Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 29 DV Tilvera Finding Forrester: Skapandi vinátta Finding Forrester, sem framsýnd verður á morgun, er kvikmynd sem vakið hefur atliygli víða. Um er að ræða nýjustu kvikmynd Gus Van Sant. Og ekki er það verra fyrir okkur ís lendinga að sú sem klippti þessa gæða mynd er Valdís Óskarsdóttir sem held- ur betur er komin á blað í cdþjóðlegri kvikmyndagerð. í myndinni leikur Sean Connery William Forrester sem stundum er kallaður „glugginn" af nágrönnum sin- um þar sem það eina sem sést af hon- um er þegar hann lítur út um glugg- ann. Hann býr einsamall og einangrað- ur í Bronx-hverfinu. Eitt sinn var þessi maður heimsfrægur rithöfúndur og skrifaði Pultizer-verðlaunaskáldsögu. Það era fjöratíu ár síðan og ekkert hef- ur komið frá honum allan þann tima. Heimur hans einkennist af rykföllum bókum, gömlum dagblöðum og viskíi. Það er ekki fyrr en hinn sextán ára bráðgreindi námsmaður og körfubolta- leikmaður, Jamal Wallace (Rob Brown), stfgur inn í fbúð Williams í leyfisleysi sem heimur þess síöar- nefnda opnast upp á gátt. Jamal er mikið efni í rithöfúnd og fær hann styrk til að nema við einkaskóla í Man- hattan. Með Jamal og William tekst óvenjuleg vinátta. Þeir hjálpa hvor öðram í leitinni að sjálfúm sér. Jamal hjálpar William að endurappgötva líf- ið meðan William hvetur Jamal til að skrifa, róa sig og þroskast. Gus Van Sant heldur sig við gáfu- mennina eins og í síðustu kvikmynd sinni, Good Will Hunting. Hann var þó ekki alveg viss um hvort hann ætti að leikstýra henni. Hann var staddur á Indlandi þegar hann fékk handritið í hendurnar. Það var svo þegar ljóst var að Sean Connery myndi leika Forrester að hann sló til. Connery hefur sagt í viðtali að Finding Forrester sé mynd að hans skapi: Gáfupilturinn Jamal Wallace Aö mati Forresters efnilegur rithöfundur. Rob Brown í hlutverki sínu. Erfitt verkefni Michael Caine leikur sérfræöinginn Victor Melling sem fenginn er til aö gera feguröardrottningu úr löggunni Gracie Hart (Sandra Bullock). Úr löggunni 1 fegurðarsam- keppni Miss Congeniality, gamanmynd með spennuívafi, sem frumsýnd verður á morgun, hefúr notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum frá því hún var fram- sýnd þar fyrir nokkrum vikum og þyk- ir Sandra Bullock ná sér vel á strik sem rannsóknarlögga sem verður að gerast þátttakandi í fegurðarsamkeppni. í stuttu máli gengur myndin út á að raðmorðingi gengur laus. Lögreglunni hefur borist sú vitneskja að hann ætli að láta til sín taka þegar fegurðarsam- keppnin Ungfrú Ameríka fer fram. FBI telur nauðsynlegt að koma sfnum manni í keppnina og eina löggan, sem vön er að vinna slík störf og kemur til greina í Ungfrú Ameríku, er Gracie Hart. Á hún að koma fram sem ungfrú New Jersey en það varð að vísa kepp- anda, sem valinn hafði verið, úr keppn- inni vegna þess að í ljós koma að hún hafði leikið i klámmynd. Aðstandendur keppninnar era látnir vita og satt best að segja líst þeim ekki vel á nýja keppandann, sem hefur gert lítið í þvi á viðburðaríkri ævi að vera kvenleg. Það er því ljóst að flikka þarf upp á keppandann og kenna henni ýmsa siði sem ungar og fallegar stúlkur temja sér. Tekur nú við tímabil þar sem Hart þarf ekki aðeins að fylgjast með því hvort raðmorðingi er nálægur heldur þarf hún að temja sér siði sem hún hef- ur ekki haft mikið á. Þar að auki kemur í ljós að ekki er allt sem skyldi með rekstur keppninnar. Auk Söndru Bullock leikur kærasti Juliu Ro- berts, Benjamin Bratt, löggu sem hrífst af Bull- ock, Michael Caine leik- ur þann sem fær það verkefni að flikka upp á Bullock og Candice Bergen og Shatner leika endur Ungfrú keppninnar. Leikstjóri er Donald Petrie en í fyrstu kvik- myndinni sem hann leik- stýrði, Mystic Pizza, kynnti hann til sögunnar Juliu Roberts. Meðal annarra kvikmynda sem hann hefur gert má nefna Grampy Old Men, My Favorite Martian, Richie Rich, The Associate og The Favor. Miss Congeniality er sýnd f Bíóhöllinni, Há- skólabíói, Kringlubíói, Nýja bíói, Akureyri og Nýja bíói, Keflavík. -HK Skáldiö William Forrester. Sean Connery í hlutverki titilper- sónunnar sem lét sig hverfa af sjónarsviöinu. óvenjulegri vináttu. Sfðasta kvik- mynd sem ég lék í og fjallaði um vin- áttu var The Man Who Would Be King og það eru tuttugu og fimm ár síðan ég lék í henni.“ Auk Connerys og Robs Browns, sem er að leika í sinni fyrstu kvikmynd, leika í myndinni F. Murray Abraham, Anna Paquin, Busta Rhymes, Michael Nouri og Ric- 1 hard Easton. Finding Forrester verður sýnd í Stjömubíói. -HK Nýlistasafnið: Kvikmyndir og pólitík í kvöld verður opnuð kvikmynda- hátíðin Kvikar myndir í Nýlista- safninu viö Vatnsstíg. Þetta er ann- að árið sem hátíðin er haldin og yf- irskrift hennar í ár er Pólitík. Sýnd- ar verða yfir 50 myndir af ýmsu tagi. Við val á myndum i dagskrá hátíðarinnar var þeim skipt niður í flokka eftir tegundum: heimildar- myndir, leiknar myndir, áróðurs- myndir og frjáls flokkur. Síðan voru valdar myndir inn í flokkana og það haft að leiðarljósi aö myndimar fjölluðu sannarlega um pólitík, þ.e. að kvikmyndagerðarmennirnir væru á einn eða annan hátt aö boða eða gagnrýna þjóðskipulag og stjórnmálakenningar. Margar myndanna á hátíðinni eru „hrein- trúarmyndir" af þessu tagi. En til að auka fjölbreytnina eru einnig margar myndir þar sem boðskapur- inn er ekki tengdur beint við stjórn- málakenningar þrátt fyrir að á þær megi líta sem rammpólitískar. Á hátíðinni verður kvikmynda- gerð Þorsteins Jónssonar gerð sér- stök skil en þar gefur að líta fimm myndir eftir hann. Nýlistasafnið er opið alla daga milli kl. 14-18. Tv«ií Bis •Vitlaasir Laugardagur 31. mars Bakkafjörður kl. 11.00 Laugardagur 31. mars Raufarhöfn kl. 17.00 Sunnudagur 1. apríl Þórshöfn kl. 14.00 Litla Kaffistofan Tryggvabraut 14 Sími 461 3000 Akureyri Venjulegur heimilismatur í hádeginu virka daga Fermingar Prentum á fermingarservíettur Gyllum á sálmabækur og kerti Margar gerðir af servíettum fyrirliggjandi olprent Glerárgötu 24-26 Akureyri s: 462-2844 Tvær löggur að störfum Benjamin Bratt og Sandra Bullock í hlutverkum sínum. Mikið úrval af keramiki Tilboðsverð á iitum, frábær afsiáttur af páska- og smávörum í versíun okkar. Sjón er sögu ríkari Listasmiðjan Skeifunni 3a, sími 5S8 210 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.