Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001
7
I>V
Fréttir
Myndarlegt lerki fellur
Rúnar ísleifsson fellir tæplega 12 metra lerkitré.
DV. EGILSSTODUM:__________________
Nú stendur yfir skógarhögg í
elsta lerkiskógi svokallaðrar Fljóts-
dalsáætlunar á Víðivöllum í Fljóts-
dal. Um 60 prósent af felldum trjám
fara í girðingarstaura sem er
óvenjuhátt hlutfall vegna aukinnar
eftirspurnar. Afsag, greinar og
börkur fer í göngustígakurl. Tæp-
lega 40 prósent fer í borðvið og
planka sem selt er til smiða og svo í
arinvið. Þegar rist er utan af
stærstu trjábolunum verður til efn-
ið sem notað er í húsið í rjóðrinu
góða ásamt og með greinarstubbum.
Plöntun á Víðivöllum hófst 25.
júní 1970. Verið er því að fella um 25
til 30 ára gömul tré sem eru 10 til 14
metra há. Að sögn Helga Bragason-
ar, skógarbónda og verkstjóra á
svæðinu, eru 12 til 15 menn sem
vinna við skógarhöggið nú en þetta
jafnar sig upp með að 10 manns
starfi við skógarhögg í fjóra mánuði
á ári. Talnaglöggir menn reikna út
að þarna skapist hlutfallslega fleiri
störf við skógarhögg en við álver og
jámblendi á höfuðborgarsvæðinu.
Þessi vinna fer ört vaxandi eftir því
sem skógarreitir eldast og fyrsta
grisjun í þeim hefst.
„Það er því orðið ljóst að þessi at-
vinnugrein er komin til að vera á ís-
landi,“ sagði Helgi. -SM
Dv-MYNDIR SKULI MAGNUSSON
Fjórtán hressir skógarhöggsmenn
Þessi hópur er líklega fyrsti hópur alvöru skógarhöggsmanna á íslandi.
Barinn í skóginum
Þetta sérkennitegs hús er fyrirhugaö til brúkunar á hátíöis- og tyllidögum.
Fljótsdalsáætlun á Víðivöllum:
Skógarhögg
slær út álver
- og járnblendi á höfuðborgarsvæðinu
Hæstiréttur:
Vísar launa-
kröfu bæjar-
sljóra til
heimahaganna
DV, BORGARBYGGD:_
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm
Héraðsdóms Vesturlands í máli
Óla Jóns Gunnarssonar, fyrrver-
andi bæjarstjóra Borgarbyggðar,
gegn sveitarfé-
laginu. Óla Jóni
var sagt upp
starfi bæjar-
stjóra þann 1.
maí 1999 þegar
slitnaði upp úr
samstarfi Fram-
sóknarflokks og
Sjálfstæðis-
flokks.
Nýr meirihluti
bæjarstjórnar Borgarbyggðar
bauð Óla Jóni 6 mánaða biölaun
auk tveggja mánaða launa en
þessu svaraði hann ekki enda
taldi hann sig vera með ráðning-
arsamning til júní árið 2000 eða 13
mánaða laun og fór fram á 7,5
milljónir króna í bætur eða til
vara 4,5 milljónir hjá Héraðsdómi
Vesturlands.
Héraðdómur Vesturlands féllst
ekki á kröfur Óla og sýknaði Borg-
arbyggð af öllum kröfum Óla.
Skutu hann og lögmaður hans,
Jón Steinar Gunnlaugsson, mál-
inu til Hæstaréttar. í dómi Hæsta-
réttar segir: „Héraðsdómur var
kveðinn upp rúmum fjórum vik-
um eftir að málið hafði verið dóm-
tekið. Var ekki leitað eftir því
hvort aðilarnir væru samþykkir
því að dómur yrði felldur á málið
án þess að það yrði munnlega flutt
á ný. Varð þvi sjálfkrafa að
ómerkja dóminn og vísa málinu
heim í hérað til munnlegs flutn-
ings og dómsuppsögu að nýju.“
Mál þetta dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Markús Sigurbjöms-
son, Ámi Kolbeinsson og Ingi-
björg Benediktsdóttir.
-DVÓ
Peugeot 306 Brake 1,6, nskr.
03.98, ek. 65 þ. km, bsk., álfelgur.
Verð 940 þús.
Toyota Avensis Wagon 1,6,
nskr. 04.98, ek. 42 þ. km, bsk.
Verð 1.130 þús.
Kia Sephia LS 1,5, nskr. 09.00,
ek. 2 þ. km, ssk., álfelgur, CD.
Verð 1.130 þús.
Daihatsu Applause XI 1,6,
nskr. 03.99, ek. 30 þ. km, ssk.,
álfelgur. Verð 1.090 þús.
Notaðir bílar
Þar sem þú færð notaða bíla á kóresku verði!
MMC Lancer Wagon 4x4 1,6,
nskr. 09.96, ek. 65 þ. km, bsk.
Verð kr. 920 þús.
Hyundai Sonata 2,0, nskr.
09.97, ek. 31 þ. km, ssk.
Verð kr. 1.070 þús.
Renault 19 RN 1,4, nskr.
02.96, ek. 55 þ. km, bsk.
Verð kr. 550 þús.
Nissan Vanette Combl 2,4,
nskr. 08.97, ek. 83 þ. km, bsk.,
dísil. Verð kr. 1.080 þús.
Jeep Cherokee Jamboree 2,4,
nskr. 09.95, ek. 77 þ. km, bsk.
Verð kr. 950 þús.
Suzuki Baleno GL 1,3, nskr.
08.97, ek. 45 þ. km, bsk.
Verð kr. 740 þús.
KIA
KIA ISLAND
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SIMI 555 6025 • www.kia.is