Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Side 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001________________________________________________________________________________________________ PV_______________________ Útlönd Bresku forsætisráðherrahjónin: Vildu ekki sitja til borðs með Sophie Cherie og Tony Blair, forsætis- ráöherrahjón Bretlands, eru sögð hafa tilkynnt að þau kæmust ekki í kvöldverðarboð þar sem þau áttu að sitja til borðs með Sophie Rhys-Jo- nes, greifynju af Wessex, og eigin- manni hennar Játvarði prinsi. Full- yrt var að Cherie og Tony hefðu átt að sitja til borðs með Sophie og Ját- varði. Allt er nú á öðrum endanum í Bretlandi vegna ummæla Sophie um stjórnmálamenn, bresku kon- ungsfjölskylduna og hvernig hún notaði tengslin við fjölskylduna al- mannatengslafyrirtæki sínu til framdráttar. Ummælin lét Sophie falla við blaðamann sem var dulbú- inn sem arabískur fursti. Andstæðingar konungdæmisins hafa fengið vind í seglin. Þekktir róttæklingar eins og þingmennirnir Tony Benn og Jeremyn Corbyn Við opinber skyldustörf Þrátt fyrir allt fjaörafokiö hafa Sophie og Játvaröur prins oröiö aö sinna opin- berum skyidustörfum undanfarna daga. segja tíma til kominn að Bretar kjósi sér þjóðhöfðingja. Ekkert þyk- ir þó benda til dramatískra breyt- inga í náinn framtíð. Tony Blair for- sætisráðherra vill alls ekki heitar umræður um framtíð konungdæm- isins í upphafi kosningabaráttunn- ar. Flestir stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja að ummæli Sophie hafi í raun verið í sama dúr og aðr- ar yfirstéttarkonur segja. Það þykir hins vegar alvarlegra fyrir Elísa- betu drottningu að tengdadóttir hennar skuli hafa viðurkennt í við- tali við „arabíska furstann" að hún notfærði sér stöðu sína i starfinu. Breska blaðið The Guardian ráð- leggur Sophie að fá sér annaðhvort starf innan heilbrigðisgeirans eða í menningargeiranum. Vilji hún standa á eigin fótum verði hún að afsala sér titlum og forréttindum. Svíþjóð: Nautgripir ekki sýktir af gin- og klaufaveikinni Grunur um að gin- og klaufaveik- in hefði stungið sér niður á naut- gripabú nærri Stokkhólmi reyndist ekki á rökum reistur. Sænsk yfirvöld höfðu einangram bóndabæ nærri Osthammar, um 120 kilómetra norður af Stokkhólmi, eft- ir að dýralæknir var kallaður til að skoða veikan kálf. Hann reyndist svo ekki hafa fengið gin- og klaufa- veiki. Nú er hafin áttunda vikan frá því gin- og klaufaveikifaraldursins varð vart í Bretlandi. Þar hafa menn enn áhyggjur af því að sjúkdómurinn breiðist stjórnlaust út. Sjúkdómurinn hefur borist til þriggja annarra Evrópulanda, ír- lands, Frakklands og Hollands, þar sem óeirðalögregla beitti háþrýsti- vatnsdælum gegn hundruðum bænda sem stóðu fyrir mótmælaað- gerðum. Bændurnir höfðu lokað öllum leiðum að og frá litlu þorpi í mið- hluta Hollands til að mótmæla því að heilbrigðum dýrum væri slátrað í baráttunni gegn sjúkdóminum. Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsins hittust í Östersund i Svíþjóð þar sem þeir ræddu meðal annars um bólusetningu sem aðferð í baráttunni gegn faraldrinum. Hollenskir bændur í vígahug Reiöir hollenskir bændur, vopnaöir járnstöngum og lurkum, komu sér fyrir í skóflu vélgröfu viö þorpiö Kootwijkerbroek í miöhluta Hollands í gær. Bændurnir iokuöu öllum leiöum aö og frá þorpinu til aö mótmæla þeim fyrirætlunum stjórnvalda aö slátra heilþrigöum skeþnum í baráttunni gegn gin- og klaufaveikinni. Gefst ekki upp Francesco Rutelli hyggst ekki gefast uþp þótt auöjöfrinum og hægri manninum Berlusconi sé spáö sigri. Ítalíuforseti stillir til friðar Forseti Ítalíu, Carlo Azeglio Ci- ampi, kallaði nýlega forsætisráð- herraframbjóðendurna Silvio Berlusconi og Francesco Rutelli á sinn fund í forsetahöllinni. Bað for- setinn keppinautana að hætta per- sónulegum árásum í baráttunni fyr- ir kosningarnar í næsta mánuði og reyna i staðinn að einbeita sér að stjórnmálum. Berlusconi, sem er i framboði fyrir bandalag mið- og hægri manna, var í þætti í ítalska ríkissjónvarpinu sakaður um tengsl við mafiuna og spillingu. Sjálfur sakar Berlusconi stjórnar- flokkana um að hafa komið sinum eigin mönnum fyrir í toppstöðum hjá hinu opinbera. Hann fullyrðir einnig að flestir dómarar séu tengd- ir flokkum á vinstri vængnum. Mannæta búin að gefa sig fram Filippseyingurinn Norberto Manero, sem flýði úr fangelsi í far- angursgeymslu bíls konu sinnar í mars síðastliðnum, hefur gefið sig fram viö lögreglu. Manero var ásamt tveimur bræðra sinna og fjór- um öðrum dæmdur 1987 fyrir dráp á ítölskum presti og fyrir að hafa lagt heila hans sér til munns. Manero var félagi 1 vígasveitum, hliðhollum stjórnvöldum í Manila, sem börðust gegn skæruliðum í suðurhluta landsins. Ekki gott að vera venslaður Milosevics þessa dagana: Eiginkona og dóttir gerðar afturreka úr heimabænum Eiginkona og dóttir Slobodans Milosevics, fyrrum Júgóslavíufor- seta, voru gerðar afturreka úr heimabæ fjölskyldunnar á dögunum og þar voru að verki menn úr fyrr- um stjómarandstöðu landsins. „Við höfum rekið Mirjönu Markovic og dóttur hennar Mariju frá Pozarevac vegna þess að fjöl- skyldan öll er ekki velkomin í bæ okkar,“ sagði Momcilo Veljkovic, fé- lagi í námsmannahreyfingunni Optor í austurhluta Serbíu, í viðtali við fréttamann Reuters. Marija Milosevic, sem sætir nú rannsókn lögreglunnar fyrir að hafa skotiö úr skammbyssu þegar faðir hennar var handtekinn og fluttur frá íbúðarhúsi sínu í Belgrad í apr- ílbyrjun, kom til Pozarevac í svört- um BMW á fimmtudag í síðustu í heimsókn hjá bóndanum Mirjana Markovic á leiö úr fangels- inu þar sem hún heimsótti eigin- mann sinn, Slobodan Milosevic. viku. Hún var í fylgd nokkurra ann- arra bíla. Eftir að eiginkona Milosevics kom í fjölskylduvilluna á fóstudag bankaði Veljkovic upp á og til- kynnti öryggisvörðunum að Otpor myndi efna til mótmælaaðgerða ef hún hefði sig ekki á brott. Konurnar hurfu á brott úr bæn- um hálfri klukkustund síðar, að sögn sjónarvotta. Talið er að mæðgumar hafi fariö aftur til Belgrad og haldi til þar. Áður er mæðgumar fóm burt frá Pozarevac á fostudag sáu frétta- menn óeinkennisklædda lögreglu- þjóna gæta hússins en lögregluþjón- ar í búningi komu í veg fyrir að nokkur gæti nálgast það. Frétta- mönnum var skipað að hafa sig á brott frá staðnum. Eigum allar stærðir á lager!!! Einnig hestakerrur og bilakerrur. Stærst: 230 sm x 135 sm borðhæð 45 sm. Burður 1.000 kfl. Vorð: 167.700,- Minnst: 110 sm x 90 sm borðhæð 38 sm Burðun 350 Kg. Verð kr. 33.500 EVRÓ Grensásvegi 3 (Skeifumegin) Reykjavík • s: 533 1414 / öllum stærðum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.