Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001
DV
Fréttir
Allt á suðupunkti í Járnblendiverksmiðjunni:
Fimm verkstjórum sagt upp
- verðum að lækka kostnað, segja stjórnendur
„Við bjóðum
þeim aðkomu að
lækkuöum launum
og þeir eru að
hugsa málið,“ seg-
ir Helgi Þórhalls-
son, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
Járnhlendiverk-
Helgi smiðjunnar á
Þórhallsson. Grundartanga, en
þar hefur fimm verkstjórum verið
sagt upp. Starfsmenn segja allt á
suðupunkti í verksmiðjunni og
íhugi menn aðgerðir á vinnustað,
verkstjórunum til stuðnings. „Ef
menn ætla að grípa til aðgerða þá
eru þær klárlega ólöglegar," segir
aðstoðarframkvæmdastjórinn.
Uppsagnir verkstjóranna fimm
eru liður i ákveðnum breytingum
á stjómun sem verið er að taka
upp í Jámblendiverksmiðjunni og
miöa að spamaði. Helgi Þórhalls-
son segir verð á kísiljárni í sögu-
legu lágmarki og því verði að
lækka rekstrarkostnað verksmiðj-
unnar á Grundartanga með öllum
tiltækum ráðum. Uppsagnir verk-
stjóranna séu liður í þeim spam-
aði.
Mikill hiti er í starfsmönnum
vegna þessa og þá sérstaklega í
ofnskálum þar sem unnið er allan
Járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga
Reynt að spara - starfsmenn æfir.
sólarhringinn og verkstjórarnir
fimm hafa starfaö:
„Ef menn ætla að valta svona yfir
okkur þá lokum við einfaldlega
verksmiðjunni," segja starfsmenn
sem eru í stríðsskapi og virðast til
alls líklegir. Þórður Björgvinsson
aðaltrúnaðarmaður reynir þó að
lægja öldurnar: „Þetta er ekki gott
en það er lítið sem við getum gert
skipulega. Þetta er bara svona,“ seg-
ir Þórður og býst við að stjórnendur
verksmiðjunnar hafi sitt fram.
„Ég skil að mönnum hitni í hamsi
en það er ekkert nýtt að við höfum
þurft að fækka fólki hér vegna að-
stæðna. I fyrra hættu sextán," segir
Helgi Þórhallsson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri. -EIR
Ákæra ríkissaksóknara í máli ungra manna í 8 kílóa amfetamínmáli:
Áttu að fá 4 milljónir
fyrir að senda efnin
- einum gefið að sök að skipuleggja og útvega fé - tveimur að fara utan
Þrír ungir menn, 21 árs Hafn-
firðingur, 23 ára Reykvíkingur og
21 árs Seltirningur hafa verið
ákærðir fyrir að hafa staðið sam-
an að stórfelldum innflutningi á
amfetamini, rúmum 8 kílóum, síð-
asta sumar. Tveir þeirra hafa set-
ið í gæsluvarðhaldi frá því í júlí
en einum þeirra, meintum skipu-
leggjanda, sem ávallt neitar sök,
var sleppt úr haldi eftir að hafa
setið inni í 8 vikur. Hinir tveir
hafa þó sagt að hann hafi verið í
vitorði með þeim.
Reykvíkingnum er gefið að sök
að hafa skipulagt innflutninginn,
látið hinum í té farareyri til
Amsterdam og Þýskalands og lof-
að þeim greiðslu fyrir verkið og
útvegað fé til kaupanna á efnun-
um ytra. Þannig hafi verið ráðgert
að kaupa efnin í Amsterdam og
senda þau með hraðsendingu til
íslands.
Hinir tveir eru ákærðir fyrir að
hafa fengið loforð um að fá 4 millj-
ónir króna í þóknun fyrir feröina.
Þeir hafi keypt efnin í Amster-
dam, fengið þau þar afhent í
tveimur hátölurum í kössum og
flutt þá til Hamborgar, þar sem
þeir sendu þá með hraðsendinga-
þjónustu á nafn Hafnfirðingsins.
Efnin fundust eftir að þau komu
til landsins í vörugeymslu hrað-
sendingarfyrirtækisins UPS við
Héðinsgötu í Reykjavík. Miðað við
magnið sem um er að ræöa er mál
þetta eitt af þeim alvarlegustu sem
upp hafa komið hér á landi. -Ótt
Profin nalgast
Þegar sólin hækkar á lofti fara landsmenn aö huga aö vorverkunum. Fólk er í óöaönn aö skipuleggia sumarfríiö eöa
sumarvinnuna; sumir eru jafnvel farnir aö taka til í garöinum. Nemendur í framhaldsskólunum eru aftur á móti niöur-
sokknir í lestur og fá víst ekki tækifæri til aö njóta vorsins og sólarinnar fyrr en eftir próf.
Veftríö í kvöjd
8 ,-V. /8
0
REYKJAVIK AKUREYRI
Solarlng í kvöld 20.47 1S.57
Sólarupprás á morgun 06.10 07.46
Síödegisflóð 20.10 00.43
Árdegisflóð á morgun 08.28 13.01
Skýrihgjar á veaurtiáíntum
J^VINDÁTT 104-“II
15) ino
Frost um allt land í nótt
Norðaustlæg átt, 5 til 8 m/s. Snjókoma eöa
él austan til, él á norðanveröu landinu en
léttskýjaö suövestan til. Hiti 0 til 4 stig
sunnan frost 1 til 5 stig á Norðurlandi í dag.
Dálítil él norðan til en léttskýjaö sunnanlands
og frost 2 til 9 stig í nótt.
xm
Góð færft á Suðurlandi
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni er ágæt færö um
nágrenni Reykjavíkur, um Borgarfjörö
og Suöurland. í morgun var unniö aö
því aö hreinsa vegi á Vestfjörðum,
Noröurlandi, Noröausturlandi og á
Austfjöröum. Hálkublettir eru á
fjallvegum.
VINDSTYRKUR í metruin á soköndu ' Nfrost hsbskírt o
10
LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
iQ. %í Ía'Í
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
“í?
ÉUAGANGUR PRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA
[ZZlSNJÓR
mm ÞUNGFÆRT
NÁLT ■WÓFÆRT
iBKSEtaKEJISl
Léttskýjað á norftanverðu landinu
Austanátt, 8 til 13 m/s og smáskúrir allra syðst en annars hægari og
skýjaö á sunnanveröu landinu en léttskýjaö noröan til. Hiti 1 til 5 stig á
Suövesturlandi en frost 1 til 5 stig annars staöar.
rimmtllihjgjJJ
Suðaustan 10 tii 15 m/s,
rlgnlng og hltl 1 til 6 stlg
á Suður- og Vesturlandl en
hæg sunnanátt, léttskýjaö
og vægt frost norðaustan
tll.
Fremur hæg suðlæg eða
breytlleg átt, skúrir og
rlgning og hitl 2 til 7 stlg.
Norðanátt, víða 8 tll 13
m/s. Éljagangur eða
snjókoma og vægt frost
noröan tll en skýjaö með
köflum og hltl 1 tll 6 stlg
á sunnanverðu landlnu.
DV-MYND GUNNAR KRISTJÁNSSON
Heimkoman
Við komu Valdimars til hafnar í Grundar-
firöi. Viö stýrishúsið standa, talið frá
vinstri: Björgvin Lárusson, Siguröur Ólaf-
ur Þorvarðarson, Guömundur Reynisson
og Jóhannes Þorvaröarson.
Valdimar SH 106
til Grundarfjarðar
DV, GRUNDARFIRDI: ________
I gær kom til hafnar í Grundar-
firði Valdimar SH 106, sem er 50
tonna eikarbátur, smíðaður í Stykk-
ishólmi 1977, og er síðasti eikarbát-
urinn sem þar var smíðaður. Hann
er með 480 hestafla Caterpillar-vél,
árgerð 1991. Útgerðarfélagið Sæból
mun gera bátinn út en að því standa
bræðumir Sigurður, Ólafur og Jó-
hannes Þorvarðarsynir, Björgvin
Lárusson og Guðmundur Reynis-
son. Valdimar mun fara á rækju-
veiðar til að byrja með en síðan er
áformað að fara á net. -DVÓ/SHG
Skógasandur:
Flugvél hlekktist
á við lendingu
Lítilli eins hreyfils einkaflugvél
hlekktist á við lendingu á Skóga-
sandi um klukkan 11 á sunnudags-
morguninn. Að sögn lögreglunnar í
Rangárvallasýslu rak vélin skrúf-
una niður í gljúpan sandinn þegar
flugmaðurinn var að snúa henni eft-
ir lendinguna. Flugvélin, sem er af
gerðinni Cessna, skemmdist á
skrúfublaði en flugmanninn, sem
var einn á ferð, sakaði ekki. -SMK
Innbrot í Breiðholti:
Par handtekið
meft þýfi
Lögreglan í Hafnarflrði handtók
par á sunnudagskvöldið, grunað um
innbrot í heimahús í Breiðholti á
sunnudagskvöld. Þjófarnir komust
undan með töluverð verðmæti úr
húsinu. Þýflð fannst i bifreið fólksins,
auk meintra flkniefna og tækja til
fikniefnaneyslu. Fólkið var fært í
fangageymslur lögreglunnar í Hafnar-
flrði sem fer með rannsókn málsins.
Auk þessa stöðvaði lögreglan í
Hafnarfirði tvo menn á ferð í bifreið
á Garðavegi aðfaranótt mánudagsins.
Við leit á mönnunum og í bifreiðinni
fundust meint flkniefni og tæki til
neyslu þeirra. Jafnframt kom í ljós að
hvorugur mannanna hafði réttindi til
aksturs bifreiðarinnar. -SMK
AKUREYRI snjókoma
BERGSSTAÐIR úrkoma
BOLUNGARVÍK skýjaö
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL. snjókoma
KEFLAVÍK skýjaö
RAUFARHÖFN snjóél
REYKJAVÍK léttskýjaö
STÓRHÖFÐI úrkoma
-5
■4
-5
-6
0
-2
-7
-2
1
BERGEN rigning 3
HELSINKI léttskýjaö 3
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 4
ÓSLÓ skýjaö 1
STOKKHÓLMUR 1
ÞÓRSHÖFN skúrir 3
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö O
ALGARVE léttskýjaö 18
AMSTERDAM skúrir 9
BARCELONA skýjaö 10
BERLÍN alskýjaö 5
CHICAGO alskýjaö 8
DUBLIN skýjaö 8
HALIFAX frostúöi 0
FRANKFURT rigning 9
HAMBORG skýjaö 8
JAN MAYEN snjóél -10
LONDON skúrir 8
LÚXEMBORG rigning 7
MALLORCA þoka 8
MONTREAL alskýjaö 5
NARSSARSSUAQ heiöskírt 9
NEW YORK súld 9
ORLANDO skýjaö 21
PARÍS rigning 9
VÍN skýjaö 5
WASHINGTON alskýjaö 18
WINNIPEG þoka 1