Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 13 DV Franska dívan Sylvie Brunet syngur Carmen með Sinfóníuhljómsveit íslands: Mezzósópran Sylvie Brunet er Carmen lif- andi komin þegar hún stígur út úr lyftunni á Hótel Sögu, tuttugu mínútum eftir aó hún var „alveg á leiðinniAugun svarbrún, varirnar fagurlega formaöar, þykkar og málaöar eldrauðar, hárið svart og mittissítt, slegið. Hún er vel búin í svartri kápu með loðkraga, enda kalt á ís- landi. En til aó lífga upp á allt þetta svarta hefur hún lagt skœr- bleikan silkitrefil með sígauna- legu munstri yfir aðra öxlina. Carmen. Hún er fædd í Lyon í Frakk- landi, faðir hennar var fransk- ur, móðirin spönsk - frá Andalúsíu. Hún lærði fatahönn- un i París og starfaði um tíma sem tískuteiknari hjá þekktum tískuhúsum við góðan orðstír. En söngurinn átti hug hennar allan. „Vandinn var sá að mamma vildi ekki að ég yrði söngkona," segir hún í trúnaði, „og hún er enn þá hrædd um mig þegar ég er að þvælast um heiminn að syngja." Náttúran verður ekki bæld þótt hún sé lamin með lurk og knúin af þrá barði Sylvie að dyr- um á Tónlistarháskólanum í París og gekkst undir söngpróf. „Kennararnir tóku mér opnum örmum og ég var tekin inn í skólann undir eins,“ segir hún, og strax eftir fyrsta árið vann hún til allra verðlauna sem í boði voru. „Síðan var ég í fjögur ár i óperustúdíói Parísaróper- unnar og fór fljótlega að læra jafnmikið uppi á sviði og í tím- um. Enda vann ég nótt og dag til að vinna upp árin sem ég hafði misst!“ segir hún og augun loga. „Söngurinn var ástriða mín og mér var alveg sama hvað ég þurfti að leggja á mig. Öllu vildi ég fórna fyrir sönginn!" Erfitt líf - en gott Sylvie Brunet hefur geysilega vítt raddsvið og háu tónarnir leika i hálsi hennar. Þess vegna þótti sjálfsagt að hún yrði sópransöngkona. „En ég var ekki sópran i hjarta mínu,“ seg- ir hún og leggur hönd á hjarta- stað. „Þegar ég var að syngja Aidu hlustaði ég með öfund á Amneris og hugsaði með mér: ég er á rangri hillu! Ég á ekki að syngja Aidu heldur Amneris." Hún fékk óperustjóra og hljóm- sveitarstjóra smám saman til að fall- ast á breytinguna og nú ferðast hún um og syngur öll helstu mezzó- sópranhlutverk óperubókmenntanna í óperuhúsum Parísar, Aþenu, Vín- DV-MYND ÞÖK Sylvie Brunet Söngurinn er ástríöa hennar og hún hiakkar til að syngja Carmen fyrir íslendinga. arborgar, Zíirich, Torino og á helstu tónlistarhátíðum Evrópu. - Er þetta ekki strangt líf? „Nei, ég kann mjög vel við það,“ segir hún og brosir ynd- islega. „Mér þykir gaman að ferðast og hitta nýtt fólk. Ég er svo - universal!" Og hún hlær og baðar út höndum eins og hún vilji faðma heiminn að sér. „Það gefur mér svo mikið að hitta fólk. Eini vandinn er að ég á litla dóttur, niu ára, sem er heima hjá mömmu í Montpellier. En kannski gef ég henni mikið líka með því að vera sú sem ég er.“ Sylvie Brunet kom til lands- ins strax á sunnudaginn var og fór í ferðalag upp í Bisk- upstungur á mánudaginn til að skoða Gullfoss og Geysi. Henni ofbýður ekki kuldinn á landinu en ber mikið mál i náttúrufegurðina. „Strax og ég kom út úr ílugvélinni og horfði yfir landið kom yfir mig svo ótrúlegur friður," seg- ir hún og skrifar orðið fyrir mig á frönsku - „paix“ - til að ég skilji örugglega hvað hún á við. „Ég flutti til Montpellier frá París vegna þess að ég varð að vera þar sem ég get séð hafið og þegar ég sá ísland leið mér alveg eins og þegar ég horfi á hafiö, ég fann kyrrð- ina og friðinn innra með mér.“ Hörkuliö Hingað kemur Sylvie eftir að hafa sungið Damnation de Faust eftir Berlioz í Prag og Sáluméssu Verdis i Monte Carlo. Héðan fer hún til Bonn í Þýskalandi þar sem hún syngur líka Carmen, en þó að hlutverkið sé orðið hluti af hversdagslífi hennar finnst henni algert ævintýri að fá að syngja það fyrir íslendinga. Og það gerir hún kl. 19.30 ann- að kvöld og kl. 17 á laugardag í Laugardalshöllinni. Hljómsveitarstjóri er Rúss- inn Alexander Anissimov sem Sylvie hefur unnið með áður og metur mikils. Sinfóníu- hljómsveitin okkar hefur lengi haft augastað á honum og var svo heppin að hann gat hlaup- ið i skarðið fyrir Rico Saccani sem liggur veikur. Höfundur sviðsetningarinnar er Sonia Frisell sem kemur hingað frá Washington þar sem hún leik- stýrði stóru verki. Það er hörkulið sem stendur að upp- setningunni og þegar þetta er ritað eru enn tU miðar. Tónlist Gabríels þáttur erkiengils í Lúkasarguðspjalli er sagt frá því að þegar María mey vissi að hún gekk með sjálfan Jesú hafi hún sungið lofsöng sem hefst á orðunum Önd mín miklar Drottin. Söngurinn er venjulega kallaður Magnificat og fjölmörg tónskáld hafa samið við hann tónlist. Á sunnudaginn mátti heyra eina slíka tónsmíð, Magniflcat fyrir orgel eftir Buxtehude, á tónleikum í Hallgrímskirkju. Þá var boðunardagur Maríu þegar Gabríel erki- engill fræddi meyna helgu um hlutverk sitt. Dou- glas A. Brotchie lék á orgelið af fitonskrafti, túlk- unin var einbeitt og ákveðin og var þetta hressi- leg byrjun á tónleikunum. Næst flutti Sigriður Jónsdóttir altsöngkona sálm úr Grallaranum um atburði boðunardags- ins, Guð þann engil sinn Gabríel. Sálmurinn er hrifandi í einfaldleika sínum og söng Sigríður hann að sumu leyti ágætlega þó rödd hennar hafi virkað hálfinnilokuð, e.t.v. vegna þess að undir- ritaður sat á vitlausum stað i kirkjunni. Sama var uppi á teningnum í næsta atriði, en þar söng Sigríður Schame dich, o Seele, nicht, aríu úr kan- tötu BWV 147 eftir Jóhann Sebastian Bach. Söng- urinn skilaði sér ekki nægilega vel, útkoman var eins og sungið væri á bak við lokaðar dyr eða inni i fiskabúri, röddin var einkennilega kæfð og undarleg, og hæfði tónlistinni ekki á nokkurn hátt. Hulda Guðrún Geirsdóttir sópran söng fyrst tvær Ave Maríur, þá fyrri eftir Cesar Franck og hina seinni eftir finnska tónskáldið Oskar Meri- kanto. Báðar tónsmíðarnar skarta ákaflega fal- legum laglínum, sem of mikið víbrató Huldu Guðrúnar gerði hálfóskiljanlegar. Sennilega mátti kenna taugaóstyrk þar um, þvi í síðasta at- riðinu, 0 Domina nostra eftir pólska tónskáldið Henryk Góercki, var túlkun hennar mun mark- vissari. Hún sýndi þar að hún hefur góða rödd og næman listrænan skilning og náði oft að skapa eftirminnilegt andrúmsloft með túlkun sinni. Verk Góreckis er helgað hinni frægu Svörtu mey frá Jasnogora-klaustrinu og var langviða- mesta verkið á efnisskránni. Það hefst á hljóðlát- um, löngum orgelhljómum yfir djúpum liggjandi tóni, því næst söng Hulda Guðrún seiðandi, hæga laglínu og var þögul, innhverf stemningin síðan brotin upp með voldugum orgelhljómum. Svo féll allt í sama farið á ný og hefði kannski verið meira spennandi ef tónskáldið hefði unnið betur úr efnivið sínum. Tónmáliö er óvenju einfalt og hefðbundið, enda var tónlistin orðin dálítið lang- dregin undir það síðasta þó hún hafi verið áhuga- verð lengi vel. En tónsmíð Góreckis er þrungin einlægri trúartilfinningu sem þau Hulda Guðrún og Brotchie miðluðu til áheyrenda af töluverðri sannfæringu, og var þetta án efa besta atriði tón- leikanna. Jónas Sen __________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Skáldsagna- maraþon Skáldsagna-maraþonið í Háskólan- um um síðustu helgi tókst vel. Áheyr- endur létu sig ekki vanta og vel tókst að halda hina ströngu tímaáætlun. Hver mælandi fékk 15 mínútur til að tala, síðan vora umræður í 5 mínútur, svo tók næsti við. Ef mælandi fór fram yfir sinn tíma urðu engar umræður! Framsöguerindin sem umsjónarmað- ur menningarsíðu heyrði voru vægast sagt bæði fróðleg og skemmtileg og er gott til þess að vita að þau verða öll gef- in út í ritröð Bókmenntafræðistofnun- ar. Meðal erinda má nefna umfjöllun Úlf- hildar Dagsdóttur um Augu þín sáu mig eft- ir Sjón. Ekki fékk sú bók að tilefnislausu Menningarverðlaun DV í bókmenntum á sínum tima. Úlfhildur rakti sögu gólemsins í bókmenntunum og hvernig saga þess hjá Sjón fléttast saman við aðrar sögur. Svavar Hrafn Svavarsson komst aö þeirri niðurstöðu um umdeild tengsl Ódysseifs Joyce og Ódysseifskviðu Hómers að yngra verkið væri ómstríð útsetning á því eldra og studdi sannfær- andi rökum. Ármann Jakobsson talaði um íslandsklukku Halldórs Laxness og mest um Snæfríði sem honum finnst vera hið eiginlega þjóðartákn í verkinu. Snæfríður er með sína kaldhæðni, orð- heppni og sjálfsgagn- rýni hinn sanni ís- lendingur, mun fremur en Arnæus eða Hreggviðsson. Guðni Elísson fór á flug með dúfunum í Vængjaslætti í þak- rennum þegar hann sýndi fram á hvað Einar Már tekur bók- menntahefðina föst- um og ákveðnum tök- um strax í upphafi ferils síns, gersneydd- ur ótta við hana, og skipar sér þar í röð með öllum verulega stórum rithöfund- um. Oddný Sverrisdóttir setti okkur inn í sögusvið og sögutækni Giinters Grass i Blikktrommunni og Ástráður Eysteinsson skoðaði eitt af dularfullum stórvirkjum Kafka, Ameríku. Þetta var bara toppurinn á ísjakan- um þvi alls voru flutt á maraþoninu 32 erindi um jafnmargar skáldsögur. Hetjuljóð og sögur Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur hefur gefið út sína fimmtu ljóðabók sem nú er að vísu aukin smásögum: Hetjuljóð og sögur. Hann er í svokölluðum Hellas- arhópi, upplestrarfé- lagi skálda sem hafa vitnað mikið í forngrískar bókmenntir í ljóðum sín- um, og ber nýja bókin glögg merki þess. Þar er ort um það þegar Seifur, Póseidon og Hades rifust um Thule, þokuslædda eyju í norðri, og Hades fékk að eiga hana, um Saffó og í minn- ingu hennar, og langur bálkur lýsir samskiptum Aktæóns og Artemisar. Einnig er ljóð lagt í munn Þóru Gunn- arsdóttur sem ferðaðist með Jónasi Hallgrímssyni forðum daga, annað lagt í munn banamanni Lorca og ljóð eru bæði um Boðíkenu og Jóhönnu af Örk. „Við ferðalok" hefst á þessum erind- um: Þú hnýttir mér sólkerfi og í kjöltu mína lagðir; en þaó voru stjörnumerki manns sem var aó berjast vió Bakkus; (og var að reyna að búa sér til framabraut í útlandinu). Þú bjóst mér til ennishlaó úr sóleyjum og gleymméreijum; en þú vildir ekki viöurkenna aó sjálft lífiö œðir fram og aó blóöiö í fingrum mér mátti til aó flœöa um börn í kviði; vinnandi fólki þessa lands. Bókaútgáfan Valtýr gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.