Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 9
FTMMTUDAGUR 29. MARS 2001 9 I>V Útlönd Skriödreki á fartinni Skríðdreki makedónska hersins ekur hjá kirkjugarði múslíma í Tetovo. Lokaatlaga gegn albönsku skæru- liðunum í Tetovo Makedónski stjómarherinn ætlar að láta kné fylgja kviði í dag og hrekja albanska uppreisnarmenn frá síðustu vígjum sinum i hlíðun- um fyrir ofan borgina Tetovo og binda þar með enda á mánaðar- langa uppreisn þeirra. Her og lögregla héldu uppi mikilli skothríð á stöðvar skæruliðanna í gær og beittu skriðdrekum og sprengjuvörpum. Stjómvöld sögðust gera sér vonir um að fljótlega tækist að ganga milli bols og höfuðs á upp- reisnarmönnum. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hvatt slavneska meirihlutann i Makedóniu til að reyna að draga úr þeirri gremju sem varð kveikjan að uppreisn Albananna og jók hættuna á nýju stríðio á Balkanskaga. • Bush Bandaríkjaforseti styður ekki Kyoto-bókunina: Bretar harma af- stöðu forsetans Bretar lýstu í morgun þungum áhyggjum sinum af þeirri ákvörðun bandarískra stjómvalda að falla frá Kyoto-bókunni frá 1997 um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. „Það er nánast óhugsandi að Bandaríkin verði ekki með í sam- komulaginu," sagði Michael Meacher, umhverfisráðherra Bret- lands, í viðtali við breska sjónvarp- ið BBC. Meacher sagði að hækkandi hita- stig í heiminum af völdum gróður- húsaáhrifanna væri hættulegasta verkefnið sem mannkynið stæði frammi fyrir næstu eitt hundrað ár- in og ákvörðun bandarískra stjóm- valda væri „mjög alvarleg". Ákvörðun Bandaríkjamanna, sem tilkynnt var í gær, er mikið áfall fyrir Evrópuþjóðir sem gerðu sér vonir um að hægt væri að bjarga samkomulaginu sem gert var á loftslagsráðstefnunni í Kyoto í Jap- an. Ekki er lengra síðan en í síðustu viku að ráðamenn Evrópusam- bandsins sögðu að baráttan gegn gróðurhúsaáhrifunum væri óað- skiljanlegur þáttur i samskiptum ESB og Bandaríkjanna. „Forsetinn hefur verið ótvíræður, George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur vakið reiði og hneykslan demókrata á þingi, umhverfissinna og leiðtoga erlendra ríkja með afstöðu sinni til Kyoto- samkomulagsins um baráttuleiðir gegn gróðurhúsaáhrifunum. hann styður ekki Kyoto-samning- inn,“ sagði Ari Felsicher, talsmaður Hvita hússins, við fréttamenn í gær. „Hann þjónar ekki efnahagslegum hagsmunum Bandaríkjanna." Aðspurður hvort Bandaríkin myndu draga sig út úr samkomulag- inu, sagði Fleischer að það hefði aldrei tekið gildi og því væri ekkert til að draga sig út úr. Áður en samkomulagið var gert í Kyoto 1997 hafði öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt ályktun, sem ekki var bindandi, með 95 at- kvæðum gegn engu um að deildin gæti ekki stutt samkomulag um gróðurhúsalofttegundir sem ekki byndi þróunarlöndin til jafns við iðnríkin. Demókratar á Bandaríkjaþingi og umhverfisverndarsinnar fordæmdu afstöðu Bush forseta. „Nýi forsetinn kom í bæinn og sagðist myndu breyta tóninum og andrúmsloftinu í Washington. Við höfum líklega ekki áttað okkur á því að það væri hið raunverulega andrúmsloft sem hann ætlaði að breyta," sagði Richard Gephardt, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild þingsins, við fréttamenn í Was- hington. Embættismenn sögðu síðar að stjórnvöld myndu vinna með öðrum að því að finna aðrar leiðir til að berjast gegn gróðurhúsaáhrifunum. Vladimir Pútín Rússiandsforseti skipaði sína eigin menn í lykilembætti í gær. Losar sig við menn Jeltsíns Vladimir Pútín Rússlandsforseti stokkaði í gær upp í stjórn sinni og losaði sig við menn Borís Jeltsíns, fyrrverandi forseta, og skipaði sína eigin menn í lykilembætti. Nýr varnarmálaráðherra verður Sergej Ivanov sem þar til í gær var yfir- maður öryggisráðs Rússlands. Hann var áður foringi í leyniþjónustunni og hefur fylgt Pútín eins og skuggi frá því að hann varð forseti. Annar dyggur stuðningsmaður Pútins, Borís Gryzlov, verður innanríkis- ráðherra. Athygli vakti að Pútín skipaði konu, Ljubov Kudelina, í embætti aðstoðarvarnarmálaráð- herra. Hún gegndi embætti aðstoð- arfjármálaráðherra. Að uppstokk- uninni lokinni hélt Rússlandsforseti á hátíðartónleika til að fagna 225 ára afmæli Bolsjoí-leikhússins. Kjarnorkugámar á ákvörðunarstað Flutningabílar komu snemma í morgun með gámana sex með kjarn- orkuúrgangi, sem komið höfðu með lest frá Frakklandi til Þýskalands, til geymslustöðvarinnar í Gorleben. Mótmælendum mistókst að tefja flutningana frekar eftir að gámun- um hafði verið lyft úr lestinni yfir á flutningabílana í bænum Dannen- berg. Áður en lestin kom til Dannen- berg hafði hún beðið í 15 klukku- stundir 1 bænum Dahlenburg á með- an lögregla beitti loftpressubor og klippum til að losa mótmælendur sem höfðu hlekkjað sig við teinana og fest sig í steypu. Um 20 þúsund lögreglumenn tóku þátt í öryggisgæslu vegna flutning- anna á kjarnorkuúrganginum sem er úr þýskum kjarnorkuverum en hafði verið sendur til Frakklands til endurvinnslu. Kjarnorkuandstæðingar höfðu hótað frekari mótmælum síðasta spölinn á leiðinni til geymslustöðv- arinnar í Þýskalandi. Þeir höfðu sig hins vegar ekkert í frammi í morg- un. Stjórn Gerhards Schröders Þýskalandskanslara hefur varið flutningana og segja þá lið í að leggja niður kjamaofna 2025. Vatni sprautað á kjarnorkuandstæðing Óeirðalögregla í Þýskalandi beitti meðal annars vatnsþrýstibyssum gegn kjarnorkuandstæöingum sem mótmæltu flutningi kjarnorkuúrgangs frá Frakklandi. EFTA-DÓMSTÓLLINN Dómritari EFTA-dómstólnum var komið á fót samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og hefur lögsögu í málum sem varða aðildarríkin, ísland, Liechtenstein og Noreg. Helstu mál sem dómstóllinn fjallar um eru mál sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ber undir dómstólinn vegna meintra brota á samningnum og beitingar eða skýringar á EES-reglum, og mál sem höfðuð eru til endurskoðunar á ákvörðunum ESA. Þá veitir EFTA-dómstóllinn dómstólum aðildarríkjanna ráðgefandi álit um skýringar á ákvæðum EES-réttar. EFTA-dómstóllinn fer með hliðstætt hlutverk og dómstóll Evrópubandalaganna. Laus er til umsóknar staða dómritara, sem er ábyrgur fyrir daglegri stjóm dómstólsins, þ.á m. gerð fjármálaáætlana og starfsmannahaldi. Viðkomandi er einnig ætlað að sjá um málaskrá dómstólsins og annast regluleg störf dómritara. Ráðið verður í stöðuna frá 1. september 2001 til tveggja eða þriggja ára, með möguleika á endurnýjun í jafnlangan tíma. Krafist er háskólaprófs í lögfræði og kunnáttu í Evrópurétti/EES-rétti. Umsækjandi skal hafa reynslu af stjórnunarstörfum og starfsmannahaldi. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjóm dómstóla eða hafí starfað fyrir alþjóðastofnun. Áskilið er að umsækjandi hafi fullkomið vald á ensku og nokkra þekkingu á frönsku. Eingöngu er tekið við umsóknum frá þegnum aðildarríkjanna þriggja. Laun og önnur kjör em samkvæmt starfsreglum EFTA-dómstólsins í flokki P5 og við þau bætast húsaleigustyrkur, menntunarstyrkur vegna bama og fjölskylduuppbót. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2001. Frekari upplýsingar um stöðuna og umsóknareyðublöð (nr. 1/01) fást hjá EFTA-dómstólnum: EFTA Court, 1, rue du Fort Thiingen, L-1499 Luxembourg Sími: (OO 352) 42 10 81. Símbréf: (00 352) 43 43 89 Netfang: eftacourt@eftacourt.lu Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu dómstólsins: http://www.efta.int/ og með viðtölum við núverandi ritara, Gunnar Selvik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.