Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 Fréttir I>V Útsendarar rússnesku mafíunnar í gæsluvarðhald: Stunduðu innbrot víða í Evrópu - vinnubrögðin minna á innbrot í Reykjavík fyrir 2 árum Þremenningarnir sem brutust inn á tveimur stöðum í austurborg Reykjavíkur um síðustu helgi, vopnaðir kúbeinum og með nælon- sokka á höfði, hafa verið úrskurðað- ir í gæsluvarðhald. Þeir voru góm- aðir á pósthúsi í höfuðborginni í þann mund sem þeir voru að senda ránsfenginn úr landi. Ekki er ljóst hvert þeir ætluðu að senda góssið sem metið er á um 10 milljónir króna því þeir voru ekki búnir að skrifa adressuna þegar lögreglan lét til skarar skríða. Lögreglan telur einsýnt að hér séu á ferðinni út- sendarar rússnesku mafíunnar, þetta séu bersýnilega atvinnumenn og starfsaðferðirnar minni um margt á skipulagða glæpastarfsemi erlendis. Þýskaland, Svíþjóð og Sviss „í kjölfar rannsóknar á fingraför- um mannanna höfum við fengið staðfest að þeir eru allir frá Litháen og eiga að baki skrautlegan inn- brotaferil víða í Evrópu á síðustu árum,“ sagði Gunnleifur Kjartans- son rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókn málsins. „Einn mann- anna hef- ur hlotið tveggja ára dóm fyrir innbrot í Þýskalandi, í febrúar voru þeir gripnir við innbrot í Svíþjóð og í Sviss eru þeir á skrá vegna fjölda innbrota á árun- um 1997-99,“ sagði Gunnleifur sem þykir starfsaðferðir mannanna grunsam- lega líkar þeim sem beitt var í tveimur innbrotum í Reykjavík fyrir tveim- ur árum. Þá var brotist inn í tísku- Sigurþór Þórólfsson Allt hreinsaö úr verslun hans fyrir tveimur árum. Frétt DV um útsend- ara rúss- nesku mafí- unnar. vöruverslunina Spaks manns spjarir í Þingholts- stræti og herrafataversl- unina íslenska karlmenn við Laugaveg. Ránsfeng- urinn úr þeim innbrot- um hefur aldrei fund- ist. Kúbein og allar græjur „Hér var brotist inn með kúbein- um og öllum græjum og fag- mannlega stað- ið að verki,“ sagði Sigurþór Þórólfsson, eigandi Is- lenskra karl- manna við Laugaveg. „Þeir hreinsuðu allar skyrtur, jakkafót og yfirhafnir en fóru ekki fram í búðina sjálfa þar sem til þeirra hefði sést. Svo skildu þeir kúbeinin eftir í snyrti- legum stellingum eins og til minja," sagði Sigurþór. Aðeins það dýrasta Björg Ingadóttir, eigandi Spaks manns spjara í Þingholtsstræti, tek- ur í svipaðan streng og Sigurþór: „Innbrotsþjófarnir hjá okkur virt- ust vera fagmenn því þeir tóku ekki hvað sem var heldur völdu dýrasta fatnaðinn og pökkuðu öllu saman inn í persneskt teppi sem var hér á gólfinu. Þeir vissu hvað þeir vildu,“ sagði Björg sem í langan tíma á eft- ir var að svipast um eftir fatnaði sinum á vegfarendum í Reykjavík en án árangurs. „Fötin hef ég aldrei séð síðan en þetta var allt mjög sér- kennilegur klæðnaður." Með pöntunarlista til lands- ins Allt bendir því til að fatnaðurinn hafi vérið sendur úr landi og ekki ólíklegt að hópar innbrotsþjófa séu gerðir út af rússnesku mafíunni með ákveðinn pöntunarlista með- ferðis. Fyrir tveimur árum átti að ræna tískufatnaði. Núna voru það ljósmyndavörur og fartölvur. Eftir- spurn ytra ræður því hvar innbrots- þjófarnir láta til skarar skríða á hverjum tíma - með kúbein sín og nælonsokka á höfði. -EIR Spaks manns spjarir í Þingholtsstræti Innbrotsþjófarnir vissu hvaö þeir vildu. Formlegar viðræður um flóttafólk Bæjarstjóm Skagafjarðar hef- ur samþykkt að ganga til við- ræðna við félags- málaráðuneytið um hugsanlega móttöku flótta- fólks í sumar. Snorri Björn Sig- urðsson, bæjar- stjóri Skagafjarö- ar, segir að ekkert liggi fyrir í þess- um efnum en málið sé nú komið á formlegt stig. Misskilningur formanns flótta- mannaráðs og bæjarstjórans varð samkvæmt heimildum Dags m.a. til þess að fréttir bárust af þvi að búið væri að ákveða móttöku flóttafólksins til Skagafjarðar. Það var mjög ofmælt, enda ekki búið að kynna málið i sveitarstjórn. Áhugi sveitarfélaga hefur dvín- að undanfarið á að hýsa flóttafólk. Áður var hægt að velja um svæði en nú hefur Skagafjörður eitt sveitarfélaga lýst sig áhugasamt um vistun næsta hóps sem kemur til landsins. -bþ Suðurland: Rannsóknar- dufl fannst Þýskt rannsóknardufl rak á land skammt frá Vík í Mýrdal í fyrradag. Bóndinn á Herjólfsstöðum var á ferð í fjöru sem liggur að landi hans á mánudaginn þegar hann gekk fram á duflið. Hann hafði samband við lögregluna sem tók duflið í sína vörslu í samráði við Landhelgis- gæsluna en ekki er talið að um sprengju sé að ræða. Að sögn lög- reglunnar í Vík er duflið merkt há- skóla Hamborgar i Þýskalandi. Landhelgisgæslan mun rannsaka duflið og sjá um að láta þýska há- skólann vita um það. -SMK Missti sljórn á bíl í lausamöl Einn maður slasaðist lítils háttar er jeppi hans valt í lausamöl á Árbæjar- braut skammt vestan við Hellu i gær- morgun. Maðurinn var einn á ferð í bíl sínum er hann missti stjóm á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Veg- farandi aðstoðaði manninn við að komast til læknis á heilsugæslustöð- inni á Hellu. Að sögn lögreglunnar í Rangárvallasýslu er bíllinn mikið skemmdur eftir atvikið. -SMK Ve&slÖ í kvölí! St>!a!ga!jg»» <i»g siávajfö!! REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 19.47 17.59 Sólarupprás á morgun 07.21 08.55 Sibdegsflóö 17.07 21.40 Árdegisflóó á morgun 05.23 08.56 Dálítil él við sjávarsíöuna Austan 5 til 8 m/s allra syðst en annars fremur hæg austan- og suðaustanátt. Skýjaö um mestallt land og dálítil él, einkum við sjávarsíðuna í dag. Hiti 0 til 4 stig suövestan til að deginum en annars frost 0 til 8 stig. ; c^> ' : Ws * * t ;í NSS RIGNING SKÚRIR SLYDDA "h ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Helstu þjóðvegir greiðfærir Greiöfært er um alla helstu þjóðvegi landsins, hálka eöa hálkublettir eru þó á heiöum á Vestfjörðum, Noröaustur- landi og Austurlandi. Skýringar á VðÖurtáknum /J^VINDÁTT 10V™ zX -io° >»VINDStyRKUR V rnncT í metnmi á wkúndu x ' HEIÐSKÍRT Ö '€> ö LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ aSNJÓR hþungfært — ÓFÆRT Veúsiú á iitwem Skýjað á Norðurlandi Sunnan og suöaustan 8 til 13 m/s og slydda eöa snjókoma allra vestast. Austan 5 til 8 og dálítil él á Suðurlandi og á Austfjöröum en suðaustan 5 til 8 og skýjaö á Noröurlandi. Festudagu! Vindur: C 8-13 nv"*\ Kiti 0° tii .7° N 8 tll 13 m/s og snjókoma vestan til á landlnu en S 5 tll 8 og skýjaö austan tll. Frost 0 til 7 stlg, kaldast á Vestfjöröum. Lauga* »■ Vindur: 10-15 t*v'» Hiti ,r til 4° N átt, 10 tll 15 m/s og snjókoma á Austurlandl. Annars hægarl og él noröan tll en skýjaö meö köflum suövestan tll. Frost 1 tll 6 stlg. St!!!!l!!dagá Vindur: C <-'''"0 5-8 m/% \ 3* Hitio'til^ Breytileg átt og él, einkum vlð sjólnn, og kalt í veðri. AKUREYRI hálfskýjaö -3 BERGSSTAÐIR skýjaö -3 BOLUNGARVÍK skýjaö -4 EGILSSTAÐIR -3 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö -1 KEFLAVÍK léttskýjað -1 RAUFARHÖFN snjóél -2 REYKJAVÍK léttskýjaö -2 STÓRHÖFÐI alskýjaö 1 BERGEN léttskýjaö -4 HELSINKI léttskýjað -12 KAUPMANNAHOFN skýjaö -3 USLU lettskyjao -8 STOKKHÓLMUR -8 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 0 ÞRÁNDHEIMUR snjóél -2 ALGARVE hálfskýjaö 15 AMSTERDAM skýjaö 1 BARCELONA skýjaö 15 BERLÍN léttskýjað -4 CHICAGO léttskýjaö -1 DUBUN slydda 2 HAUFAX heiöskírt -1 FRANKFURT súld 2 HAMBORG léttskýjaö -6 JAN MAYEN skafrenningur -17 LONDON rigning 3 LÚXEMBORG rigning 0 MALLORCA þokumóða 9 MONTREAL heiðskirt 0 NARSSARSSUAQ heiöskírt -2 NEW YORK alskýjaö 5 ORLANDO léttskýjaö 11 PARÍS rigning 13 VÍN snjókoma 0 WASHINGTON rigning 6 WINNIPEG heiöskírt -3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.