Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Qupperneq 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 SféÍiTiur tólvui t«knl og visinda Nýr hugbúnaður í fæðingu: Jón og Gunna geta forritað - með forritinu MI-Tech Bob Brennan, tölvunarfræð- ingur hjá breska fyrirtækinu Synapse Solutions, segist hafa hannað tölvuforrit sem gefur jafnvel tölvu- fatlaðasta fólki möguleika á að for- rita sín eigin forrit. Forritið hefur Bob skýrt MI-Tech sem stendur fyrir machine intellig- ence technology (í. vélgáfutækni). Forritið virkar þannig, að sögn Bobs, að fólk þarf aðeins að skrifa skipanir í forritið sem það vill gera á venjulegu rituðu máli. MI-Tech þýðir síðan skipunina yfir í forrit- unarmál. Enn sem komið er skilur forritið nú aðeins nokkur hundruð ensk orð en Bob segir það duga fyr- ir flestöll forrit sem fólk þarf dags- daglega. Með tímanum verði síðan hægt að auka við orðaforðann og skrifa flóknari forrit. Forritunarmál eru flókin fyrir- bæri sem enginn skilur nema hafa lært og lesið sig til um málin. Að skrifa eitt forrit tekur líka langan tíma og eitt vitlaust tákn einhvers Ef Ml-Tech stendur undir þeim loforðum sem hönnuður þess, Bob Brennan, hefur látið hafa eftir sér geta nú allir læs ir og skrifandi ritað sín eigin forrit innan skamms. Forritið virkar þanníg, að sögn Bobs, að fólk þarf aðeins að skrifa skipanir í forrit- ið sem það viii gera á venjulegu rituðu máli. Ml-Tech þýðir siðan skipunina yfir í forritunarmál. staðar í forritinu getur þýtt að for- ritið virkar ekki eða virkar á snar- vitlausan hátt. Með MI-Tech segir Bob þá miklu vinnu vera úr sög- unni. Hann prófaði að skrifa forrit á venjulegan máta og síðan í gegnum MI-Tech. Á meðan Bob eyddi mörg- um mánuðum í hefðbundna forrit- un gerði hann sama forrit með þvi að skrifa aðeins þrjár blaðsíður af venjulegum texta. Tungumál eru flókin fyrirbæri og heyrst hafa gagnrýnisraddir um að tölvur og vélbúnaður geti ekki skilið mismunandi blæbrigði tungumáls, jafnvel á sama orðinu. Bob segir að hann hafi hannað for- ritið á þann hátt að það tæki sam- setningu setningar í stað þess að rýna i hvert einstakt orð og skilja það og þannig nær það inntaki setningarinnar. Auk þess bendir Bob á að vél- og hugbúnaður sé orð- inn það öflugur í dag að hann sé orðinn fær um að læra að skilja tungumál. íWjBfWB— Skjávarp opnar nýja þjónustu á Netinu: Landshlutabundinn upplýsingavefur Skjávarp hefur nú opnað nýja þjónustu á vef- svæði sínu sem einbeitir sér að landshluta- bundinni frétta- og upplýsingaþjónustu. Vefurinn, sem er á slóðinni www.skjavarp.is, verður til við sameingu á frettavefurinn.is og skjavarp.is. Á vefnum eru birtar fréttir og upplýsingar sem aðgengi- legar eru eftir landshlutum, þar sem hver landshluti hefur sina vef- síðu. Á hverri síöu er hægt að fylgjast með fréttum og upplýsing- um sem eru sérstaklega útfærðar fyrir viðkomandi svæði. Þetta mun ekki hafa verið gert áður á ís- landi. Á www.skjavarp.is er stefnt aö öflugum skoðanaskiptum og mun vefurinn ekkert láta sér óviökom- andi þegar um staðbundna við- buröi er að ræða. Fylgst verður meö því sem er að gerast á hverju svæði og leitað eftir samstarfi við fólk um uppbyggingu spennandi verkefna. Fjöldi pistlahöfunda hef- ur gengið til liðs við www.skjavarp.is og munu þeir skrifa pistla sem ýmist tilheyra þeirra landsvæði eða landinu öllu. Sérstök viðburðarskrá er aðgengi- leg á vefnum þar sem hægt er að fylgjast með helstu viðburðum á hverju landsvæði. Auk þess sem þar er hægt að fylgjast með veðri, færð, sjólagi, flugumferð o.fl. Þessi vefur er sá eini sinnar teg- undar á landinu og er byggður upp í svipuðu formi og Skjávarp vinn- ur eftir, þ.e.a.s. að miðla stað- bundnum upplýsingum. Þessi upp- bygging á vefnum gerir það að verkum að notendur www.skjavarp.is á hverju land- svæði geta tileinkað sér eigin síðu á vefnum og þannig fylgst með fréttum og upplýsingum úr þeirra Austurland SkjáVarp ; NorðausMitand Pólitískt cinelti SþéirtJi- inóitjðin i Alt»in9' viióM bif« ét il)Ati|« niMtyfi i ttitoa ilJhtnj. MOUU*0J ti þi 044scn Ijjíui ( *in«lb. Uhp# * Afcpiítln * ■ H AF ALÚÐ OC UMHYGCJU Nýr landshlutabundinn frétta- og upplýsingavafur SkJóVarps. Nýr landshlutabundiiui fiétta- og uppfýsingavefur i Netinu. Sé eini sinnar tegundar á landmu. Kver landshluti hefur sína vefsðu þar sem hoigt er að fylgjast meó svasdisbundnum fréttum og upplýnngum. SkjáVatp byggir upp staðbundna frétt»{)jónustu I fittum fjóróungum. r-r-frry > 3 4 30-51 ö).V',v Eldur f bátí í Norófjarðarhöfn Lfigreglunni í Nesksupstað barst tilkynning um eld í trillunni Hafþfin NK-44 klukkan 19:16 s.I. laugardag en báturinn var þá bundinn við bryggju f NorðfjarÓarhöfh. M sfign Ifigreglunnar á staðnum varó talsvert tjón af reyk og hrta I stýrishúsi bátsins Talró «r að kviknaö haíi í út frá oliueldavél x^fiajiirí\n:iméíppiii -Audminr.it200/ Sjáðu úrslitin hér! ■ n 3.4 2001 „Mjög góö vertfð" -l .nAnl.lnraaAgLl hii i ÞW-ln.l- e I la.,n*,Aar, D4. 03. Jpltl Austuitand NcrðurUnd Suóumca r.m'Hala.id Á nýju vefsvæöi Skjávarpsins geta áhugasamir fengið afmarkaöar fréttir frá einum landshluta, t.d. Austurlandi, allar á sama staö. umhverfi. Um leiö veitir vefurinn www.skjavarp.is verði hægt að greiðan aðgang aö efni frá öðrum nálgast staðbundnar fréttir og upp- landsvæðum og markmiðið er að á lýsingar hvaðan sem er af landinu. Flugfarþegar geta óhikað stundaö eftirlætisiðju sína: utan úr geimnum ekki vandamál Geislun utan úr geimnum sem flugfarþegar og áhafnir veröa fyrir á þeytingi sínum um háloftin er ekkert til aö hafa áhyggjur af, aö sögn bandarískra vísindamanna. Geislun Flugfarþegar ættu ekki að hafa áhyggjur af því að verða fyrir skaðlegri geislun úr geimnum og frá sólinni á þeytingi sínum um loftin blá. Visindamenn á ráðstefnu bandarlska flugfélagsins American Airlines fyrir skömmu sögðu hins vegar að vel væri þess virði að fylgjast með þessu, einkum vegna flugáhafnanna sem dvelja lengur í háloftunum en meðalferðalangur- inn. Vísindamenn sögðu þó að fyrir- liggjandi gögn bentu ekki til að geislun utan úr geimnum væri al- varlegt heilsufarsvandamál. „Ég held ekki að hættan af henni sé svo mikil að fólk eigi að hafa áhyggjur af þvi að fljúga,“ sagði Wallace Friedþerg, yfirmaður rannsókna hjá læknisfræðistofnun bandarískra flugmálayfirvalda. Fjöldi ræðumanna á ráöstefn- unni tók undir þau orð og sagði að vitað væri að heilsu fólks stafaði miklu meiri hætta af alls kyns öðr- um hlutum sem mennirnir taka sér fyrir hendur. Rannsóknir á áhrifum geislunar utan úr geimnum hafa aukist í takt við fjölgun flugfarþega á undan- förnum árum. Milljónir manna ferðast nú um loftin blá á ári hverju þar sem þynnra loft veitir minni vörn gegn geislun utan úr geimnum. Nokkrar rannsóknir hafa leitt að því líkum að tengsl séu milli ým- issa sjúkdóma, svo sem krabba- meina eins og húðkrabba og hvít- blæðis, og þess tíma sem flugáhafn- ir dvelja í háloftunum. Gary Butler, einn ræðumanna á ráð- stefnunni, sagði að frekari rann- sókna væri þörf. „Ef venjulegir flugmenn eru spurðir þá vita þeir af geimgeislun en helstu heilsufarsáhyggjur þeirra lúta að síþreytu," sagði Butler. Einhverjir hópar flugmanna hafa hvatt til þess að yfirvöld setji tak- markanir á þá geislun sem flugá- hafnir mega verða fyrir en Butler sagði að núverandi vitneskja vís- indamanna styddi ekk lagasetn- ingu í þeim efnum. Vísindamenn sögðu að fyrirliggjandi gögn bentu ekki tii að geisi- un utan úr geimnum væri atvarlegt heilsu- farsvandamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.