Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 37 DV Tilvera Vinsælustu myndböndin: Villtur húmor Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Mæðgur og bræður Heartbreakers Jennifer Love Hewitt og Sigourney lVea- ver í hlutverkum mæögnanna. Tvær nýjar kvikmyndir eru í efstu sætum vinsældalistans í Bandaríkjunum eftir helgina, The Heartbreakers og The Brothers. Um er að ræða í báð- um tilfellum gamanmyndir. í þeirri fyrrnefndu leika Jenni- fer Love Hewitt og Sigoumey Weaver glæsilegar mæðgur sem hafa það að atvinnu að tæla ríka karlmenn í hjóna- band. Það er móðim sem giftist þeim og dóttirin tælir þá síðan til samræðis. Móðirin kemur að þeim og að sjálfsögðu fær hún fullt af peningum við skiln- aðinn. Aðalpersónurnar i The Brothers eru fjórir svartir karlamemm sem búnir eru að vera vinir lengi og segir myndin frá sam- skiptum þeirra á milli og við hitt kynið. Nú er búið að veita óskarsverð- launin og á vinsældalistanum eru tvær kvikmyndir sem hvor um sig tók fjórar styttur, Crouching Tiger, Hidden Dragon, sem búin er að vera í fimmta og sjötta sætinu til skiptis í margar vikur, og TrafTic, sem er í sjöunda sæti. Þetta eru tvær úrvals- myndir sem hægt er að sjá í kvik- myndahúsum í höfuðborginni. Einnig er í sýningu Chocolat sem fékk nokkrar tilnefningar en engin verðlaun. Er hún í níunda sæti list- ans. IIIÍ VJ ______________________________________________, ALLAR UPPHÆÐIR í ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTI FYRRI VIKA TITIIX (DREIRNGARAÐILI) INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍOSALA O Heartbreakers 11.801 11.801 2750 o The Brothers 10.302 10.302 1378 o 1 Exit Wounds 9.710 33.132 2830 o 2 Enemy of the Gates 8.258 26.054 1677 o 3 The Mexican 4.523 57.979 3043 o 6 Crouching Tiger, Hidden Dragon 4.613 106.253 2027 o 10 Traffic 3.948 107.681 1684 o 4 See Spot Run 3.605 29.488 2605 o 9 Chocolat 3.308 60.657 1781 © Say It Isn’t So 2.861 2.861 1974 0 7 Down To Earth 2.436 60.175 2044 © 5 15 Minutes 2.203 21.649 2013 © 8 Hannibal 1.1914 160.116 1812 © 11 Get Over It 1.643 10.381 1740 © 13 0 Brother, Where Art Thou? 1.310 37.091 816 © 14 Cast Away 1.050 229.168 786 © 12 Recess: School's Out 984 34.801 1308 © 17 Pollock 807 4.905 271 © 16 Save the Last Dance 539 88.034 615 © 15 The Wedding Planner 470 59.471 483 Kjólarnir á óskarsverðlaunahátíðinni: Gyiltur og glitr- andi kjóll Hilary Swank vekur jafnan at- hygli fyrir glæsikjóla sína. Aö þessu sinni var hún í glæsi- legum gylltum og glitrandi kjól. Óskarsverðlaunahátíð ársins er um garð gengin. Þessi hátíð er ekki bara hátíð kvikmyndanna heldur líka nokkurs konar tiskuhátíð og jafnan fer fram mikil umræða um kjólana sem konumar á hátíðinni klæðast. Við íslendingar biðum áreiðanlega flestir spenntir eftir kjólnum hennar Bjarkar. Og hann olli okkur svo sannarlega ekki vonbrigðum, eiginlega var þetta ekki kjóll heldur svanur. Óhætt er að segja að Björk hafi vakið athygli í svaninum ög raunar sagðist sjálf Wyona Ryder vera upp með sér að fá að kynna Björk áður en hún steig á svið og flutti lag sitt úr Myrkra- dansaranum, I’ve Seen It All. Fleiri konur voru glæsilegar á hátíðinni þótt ekki væru þær íklæddar svönum. Jennifer Lopez mun al- menint hafa verið talin í glæsilegasta kjól kvöldsins. Og víst er hann fagur þessi gulllitaði kjóll frá Chanel og Jennifer bar hann vel. Hlutverk henn- ar á hátíðinni var að afhenda Óskarinn fyrir besta lagið en eins og allir vita hlaut Bob Dylan þau verðlaun en ekki Björk. Julia Roberts, sem hlaut verðlaun fyrir besta leik i kvenhlutverki, var í einfoldum og glæsi- legum svörtum kjól. Kjóllinn er frá Valentino og brýtur hvíta hálsskrautið kjólinn skemmti- lega upp, er eins og punkturinn yfir i-ið. Leikkonan Hilary Swank naut þess heiður að afhenda Russel Crove verðlaun fyrir besta leik í karlhlutverki. Hún var íklædd glæsileg- um gylltum og glitrandi kjól en hún vekur jafn- an athygli fyrir glæsilega kjóla þar sem hún fer. Donatella Versace naut þess heiðurs að klæða Hilary að þessu sinni. Kjóll leikkonunnar Marciu Gay Harden var svo sannarlega rauður. Rauður kjóll er alltaf skemmtilega ögrandi og áber- andi og leikkonan her hann vel i þessu tilviki. Kjóllinn er frá Randolph Duke og fylgir honum sjal í stil. Marcia Gay Harden fékk óskarverðlaun fyrir besta auka- hlutverk kvenna. Sagt er að frægustu tísku hönnuðir sendi leikkonum kjóla fyrir óskarverðlauna- hátíðina þannig að þær munu eiga úr nokkrum að velja þegar liður að stóra deginum. Það er að sjálfsögðu mikill heiður fyrir tísku- hönnuð að eiga kjól á glæsilegri leikkonu á óskarsverð- launahátíð, varla er hægt að komast miklu lengra en Glæsilegasti kjóllinn það. -ss Kjóll Jennifer Lopez var einstaklega glæsilegur og þótti bera af hinum sem voru þó glæsilegir. Flottasti dýrakjóllinn Björk Guðmunds- dóttir var í frumleg- um kjól aö vanda. Aö þessu sinni var eins og hún hefði sveipað sig svani. Rauður og ögrandi kjóll Kjóll leikkonunn- ar Marciu Gay Harden var áber- andi og eldrauð- ur. Hún vakti því athygli hvert sem hún fór. Einfaldur og klassískur kjóll Julia Roberts var í einstaklega glæsi- legum svörtum kjól úr flaueli og satíni. Svanir og aðrir glæsikjólar Ný mynd skýst upp í efsta sæti myndbandalistans þessa vikuna, kvikmynd sem gerð er í kjölfar vin- sælda American Pie og notast við sams konar húmor sem er á mörk- um velsæmis en fellur vel í kramið hjá ungu fólki. Segir myndin frá fjór- um félögum sem fara þrjú þúsund kílómetra á bíl til að koma í veg fyr- ir að póstsending berist til kærustu eins þeirra. Pósturinn innheldur spólu sem sýnir þegar einn þeirra, eyðir heitri nótt með fallegri stúlku. Meinið er aö sú sem er að fá spóluna í hendur er unnusta Josh. Mis- tök höfðu oröið og í stað spólu þar sem Josh lýsir yfir eilífri tryggð við kærustuna fer þessi framhjáhalds- spóla í póstinn. í þriðja sætinu er einnig ný mynd, Scary Movie, sem hefur villt- an húmor að leiðar- ljósi. Mynd þessi gerir stólpagrin af unglinga- hryllingsmyndum á borð við Scream og I Know What You Did Last Summer og öðr- um í sama dúr. Áber- andi á listanum eru þættir úr hinni vin- sælu sjónvarpsseríu Friends. Þijár slikar spólur prýöa listann sem innihalda þætti úr nýjustu seriunni. Road Trip Gamanmynd um unga menn sem reyna að koma i veg fyrir að póstsend- ing komist til skila. Q Q Q O O O ö o o © 0 (U © RTRRI VIKUR VIKA TniU. (DREIRNGARAÐILI) Á USTA _ Road Trlp (sam mynbönd) 1 1 Holiow Man (skífani 2 _ Scary Movie (skífan) 1 Nurse Betty isam myndbönd) 2 Snatch (skífani 6 Coyote Ugly (sam myndbóndi 5 X-Men (skífan) 4 Whipped (myndform) 3’ Titan A.E. iskífan) 3 Shanghai Noon (myndform) 6 Friends 7, 9_12 isam myndböndj 1 Den eneste ene (sháskólabíój 2 Love, Honour and Obey (háskólabíó) 1 LOSt SOUÍS (MYNDFORM) 4 Friends 7,1_4 isam myndbönd) 2 14 High Fidelity (sam myndböndi 7 9 Gossip ísam myndbönd) 4 10 Friends 7, 5_8 (SAM MYNDBÖND) 2 16 The Patriot(SKlFAN) 8 15 28 Days (skífan) 13 3 5 4 2 8 7 11 13 6 12 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.