Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVKUDAGUR 21. MARS 2001 Fréttir Nýr eigandi 30 prósent hlutabréfa í SS: Breyting á Slátur- félaginu í hlutafélag - engar hugmyndir um nýjan risa á kjötvörumarkaði Á væntanlegum aöalfundi Slátur- félags Suðurlands verða ræddar hugmyndir þess efnis að athugað verði hvort rétt sé á næstu misser- um aö breyta SS úr samvinnufélagi 1 hlutafélag nú þegar samvinnufélagalögun- um verður breytt á alþingi. Sú breyting mun auðvelda formbreyt- ingu samvinnufélaga í hlutafélög. Aðalfundurinn verður haldinn 30. mars næstkomandi. Kristinn Gylfi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Svínabúsins í Braut- arholti, kvaðst myndu hefja máls á þessum möguleika á aðalfundinum. Svínabúið í Brautarholti og eignar- haldsfélag Kristins Gylfa, Geysir hf., keyptu á dögunum um 30 pró- sent af B-hlutabréfum í SS. Fyrir áttu félögin um 2 prósent í A-stofn- sjóði Sláturfélagsins. Svínabúið í Brautarholti er aöaleigandi að Síld og fiski og á helminginn í kjöt- vinnsluna Esju. „Fyrst og fremst eru þessi kaup á hlutabréfunum í SS traustsyfirlýs- ing við gott og vel rekið fyrirtæki sem við höfum átt viðskipti við í áratugi, „sagði Kristinn Gylfi. „Það er ekki rétt að ég ætli að bjóða mig fram í stjórn fyrirtækisins á næsta aðalfundi í krafti hlutabréfa- kaupanna. B-hlutabréfm eru skráð á verðbréfaþing. Þau hafa forgang í arðgreiðslu hjá SS. En þau hafa eng- in atkvæði á aðalfundi, þannig að þessi kaup á þeim eru einungis góð Enginn risi Framkvæmdastjóri svínabúsins í Brautarholti segir aö enginn kjötiön- aöarrisi sé í fæöingu fjárfesting en enginn stuðningur við framboð til stjórnarsetu." Fullyrt hefur verið að hlutabréfa- kaupin séu undirbúningur að þreyf- ingum um sameiningu á Síld og fiski og SS. „Það eru engin áform af okkar hálfu um að bjóða upp á einhverjar sameiningarviðræður við Sláturfé- lagið,“ sagði Kristinn Gylfi. „Enda er það ekki í okkar valdi, þar sem þessum hlut fylgir enginn atkvæðis- réttur. Ég myndi ekki vilja sjá Síld og fisk sameinast Sláturfélaginu, a.m.k. ekki að svo stöddu. ALI og SS eru langstærstu og öflugustu mat- vörumerkin í kjötinu á íslandi. Það eru engar ástæður til annars en að þessi fyrirtæki þróist áfram á eigin forsendum." -JSS OV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON. 20 tonn af rígaþorski í netin Þeir voru kátir karlarnir á netabátnum Pétri Jakob SH er þeir komu í land í Ólafsvík í gær úr netaróöri. Þeir voru meö 20 tonn af rígaþorski sem þeir fengu í 60 net stutt frá Ólafsvík. Þeir hafa getaö róiö í verkfallinu og notiö góös veöurs. Hávertíöin er nú gengin í garö og útlit er fyrir gott fiskerí. Reytingur hefur veriö hjá netabátum viö Breiöafjörö aö undanförnu. Afleiðingar kynferðisofbeldis á konur: Yfir 60% hugleitt sjálfsvíg -16% reynt Yfir helmingur þeirra 205 kvenna sem leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra voru bara 5 til 10 ára böm þegar þeim fyrst var misþyrmt af kynferðisofbeldismönnum og 5% þeirra enn yngri. Nær 3/4 voru und- ir 16 ára aldri. Um 16% þessara kvenna (1 af hverjum 6) hafði gert tilraun til sjálfsvígs og 60% þeirra hugleitt að taka líf sitt. Aðeins 7% málanna voru kærð til barnavernd- arnefnda á sínum tíma og bara 10% ofbeldismannanna voru kærðir til lögreglu. Fórnarlömbin voru í flestum til- fellum að leita sér aðstoðar mörgum árum eftir að þær voru ofbeldi beitt- ar. Því þegar stúlkurnar/konurnar komu til Stígamóta voru bara 10% yngri en 16 ára, en flestar 16-29 ára. Rúmlega þriðjungi þeirra hafði ver- ið nauðgað en tæplega 2/3 orðið fyr- ir sifjaspellum, sem oftast stóðu yfir í 1-5 ár. Eiginmenn og feður Flestir ofbeldismannanna (80) voru á aldrinum 19-29 ára og litlu færri 30-39 ára. Sumir voru enn á bamsaldri, enda „næsta algengt að ungir piltar beiti sér yngri böm of- beldi af kynferðislegum toga,“ segir í skýrslu Stígamóta. Sextán þeira voru aðeins 11-15 ára, eða álíka margir og þeir sem voru yfir sex- tugt. Um 65% uppkominna ofbeldis- manna voru giftir eða i sambúð þeg- ar þeir frömdu ódæöin, oftast á barnungum stúlkum og m.a. dætr- um sínum og/eða systrum. Mikill meirihluti þeirra eiga börn. Næst- um fjórðungur var enn í námi þeg- ar þeir „lögðust á“ stúlkubömin, 1/6 verkamenn, litlu færri iðnaðar- menn, 10% atvinnurekendur og sér- fræðingar, 9% bændur en aðeins 1% sjómenn. Flestum nauögað af „vinum“ Rúm 60% nauögaranna voru „vinir/kunningjar“ stúlknanna sem þeir nauðguðu, aðeins 20% voru þeim ókunnugir. í siijaspellsmálun- um voru 45% ofbeldismannanna feður, stjúpfeður, afar og bræöur fórnarlambanna og hinn helmingur- inn fjölskylduvinir og önnur skyld- menni og venslamenn. í 3/4 tilvika var ofbeldið framið á sameiginlegu heimili ofbeldismanns og fórnar- lambs eða heimilum annars hvors þeirra. Athygli vekur að aðeins tæp 3% fómarlambanna ólust upp hjá einstæðri móður en 83% hjá báðum kynforeldrum. 91% sluppu frá réttvísinnf Langflestir þessara þokkapilta sluppu frá réttvísinni. Af þeim 177 sem lagst höfðu á böm voru bara 13 kærðir (7%) til barnaverndamefnda og þ.a. 12 líka til lögreglu. Tíu aðrir voru kærðir til lögreglu - en yfir 220 sluppu. Stígamótakonan Halldóra Hall- dórsdóttir segir sárlega vanta ís- lenskar rannsóknir á því hvað ger- ist í réttarkerfinu: Af hverju mál séu ekki kærð, hvað verði um kær- urnar, af hverju og hvar þær falli niður. Stígamótakonur segja afleið- ingar kynferðisofbeldis hræðilegar. Yfir 60% kvennanna höfðu hugleitt sjálfsvíg, og sama hlutfall átt í erfið- leikum með kynlíf. Enn fleiri þjáist af skömm og depurð, lélegri sjálfs- mynd og sektarkennd, ótta, kvíða og einangrun. -hei x>v Lög og ekki lög Sandkorn brá sér í Heita pottinn með Dagsmönnum I gær eins og sjá mátti á síðum DV. Líkaði vistin svo vel að Sandkorn mun framvegis senda sínar pott- þéttu og áreiðanlegu fréttir beint úr Heita pottinum, enda er í þeirri I deiglu án efa að finna einhverja ] öflugustu frétta- miðlun lands- manna. Þó áður- nefnd ákvörðun I teljist til merkari | tíðinda hjá pott- ormum þessa vikuna, þá vöku sinnaskipti sjávarúttvegsráðherrans, Árna M. Mathiesen, í málefnum sjómanna einnig verðskuldaða at- hygli. Fyrir fáum dögum lýsti hann því fjálglega að afskipti af kjaradeilu sjómanna með lögum kæmi bara alls ekki til greina. í gær reyndi hann hins vegar að sannfæra sjó- menn um að annað en frestun verk- falls með lögum hefði bara alls ekki komið til greina... Gissuri sé lof Sagt er að Mörður Ámason sé innilega þakklátur Gissuri Péturs- syni, útrvarpsráðsmanni Framsókn- arflokksins, þessa dagana. Gissur stóð sig eins og hetja á flokks- þingi Framsóknar um helgina og varði útvarpsráð fyrir hvers konar áreiti. Mun ráðið þvi eftir sem áður geta haft pólitísk afskipti af alvarleg- um þjóðmálum á borð við innlenda dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi svo ekki sé talað um flutning dæg- urlagatexta. Ódannaðir pottverjar segja útvarpsráð því áfram geta unnið að hætti afganskra talibana og bannað aUt sem ekki er í sam- ræmi við kóran þeirra ráðsmanna. Líka júróvisionvæl á útlensku... Umhverfisvænn ráöherra Umhverfisráðherra, Siv Friðleifs- dóttir, tók við fyrsta bílnum af Toyota Prius-gerð í gær og mun hafa hann til afnota næstu mánuði. Toyota Prius-bíl- amir eru fyrstu fjöldaframleiddu bílamir sem em með bensín- og raf- mótor sem vinna saman, eða svokall- að „Toyota Hybrid System“. í frarn- haldi af þessu hafa ýmsir velt því fyrir sér hvert verði næsta skref ráðherrans í kynningu á svoköUuðum umhverfisvænum farar- skjótum. Þykir ráðherra hafa varpað upp bolta sem enginn viti hvar lendi. Nú megi Siv búast við tilboð- um frá ýmsum ökutækjainnflytjend- um. Með hækkandi sól megi líka gera ráð fyrir að ráðherra verði að ráða aukavakt á faxtækið í ráðuneyt- inu vegna tUboða um sérlega um- hverfisvæn reiðhjól... Aiiir ánægðir LítU þátttaka í flugvaUaratkvæða- greiðslunni á laugardaginn virðist hafa orðið tU þess að aUir geta ver- ið ánægðir. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, er himinlifandi yfir að hafa fengið fáein hundruð Reykvíkinga í meirihluta þeirra sem þátt tóku í at- kvæðagreiðslunni tU að kjósa vöUinn burt. Að sama skapi er samgönguráðherrann, Sturla Böðvarsson, himinlifandi yfir að þátttakan var hvergi nærri þeim fiölda sem borgarstjórinn taldi fyrir fram að þyrfti tU að atkvæða- greiðslan yrði bindandi. Þannig mun ráðherra áfram undirbúa stór- virki i Vatnsmýrirmi tU ókominnar framtíðar og borgarstjóri mun þá væntanlega rífa jafnharðan niður framkvæmdir ráðherrans um ókomna framtíð...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.