Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Síða 8
8
Tilboðsverð
Fjöldi bifreiða á skrá
og á staðnum
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, simi
567-1800
Löggild bílasaia
Toyota Corolla Luna '98, ek. 75 þús.
km, 5 g., rafdr. rúður, þjófavörn,
álfelgur, topplúga o.fl. Verð 990 þús.
Einnig: Toyota Corolla Luna '98, ek.
59 þús. km, 5 g., rafdr. rúður, fjarst.
samlaes. o.fl. 100% bílalán.
Verð 990 þús.
Renault Laguna rt 2,0 I '96, ek. 75
þús. km, rafdr. rúður, samlæs., álfelgur,
100% bilalán. Verð 990 þús.
Toyota Yaris Terra '99, ek. 57 þús.
km, bílalán 470 þ. Verð 770 þús.
Subaru Legacy '97, ek. 75 þús. km,
bílalán 1120 þús. Verð 1.250 þús.
Toyota LandCrusier MPW TD '95,
ek. 77 þús. km, 33’ álfelgur,
þungaskattsmælir o.fl.
Verð 1.690 þús.
Ford Transit 150 T. dfsil, árg. 2000,
ek. 0 km, bílalán 1.590 þús.
Verð 2.390 þús.
Peugeot 306 Symbio '98, ek. 49
þús. km, 5 g., rafdr. rúður, fjarst.
samlæs., álfeigur, 2x spoiler o.fl.
Verð 990 þús. ÚTSALA 890 þús.
MMC Pajero TDI '98, ek. 105 þús.
km, 5 g., rafdr. rúður, samlæs.,
álfelgur o.fl. Verð 2.090 þús.
ÚTSALA 1.890 þús.
VW Golf Comfortline 1,6 st. , árg.
2001, ek. 0 þús. km, ssk., allt rafdr.,
álfelgur, sumardekk á felgum o.fl.
Verð á nýjum bíl 1820 þús. en verð
á þessum er 1.780 þús.
VW BORA Comfortl. '99, ek. 25 þús.
km, 5 g„ rauður, álfelgur, rafdr. rúður.,
fjarst. samlæs. o.fl. Verð 1.440 þús.
Útsala 1.390 þús.
____________________________________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001
Fréttir X>V
Sláturhúsamál á Hólmavík í brennidepli:
Goði heldur á lyklun-
um að framtíð byggðar
- telja bændur sem líst illa á ef hætt verður slátrun
DV, HÓLMAVlK:
„Þið haldið á lyklunum að fram-
tíð þessarar byggðar," voru orð eins
fundarmanns á allíjölmennum fundi
sem fyrirtækið Goði hf. hélt í
Sævangi nýverið. Gerð var grein
fyrir afkomu og sölu- og markaðs-
horfur kynntar. Farið var yfir
nokkra þætti endurskipulagningar
sem unnið er að með VSÓ Ráðgjöf,
auk margs annars.
Bændum á fundinum, sem þó
báru ekki allir mikið lof á fyrirtæk-
ið og töluðu jafnvel um viðskiptaó-
vild sem fyrirtækið hefði aflað sér,
m.a. vegna villandi afreikninga,
leist miður vel á ef afráðið verður
að hætta slátrun á Hólmavík en
sláturhúsið er óhentugt og uppfyllir
ekki lengur kröfur sem nú eru gerð-
ar um frágang og búnað. Það þarfn-
ast því endurbóta verði slátrun þar
haldið áfram. Sláturhús þetta er það
eina sem tilheyrir Goða á Vest-
fjarðasvæðinu. Á síðasta hausti var
tæplega 16 þúsund fjár slátrað þar
og fallþungi var þar sá hæsti á land-
inu 17,61 kíló.
Nýr framkvæmdastjóri Goða,
Kristinn Þór Geirsson, sagði afkomu-
horfur fyrir þetta ár miður góðar en
reiknað væri með afkomubata og að
hagnaður yrði á næsta ári. Kæmi þar
fleira en eitt til, t.d. væri verið að
vinna að því að kjötvinnsla yrði á
einum stað, sem telst hagkvæmt, og
skipulagsbreytingar aðrar stæðu fyr-
ir dyrum, sem yrðu kynntar þegar
lengra kæmi fram á árið.
Bændur vildu gjalda varhug við
hagkvæmni stærðarinnar og bentu
á einingar, kaupfélög í nágrenninu
sem væru með sláturhús og skiluðu
viðunandi afkomu. Starfræksla slát-
urhúss á þessu svæði væri einnig
og ekki síður mikilvæg og nauðsyn-
leg fyrir þær sakir að Strandasýsla
er án allra búfjársjúkdóma, en það
hefur ekki síst hefur gert búsetu á
þessu svæði varanlega og búskap
nokkuð afkomutryggan. -GF
Áhyggjufullir Strandamenn
Bændur á Ströndum óttast afleiöing-
ar þess fyrir byggö ef hætt veröur aö
slátra á Hólmavík.
íslandsbanki - FBA:
Arðgreiðsla til látins manns
- sem andaðist fyrir um það bil 40 árum
„Þetta eru að sjálfsögðu mistök,"
sagði Þorgils Óttar Mathiesen hjá
Íslandsbanka-FBA um ávísun sem
bankinn sendi í vikunni til einstak-
lings sem lést fyrir um 40 árum. í
bréfl sem fylgdi ávísuninni sagði, að
meðfylgjandi væri arður af hluta-
fjáreign viðkomandi einstaklings.
Bréfið ásamt ávisuninni var sent á
heimiisfang á Sauðárkróki, þar sem
hann átti lögheimili fyrir margt
löngu. Ekki var um háa upphæð að
ræða, 672 krónur, en ávísunin tvíyf-
irstrikuð og stíluð á hinn látna.
Þorgils Óttar sagði að nýlega
hefðu verið sendar arðgreiðslur til
hluthafa Íslandsbanka-FBA sem séu
um 13.400. Hlutabréf í bankanum
hefðu verið rafvædd í október 2000
og væru nú skráð hjá Verðbréfa-
skráningu íslands. Sérstök nafna-
skrá væri þó til þar sem haldið væri
utan um nöfn hluthafa sem vildu
láta senda arðgreiðslur annað en
skráð væri í þjóðskrá. Meðal þeirra
væru nöfn látinna einstaklinga og
arður sendur á skráð dánarbú.
„Ekki er að fullu Ijóst hvað hefur
gerst í þessu umrædda tilviki en
þessi einstaklingur var hluthafi í
einum af forverum íslandsbanka hf.
og þar með var nafn hans skráð í
hlutaskrá bankans við sameining-
una árið 1990, þrátt fyrir að hann
Íslandsbanka-FBA
Sendi fyrir mistök arögreiöslur til
löngu látins manns.
væri látinn,“ sagði Þorgils Óttar.
„Erfingjar virðast ekki hafa komið
fram. í slíkum tilfellum reynir
bankinn að hafa uppi á erfingjum
en það tekst ekki alltaf og er eign og
arður þá geymdur áfram á nafni
hins látna. Við rafræna skráningu
hlutabréfa i bankanum á síðasta ári
virðist svo sem nýtt heimilisfang
hafi komið inn á nafn þessa látna
manns og því barst arðgreiöslan til
Sauðárkróks. Þó lögð sé mikil
áhersla á að hafa skráningar í
hlutaskrá réttar er alltaf eitthvað
um að arðgreiðslur séu endursend-
ar vegna rangra heimilisfanga. En
við fógnum þvi ef þetta verður til
þess að erfingjar látna mannsins
geti nú vitjað arðgreiðslunnar."
-JSS
Hrein sýn
Eitt afþví sem menn sjá greinilega þegar sólin hækkar á lofti oggeislar
hennar skína inn um gluggann er hversu óhreinir gluggarnir eru og hvaö mik-
iö ryk hefur safnast fyrir inni í húsum yfir veturinn. Voriö er því besti tíminn til
aö gera hreint, ekki síst aö þrífa gluggana og hleypa sólinni inn.
Fólskulega líkamsárás á sambýliskonu:
Situr mánuð
í fangelsi
DV, AKRANESI:____________________
Héraðsdómur Vesturlands
dæmdi nýlega karlmann frá Akra-
nesi í eins mánaðar fangelsi fyrir
líkamsárás og greiðslu alls sakar-
kostnaðar.
Manninum var í þessu máli gefið
að sök að hafa tekið hálstaki sam-
býliskonu sína og slegið hana nokk-
ur hnefahögg í andlit á heimili
þeirra. Konan hlaut mar og bólgur
víða I andliti og á vinstra eyra,
sprungna neðri vör og mar framan-
vert á hálsi.
Atburðurinn átti sér stað aðfara-
nótt sunnudagsins 12. nóvember
2000. Kona á Akranesi hringdi i lög-
reglu og óskaði aðstoðar vegna lík-
amsárásar á vinkonu hennar. Tveir
lögreglumenn komu þar að sem
konan sat við eldhúsborð.
„Greinilegt var að hún hafði
margsinnis verið barin í andlitið og
voru miklir áverkar sjáanlegir á
andliti og hálsi," segir í skýrslu lög-
reglunnar.
Fram kemur í sakavottorði að
ákærða hefur á tímabilinu 1990 til
1998 sex sinnum verið refsað, í öll
skiptin fyrir brot á umferðarlögum.
í fjögur skipti er þar um að ræða
ölvunarakstur, en ákærði var í
september 1996 dæmdur í 2 mánaða
fangelsi fyrir ölvunarakstur og
sviptingarakstur.
Af gögnum máls má sjá að árás
ákærða á sambýliskonu sína og
bamsmóður hefur verið fólskuleg
og skaðvænleg, þótt afleiðingarnar
hafi ekki orðið alvarlegar, segir i
dóminum. Ákærði hefur ekkert sér
til málsbóta. Að þessu athuguðu og
enn fremur því aö ákærði hefur
ekki fyrr gerst sekur um ofbeldis-
brot, þykir dómara refsing hans
hæfilega ákveðin eins mánaðar
fangelsi. Finnur Torfi Hjörleifsson
dæmdi. -DVÓ
Nektarstaöur í Reykjavík:
Vildu fá lengri
þjónustu
Tveir karlmenn kvörtuðu við lög-
regluna í Reykjavík undan þjónustu
á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur,
auk framkomu starfsfólks við þá. Á
heimasíðu lögreglunnar kemur
fram að mennimir höfðu greitt veit-
ingastaðnum ákveðna upphæö og
töldu sig eiga aö fá kampavín og
léttklæddar konur í staðinn.
„Þótti þeim þjónustan standa
stutt og lögðu fram kvörtun þess
efnis við starfsfólk," segir á heima-
síðunni. Kvörtunin mætti litlum
undirtektum starfsfólks staðarins,
því mönnunum var hent út af staðn-
um.
Ekki kemur fram hversu háa
upphæð mennirnir greiddu. -SMK