Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Qupperneq 22
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 tölvui tíkni og visinda Ekki alltaf nóg að vera með flottustu íþróttaskóna á fótunum: Loftpúðaskór kunna að valda meiðslum • Körfuboltaiðk- endur eru gjam- ir á að meiða sig í ökklanum og vera má að flott- ir íþróttaskór með loftpúða í hælnum geri bara illt verra, að því er ástralskir vísindamenn segja. Rannsókn sem gerö var á tíu þús- und áhugakörfuboltaspilurum í Ástralíu leiddi í ljós að helmingur ökklameiðslanna varð þegar leik- mennimir lentu eftir skot eða frá- kast og þriðjungur þeirra varð þegar snerist upp á fótinn. Vísindamenn við La ■*. Trobe háskóia í Victor- ia komust að því að fyrri ökklameiðsli, ónógar teygjuæfingar við upphitun og loft- púðar í hælum íþrótta- skónna kynnu að auka hættuna á meiðslum. Ástralskir vísindamenn telja aö íþróttaskór meö loftpúöa í hælnum geti vald- iö auknum ökklameiöslum meöal körfuboltaiökenda, aö minnsta kosti meö- al áhugamanna. Vísindamenn við La Trobe há- skóla í Victoria komust að því að fyrri ökklameiðsli, ónógar teygju- æílngar við upphitun og loftpúðar í hælum iþróttaskónna kynnu að auka hættuna á meiðslum. „Leikmenn í skóm með loftpúða í hælunum voru 4,3 sinnum lík- legri til að meiða sig á ökkla en þeir sem voru í skóm án loftpúða í hæl,“ sagði Gaylene McKay sem starfar við sjúkraþjálfaradeild há- skólans. Talskona íþróttaskóframleiðand- ans Nike, sem hefur framleitt skó með loftpúða í 24 ár, sagði hins veg- ar að þetta væri aðeins tilgáta. „Það eru engin orsakatengsl þarna á milli. Þeir sýna ekki fram á hvers vegna þetta er satt. Það kunna að vera fjölmargar ástæður fyrir þessari meiðslatiðni sem koma skófatnaðinum ekkert við,“ sagði talskonan, Cathryn Reith, í samtali við fréttastofu Reuters. Á meðan McKay og félagar rann- sökuðu körfuboltaspilarana tíu þúsund meiddust 37 þeirra á ökkla. Þeir sem áður höfðu fengið slik meiðsli voru 4,9 sinnum liklegri en aðrir til að meiðast á ný og þeir sem ekki hituðu nógu vel upp fyrir leik voru 2,7 sinnum líklegri til að meiðast. „Frekari rannsókna er þörf til að kanna tilgátuna um að loftpúðar dragi úr stöðugleika aftari hluta fótarins og auki þar með hættuna á ökklameiðslum," sagði Gaylene McKay. Eldgos í Kína fyrir 150 milljónum ára gerði sitt gagn: Æskuljómi salamöndrunnar Salamandran er furöuskepna og nú þykir Ijóst, eftir rannsókn á steingerðum leifum salamandra sem lentu í eldgosi í Kína foröum daga, aö hún reki upp- runa sinn til Asíu. Eldgos, sem varð í norðan- verðu Kína fyr- ir 150 milljón- um ára, hefur fært vísinda- mönnum heim sanninn um að salamöndrur reki uppruna sinn til Asíu. Heit aska úr eldfjallinu féll í lítið stöðuvatn og við það urðu fimm hundruð sala- ^ möndrur að steini, rétt eins og gerðist hjá mannfólkinu þegar eld- Qallið Vesúvíus gaus á Ítalíu forð- um daga og bærinn Pompei fór undir ösku. Salamöndruleifamar í Kína eru 85 milljón árum eldri en fyrri stein- gerðar leifar slíkra dýra. Neil Shubin, vísindamaður við háskól- ann i Chicago, segir að af þessu megi ráða að allar salamöndrur séu upp runnar í Asíu. Shubin og Ke-Qin Gao, sem starfar við náttúrusögusafnið am- eríska i New York, telja, í ljósi þess sem þeir hafa uppgötvað, að sala- möndrur hafi þróast fyrr en hingað Steingervingarnir, sem lýst er í vísindaritinu Nature, sýna öll stig lífs þessara furðu- skepna sem lifðu af hörmungarnar sem út- rýmdu risaeðlunum fyrir 65 milljónum ára. til hefur verið talið og að þær hafi litið breyst frá því þær ráfuðu um jörðina með risaeðlunum. „Við höfum í fyrsta skipti mikið magn sýna af salamöndrum til að skilja þróun þeirra," segir Gao í samtali við fréttamann Reuters. Steingervingarnir, sem lýst er í vísindaritinu Nature, sýna öll stig lífs þessara furðuskepna sem lifðu af hörmungarnar sem útrýmdu risaeðlunum fyrir 65 milljónum ára. Vísindamenn segja hins vegar að núna séu salamöndrurnar í út- rýmingarhættu. Eitt það forvitnilegasta við sala- möndrurnar er hversu lítið þær hafa breyst í árþúsundanna rás og hvernig mismunandi gerðir skepn- unnar þróuðust svipað, óháð hver annarri. Steingervingarnir kunna að varpa ljósi á samhliða þróun og gætu leitt til aukins skilnings vís- indamanna á öðru sem hefur vakið furðu þeirra, sem sé því hvernig fullorðinni salamöndru tekst að viðhalda æskuljómanum. Hubble tekur mynd af risaloftbólu Nýfæddar stjörnur sem senda frá sér mikla geislun hafa blásiö risastóra loftbólu í stjörnuþoku einni í næsta nágrenni viö Vetrarbrautina okkar. Geimsjónaukinn Hubble tók mynd af þessu furöuverki. Stjarnvísinda- menn hafa upp- götvað risastóra loftbólu í nálægri stjömuþoku sem nýfæddum stjörnum, sem senda frá sér gífurlega geislun, hefur tekist að mynda. Að sjálfsögðu sást þetta merkisfyrirbæri fyrir tilstilli ^ hins óviðjafnanlega Hubble geim- sjónauka. Ný mynd af af ungstjörnum í eins konar stjörnuuppeldisstöð í Stóra Ma- gellansskýinu, stjörnuþoku í nágrenni Vetrarbrautarinnar okkar, sýnir hvernig þessi efnismiklu geimböm mynda sterka stormsveipi og breyta með þeim lögun þess sem er umhverf- 4 is þau, að því er vísindamenn banda- rísku geimvísindastofnunarinnar NASA segja. Hnattlaga loftbólan sem þessar ungu stjörnur mynduðu er í geim- þokunni N83B, sem einnig er þekkt undir nafninu NGC 1748, ef nafn skyldi kalla. Stjömur þessar em mjög efnismiklar og þróast þar af leiðandi hratt. Því er erfitt um vik að gera af þeim mynd. Sem dæmi má nefna að ein þessara stjama er þrjátíu sinnum efnismeiri en sólin okkar og um það bil 200 þúsund sinnum bjartari. Nýju myndirnar frá Hubble voru Nýju myndimar frá Hubble voru teknar um það leyti sem risarnir ungu fæddust og skriðu út úr sam- eindaskýinu sem umóf þá fyrir fæðinguna. teknar um það leyti sem risarnir ungu fæddust og skriðu út úr sam- eindaskýinu sem umóf þá fyrir fæð- inguna. Stóra Magellansskýið er í 165 þús- und ljósára fjarlægð frá Vetrarbraut- inni okkar, sem þykir víst bara næsta bær við þegar alheimurinn er annars vegar, og það sést með bemm augum frá suðurhveli jarðar. 1 ; L j'jJul 3Jf Tónlist truflar lærdóminn Unglingamir verða kannski ekki hrifnir þeg- ar þeir frétta að pabbi, mamma og kennarinn höfðu alltaf rétt fyrir sér þegar þau sögöu að ekki væri gott að læra lexíurnar með stereógræjurnar á fullu. En svona er það nú samt. Bandarískur sálfræðingur, Sarah Ransdell, hefur gert rann- sókn á þessu. Hún fékk 45 nem- endur til að skrifa stíl, með og án undirleiks tónlistar. Niður- stöðumar voru þær að tónlistin hægði á skriftunum svo nam um sextíu orðum á klukkutíma, að meðaltali. Ransdell segir í viðtali við tímaritið New Scientist að það sé kannski ekki mikið en það sýni þó glögglega að heimalær- dómur og tónlistarhlustun eiga ekki alls kostar saman. Að vísu kom í ljós að nemendur sem hafa fengið tónlistarþjálfun eiga auðveldara með að læra heima við undirleik tónlistar. Kaldara á Vestur-Græn- landi Hitastigið á vest- urhluta Græn- lands hefur lækkað um eina gráðu á síðustu tuttugu ámm, á sama tíma og hlýnað hefur annars staðar á norður-heimskautssvæðinu og á norðurhveli jarðar. Skýring- anna er að leita í þrýstingsmun- inum á þeim nafntoguðu fyrir- bærum hæðunum yfir Asoreyj- um og lægðunum yfir íslandi. Þetta kemur fram í Polarfront- en, fréttabréfi dönsku heim- skautastofnunarinnar. Síðustu tuttugu til tuttugu og fimm ár hefur þrýstingsmunur- inn verið mikill. Það hefur vald- ið því að veturnir á vesturhluta Grænlands eru kaldir og þurrir í Danmörku en í Vestur-Evrópu hafa veturnir aftur á móti verið storma- og votviðrasamir og mildir. Þegar þrýstingsmunurinn var minni, eins og frá miðjum sjötta áratugnum fram á miðjan þann áttunda, var þessu öfugt farið. Vetur á Grænlandi voru mildir en harðir í Danmörku. Gætir þess aö bílstjórar sofni ekki Ástralskt fyrir- tæki hefur þróað sérstakt viðvör- unarkerfi í bfla sem á að koma í veg fyrir að bílstjórar sofni und- ir stýri og valdi með því sjálfum sér og öðrum tjóni. Kerfi þetta samanstendur af tveimur myndavélum í mælaborði bíls- ins. Þær fylgjast með andliti bíl- stjórans, þó sérstaklega með augum hans , og gera viðvart ef eitthvað er öðruvísi en það ætti að vera. Syfjaðir bílstjórar geta verið stórhættulegir. Kannanir í Englandi sýna tfl dæmis að tí- unda hvert banaslys í umferð- inni verði vegna þess að bíl- stjóri sofnar undir stýri. Nýja kerfið, sem heitir Facelab, ætti að geta dregið verulega úr banaslysum. Kerfið er þróað i samvinnu við Volvo-bílasmiðj- umar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.