Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2001, Blaðsíða 28
36 ____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 Tilvera I>V lí f 1 Ö ftalskt páska- barokk í kvöld Árlegt páskabarokk verður haldið í Salnum í kvöld kl. 20. Margrét Bóasdóttir er gestur Barokkshóps- ins en að venju verður leikið á upprunaleg hljóðfæri. Á efnis- skráni eru verki eftir Corelli, Vivaldi, Caldara, Scarlatti, Locatelli og Vinci. Hljóðfæraleik- arar eru Anna Magnúsdóttir semb- alleikari, Ólöf Sesselja Óskarsdótt- ir sellóleikari og Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir flautuleik- arar. Popp _________________________ ■ STEFNUMOT A GAUKNUM Stefnumót Undlrtóna á Gaukii á Stöng eru löngu búin aö skipa sér fastan sess í tónlistarlífi Reykvíkinga og nú skal enn blásið á einu. Nánari upplýsingar á www.undirtonar.is. Klassík ■ FOSTUVAKA I HATEIGSKIRKJll Helga Bachmann leikkona les písl- arsöguna úr Jóhannesarguöspjalli. Þau Peter Tompklns, óbó, og dr. Douglas A. Brotchie, orgel, leika fjölbreytta tónlist fyrir óbó og orgel, meöal annars eftir J.S. Bach, Tele- mann, Fauré og Jón Ásgeirsson. Dagskráin hefst kl. 20 og aögangur er okeypis. Leikhús________________________ ■ IVÁ. Eva - bersögulí sjáífsvarn- areinleikur verður sýndur klukkan 211 kvöld í Kaffileikhúsinu. Miða- sala í síma 5519055. ■ LAUFIN í TOSKANA Verkið Laufin í Toskana eftir Lars Norén verður sýnt á Stóra sviöi Þjóöleikhússins T kvöld klukkan 20. Örfá sæti eru laus. ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritið Með fulla vasa af grjóti eft- ir Marie Jones verður sýnt í kvöld kl. 20 á Smíöaverkstæði Þjóöleikhúss- Ins. Uppselt. Myndlist ■ ANNA HÁLLÍN OG OLGÁ BERG- MANN I LISTASAFNI ASI NÚ Stend ur yfir sýning á verkum Onnu Hallin og Olgu Bergmann í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Sænska listakonan Anna Hallin sýnir málverk og teikn- ingar í gryfju safnsins og heitir sýn- ing hennar Soft Plumbing. Hún sækir myndefni sitt einkum í heim örvera og annarra frumstæöra lífs- forma og bregður á leik með ófyrir- sjáanlegt hegðunarmynstur þeirra. Olga sýnir í Asmundarsal safn verka unnin með blandaöri tækni sem hún kallar Rannsóknarstofu doktor Bergmanns, en þar er rýnt í furöu- möguleika erföaverkfræöi og klónun- ar þar sem raunveruleikinn og ævin- týrið geta skipst á hlutverkum. Lista- safn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga, frá 14-18, og stendur sýningin til 29. apríl. ■ HERE, THERE AND EV- ERYWHERE I GALLERIQHLEMM- UR.IS Um helgina var opnuð sýning Erlu Haraldsdottur og Bos Mellns, Here, there and everywhere, í galleri@hlemmur.is Sýningin stend- urtil 29. apríl. ■ ODP NERDRUM - KjTCHMÁLAR- INN - A KJARVALSSTOÐUM Verk norska málarans Odds Nerdrum eru nú til sýnis á Kjarvalsstöðum. Odd hefur sérstöðu innan samtímalistar. Hann hefur bæði vakiö óbeit og aö- dáun meö því að þeita ögrandi til- finningalegri höfðun og vera gamal- dags af fullri einurð. Hann hefur skaþaö sér sérstakt landslag og sinn einkalega takmarkalausa tima. Mikilvægasta tema í verkum hans er utangarðsmaðurinn, sá sem kýs sér stað við jaðarinn eða hefur verið hafnaö. Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísl.ls Kabarett frumsýndur í kvöld: Valið milli ástar og frægðar Það má ekki segja mömmu neitt er sungið á sviði ís- lensku óperunnar. Þar er æf- ing i gangi á söng- og dansat- riðum í söngleiknum Kabar- ett sem Kvennó frumsýnir i kvöld og verið að leggja „síð- ustu hönd“ á sporin. Sigyn Blöndal dansahöfundur leið- beinir dönsurum af krafti þótt sjálf geti hún varla stigið í annan fótinn vegna verkja. Þetta er ekki hennar besti dagur því þrátt fyrir að hafa snúið öllu við heima hjá sér áður en hún kom hafði hún ekki fundið diskinn með tón- listinni sem dansað er við á æfingunni. Aðalsöngkonan, Halla Vilhjálms, tekur því með jafnaðargeði og syngur lögin undirleikslaust þennan daginn. Hún leikur Sallý sem þarf að velja á milli ástarinn- ar og ljóma frægðarinnar, það er að segja unnustans Cliffs og kabaretts - og hún velur kabarett. „Það eru mörg umhugsunarefni fyrir unga fólkið í þessari sýn- ingu,“ segir leikstjórinn, Charlotte Böving. „Þarna eru tvö ástardrama í gangi og stúlkurnar í þeim hafna báð- ar ástinni. Önnur vill heldur standa í sviðsljósinu og úti- loka lífið þar fyrir utan og hin elskar útlending en er hrædd um að einangrast taki hún honum og velur frekar að falla inn í hópinn. Þetta er mikil glíma og i raun tapa all- ir.“ Kraftmikil kvennahljómsveit Höfundar Kabaretts eru Joe Masteroff og Fred Ebb en Charlotte Böving stjórnar sýnlngunni í Óperunnl „Þetta er stórt verkefni að byrja á en mjög, mjög skemmtilegt. “ Bíógagnrýni Ef ég heföi Regnbogínn íslenska þýðingin er eftir Karl Ágúst Úlfsson. Charlotte kveðst hafa stytt hana nokkuð og breytt áherslum. „Leikritið gerist um 1930 og þá voru mikil pólitísk átök í Evrópu. Ég hef hins vegar dregið úr áherslu á þá hlið og lagt meiri þunga á hið tilflnningalega." Tónlistin er eftir John Kander en Hjörleifur Jónsson hefur útsett hana og stjórnar kraft- mikilli kvennahljómsveit á sýningunni hjá Kvennó. Charlotte segir æfingatíma- bilið hafa verið langt, eigin- lega of langt, en erfitt hafi ver- ið að fá húsnæði fyrr. Um 70 manns koma að sýningunni og þar eru greinilega mjög góðir kraftar innanborðs. Charlotte nefnir sérstaklega aðalsöngkonuna, Höllu Vil- hjálmsdóttur. „Hún er mjög öguð og á örugglega framtíð- ina fyrir sér á sviðinu - það er að segja ef hún velur það!“ Eina mínútu í vinnuna Sjálf er Charlotte dönsk og flutti hingað til landsins fyrir einu og hálfu ári með manni sínum, Benedikt Erlingssyni leikara, og dóttur sem nú er orðin tveggja ára. Þau eru ný- búin að koma sér fyrir í íbúð við Þingholtsstrætið og hún segir það afar heppilegan stað. „Ég er eina mínútu í vinnuna, hvort sem ég fer nið- ur í Kvennó eða í Óperuna!" Charlotte er leikari og hefur kennt leiklist bæði hér á landi og í Danmörku. Hún leikur í nýrri mynd Ágústs Guð- mundssonar, Mávahlátri, en Kabarett er frumraun hennar í leikstjóm. „Þetta er stórt verkefni að byrja á en mjög, mjög skemmtilegt og þetta verður flott sýning." -Gun. - Bounce: ★ ★ Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Abby og Buddy Gwyneth Paltrow og Ben Affleck í hlutverkum sínum. Buddy (Ben Affleck) vinnur á auglýsingastofu og uppfyllir alla for- dóma manns um svoleiðis mann'." Hann er yfirlætisfullur við alla sem eru ekki jafn töff og harðir og hann, er drykkfelldur og leggst á kvenfólk eins og hýena á hræ. í upphafi myndar er hann staddur á flugvelli á leið heim til Los Angeles eftir vel heppnað söluátak fyrir auglýsinga- stofuna. Á flugvellinum er allt í pati, öllum ferðum hefur seinkað og mikið af fólki hittist og verða vinir á bamum. Á bamum hittir Buddy eitt misheppnað leikskáld (karl- mann) og eina afar glæsilega konu sem kveikir sölumannseðlið í Buddy. Yfir drykk og salthnetum uppgötvar þríeykið að glæsipían kemst ekki heim til Dallas fyrr en daginn eftir, leikskáldið þarf líka að bíða til morguns eftir sinu flugi til L.A. og er dapur yfir því vegna konu og barna sem heima sitja en Buddy einn er heppinn og á miða með réttri vél enda nýbúinn aö skrifa undir auglýsingasamning við flugfélagið. En sem sagt drykkir og salthnetur gera það að verkum að Buddy gefur leikskáldinu brottfar- arspjaldið sitt svo að Buddy sjálfur geti eytt nóttinni með glæsipíunni. Vélin ferst og leikskáldið með henni og Buddy situr eftir með himinhátt samviskubit og vaxandi áfengis- vandamál. Ári eftir slysið, þegar Buddy er búinn að fara í meðferð og er að reyna að greiða úr sínum mál- um, leitar hann ekkjuna uppi til að athuga hvemig hún spjarar sig og þá vill svo til að Amor blandar sér í þann fund. Hvað eru forlög og hvað ákveður maður sjálfur, hversu miklu ræður maður yfir lífi sínu og jafnvel lífi annarra? Þetta eru pælingar sem mikið er verið að skoða í kvikmynd- inni Bounce (Skoppa?) með þeim Ben Affleck og Gwyneth Paltrow. Það eru þessar „ef ég hefði“ spum- ingar: Ef ég hefði ekki þurft að stoppa til að reima skóinn þá hefði ég aldrei hitt og svo framvegis. Vangaveltur sem allir hafa dottið ofan í einhvem tíma á lífsleiðinni. Það er líka athyglisvert að velta fyr- ir sér hvort það séu einmitt öll smá- atriðin: símhringing á leiðinni út, of seinn strætó o.s.frv. sem sameinuð hafa gert það að verkum að maður er nákvæmlega hér í dag, í þessari vinnu, giftur þessum ákveðna maka, eigandi þetta ákveðna hús. Enda er fyrri hluti myndarinnar, þar sem Buddy er að slást við sitt samviskubit og að skoða allar sínar „ef ég hefði“ spurningar í kjölinn, ansi góður. En um leið og þau hitt- ast Buddy og ekkjan Abby (Paltrow) hrapar myndin (eins og flugvélin í upphafi) í ansi djúp og gamalkunn- ug hjólför og kemst ekki upp úr þeim aftur og ekkert kemur manni á óvart eftir það. Myndin er afskaplega róleg og leikstjórinn Don Roos (sem einnig er handritshöfundur) leggur mikla alúð við að sýna hverja einustu til- finningu parsins - enda fá þau í síð- ari hlutanum hvert tækifærið á fæt- ur öðru til að kipra augun og skæla smekklega. Reyndar leika þau bæði vel og það er sannfærandi samband- ið á milli þeirra sem vex hægt og sígandi og kemur þeim eiginlega báðum í opna skjöldu. En galli myndarinnar er tvímælalaust sá að ástarsaga seinni hlutans er svo ansi fyrirsjáanleg, sem er spæling eftir betur heppnaðan fyrri hluta. Leikstjórn og handrit: Don Roos. Kvik- myndataka: Robert Elswit. Tónlist: Mich- ael Danna. Aóalhiutverk: Ben Affleck, Gwyneth Paltrow, Natasha Henstridge, Joe Morton, Tony Goldwyn og Jennifer Grey.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.