Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 Skoðun DV Færðu páskaegg? Magnea Sif Agnarsdóttir, klippari Mojo: Já, ég fæ stærsta páskaegg í heimi frá mömmu og frá mömmu og pabba. Páskaegg frá Nóa og Siríusi nr. 7. Jóhann Guöjónsson nemi: Veit ekki, vonandi. r Sigrún Pálsdóttir, heildsali Davines: Ég deili stærsta páskaegginu meö mínum heittelskaöa eggjabónda. Sigríður Vilhjálmsdóttir barþjónn: Já, ég kaupi mér sjálf minnsta eggiö. Gunnhildur Bárðardóttir, klippari Mojo: Þaö er ömurlegt aö segja þaö, en nei. En vonandi tekur þaö einhver til sín. Gosi Ragnarsson, nemi Mojo: Nei, mamma er í klikkaðri megrun og vill ekki sjá nein páskaegg inn á heimiliö. Bitlítið verkfallsvopn sjómanna Konráö Rúnar Friðfinnsson skrifar:_______________________ í marsmánuði ætluðu sjómenn að fara i langþráð verkfall. Ríkisstjórn- in var þessum áformum ekki sam- mála. Ákvað hún því að setja bann á verkfallið til að þeir hundskuðust út á sjó og sæktu loðnuna sem synti í hafinu. Eins og allir vita að þá merk- ir orðið loðna sama og gjaldeyrir í eyrum landsmanna. Sjóaramir urðu því að lúta valdinu, sleppa landfest- um og sækja björgina í greipar Ægis. Loðnukvótinn náðist að mestu leyti á vertíðinni vegna frestunar verk- fallsins. En nú eru sjómennirnir aft- ur komnir í verkfall og er jafnvel bú- ist við að það muni dragast á lang- inn. Ríkisstjórnin hefur ekkert gefið út um það ennþá hvort hún grípi inni í þessar aðgerðir sjó- og útgerðar- manna með lagasetningu eða leyfi deiluaðilum að klára málið á eigin spýtur. Spumingin er hins vegar Lakari vara fyrir landsbyggðina? Kona úti á iandsbyggðinni skrifar: Grænmeti og ávextir sem fluttir eru út á land, eru oftar en ekki lé- legra að gæðum en það sem selt er í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Hvað er að gerast? Er kannski verið að senda út á land vöru sem ekki þýðir að setja í verslanir í Reykja- vík? Kannski það sem verslanir í Reykjavik hafa endursent birgjun- um? Mér er sagt að komið hafi græn- meti merkt verslunum úti á landi sem kaupmenn hafa einfaldlega end- ursent heildsölunum vegna skemmda. Þegar kynntir voru ýmsir réttir úr grænmeti og ávöxtum hjá félagasamtökum hér í minu byggðar- lagi, þá keypti kennarinn, sem er úr Reykjavík, vömrnar hérna á staðn- um. Hún sagðist hafa tekið eftir að ástand varanna var snöggtum lakara hér en það sem hún átti að venjast í höfuðborginni. „Til hvers eru sjómenn og verkamenn að borga ið- gjald til síns stéttarfélags ef lendingin í samningum er hjd sáttasemjara og menn gera jafnvel ráð fyrir að málin endi þar?“ hvort rétt sé af stjómvöldum að grípa til aðgerða þegar lögmætt verk- fall er í gangi. Það er nú einu sinni þannig í lýðræðisríki að menn geta gripið til þessa vopns ef aðrar leiðir reynast ekki færar. En málið er að ríkisvaldið hefur á undanförnum árum komið inn í slíkar deilur með aðgerðir sem gerir verkfallsvopnið bitlaust með þeim afleiðingum að sjómönnum og útgerðarmönnum gefst ekki ráðrúm til að útkljá sín mál á eðlilegan hátt. Síðan fara menn á sjó með vandamál á herðun- um sem deiluaðilar vita að muni síð- ar koma niður á þeim. Annað er það einnig sem maður hnýtur um í sambandi við samninga- gerð almennt. Deiluaðilar talast ekki við með eðlilegum hætti heldur eru málin send til sáttasemjara ríkisins. Hann er sá sem í raun kemur mönn- um saman til að semja um kaup og kjör. Nær öll stéttarfélög í landinu og atvinnurekendur enda hjá sátta- semjara. Til hvers eru sjómenn og verkamenn að borga iðgjald til síns stéttarfélags ef lendingin i samning- um er hjá sáttasemjara og menn gera jafnvel ráð fyrir að málin endi þar? Deiluaðilar þurfa orðið á þriðja aðila að haida til að koma sér saman um mál. Finnst mönnum þetta vera eðli- legt ástand? Stundum hefur maður það á tilfinningunni að menn bíði eftir þvi að sáttasemjari eða ríkis- valdið grípi inn í launadeilur og leysi menn undan þeirri vinnu sem svona samningagerð er. Gamla myndin Lesandi sendi gamia mynd og nokkur orö með: Þessi mynd fannst i kqmmóðuskúffu. Kommóðan var keypt á fornsölu og mun vera frá Akureyri. Á myndinni stendur að Vilberg ljósmyndari Guðna- son hafi tekið myndina en hann starfaði lengi og starfar enn á Eskiflrði. Kannast einhver við fólkið á myndinni? Batman og Robin sundrað Það er langt um liðið síðan Jesús Kristur fékk sér leiguasna frá Hertz og reiö inn í Jerúsalem við mikinn fógnuð lýðsins sem reytti pálmatrén greinum og veifaði eins og þetta væri síðasta stundin á jörðinni. Hefði þetta gerst núna hefði auðvitaö verið bein útsending og Jakob Frímann hefði veriö fenginn til að þýða af engilsaxneskri tungu það sem gerðist: „Nú gengur asninn flm- um fótum og hinn mergjaði mannfjöldi lætur it- urvaxin pálmalaufin dynja á Kristi." En þetta gerðist ekki um helgina og var ekki í beinni út- sendingu. Maggi sá sætasti Þetta var á sunnudegi þeim sem nú er kennd- ur við pálma en þó ekki Pálma Haraldsson í Sölufélagi garðyrkjumanna heldur miklu frekar þá sem stóðu reyttir eftir við Jerúsalem. Pálmi stendur þó kannski reyttari eftir en Jerúsalem- pálmamir. Stemningin var ekki jafn mögnuð á páimasunnudag árið 2001 þótt margir hefðu legið afvelta eftir að hafa slátrað hnallþórum og vönd- uðum nýsteiktum kleinum. Það er dramatík i íslenskum fermingarveisl- um, ekki siður en í Jerúsalem forðum. Þó gerast fermingarveislur vart dramatískari en í fjöl- skyldum VR-inga. Garra hefur alltaf þótt Magnús L. Sveinsson sætasti verkalýðsforkólfurinn og hefur haldið með honum í gegnum tíðina. Hann hefur verið leiðtogi lífs Garra og hann hefur fylgst með hári hans fá silfurlitan blæ. Og það var engin tilviljun að blærinn var silfurlitur, nei, Magnús var bara númer tvö. Pétur Maack fékk mun hærri laun og réð meira að segja hvemig bílastæðum í Skeifunni væri háttað. Jesús var ekki í neinum vandræðum með að leggja asnanum forðum sem sýnir að samgöngu- mál í Jerúsalem vom í góðum farvegi. VR veitlr upplýsingar Magnús Ell hefur haft ótvíræðan stuðning fé- lagsmanna sinna svo lengi sem elstu menn muna. Pétur Maack hefur líka fylgt honum eins og skugginn; saman hafa þeir verið ósigrandi tvíeyki, eins konar Batman og Robin íslenskrar verkalýðsbaráttu. Núna hefur verið rekinn fleyg- ur milli Magmans og Maackins. Saman munu þeir ekki bjarga islenskum verkalýð í baráttunni við auðvaldið. Þeim hefur verið sundrað. Og ástæðan er auðvitað peningar. Magnús Ell var ekki nægilega meðvitaður um að hann á rétt á launaviðtali einu sinni á ári en þann rétt hafði Pétur nýtt sér. Magnús Ell verður einfaldlega að kynna sér betur launakannanir VR. Því VR sem- Þorsteinn J. Vilhjálmsson - stjórnandi þáttarins Viltu vinna milljón. Viltu vinna 612.400 krónur? Petra Rðs Ólafsdóttir, Grindavík: Þátturinn Viltu vinna milljón á Stöð 2 er skemmtilegur og spenn- andi. En nafnið er kannski ekki al- veg hárrétt ef betur er að gáð. Nafn- ið ætti að vera: Viltu vinna 612.400 krónur? Það er nefniléga sú upphæð sem sá vinnur sem lýkur þrautinni, því skatta og skyldur þarf vinnand- inn að borga til ríkissjóðs. Nafnið er því út af fyrir sig blöff. Stórhætta á göngustígunum GG skrifaði: Um helgina var troðfullt af fólki úti að njóta vorkomunnar, margir fóru út á göngustígana í borginni. Flestir eru gangandi, sífellt fleiri eru á hjólaskautum og svo eru það hjólreiðamennirnir. Umferðarregl- ur eru að engu hafðar á göngustig- unum og skapar það stórhættu. Hjólreiðamenn og hjólaskautafólk fara glannalega - fótgangandi labba gjarnan inni á merktum hjólreiða- brautum. Hjólreiðamenn nota held- ur ekki bjölluna eins og tíðkast meðal siðmenntaðra þjóða. Það er sjálfsögð skylda hjólreiðamanns að gefa merki þegar hann ekur aftan að göngufólki. Slysin á göngustígun- um eru fá en svo kann að fara að þeim fjölgi með aukinni umferð um stígana góðu. Verum á verði! Ónáttúra ur ekki fyrir mann heldur veitir upplýsingar sem gera launasamninga _ auðveldari. Gam Sigriður hringdi: Kynlífsdálkur Ragnheiðar Eiríks- dóttur í blaðinu er til skammar. Flengdu mig, elskan, grein um bind- ingar og flengingar, er fyrir neðan allar hellur. Og það að halda því fram að fólk sé i stórum stíl að iðka þetta brenglaða kynlíf er út í hött hjá Ragnheiði. Mér sýnist að ekkert sé lengur heilagt í samskiptum karls og konu. Öll áhersla er lögð á ótrúlega ónáttúru í þessum skrifum sem mættu vel missa sig í góðu helgarblaði eins og DV er að senda okkur lesendum. Askan hennar ömmu Gunnar skrifar: íslendingar ættu að varast að sinna nýrri tískubylgju, þeirri að senda krukkur og ker með „öskunni hennar ömmu“ sem óskaði eftir að öskunni yrði stráð hér eða þar um heiminn. Við erum farin að fá svona sendingar í póstinum frá út- löndum með ósk um að Islandspóst- ur strái líkamsleifum. Erlend lög- regla og hermálayfirvöld hafa varað við þeirri hættu að hryðjuverka- menn muni nota sýkla sem vopn í baráttunni við óvini sína. Saddam Hússein hefur verið staðinn að því að framleiða sýkla í þessum til- gangi. Upplagt væri fyrir svona ná- unga að dreifa sýklunum á ýmsa staði sem „öskunni hennar ömmu“. Við skulum vera á varðbergi fyrir svona nokkru. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.