Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Page 28
Umhverfisráðherra: Samkomulag um Kyoto mikilvægt „Ég geri mér ekki grein fyrir því í augnablikinu hvað þessar fréttir þýða, en samkvæmt mínum upplýs- ingum eru Banda- ríkjamenn að end- urskoða sína stefnu varðandi Kyoto-bókunina,“ segir Siv Friðleifs- dóttir um þær fréttir að Banda- ríkjamenn hyggist ekki staðfesta að- ild sína að Kyoto- hókuninni um los- un úrgangsefna. „Okkar stefna er alveg skýr. Við teljum mjög mikilvægt að þjóðir heims nái samkomulagi um út- færslu á Kyoto-bókuninni og mér skilst að Bandaríkjamenn ætli að mæta á fundi áfram þar sem unnið verður að þeim málum. Ég vona að það þýði að þeir ætli að vinna áfram að þessum málum eins og þjóðir heims eru flestar að gera. Við höf- um talið mikilvægt að vinna að því með öðrum þjóðum heims að tryggja útfærslu Kyoto-bókunarinn- ar þannig að aðrar þjóðir geti gerst aðilar," segir Siv. -gk Siv Friðleifsdóttir. m Sorp, geðveiki og Litla-Hraun í Fókus á morgun verður ítarleg út- tekt á þvi hvemig á að skemmta sér án mórals hvem einasta dag í apríl. Rætt er við kvikmyndastjörnuna og tugthús- liminn Laila Johns um frægðina og lífið á Hrauninu. Nanna Kristín Magnúsdótt- ir leikkona talar um hvemig er að leika geðveika leikkonu og nokkrir vel þekkt- ir íslendingar segja frá og sýna örið sitt, farið er á rúntinn með öskukörlum og tónlistar- og hugsjónamaðurinn Innsól er tekinn tali en hann syngur um blóm, frið og ást á tímum kaldhæðni og gena- breytinga. Einnig er sagt frá Örkinni hans Jóa og hvemig við björgum ein- kennum Islands þegar það sekkur. ERU ÞEIR AÐ PISSA ÚT? FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. Bflheimar 550 5555 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 * Forsætisráðherra hyggst leggja Þjóðhagsstofnun niður: Ekkert samráð við Framsókn - órætt í ríkisstjórn, segir Halldór Ásgrímsson „Þetta er algjör- lega órætt I ríkis- stjóm og ég hef eng- ar tillögur séð þessa efnis,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, í samtali við DV í morgun. Forsætis- ■ Davíð Oddsson. Halldór Ásgrímsson. Þórður Friðjónsson. ráðherra tilkynnti í gær að undir- búningur að því að leggja Þjóð- hagsstofnun niður væri langt kom- inn og að skipulagsbreytingar sem því tengdust ættu að geta gengið í gegn á nokkmm mánuðum. Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, vissi ekki af þessum áformum, en forsætisráðherra taldi að Þórður hefði mátt vita af sjónarmiðum sínum þar sem hann hafi viðrað hugmyndir þessa efnis á ársfundi Seðlabankans fyrir ári. I kjölfarið var settur upp starfs- hópur til að fjalla um hugsanlega nýskipan mála, en þjóðhagsstofu- stjóri segir að þessi hópur hafi aldrei komið saman. Halldór Ásgrimsson kvaðst lengi hafa átt góð samskipti við Þjóðhagsstofnun í störfum sínum sem stjórnmálamaður; bæði með- an hann var í sjávarútvegsráðu- neytinu og einnig sem þingmaður í stjórnarandstöðu. „Ég vil enga dóma kveða upp úr með hvort verkefnum þeim sem Þjóðhags- stofnun hefur sinnt verður betur komið annars staðar. Hins vegar hefur ríkt ágætt traust til starfa stofnunarinnar og það tel ég mjög mikilvægt," segir Halldór. „Málið er á ábyrgð forsætisráð- herra og það er algjörlega hans að stýra því hvemig hann leggur það fyrir,“ sagði Halldór, aðspurður um hvort ekki væri eðlilegt að hann sem formaður hins stjórnar- flokksins væri í ráðum í jafn stóru máli sem þessu. Ekki náðist í Davíð Oddsson for- sætisráðherra vegna málsins. -sbs Allt í loft upp á þvagfæradeild Ríkisspítalanna: Yfirlækninum sagt upp Sameining þvagfæraskurðlækn- ingadeilda Landspítalans og Borgar- spítalans, sem svo hétu, hefur orðið til þess að Agli Á. Jacobsen, yfirlækni deildarinnar á Landspítalanum, hefur verið sagt upp störfum. Nýr yfirlækn- ir sameinaðrar deildar spitalanna verður Eiríkur Jónsson, þvagfæra- skurðlæknir af Borgarspítala, sem hefur verið settur í stöðuna til bráða- birgða áður en skipað verður í hana. Egill Á. Jacobsen er kominn á sjö- tugsaldur en á enn nokkur á eftir áður en hann fer á eftirlaun. Hann er mjög ósáttur við uppsögnina og hefur leitaö fulltingis lögfræðinga til að Atök á Landspítalanum Sameining deilda veldur ólgu. verja rétt sinn. Hann á að baki ára- tugastarf við uppbyggingu þvagfæra- skurðlækningadeildar Landspítalans sem hann nú verður að yfirgefa af skipulagslegum ástæðum. „Læknaráð Landspítalans hefur lagt til að gerður verði einhvers kona lokasamningur við eldri lækna, þegar sameining deilda á sér stað eins og í þessu tilviki, þó ekki væri nema til þess að þeir gætu haldið reisn sinni,“ sagði Sverrir Bergmann, formaður læknaráðs Landspítalans, i morgun en hann ætlar að beita sér í málinu enda segir hann að ekki sé hægt að „...henda mönnum svona þegar þannig stendur á. Þetta snýst ekki um peninga vegna þess að launamunur æðsta yfirlæknis og hinna er ekki nema nokkur þúsund krónur." Ekki náðist í Magnús Pétursson, forstjóra Ríkisspítalanna, i morgun né heldur í Egil Á. Jacobsen. -EIR Holtavörðuheiði: Arekstur tveggja jeppa DVJHVND BRINK Splæst upp á togvír Þaö gafst stund til þess í vikunni aö vinna aö veiöarfæraviöhaldi á kæjanum á Dalvík. Hér er veriö aö splæsa upp á togvíra og meö vönum handbrögöum er vírunum fléttað saman. Eldur kom upp í heildverslun í Síðumúla í Reykjavík um klukkan 22 í gærkvöldi. Slökkviliðið á höf- uðborgarsvæðinu var kallað á staðinn. Þá kom í ljós að kviknað hafði í pappakössum í rusladalli inni í húsnæðinu. Eldurinn hafði slokknað af sjáifu sér og reykræsti slökkviliðið húsnæðið. Ekki var um miklar skemmdir að ræða af völdum eldsins og rannsakar lög- reglan í Reykjavík nú upptök elds- ins. -SMK í s-beygjunum fyrir ofan Götur skammt frá Vík í Mýrdal skömmu fyrir klukkan 8 í morgun. Að sögn lögreglunnar í Vík missti ökumað- urinn stjórn á bíl sínum með fyrr- greindum afleiðingum. Ökumaður- inn slapp með lítil meiðsli. GSM- símasambandslaust er á svæðinu, og tók annar bill ökumanninn upp i og ók honum á stað þar sem hægt var að hringja frá og tilkynna um veltuna. Ekki var vitað um skemmdir á bílnum í morgun. -SMK Arekstur tveggja jeppa varð á Holtavörðuheiði um klukkan 20 í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var annar jeppinn á suðurleið en hinn á norðurleið og voru jepparnir að mætast þegar ökumaður jeppans á suðurleið missti stjórn á bil sínum með þeim afleiðingum að hann snerist á veg- inum og fór afturendi hans framan á þann sem var á norðurleið. Eng- in slys urðu á fólki en jeppinn sem var á norðurleið var óökufær á eft- ir. Sá sem var á suöurleið skemmdist töluvert en var þó öku- fær. Bylur var á heiðinni í gær- kvöldi er áreksturinn varð. -SMK tilboösverö Kr. 2.750,- Merkilega heimilistækið<° Nú er unnt aö "o Rafport merkja allt á heimilinu, kökubauka, spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport_______ V i Síðumúli: Eldur í pappa- kössum Vík í Mýrdal: Flutningabíll valt Flutningabíll með tengivagn valt r f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.