Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 7 DV 'ijEHBBSIErai HEILDARVIÐSKIPTI 3200 m.kr. Hlutabréf 283 mkr. Húsbréf 1470 mkr. MEST VIÐSKIPTI 0 Íslandsbanki-FBA 160 mkr. Marel 18 mkr. 3 Össur 15 mkr. MESTA HÆKKUN : QOpin kerfi 14,3 % O Marel 7,8% i ©Eimskip 2,4% MESTA LÆKKUN ©íslenskir aðalverktakar 1,8% ©Tæknival 1,1% ©Kaupþing 0,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1166 stig - Breyting i Q 1,48% Útlán aukast um 82 milljarða Otlán bankakerfisins, þ.e. banka og sparisjóða, til fyrirtækja jukust á árinu 2000 um 82 milljarða króna, sem er 23% aukning. Ætla má að um 6% af útlánaukningu til fyrir- tækja stafi af gengisuppfærslu lána vegna lækkunar á gengi krónunnar. Útlán bankakerfisins til einstak- linga jukust um 43 milljarða króna, sem er 34% aukning. Athygli vekur 44% aukning útlána til bygginga- verktaka, um 5 milljarðar króna. Ný útlán íbúðalánasjóðs til nýbygginga minnkuðu á sama tíma. Útlán til verslunar jukust um 19 milljarða króna, til iðnaðar um 13 milljarða króna og til þjónstustarfsemi um 15 milljarða króna. Innlán í innlánastofnunum juk- ust um 29 milljarða króna, eða um 11%, en að öðru leyti er útlánaukn- ingin fjármögnuö með innlendum og erlendum lántökum bankakerfis- ins. Þetta kemur fram í Hagvisum Þjóðhagsstofnunar. Krónan sveiflast í kjölfar upptöku verðbólgumarkmiðs Krónan styrktist lítillega fyrsta daginn eftir að stjómvöld tilkynntu að skipt hefði verið á gengismark- miði og verðbólgumarkmiði. Krón- an endaði í 124,84. Mjög mikil við- skipti voru á bak við viðskipti dags- ins, eða 19,8 milljarðar króna. Tölu- verðar sveiflur voru á krónunni eins og búist hafði verið við. Krón- an fór hæst í 127,43 og lægst í 123,52. Gengi krónunnar lækkaði mjög mikið í litlum viðskiptum strax við upphaf millibankamarkaðar. Upp- hafsgildi dagsins var 125,10 og geng- islækkunin nam 1,85% á fyrstu 45 mínútum viðskipta dagsins. 29.03.2001 kl. 9.15 KAUP SAL'. h Dollar 90,460 90,920 ŒlPund 130,320 130,990 1*1 Kan. dollar 57,690 58,040- gSlDönskkr. 10,7410 10,8000 — Norsk kr 9,9180 9,9730 SSsænsk kr. 8,6880 8,7360 HRfI. mark 13,4799 13,5609 1 lÍFra. frankl 12,2185 12,2919 1 5 Belg. franki 1,9868 1,9988 % Sviss. frankl 52,4200 52,7100 teHHk Holl. gyllini 36,3696 36,5882 Þýskt mark 40,9791 41,2253 1 1 ít. líra 0,041390 0,041640 i lj^ Aust. sch. 5,8246 5,8596 } !*w iPort. escudo 0,3998 0,4022 1 * ISná. pesetl 0,4817 0,4846 j • llap. yen 0,732600 0,737000 | íírskt pund 101,767 102,378 SDR 114,440000 115,130000 MECU 80,1481 80,6297 Bílskúrshurðir HL JÓMTÆKI Viðskipti Mjólkurbú Flóa- manna hagnaðist um 115 milljónir Mjólkurbú Flóamanna var rekið með 115 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, samanborið við 153 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 2.811 milljónum króna og drógust saman um 0,5% en gjöld jukust um 1,7% mUli ára og námu 2.693 milljónum króna. Hagnaður MBF fyrir afskriftir og fjármagnsliöi var 118 milljónir króna. Hagnaður af reglulegri starf- semi MBF var 157 milljónir króna í fyrra í stað 204 milljóna árið á und- an. Heildareignir MBF í árslok 2000 voru bókfærðar á 2.358 milljónir króna og þar af var eigið fé 1.962 milljónir og jókst um 107 milljónir á árinu. Eiginfjárhlutfall MBF í árs- lok var því 83,1%. Veltufé frá rekstri var 253 milljónir króna og veltufjárhlutfall 3,5. Fram kemur í frétt frá MBF að innlögð mjólk var 39,4 milljónir lítra í fyrra og minnkaði um 543 þúsund lítra frá árinu áður. Inn- leggjendum fækkaði um 27 og voru þeir 382 í fyrra. MBF framleiðir dag- vörur af ýmsu tagi, sýrðar jógúrtaf- urðir, skyr, osta, kókómjólk og aðr- ar G-vörur, smjör og mjólkur- duftsvörur. / Utfararskreytingar Býflugan og blómið EHF kistuskreytingar, krossar, kransar, blómaskreytingar, blómvendir, Sími 461 5444 Glerárgata 28. Akureyri •. Glæsilega hönnuð og kraftmikil hljómtækjstæða með 2x100W útgangsmagnara, Power Bass hátalara og funkyblárri baklýsingu. Einingar sem auðvelt er að taka sundur, gegnsætt lok fyrir CD spilara og allt það sem þú vilt hafa í alvöru hljómtækjastæðu og meira til. Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Iðnaðar oi bilskúrshui Smíðum eftir máli 'qérum tilboð 'AFLRAS Bæjarflöt 7*112 Reykjavík sími 587 8088 *fax 587 8087 Umsjón: Viðskiptablaðiö Plastprent með 115 milljóna króna tap prenti segir að rekst- ur félagsins á árinu 2000 hafi gengið samkvæmt áætlun. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst um 88,5 milljónir króna frá fyrra ári, fór úr tæpum 54 milljónum króna i rúmlega 142 milljónir.króna eða úr 4,9% af veltu í 12,8%. Þá jókst hreint veltufé frá rekstri um rúmlega 86 milljónir króna frá fyrra ári, var nú jákvætt um 82 milljónir en var nei- kvætt um 4 milljónir króna á fyrra ári. Hins vegar nam gjaldfært reikn- að gengistap erlendra skulda 64 milljónum króna og jafnframt var eignarhluti í Akóplasti að upphæð 64 milljónir króna gjaldfærður að fullu á árinu. Tap ársins 2000 var því 115,2 milljónir króna en til sam- anþurðar var tapið 89,3 milljónir króna árið áður en þá var tekju- færður gengishagnaður erlendra skulda 15 milljónir króna og ekki um neina óreglulega liði að ræða. Rekstrartekjur Plastprents hf. á árinu 2000 námu 1.107,7 milljónum króna sem er tæplega 1% aukning frá fyrra ári en þá voru rekstrar- tekjur 1.098,8 milljónir króna. Rekstrargjöld félagsins lækkuðu um 7,9% milli ára og námu þau 1.051,6 milljónum króna á árinu 2000, samanborið við 1.141,3 milljón- ir króna á fyrra ári. Fram kemur í frétt Plastprents að lækkun rekstrargjalda skýrist af 61,2 milljóna króna minni launa- kostnaði en á fyrra ári vegna fækk- unar starfsmanna um 25 stöðugildi á milli ára, lækkun rekstrarkostn- aðar um tæplega 3% og lækkun af- skrifta um 10 milljónir króna. Hrá- efniskostnaður var áfram hár vegna þess hve verð á hráefni var hátt og vegna óhagstæðrar þróunar er- lendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni. Rekstrarhagnaður án fjármuna- tekna og fjármagnsgjalda var 56,1 milljón króna, samanborið við 42,5 milljóna króna rekstrartap áriö áður. Tap tímabilsins af reglulegri starfsemi á árinu 2000 nam 50,9 milljónum króna, samanborið við 89,3 milljóna króna tap árið áður. Gjaldfærsla vegna niðurfærslu 85,4% eignarhluta í Akó-Plastosi hf. nam 64,3 milljónum og er hún færð meðal óregluiegra liða og er tap árs- ins 2000 eftir skatta því 115,2 millj- ónir króna. Ástæða niðurfærslunn- ar er mikil óvissa um framtíð Akó- Plastos hf. vegna bágrar fjárhags- stöðu en félagið hefur nú leitað eftir nauðasamningum við lánardrottna sína. Plastprent hf. var rekið með 115,2 millj- óna króna tapi á ár- inu 2001, samanborið við 89 milljóna króna tap érið áður. Versn- andi afkoma skýrist einkum af gengistapi og niðurfærslu eign- arhluta í Akó-Plast- osi. Tap af reglulegri starfsemi á árinu 2000 nam 50,9 mUlj- ónum króna, saman- borið við 89,3 miUj- óna króna tap árið áður. í frétt frá Plast- Tap tímabilsins af reglulegri starfseml Á árínu 2000 nam tapiö 50,9 milljónum króna, sam- anboriö við 89,3 milljóna króna tap áríð áöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.