Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 24
28 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 Tilvera DV KI< og Magnús á Pollinum Blúshundarnir KK og Magnús Eiríksson töfra fram bláa tóna Við pollinn, Akureyri, í kvöld frá kl. 21. Krár 1 SVEIFLA A KAFFI REYKJAVIK Þaö er enginn,annar en Frank Sinatra okkar íslendinga sem skemmtir gestum Kaffi Reykjavíkur meö tónleikahaldi í kvöld. Já, maö- urinn meö flauelisröddina, hann Geir, mætir ásamt Furstunum félög- um slnum og tjúttar upp í liöinu. Tónleikarnir eru til styrktar krabba- meinssjúkum börnum þannig aö gott málefni er styrkt um leið skemmtun fæst af. ■ DANIR DJASSA Á MÚLANUM The Nordic Quartet leikur á Múlanum í Húsi málarans í kvöld. Kvartattinn er skipaður Dönunum Morten Ramsböl á bassa, Christian Vuust á sax og Morten Lund á trommur, ásamt Svíanum Jakob Karlzon á píanó. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Klassík 1 GUNNÁR SPJUTH HELDÚR fON- LEIKA Sænski gítarleikarinn Gunn- ar Spjuth er í heimsókn á skerinu og mun halda tónleika í Áskirkju klukkan 20 í kvöld. Gunnar leikur verk eftir John W. Duarte, Reginald Smith-Brindle, Andrés Segovia, Leo Brouwer, Isaac Albeniz og Manuel de Falla. Gunnar ár játtebra pá att spela gitarr och vann en Svensk Grammy för sin första skiva 1987. Leikhús ■ ABIGAIL HELDUR PARTI Leikritíö Abigail heldur partí eftir Mike Leigh veröur sýnt á Litla sviöi Borgarleik- hússins klukkan 20 í kvöld. ■ SKÁLDANÓTT eftir Hallgrím Helgason veröur sýnd á Stóra sviöi Borgarleikhúsins klukkan 20 í kvöld. Verkið fékk Menningarverö- laun DV 2001. Námskeið 1 STUTTMYNDANAMSKEIÐ I HINU HUSINU Okeypis stuttmynda-námskeið verður í Hinu húsinu í Aðalstræti í .wöld kl. 20. Kennt veröur á Adobe premier klippiforritið. Fundir ■ FRÆÐSLUFUNDUR FRIMERKJASAFNARA Landssamband íslenskra frímerkja- safnara heldur fræðslufund fyrir áhugafólk um frímerkjasöfnun í Síöumúla 17, annarri hæö. Siguröur R. Pétursson ræöir um frimerki, söfnun þeirra og frágang til sýninga. Þór Þorsteins fjallar um íslenska póststimpla, söfnun þeirra og grein- ingu. Fundurinn hefst kl. 20.15. Síðustu forvöð ■ KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR í GALLERI SÆVARS KARLS Sýningu Katrínar Siguröardóttur í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti, lýkur í dag. Á sýningunni er líklega stærsta verk sem sett hefur veriö upp í gall- eríinu hingaö til. Katrín breytir rým- inu á nýstárlegan hátt, áhorfandinn gengur inn í verkiö og út úr því aftur inn í annan heim, þar sem hann viröir fyrir sér verkiö aö utan, gengur upp tröppur og skoðar þaö aö ofan. Sýningar ■ BRÚÐKAUPSSÝNING I SKtÐASKALANUM HVERADOLUM Sýnt verður _það helsta sem viökemur brúökaupum. Sýningin hefst kl. 20. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.ls Heimildarmynd um Lalla Johns frumsýnd í Háskólabíói í kvöld: Harðjaxl sem fer sínar leiðir Það reyndist ekki þrautarlaust að ná tali af Lárusi Svanssyni eða Lalla Johns, söguhetjunni í samnefndri heimildarmynd Þorfmns Guðnason- ar. Lalli er á Litla-Hrauni en að lok- um fékst leyfi til að tala við hann. „Ég veit ekki hvort ég fæ að koma á frumsýninguna. Þeir hjá Fangelsis- málastjórn segja að það stangist á við lög og tala við mann eins og núll og nix. Það eru fjögur ár síðan ég var hér síðast og í þetta sinn er ég sak- laus, þetta er alveg ferlegt. Ég átti að fara á Kvíabryggju í maí og taka út sex mánuði þar en þetta eyðileggur allt og ég er fokvondur. Mér fannst mjög gaman á meðan verið var að taka myndina, ég er að vísu einfari í eðli mínu en linsan Bíógagnrýni vandist. Það er líka gaman að færast aðeins ofar í metorðastiganum og hætta að vera algjört núll, þetta er hrós. Ég býst ekki við að verða frægur en mér finnst gott að fólk fái að kynnast mér eins og ég er. Svo er líka alltaf hætta á að fólk fari að bera meiri virðingu fyrir mér en ég á skilið. Satt best að segja er ég orðinn hundleiður á lífi krimmans og mig langar að gera meira fyrir fjöl- skylduna en ég hef ekki þorað að hringja í hana síðan ég fór inn. Ég nenni ekki að standa fyrir utan Hraunið þegar ég kem út og hafa ekkert að fara eða engan til að taka á móti mér og byrja á sama ruglinu aftur.“ Lalli segir að hann verði fimmtugur í september, hann eigi fjögur böm og það sé kominn tími til að breyta til. „Ég lærði mikið á með- an tökum stóð og hef tekið mig mik- ið á. Ég vil út úr þessu rugli. Ég er orðinn of gamall til að standa í þessu. “ -Kip en þeir eru Jón Prorré heimspek- ingur, Guðjón Bjarnason arkitekt og myndlistamaður ásamt tví- burasystrunum og bændunum Gróu og Guðnýju í Laugardal. Ég man eftir Lalla frá því i gamla daga og kynnst honum á billanum á Klöppinni og hann var alltaf opinskár, glaðlegur og skemmtilegur karakter. Ég var líka búinn að heyra nokkrar skrautlegar sögur af honum. Þeg- ar ég hitti hann svo á götuhorni nokkrum dögum seinna reifaði ég hugmyndina við hann, við löbbuðum svo inn á Keisarann og handsöluðum myndina undir bjórglasi. Lalli setti að vísu eitt skilyrði og það var að myndin yrði frumsýnd i Háskólabíói og nú er sá draumur að rætast." Lalli í fangelsi „Nýjustu fréttir af Lalla eru þær að hann er í fangelsi. Um þar síðustu helgi var framið innbrot á Kaffi Austurstræti og var Lalli grunaður og handtekinn. Fljót- lega kom í ljós að hann var sak- laus en þar sem hann hafði gist Hverfissteininn var hann sendur beint á Litla-Hraun til að taka út sex mánaða dóm sem hann átti að afplána í maí. Stóra spurningin er því hvort að hann komi á frumsýninguna i lögreglufylgd. Ég vona svo sannarlega að Fang- elsismálastofnun sjái aumur á honum þar sem hann hefur hlakkað mikið til að sjá afrakst- urinn af því að hafa mig á öxlinni í tæplega fimm ár.“ Heimildarmyndin „Lalli Johns“ eftir Þorfinn Guðnason verður frumsýnd i Háskólabíó klukkan 20.00 i kvöld. I myndinni er fylgst með síbrotamanninum Lalla Johns sem er alþekktur úr undirheimum Reykjavíkur, bar- áttu hans við kerfið og tilraunum hans til þess að sigrast á mótlæt- inu í lífinu. Lalli á óslitinn glæpaferil að baki og fylgdust að- standendur myndarinnar með honum í tæp fimm ár. Á meðan að tökur stóðu yfir fór Lalli fjór- um sinnum inn á Litla-Hraun, tvisvar í meðferð og fjórum sinn- um inn á sjúkrahús. Með rödd sögumannsins kynnast áshorf- endur Lalla og því hvernig ferill hans sem smákrimmi hófst. Einnig eru samferðamenn • Lalla úr undirheimum Reykjavíkur kynntir til sögunnar en þeir bera honum vel söguna, enda er Lalli afar heillandi persóna, örlátur og má ekkert aumt sjá. Lalli er harðjaxl Þorfinnur Guðnason, eða Toffi kvikmyndagerðarmaður eins og hann er gjarnan kallaður, segir að hugmyndin að myndinni hafi hellst yfir sig þegar hann var að skoða bók sem heitir „Eins konar sýnir“. Þar rakst hann á mynd af Leiður á lífi krimmans Hínn fuilkomni endir Toffi segist ekkert kvíða fyrir aðsókninni. „Lalla er búið að dreyma fyrir því að 24.793 áhorf- endur komi á myndina og það á að duga. Ég vona svo sannarlega að Lalli fái að koma á frumsýn- inguna, ég ætla að mynda atburð- inn og um leið að loka hringnum. Það yrði alveg frábært ef hann kæmi í járnum og í fylgd með fangavörðunum Haffa og Inga sem eru í myndinni. Ég mundi svo splæsa þeim eftir helgi - það komni endir.“ ★ ★ Hiltnar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. DV-MYND PJEnjR Handsöluöum myndina á Keisaranum Þorfinnur Guönason kvikmyndageröarmaður segir aö myndin um Lalla sé fyrsta heimildarmyndin af nokkrum sem hann sé aö gera um mannlíf á Is- landi í kringum aldamótin. Lalla með svo hljóðandi mynda- texta: Lalli Johns er harðjaxl sem lætur engan segja sér fyrir verk- um og fer sínar eigin leiðir. „Þegar stafræna tæknin kom til landsins ákvað ég að gera nokkr- ar persónulegar heimildarmyndir sem endurspegluðu samtímann við aldamótin og reyna að ná fram sýn á landið í gegnum augu og eyru nokkurra velvaldra ein- staklinga. Lalli er ágætis mótvægi við hina sem eru frekar rafineraðir Laugarásbíó/Stjörnubíó -15 minutes: Stund frægðarinnar Á undanförnum misserum hefur samkeppnin milli sjónvarps- stöðva, sérstaklega bandarískra, leitt af sér fáránleika sem varla nokkrum hefði dott'ið í hug fyrir nokkrum árum. Þar má nefna Sur- viver- þáttaröðina og aðrar í slík- um dúr þar sem mannskepnan lætur hafa sig út I að elta gull- kálfinn við frumlegar aðstæður og gengur allt út á að klekkja á ná- unganum. Svo eru það þættir á borð við Jerry Springer Show þar sem stundarfrægðin skiptir öllu í lífi þeirra sem taka þátt í subbu- skapnum sem þar er sýndur. Þetta er nefnt hér þar sem sagan I 15 Minutes gengur öðrum þræði út á stundarfrægð og líkum að því leitt aö eftir því sem raunveruleik- inn er grófari því meiri söluvara er hann í sjónvarpi. Dæmið sem lagt er fyrir bíógestinn er hvort það geti gengið upp að brjálaður fjöldamorðingi geti geri upptöku af morði sem hann fremur, komið því á framfæri við fréttahauk, sem myndi selja móður sína fyrir góða frétt, látið handtaka sig, fengi síð- an frægan lögfræðing til telja yfir- völdum trú um aö hann sé geð- veikur og borgað honum með pró- sentum af upphæðinni sem hann fengi í höfundarrétt af bók og kvikmynd. Tveir fræknir Edward Burns og Robert De Niro í hlutverkum tveggja ólíkra haröjaxla. Þetta er sjónarmið tékknesks innflytj- anda sem ásamt vini sínum, Rússa með sjúklegan áhuga á kvikmyndagerð, kem- ur til New York og sér ameríska drauminn frá þeim sjónarhóli að allt sé hægt í Amer- íku. Þetta eru harðsvíraðir glæpa- menn sem sjá sér leik á borði þegar þeir fylgjast með því í sjón- varpi að meintur morðingi, að vísu fág- aðri en þeir, hefur komist upp með að gera sér upp geðveiki. Á hinn bóginn höfum við svo hetjuna sem alltaf er fréttaefni, rannsóknarlögreglu, sem er mjög góð í sínu starfi og nýtur þess að vera í sviðsljósinu. Þriðja sjónarhornið fáum við svo frá fréttahauknum sem er skammaður fyrir að vera ekki með nógu miklar hasarfréttir og í kjölfarið leiðir sjálf- an sig í ógöngur. 15 Minutes er gagnrýnin á þjóðfé- lag sem er orðið svo háð fjölmiðlum að almenningur heimtar allt sem skeður í beinni útsendingu. Myndin er samt fyrst og fremst spennutryll- ir þar sem lögreglan er að eltast við kolbrjálaða morðingja og er hún mun betri sem slík heldur en þjóðfé- lagsádeila. Hraðinn er mikill og mörg atriði ágætlega gerð þó ekki sé hægt að segja að neitt komi á óvart. Vert er þó að minnast á lokaatriðið sem er áhrifamikið. Robert De Niro leikur hetjulögg- una og gerir vel eins og hans er von og vísa. Þegar hann stendur fyrir framan spegilinn og er að æfa bón- orð til unnustu sinnar er ekki laust við að hugurinn leiti til persónu sem hann gerði ódauðlega á hvíta tjaldinu. Sömu dýpt í persónusköp- un er ekki að finna hjá Edward Burns sem er mótleikari hans. Það vantar einnig nokkuð á að Oleg Taktarov nái tökum á morðingjan- um. Öll hans ógnun er í miklum fyr- irgangi, fettum og brettum. Leikstjórn og handrit: John Herzfeld. Kvikmyndataka: Jean Yves Escoffier. Tónlist: J. Peter Robinson. Aöalleikarar: Robert De Niro, Edward Burns, Kelsey Grammer, Vera Farmiga og Oleg Taktarov.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.