Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 Skoðun X>V Spurning dagsins Hvar myndirðu vilja búa ef ekki á íslandi? Sif Hákonardóttir nemi: / Danmörku, ódýr bjór og frjálst land. Sunna Elín Sigurðardóttir nemi: / London, gaman að vera þar. Mikil menning. Birna Rún Svavarsdóttir nemi: / Danmörku, afslappaö land. Þar get ég líka keypt mér áfengi sjálf. Hörður Stefánsson nemi: Á Bahamaeyjum, góöur hiti og fá- klæddar stúlkur á hverju strái. Kristján Benediktsson nemi: I Danmörku, Danir eru einstaklega skemmtilegt fólk. Hraðbrautin sem ekki mátti leggja - til Keflavíkur Skarphéðinn Einarsson skrifar:____________________________ Þeir sem eru komnir á sjötta ára- tuginn tala margir um hana þegar Reykjanesbrautina ber á góma. Stað- reyndin er sú að hönnun hraðbrautar frá vegamótunum Njarðvík/Fitjar og alla leið upp í Hvalfjörð lá á teikni- borðinu hjá verkfræðideild banda- ríska flotans í Bandarikjunum. Bandaríski flotinn var með áform um að stórauka umsvif sín á Atlantshafi vegna fjölda ferða rússneskra kafbáta þar. Númer eitt var að auka eftirlit milli íslands og Skotlands og íslands og Grænlands. Það vantaði aðstöðu fyrir Polaris-kafbáta vegna áhafnaskipta og viðgerða. Hvalfjörður var kjörinn til að vera flotastöð. Þessi hugmynd mun hafa komið fram árið 1955 á NATO- fundi í París. Þann fund sat dr. Krist- inn Guðmundsson, þáverandi utan- ríkisráðherra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Foster Dulles (1953-1959), hélt því seinna fram að ís- lenski ráðherrann hefði ekki mótmælt þessari hugmynd á fundi sem þeir áttu þá. En Kristinn neitaði að hafa lofað nokkru. Stjórnmálaástandið á íslandi var mjög óstöðugt á þessum tíma. Sjálf- sagt hafa Bandríkjamenn líka borið þetta upp við Guðmund í. Guðmunds- son (utanríkisráðherra) seinna, en svo fór að 1959 var þessu hafnað alveg. Síðan tók svonefnd Viðreisnar- stjórn tók við. Flotinn tók við rekstri stöövarinnar í Keflavík og fór allur sá búnaður sem þurfti til að þjónusta Polaris-kafbátana siglandi inn Clydefjörðinn í Skotlandi, enda hafði fengist leyfl Breta til að koma þar upp aðstöðu. Á meðal þess sem þar kom var risaflotkví, herskip, birgðaskip og fleiri tæki. Þessari stöð, sem veitti Skotum atvinnu, beint og óbeint, var lokað 1992. En aftur að byrjuninni. - Vegurinn úr Hvalfirði átti að liggja hjá Geit- hálsi við Rauðhóla, ofan Ásfjalls við Á Reykjanesbraut „Hana þarf aö færa ofar, sunnan Straums." „Vegurinn úr Hvalfirði átti að liggja hjá Geithálsi við Rauðhóla, ofan Ásfjalls við Hafnarfjörð til Keflavíkur, með aðeins einni beygju, hábyggður og snjóléttur. “ Hafnarfjörð til Keflavíkur, með aðeins einni beygju, hábyggður og snjóléttur. - Nú, áriö 2001, þarf að færa Reykja- nesbraut ofar, sunnan Straums, og í Mjódd. En átti að leyfa þessa stöð í Hval- firði? Afstaða íslands var skýr. Engin kjarnorkuvopn hér. 1961 til 1965 lögðu íslendingar veg til Keflavíkur fyrir er- lent lánsfé. 1968 hafði sú skuld fjór- faldast sökum tíðra gengisfellinga á íslandi. íslendingar leyfðu þó bygg- ingu Lóranstöðvar að Gufuskálum (1959-1961). Hún var hluti af þessari áætlun og þjónaði Polaris-kafbátum frá Skotlandi er áttu leið um hafið við ísland og Bretland. En íslendingar nutu góðs af, því búnaðurinn var í öll- um skipum og veitti mikið öryggi við staðsetningu. Baráttan við flugmálayfirvöld Sigurður skrifar:____________________________ Nú stendur yfir málaþref vegna flugslyssins hörmulega um síðustu verslunarmannahelgi. Ailt frá því að slysið átti sér stað hafa ættingjar fórn- arlambanna háð baráttu við flugmála- yfirvöld og samgönguráðherra. Ættin- gjamir hafa með gilduni rökum bent á ýmislegt sem hefur miður farið hjá flugmálayfirvöldum og ekki síst á ýmsa annmarka sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar á slysinu. Ekki skal fullyrt hvernig þessum tveimur einstaklingum muni ganga í baráttu sinni við ríkisvaldið sem hef- ur úr ógrynni peninga að spila auk hers lögfræðinga og sérfræðinga sem Ég hvet þá sem heyja bar- áttuna vegna flugslyssins til þess að taka Kolbrúnu Sverrisdóttur sér til fyrir- myndar. Eftir erfiða bar- áttu hafði hún sigur. Það sama mun ske nú. “ hugsanlega kynnu að tefja málið og flækja. Ekki er þó ástæða til að láta bugast. Barátta ekkjunnar á ísafirði sem missti mann sinn og föður í sjóslysi á Arnarfirði er hliðstætt mál. Þar þvældist þáverandi samgönguráð- herra þversum fyrir öllum hennar til- raunum við að koma réttlætinu á framfæri. Sér til aðstoðar hafði hann sjóslysanefnd. í þessu máli er flug- slysanefnd beitt fyrir vagninn. Þess er þó skemmst að minnast að eftir að ekkjan hafði stefnt málsaðilum hafði hún fullan sigur í málinu. Dómarar tóku hagsmunapotið ekki gilt. Búast má við að sama verði upp á teningnum í þessu máli. Ég hvet þá sem heyja baráttuna vegna flugslyss- ins tO þess að taka Kolbrúnu Sverris- dóttur sér til fyrirmyndar. Eftir erfiða baráttu hafði hún sigur. Það sama mun ske nú. Pórður Twist Aldrei fór það svo að Davíð léti ekki Þórð Friðjóns fá það óþvegið. Garri þreytist ekki á því að lýsa að- dáun sinni á Davíð enda fáir íslenskir stjórnmála- menn sem komast með tærnar þar sem hann hefur hælana. Það veður enginn yfir Davíð á skítugum skónum, og því síður geta menn leyft sér að stíga á stokk og lýsa því yfir að eitthvað sé athugavert við það sem hann gerir. Slíkt kallar á tafarlausa ráðn- ingu - það er sko agi í húsi Davíðs. Þess vegna minnti það nánast á atriði í skáldsögu eftir Dickens - Garri sér t.d. fyrir sér þegar Oliver Twist kom með tóma grautarskálina upp að forstöðumanni munað- arleysingjahælisins og bað um meira - þegar Þóröur Friðjónsson sendi frá sér þjóðhagsspá þar sem gagn- rýnd var efnahagsstjórnunin hjá ríkisstjórninni og þar með hjá efnahagsmálaráðherranum sjálfum, Davíð Oddssyni. Satt að segja þótti Garra þetta nokk- ur fifldirfska - ekki síður en hjá Oliver Twist forð- um. Hann mátti vita að þessu yrði ekki tekið með þegjandi þögninni. Makleg málagjöld Enda kom það líka á daginn. Allir þekkja hver ör- lög Oliver litli fékk - hann fékk það sem hann átti skilið fyrir frekjuganginn! Garra sýnist að Þjóðhag- stofnun muni líka fá makleg málagjöld. Viðbrögð Davíðs hafa verið í nokkrum þáttum og hafa ýmsir talað um þetta sem nýjustu framhaldsþáttaröðina í íslenskum stjómmálum. í fyrsta þætti þrumaði Dav- íð skammir yfir stofnuninni þar sem fram kom að þar á bæ hefðu allir farið langt út fyrir sitt verksvið með því að halda uppi og festa á blað almenna gild- isdóma um efnahagsstjómunina í landinu. Skilaboð forsætisráðherra voru því á þá leið að Þórður Frið- jóns fengi ekki kaup fyrir að hafa pólitískar skoðan- ir heldur fyrir að reikna út tölulegar upplýsingar. Það eru aðrir sem fá kaup fyrir að hafa pólitískar skoðanir. í öðrum þætti gerðist það að Davíð fór að benda á hve vitlausar verðbólguspár Þjóðhagsstofn- unar væru. Þá rifjaði hann einfaldlega upp fyrri árekstra sína við Þórð og félaga og sagði svo einfald- lega að þeir hefðu ekki reiknað rétt. Þannig var Þjóö- hagsstoíhun ekki eingöngu komin út fyrir velsæmis- mörk í gildisdómum, heldur kunni hún ekki heldur að reikna rétt! Lokaþátturinn Staðan var því ekki glæsileg fyrir stofnunina eftir tvo fyrstu þættina og ekki batnaði hún í þeim þriðja og fjórða. í þriðja þætti útskýrði Davíð að gegnisóró- leikinn og erfiðleikar krónunnar stöfuðu af heimsendaspám Þjóðhagsstofnunar. Stofnunin var þannig ekki eingöngu úr öllum velsæmistakti og framkvæmdi gagnslausa útreikninga - hún var bein- línis ógagnleg og skaðleg efnahagskerfinu! Fram- haldiö sem kom í fjórða þætti var því fyrirsjáanlegt. Davíð taldi eðlilegt að menn legðu Þjóðhagsstofnun niður, enda væri ekkert á henni að græða sem ekki væri hægt að fá annars staðar. Það er því ekki ótrú- legt að fimmti þáttur þessa máls verði jafnframt lokaþátturinn. Davíð er búinn að undirbyggja hann vel. I þeim þætti mun Garri eins og þorri þjóðarinn- ar sitja uppi í hinu mikla „Colosseum" íslenskra stjórnmála og hvetja þennan upphálds stjómmála- mann sinn, uppáhalds skilmingaþrælinn, til dáða. Þumalfingur allra bendir niður! Pólitiskt náðarhögg- iö ríður af - og Þjóðhagstofnun er sagnfræði. Það veður enginn yfir Davið á skítugum skónum! Garri Hreindýr og hjardmennska Guftjón hringdi: Hinn 21. þ.m. er sagt frá því í fréttum að tveir sænskir Samar séu komnir til landsins til þess að leiðbeina um tamningu hrein- dýra með hugs- anlega hjarð- mennsku í huga ásamt afþrey- ingu fyrir ferða- menn. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem Samar koma hér í þessum erindum. Árið 1948 kom Sami frá Finnlandi á vegum stjórn- valda til þess að leiðbeina íslenskum bændum um hjarðmennsku. Þessi maður var hér nokkuð lengi og var gert vel við hann í mat og drykk. Ég sá hann á Þingvöllum á því ári en þar starfaði ég þá sem matreiðslunemi. Stjórnvöld leiddu í alvöru hugann að því að nytja hreindýrastofninn á öræf- unum en ekkert varð úr þessu þá því hálendið hafði ekki verið sigrað og tæknin ekki á því stigi til ferðalaga þar eins og í dag. Það er sennilega það sem vantað hefir á til þess að þessi til- raun skilaði árangri. Það verður því fróðlegt að fylgjast meö framhaldi þessarar tilraunar nú sem ekkert varð úr 1948. Styð skólastjórann Móðir hringdi: Ég vil láta í ljós álit mitt á fréttinni um skólastjórann sem var kærður fyr- ir að víkja nemanda úr skóla sínum vegna agabrota. Mér finnst það hreint hneyksli ef það á að viðgangast að skólastjórar eigi ekki að beita þeim ráðum sem þeim eru í vald sett þegar agavandamál kemur upp í skólanum. Brottvikning er eitt þeirra ráða. Ég held að flestir foreldrar muni styðja þennan skólastjóra og óska eftir að fleiri sýni áhuga á að koma í veg fyr- ir agaleysi innan sinna stofnana. Flugvallar- kosningin Sigurjón skrifar: Það slær mann að lesa eftir einn borgarflulltrúann okkar að lokinni flugvallarkosningunni að atkvæði þeirra Reykvíkinga verði ekki ómerkt eftir á og eftir þeim beri að fara. Má virkilega skilja borgarfulltrúann svo að hann telji að 384 atkvæða meiri- hluti eigi að duga til að koma flugvell- inum burt? Hálft prósent kjósenda. Er þetta hugmynd um hans um borgara- lýðræði? Þetta er líka allt annað en borgaryfirvöld, þ.m.t. viðkomandi borgarfulltrúi, sögðu fyrir kosning- una. Sagt var að minnst 75% kjósenda þyrftu að mæta á kjörstað til að úrslit yrðu bindandi. En aðeins 37% mættu og atkvæði féllu nánast jafnt með og móti flugvellinum. Hreindýr á hálend- inu / hjarömennsku- og feröamannageirann? Skýli fyrir útigangsmenn Birna Magnúsdóttir skrifar: Ég las bréf í DV um „Vesalingana í borginni". Þarna er tekið á þörfu máli þvi það er brýn þörf að koma úti- gangsmönnum í Reykjavík til aðstoð- ar. Það gengur ekki lengur, og á þess- um tímum á nýrri öld, að útigangs- og drykkjusjúkir „skreyti" borgina með þeim hætti sem enn er raunin og það jafnt vetur sem sumar. Þessir menn allir þurfa á aðhlynningu að halda, jafnt og aðrir illa famir einstaklingar. Þeir þurfa að eiga skýli þar sem þeim er hlynnt og reynt að ná þeim upp úr eymdinni. B Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverhoiti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.