Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001
Fréttir
Hert öryggiseftirlit með tilkomu Schengen:
Þrír menn gripnir
með fölsuð vegabréf
- nýr tækjakostur stóreflir eftirlitiö
Ný tæki í landamæraeftirlitið dv-mynd brink
Árelíus Haröarson, deildarstjóri hjá landamæradeild lögreglunnar á Keflavík-
urflugvelli, viö nýja tækiö til aö greina vegabréf.
Árelíus Harðarson, deildarstjóri
hjá landamæradeild lögreglunnar á
Kefalvíkurflugvelli, segir nýjan
tækjabúnað í tengslum við
Schengen-eftirlitið þegar vera far-
inn að skila árangri. Þannig hafi
þrír einstaklingar verið gripnir á
dögunum með fölsuð vegabréf.
Árelíus segir starfsfélaga toll-
gæslunnar erlendis víöa öfunda þá
af nýjum tækjabúnaði í Leifsstöð á
Keflavíkurflugvelli. Þar hefur verið
komið upp búnaði til að skanna og
greina vegabréf með ýmsum hætti
ef grunur vaknar við venjulega
vegabréfaskoöun að um fölsuð vega-
bréf sé að ræða. Fyrir skömmu voru
teknir þrír einstaklinga með sænsk
og dönsk vegabréf sem reyndust
fölsuð og var þeim umsvifalaust
snúið við og vísað aftur til þess
lands sem þeir komu frá.
Greina minnstu falsanir
Að sögn Árelíusar var áður oft
erfitt að greina „góðar" falsanir en
nýi tækjabúnaðurinn getur greint
minnstu frávik frá löglega gerðum
vegabréfum. Hann segir að héðan í
frá verði mun erfiðara en áður var
að komast inn eða út úr landinu og
til og frá löndum utan Schengen-
svæðisins með fölsuð skilríki.
í hliðum ytri landamæra
Schengen-svæðisins á Keflavíkur-
flugvelli er búnaður þar sem hægt
er að bera vegabréf saman við
gagnabanka um eftirlýsta og óæski-
lega einstaklinga. Þar er líka hægt
að gera forathugun á því hvort
vegabréf sé falsað. Ef minnsti grun-
ur vaknar um slíkt er farið meö
vegabréfið í nýja greiningartækið.
Þaðan er síðan hægt að senda
myndir til frekari greiningar er-
lendis ef þörf þykir á.
Erfitt aö blekkja
eftirlitsmyndavélar
Eftirlitsmyndavélar bera líka
saman andlit farþega við gagna-
banka og segir Árelíus það kerfi
mjög öruggt. Skiptir þá engu þó
menn setji upp gerviskegg til að
reyna að villa á sér heimildir, tölv-
an þekki þá samt. -HKr.
I tengslum við gagnabanka
Hérgeta tollveröir boriö saman upp-
lýsingar viö gagnabanka Schengen-
svæöisins um þá farþega sem
óæskilegir teljast viö komuna til
landsins.
Sjúkrahús og heilsugæsla Akraness eflast:
Fjárhagvandi leystur
og ný fæðingadeild
DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON
Frá undirritun samninga
Frá vinstri eru Guöni Tryggvasson, formaöur stjórnar SHA, Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigöisráöherra og Guöjón S. Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA.
Grásleppukarlar að gera klárt
Þeim þykir dapurt verö á grásleppu-
hrognum en eru samt byrjaöir aö
leggja rauömaganetin.
Gr ásleppuvertíð:
Verðið er
allt of lágt
Grásleppuvertið hefst ekki við Faxa-
flóann fyrr en 20. april en aðeins fyrr á
Suðumesjum og fyrir norðan. Grá-
sleppukarlamir halda að sér höndum
þar sem verðið er enn mjög lágt fyrir
hrognin. Fregnir hafa samt borist af
því að nokkrir trillukarlar hafi þegar
lagt sín rauðmaganet.
Gunnar Ari Harðarson í Grindavik,
formaður smábátafélagsins Reykja-
ness, segir trillukarla halda að sér
höndum varðandi grásleppuveiðina.
„Það mátti byrja um mánaðamótin en
verðið er allt of lágt,“ segir Gunnar. Nú
em boðnar um 40 þúsund krónur fyrir
tunnuna sem er um 105 kg. Það era því
tæpar 400 krónur á kílóið. í fyrra var
verðið 36 þúsund krónur á tunnuna.
Trillukarlar voru að gæla við að fá um
60 þúsund fyrir tunnuna miðað við
söluhorfur erlendis. Gunnar segir að
menn sætti sig eflaust við eitthvað
minna en alls ekki 40 þúsund krónur.
Birgðastaða erlendis er talin lág um
þessar mundir og mikil vöntun á hvers
konar hrognum. Því hefur verð á
þorskhrognum snarhækkað það sem af
er ári og eru borguð um 500 krónur fyr-
ir kilóið af þroskhrognum á markaði
nú á móti um 350 krónum í fyrra.
í Fiskbúð Hafliða í Reykjavík feng-
ust þær upplýsingar að þeir hafi verið
með rauðmaga á boðstólum af netabát-
um af Suðumesjum. Töluvert hafi ver-
ið um rauðmaga í netum báta sem það-
an róa alveg síðan í janúar.
Grásleppuvertíð hefst fyrst á Aust-
flörðum á norðausturhomi landsins
þann 30. mars og er þá heimilt að leggja
net alveg að Skagatá. -HKr.
DV. AKRANESI:___________
Á dögunum skrifuðu fulltrúar
heiibrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis og Sjúkrahús og heilsugæslu-
stöð Akraness undir nokkra samn-
inga sem munu hafa mikil áhrif á
stofnunina í framtíðinni. Samnings-
upphæðin er upp á hátt í tvö hundr-
uð milljónir króna. Fjárhagsvandi
undanfarinna ára upp á 105 milljón-
ir hefur verið leystur.
Þá var skrifað undir árangurs-
stjórnunarsamning fyrrnefndu aðil-
anna en hann mun einn og sér auka
framsækni Sjúkrahússins og heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akranesi en
jafnframt krefjast útsjónarsemi í
starfsemi spítalans. Þá var undirrit-
að samkomulag sömu aðila um of-
virknisteymi en að því verkefni
munu koma læknar SHA og skólasál-
fræðingar Akraneskaupstaðar auk
þess sem heilsugæslustöðin mun
ráða til sín iðjuþjálfa i 50% starf.
„Engum þarf að dyljast mikilvægi
þessa verkefnis því samkvæmt rann-
sóknum á þónokkur fjöldi barna á
grunnskólaaldri við þetta vandamál
að stríða. Það er því ljóst að með til-
komu þessa samkomulags munum
við hér á Vesturlandi geta boðið
ákjósanlegri úrlausn fyrir fjölskyld-
ur sem glíma þurfa við vandamál
sem þessi,“ sagði Guðni Tryggvason,
formaður stjórnar SHA, við undirrit-
un samningsins.
Síðast en ekki síst var skrifað und-
ir samning um áframhaldandi upp-
byggingu SHA. Samningurinn er á
milli SHA, hedbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins og Akraneskaup-
staðar. Er þar um að ræða nýja fæð-
inga- og kvensjúkdómadeild og verð-
ur hún byggð á gömlum og traustum
grunni þar sem gömlu skurðstofurn-
ar eru og er áætlað að framkvæmdir
við hana kosti um 60 milljónir
króna.
Allir þekkja það góða orðspor sem
af þessari deild hefur farið á undan-
fórnum árum en hún hefur verið ein
af burðarásum sjúkrahússins. Eftir-
sóknarvert hefur verið fyrir þá sem
hafa þurft að nýta sér þessa samfé-
lagsþjónustu að koma hingað og
leggjast hér inn, hvort heldur er til
að fæða börn eða til annarra inn-
lagna fyrir konur.
„Ég hef trú á að þetta muni enn
auka hróður þessarar deildar. Á
undanfórnum árum hefur markvisst
verið unnið að uppbyggingu Sjúkra-
hússins og heilsugæslustöðvarinnar
á Akranesi, Vesturlandi öllu til góða,
ekki síst hér á Akranesi þar sem
mjög fjölmennt starfslið á afkomu
sína undir því að hér sé öflug starf-
semi. Þessa uppbyggingu eigum við
ekki síst Ingibjörgu Pálmadóttur
heflbrigðisráðherra að þakka," sagði
Guðni Tryggvasson, formaður
stjórnar SHA, í ræðu sinni. Þá tók
Guðjón S. Brjánsson, nýr fram-
kvæmdastjóri SHA, formlega við
völdum þegar Sigurður Ólafsson, frá-
farandi framkvæmdastjóri SHA, af-
henti honum lyklavöldin. Sigurður
hefur verið framkvæmdastjóri
Sjúkrahússins 136 ár. -DVÓ
Nýr framkvæmdastjóri
Siguröur Ólafsson, fráfarandi framkvæmdastjóri SHA, afhendir Guðjóni S.
Brjánssyni lyklavöldin.
DV
Klæöningin
I heita pottinum voru
menn að ræða um þing-
menn og vinnuálagið á
þingmönnum. Flestum
bar samán um að alia
jafna væri það heOmikið púl
að sitja á þingi, svo ekki sé talað um þá
sem jafnframt eru í öðrum störfum líka.
Það er pottverjum því sérstakt gleðiefni
þegar þeir heyra af jpingmönnum sem ná
að samræma starf sitt sem þingmaður
því starfi sem þeir
gegna úti í bæ. Gott
dæmi um þetta þóttust
menn hafa fundið þegar
Gunnar Birgisson, for-
stjóri Klæðningar og
stórverktaki, lagði fram
fyrirspurn til samgöngu-1
ráðherra um klæðningarverkefni hjá
Vegagerðinni. Gunnar, sem er með fyrir-
tæki sem leggur klæðingar á vegi, spurði
hve mikið Vegagerðin hefði boðið út af
klæðningarverkefnum og hversu mikið
Vegagerðin hefði klætt sjálf. Síðan spurði
hann um hvernig verðsamanburðurinn
hefði verið milli Vegagerðar og þeirra
sem gerðust verktakar eftir útboðin. Ef-
laust hefur það kætt Gunnar að að oftast
voru verktakarnir lægri en Vegagerðin,
þótt það væri ekki algilt og ekki mikill
munur. Auk þess er erfitt um samanburð
því framkvæmdir voru á misjöfnum stöð-
um. Engu að síður má vona að með því
að benda á þetta muni verktakar - þar á
meðal Klæðning Gunnars - fá fleiri verk
í framtíðinni!...
Gísli Marteinn í prófkjör?
Eins og nýlega hefur verið upplýst er
Kristján Kristjánsson, einn úr Dagsljós-
þríeyki Sjónvarpsins, bráðlega á förum og
hefur nú ráðið sig til starfa hjá auglýs-
-i ingastofunni Mekkanó.
j Þeir sem gerst þekkja
- þó til steftia og strauma
j finnst þó allt eins líklegt
að stallbróðir hans í
Dagsljósinu, Gísli Mart-
einn Baldursson, muni
tæpast verða þar öllu
lengur. 1 undirheimum stjórnmálanna er
nú í fullri alvöru rætt um að á hausti
komandi muni Gísli vísast fara að dæmi
Skarphéðins Njálssonar og renna sér
fótskriðu og stökkva á milii höfuðísa.
Vettvangur Gísla verður þó ekki Markar-
íljót heldur prófkjör sjálfstæðismanna í
Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosning-
amar þar sem ekki spilli fyrir frama að
vera þekkt sjónvarpsandlit...
Framboðsmál skýrast
Framboðsmál Sjálfstæðisflokksins í
hinu nýja Vesturkjördæmi eru nú sem
óðum að skýrast en þar þykir ljóst að
Sturla Böðvarsson leiði listann, Einar
Kr. Guðfinnsson verði,
í öðru sæti og kona í I
þriðja sætinu. Búast I
sjálfstæðismenn ekki
við að fá fleiri en þrjá
þingmenn kjöma’ í
þessu nýja kjördæmi;
það vissi sr. Hjálmar I
Jónsson vel þegar hann ákvað skyndilega
að yfirgefa stjórnmálin og er megin-
ástæða brotthvarfs hans. Miðað við þess-
ar forsendur em Guðjón Guðmundsson,
Einar Oddur Kristjánsson og Vilhjálm-
ur Egilsson einnig úti í kuldanum - og
er því búist við að sá síðastnefndi muni
reyna fyrir sér með framboði í öðra
hvoru Reykjavíkurkjördæmanna...
Hjálmar í MR?
Upplýst var um helgina að Ragnheið-
ur Torfadóttir, rektor Menntaskólans í
Reykjavík, væri á fórum úr embætti, eft-
ir fjörutíu ára starf við skólann. Þegar
er farið að pískra um
arftaka hennar i starfi
og hafa ýmsir þekktir
skólamenn verið nefnd-
nr en sjomr manna
beinast einnig niður á
Alþingi. Þar situr
Hjálmar Árnason, fyrr-
verandi skólameistari Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, en í heita pottinum er full-
yrt að eftir afleita útreið í ritarakjöri á
ílokksþingi Framsóknar á dögunum
komi brotthvarf úr stjómmálunum vel
til greina. Raunar heyrist sú skýring
líka að pólitískir keppinautar Hjálmars
innan FVamsóknarflokks og utan hans
hafi komið þessari sögu á kreik til að
veikja Hjálmar pólitískt. í pottinum telja
menn þetta hins vegar ágæta sögu, hvort
sem hún er sönn eða ekki, enda pottverj-
ar sammála um að Hjálmar yrði ágætis
rektor í MR!...