinn við íslandsstrendur hér á ámm áður?“ skipta um menn í brúnni? Ég var vitni að því að stórfyrirtæki í sjáv- arútvegi keypti 100 tonn af karfa á markaði á kr. 160 kílóið en verð á karfa er venjulega um 35 til 70 kr. á kíló. Maðurinn sem keypti, starfs- maður fyrirtækisins, var spurður af hverju hann keypti karfann svona dýrt. Hann svaraði: „Okkur bráð- vantaði karfa. Þetta er ekkert mál, við setjum bara 100 tonn af þorski inn á leigumarkað kvótaþings og setum verðið á 110 kr. kílóið, þá erum við búnir að laga þetta.“ Rekstrargrundvöllur og hagræðing eru orð sem eru mikið notuð hjá yf- irmönnum stórfyrirtækjanna. Kvótaleiga er orðin stór þáttur í rekstri þessara fyrirtækja (lögbund- ið þrælahald). Nú hefur öllum sjó- mönnum á skipum yfir 12 tonnum verið stefnt í verkfaÚ af stórútgerð- inni innan LÍÚ. Ég skora á menn í bátaflotanum (svonefnda týnda flot- anum frá 12 upp í 100 tonn) að standa saman og fara fram á sér- samninga fyrir týnda flqtann. Hann á enga samleið innan LÍÚ lengur. Lag hefði verið fyrir Framsókn- arflokkinn á flokksþinginu að stuðla að breytingum á fiskveiði- stjómunarkerfinu. En flokkurinn smíðaði þennan óskapnað í húsa- kynnum LlÚ. Það kemur að því að þingmenn og ríkistjórn vakna af þyrnirósusvefni og ákveða að hefja hvalveiðar. Hver á þá hvalveiði- kvótann? Hvalur hf. eða Norðmenn og Fransmenn sem veiddu hvalinn við íslandsstrendur hér á árum áður? Verður Hvalur hf. þá leigu- liði hjá Norðmönnum og Frans- mönnum? Forystukreppa í stjórnmálaflokki? „Vandamálin ogforystu- kreppan í Reykjavík er aug- Ijóslega hjá R-listanum. Þar er enginn nefndur til að skipa leiðtogahlutverk ann- ar en Ingibjörg Sólrún. “ Jón Þ. Jónsson skrifar: Öll umræðan sem verið hefur um hver verði leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins í næstu borgarstjórnar- kosningum er hin undarlegasta. Ingibjörg Sólrún og hennar fylgdar- lið, hvar sem það er að finna í þjóð- félaginu, hefur farið mikinn um að Sjálfstæðisflokkurinn sé í leiðtoga- kreppu. Þau reikna málið þannig út að ef flokkur eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur á að skipa miklum fjölda af hæfu fólki sem fært er að takast á hendur leiðtogahlutverk í flokknum og kemur þess vegna eðli- lega inn í þá umræðu þá sé um for- ystukreppu að ræða! - Hvemig má það vera? Það sýnir aðeins að flokkurinn er ákaflega breiður og sterkur og sú manneskja sem mun leiða listann mun hafa sérlega sterkan hóp á bak við sig. Margir hafa verið I umræðunni sem hugsanlegir forystumenn sjálf- stæðismanna í Reykjavík, allir mjög hæfir. Helst hafa verið nefnd: Inga Jóna, sem er leiðtogi hópsins, Guð- laugur Þór, Björn Bjamason, Júlíus Vífill, Vilhjálmur Þ., Eyþór Arn- alds, ásamt nokkrum öðrum. Hvaða forystukreppa er þetta? - Nóg af hæfu fólki að velja úr og sem mun skipa öflugan lista. Vandamál- in og forystukreppan í Reykjavík er augljóslega hjá R-listanum. Þar er enginn nefndur til að skipa leiðtoga- hlutverk annar en Ingibjörg Sólrún. Engan annan er svo mikið sem hægt að nefna. Auðvitað endur- speglar þetta mikinn veikleika list- ans. Mannval hans er ekki neitt og Reykvíkingar hafa verið að borga fyrir það undanfarin ár í formi ört hækkandi skatta í borginni og óstjórnar. Guðni frá Hlíðarenda Frændi Garra er framsóknarmaður. Hann er grænn í gegn. Þegar talað er um græna fram- sóknarfingur þá glottir frændi og brettir upp ermarnar - hann er með græna upphandleggi og það grær snarrótarpuntur í handarkrikunum. Fyrir þá sem ekki vita þá er snarrótarpuntur há- vaxin stinn grasþúfa. Framsóknarflokkurinn fæddist í Þingeyjar- sýslu en eins og allir vita eru Þingeyingar lág- vaxnir og telja margir þeirra að snarrótarpuntur sé trjátegund. Skoðanagalleríið Frændi Garra vill reyndar ekki láta nafns síns getið en viö skulum bara kalla hann Hallgrím. Og Hallgrimur þessi hefur frá barnæsku fylgt Framsóknarflokknum að málum. Tíminn sem hefur liðið frá barnæsku hans er reyndar ekki ýkja langur - hann er bara um þrítugt þessi maður - þessi Hallgrímur. Steingrimur var hans maður og er það enn. Hallgrímur heillaðist af rauðhærða skíðamanninum að vestan strax um sjö ára aldur og sór þess dýran eið að fylgja hon- um að málum það sem eftir lifði. Og eins og allir vita þarf mikla djörfung til þess að fylgja Stein- grími. Hallgrímur hefur þurft að endurnýja skoð- anagallerí sitt reglulega til að fylgja foringjanum eftir í endalausri leit sinni að hinum eina sann- leik. Steingrímur settist að í Seðlabankanum og skildi Hallgrím eftir í faðmi Halldórs Ásgríms- sonar úr Hornafirðinum. Það var nokkuð hrjóstrugra í þeim faðmi en á rauðhærðri bringu Steingríms en Hallgrímur lét sig hafa það. Hann vildi vera framsóknarmaður og hélt fast í fagur- grænar lífsskoðanir sínar. Hallgrímur hefur hvergi hvikað í framsóknarmennsku sinni þrátt fyrir að málflutningur hans hafi í partíum ekki þótt nútímalegur. Ungir framsóknarmenn eru nefnilega jafnsjaldgæfir og snarrótarpuntur. Punturinn er óvinsæll og þvi rifinn upp með rót- um til að valda ekki usla í annars sléttum ís- lenskum túnum. í varaformannsfötum Eftir að Finnur hvarf niðri í Seðlabanka hefur Hallgrímur barist við bölsýni og efahyggju. Hvað ef það verður enginn varaformaður aftur, hugs- aði Hallgrímur í hvert sinn sem Framsóknar- flokkinn bar á góma. Nú i febrúar var hins veg- ar grædd i Hallgrím ný von, ný framtíðarsýn því upp úr sunnlensku framsóknartúni reis fóstur- vísir að varamanni. Guðni frá Hlíðarenda hafði þvælst undir feldi alla sína ráðherratíð en svipti honum af sér til að sýna aö hann væri í fotum - í varaformannsfötum. Og nú gleðst Hallgrímur því Guðni varpar ljóma sínum á Halldór. Á sunnudagskvöld, þegar úrslit voru kunngjörð, brast Hallgrímur í grát með þessar línur á vörum: „Fagur er Halldór svo að mér hefir hann aldrei jafnfagur sýnst, bleikir vangar en slegið hár, og mun eg bíða heima og fara hvergi.“ _ Garri x>v I Arnarnesvoginum Ekki svo flott í dag en veröur glæsilegt. Byggð við Arnarnesvog Hrafnhildur Kristjánsdóttir skrifar: Ég sá nýlega nýjar tillögur sem hafa verið lagðar fram um bryggju- hverfi í Garðabæ á þeim grunni að hverfið rísi á botni Arnarnesvogs og á landfyllingu út í voginn. Tillögurnar eru mjög athyglisverðar og á myndum sést að verktakarnir hafa tekið mikið tillit til athugasemda íbúa í næsta ná- grenni vegna stærðar fyrirhugaðrar landfyllingar. Ótti manna við landfyll- inguna er augljóslega ástæðulaus, enda ekki verið að gera neitt sem ekki hefur verið gert áður áratugum sam- an, svo sem í Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi. Hvernig liti svo Reykjavík út án landfyllingar - Örfirisey, Sæbrautin, hafnarsvæðið o.fl. o.fl. Mér kemur helst á óvart hve fyrirhuguð landfylling er litil sam- kvæmt tillögunum. Ég tel einsýnt að sátt muni ríkja um málið þegar efa- semdamenn hafa séð og kynnt sér glæsilega framtíðarsýn í Amarnes- vogi. - Þetta er nú ekki svo flott í dag. „Gula kúin verslar inn“ Sigþrúður Gunnarsdðttir skrifar: Eitt af því sem börnin á mínu heim- ili vilja síður missa af í sjónvarpinu eru hinir skrýtnu en sívinsælu Stubb- ar eða Teletubbies og þó að speki þeirra sé ekki djúp er boðskapurinn ljúfur og ekkert upp á Stubbana að klaga. En i miðjum stubbaþætti síð- ustu helgar rak eldri kynslóðin á heimilinu upp stór augu - eða öllu heldur eyru - þegar sagt var trekk í trekk að „gula kúin“ hefði gert þetta eða hitt í stað þess að fara og „versla inn“ eins og henni var uppálagt að gera. Kýrin hefur auðvitað verið sár- móðguð yfir meðferðinni á heiti sínu og auk þess vitað að maður verslar ekki inn, maður kaupir hjá kaup- manninum, sem aftur verslar, t.d. með matvöru, við neytendur. Kannski heföi gula kýrin með glöðu geði keypt í matinn ef ríkissjónvarpið hefði blætt í yfirlestur á þýðingunni. Má ekki gera meiri kröfur til sjónvarps allra landsmanna? Á Keflavíkurflugvelli Komu- og brottfarartímar samræmdir fyrir landshlutana? Breyttar ferðir Bjarni Gunnarsson hringdi: Ég las pistil í lesendadálki frá Sig- urjóni Guðmundssyni um „brenglað tímaskyn" varðandi hugsanlegt beint flug frá landsbyggðinni, eins og t.d. Vestfjörðum, til Keflavíkurflugvallar til að komast í utanlandsflug að morgni. Hann spyr hvort menn viti til þess að innanlandsflug hefjist svo snemma dags. Ekki í dag, Sigurjón, en ef landshlutarnir fá sitt beina flug til Keflavíkur í tengslum við brottfor ut- anlandsflugs yrði þeim brottfór ein- faldlega breytt og vélarnar frá Kefla- vik færu ekki fyrr en svo sem kl. 9 að morgni og það yrði til hagsbóta fyrir alla. Annað eins er nú gert eins og það að samræma brottfarar- og komutíma flugvéla, jafnvel þótt þeir tengist Am- eríkufluginu eitthvað. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.