Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 11 DV Hagsýni Rafmagnsreiknmgurinn er einn af þeim reikningum sem flestir greiða þegjandi og hljóðalaust, enda væri líf nútímafjölskyldu ekki svip- ur hjá sjón nyti þess ekki við. Raf- magnsnotkun hefur aukist hröðum skrefum síðastliðinn áratug, ekki sist með tilkomu nýrra tækja. Tölv- ur, eldhúsviftur, myndlyklar og fleiri sjónvörp eru meðal þess sem bæst hefur við á flestum heimilum. Margt er hægt að gera til að spara orkuna. T.d. má nota tækin minna, slökkva á þeim þegar þau eru ekki í notkun og skipta á gömlu tækjunum og nýjum. Orkuveita Reykjavikur er með upplýsingar um rafmagnseyðslu heimilistækja á vefsíðu sinni og þar er einnig hægt að reikna út orku- notkun yfir 50 heimilistækja, allt frá hárblásurum til ísskápa. Hag- sýni reiknaði út orkunotkun á nokkrum heimilistækjum og fann leiðir til að minnka hana. gangi allan sólarhringinn Sum rafmagnstæki nota rafmagn allan sólar- hringinn þótt ekki sé veriö aö nota þau. Eldavélin Rafmagnskostnaður við eldavél sem er i gangi eina klukkustund á dag er 4.635 kr. á ári. Bakarofn sem notaður er í 3 klst. á viku kostar 2.339 kr. árlega. Nokkrar leiðir eru færar til að minnka þennan kostn- að. Til dæmis ætti að gæta þess að pottar séu ekki of litlir á helluna sem notuð er. Ef potturinn er 2 cm minni að þvermáli en hellan fara 20% af orkunni til spillis. Einnig getur ósléttur botn á potti eða pönnu aukið raforkunotkunina um 40%. Hafið alltaf lok á pottunum ef þess er kostur því tvöfalt meiri orku þarf ef þeir eru loklausir. Steikið matinn frekar á pönnu en í ofni þar sem tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku þarf í slíka glóðarsteik- ingu en í steikingu á pönnu. Notið örbylgjuofninn sé þess kostur. bylgjuofnum. Þannig helst hitinn betur á matnum og orka sparast. Sé örbylgjuofninn notaður í 10 mínút- ur daglega kostar raforkan sem hann notar 584 kr. á ári. Uppþvottavél Nokkur ráð eru til að spara í notkun uppþvottavélarinnar. Til dæmis er hagkvæmt að þvo upp sem fyrst þannig að matarleifar nái ekki að þorna því þá dugir styttra þvottakerfi og lægra hitastig. Hins vegar ætti að leitast við að fylla vél- ina, hún notar jafn mikla orku hvort sem hún er full eða ekki. Potta og önnur áhöld sem taka mik- ið rými er ekki hagkvæmt að þvo í uppþvottavél. Frystikista Gamlar frystikistur og skápar eyða meira rafmagni en þær nýju. Sem dæmi má nefna að rafmagn fyr- ir 250 1 nýjan skáp kostar 5.080 kr. á ári en sá gamli notar rafmagn fyrir 5.883 kr. Þegar keypt er ný kista ætti að kaupa eins litla og hægt er að komast af með þar sem hálftóm kista eyðir því sama og full. Sé þess nokkur kostur þá komið kistunni fyrir á svölum stað því hún notar 5% minna rafmagn fyrir hvert stig sem herbergishitinn er lægri. Einnig þarf að gæta að hitastiginu í kistunni sjálfri. Hæfilegt hitastig þar er 18° C og eykst raf- orkunotkunin um 5% við hvert stig sem hitinn er Kælirist kistunnar þarf að þrífa reglulega og nægilegt loft þarf að geta leikið um hana. Sé kistan innilokuð og rykug getur hún þurft allt að 30% meira rafmagn en ella. Isskápur Sama sagan er með ísskápa og frystikistur. Gamall ísskápur eyðir nær helmingi meira rafmagni en nýr. Meðalnotkun nýs isskáps kost- ar 1.609 kr. árlega á meðan sá gamli eyðir rafmagni fyrir 3.215 kr. Hita- stig í kæliskáp ætti að vera 4-5° C en hvert stig í lækkuðum hita eyk- ur rafmagnsnotkun um 4%. Nægi- leg loftræsting bak við kæliskápinn skiptir einnig töluverðu máli þar sem ónóg loftræsting getur valdið 5-10% meiri orkunotkun. lægri. Minni tæki Sjónvörp, kaffivélar, myndbands- tæki, tölvur, brauðristir og íleiri minni tæki nota hvert og eitt ekki mikla orku en safnast þegar saman kemur. Mörg þessara tækja nota einnig rafmagn þó þau séu ekki í notkun. Tæki sem eru með fjarstýr- ingu og eru á „stand by“, þ.e. tilbú- in til að taka við skipun frá henni, nota öll dálítið rafmagn, en oft er kveikt á þeim allan sólarhringinn. Hið sama á við um öll tæki með innibyggðar klukkur, svo sem ör- bylgjuofna, eldavélar og útvarps- klukkur. Að lokum má svo nefna fiskabúr sem notar rafmagn fyrir um 4.160 kr. á ári. Stóru tækin nota mest Þó víöa megi spara orkuna þá ætti aö leggja sérstaka áherslu á stóru tækin sem eru orkufrekust. framundan? Verið velkomin á glæsilega kynningu í Skíðaskálanum í Hveradölum, fimmtudagskvöldið 29. mars n.k. Salir Skíðaskálans verða fagurlega skreyttir og sannkölluð brúðkaupsstemning mun ráða ríkjum. Komið og fáiðfaglegar ráðleggingar um allt sem viðkemur brúðkaupi og brúðkaupsundirbúningi af aðilum sem hjálpa ykkur að gera daginn ógleymanlegan. Kynnir verður Sigurður Pétur Harðarsson Húsið opnar kl. 20.00 Tilvonandi brúðhjón, komið í kvöld og missið ekki af þessu einstaka tækifæri I Skíðaskálinn Hveradölum Brúðarkjólaleiga Katrínar Draumadísir-Garðabæ Blómabúðin Kringlunni Kökumeistarinn Konditori Þú- um þig, snyrtistofa Ýr hársnyrtistofa Eggert feldskeri Gullkúnst Glæsivagnar Innrömmun Míró Vinsœlu olíuverkin komin aftur, Speglarí úrvali. Falleg gjafavara. / / IXO Innrömmun • Fákafeni 9 • sími 581 4370 Rafmagn: Sífellt meiri notkun Skíðaskáíinn í Hvcradöínm Sími. 567 2020 - mörg tæki í gangi allan sólarhringinn Örbylgjuofn Helsti kostur örbylgjuofnanna er hversu fljótt maturinn eldast í þeim. Fyrir utan að spara rafmagn þá spara þeir dýrmætan tíma. Sam- kvæmt upplýsingum Orkuveitunn- ar tekur 7 mínútur (0,14 kWh) að matreiða 250 g af kartöflum í ör- bylgjuofni en 25 mínútur (0,22 kWh) á eldavél. Þegar matur er eldaður í örbylgjuofni ætti að sleppa öllu vatni, sé það hægt, en eUa nota eins lítið vatn og kostur er því þá þarf styttri suðutíma. Einnig ætti að leit- ast við að sjóða eða elda matinn í lokuðum ílátum sem henta ör- Þvottavél Því lægra hitastig sem notað er því minna rafmagn notar vélin. Vél- in notar 30% minni orku ef hitnn er lækkaður um þriðjung. Ef þvegnar eru 2 vélar á viku á 40° C, tvær á 60° C og ein á 90° C kostar rafmagnið 2.701 kr. árlega. FyUið alltaf vélina þar sem hún notar jafnmikla orku hvort sem hún er fuU eða ekki. Oft má sleppa forþvotti, sérstaklega ef þvotturinn er lítið óhreinn. Það sparar 20% af orkunni. Einnig getur skolun með köldu vatni fyrir þvott sparað rafmagnið því með því er hægt að sleppa forþvottinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.