Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001
IOV
Fréttir
Fiskverkafólk sent heim svo ekki þurfi aö borga „rauðu dagana“:
Þetta er svívirða
- segir Aöalsteinn Baldursson hjá Starfsgreinasambandi íslands
„Þaö er því mið-
ur eitthvað um að
fyrirtæki 1 fisk-
vinnslu ætli að láta
sig hafa það að
senda fiskverkafólk
heim fyrir páskana,
til þess eins að
komast hjá því að
greiða því laun fyr-
ir svokallaða
„rauða daga“ um
páskana en segjast siðan ætla að
taka fólkið aftur inn á launaskrá
strax eða fljótlega eftir páskana,"
segir Aðalsteinn Baldursson, for-
maður matvælasviðs Starfsgreina-
sambands Islands, en undir það svið
heyrir m.a. fólk sem starfar í fisk-
vinnslu.
Mörg fyrirtæki hafa orðið við
þeirri ósk Starfsgreinasambandsins
að taka fiskverkafólk sitt ekki út af
launaskrá eftir að vinnslu á þvi hrá-
efni lauk sem barst á land áður en
verkfall sjómanna hófst að nýju í
síðustu viku. Fyrirtækin greiða
fólkinu fóst laun samkvæmt taxta
en atvinnuleysistryggingasjóður
greiðir fyrirtækjunum á móti upp-
hæð sem nemur atvinnuleysisbót-
um fyrir hvern starfsmann.
Aðalsteinn Baldursson er
ómyrkur í máli vegna þeirrar
ákvörðunar margra fyrirtækja að
greiða fólki í fiskvinnslu ekki laun
um páskana. „Það er svoleiðis ver-
ið að traðka á réttindum fisk-
vinnslufólks að það er með algjör-
um ólíkindum að menn skuli leyfa
sér þvílíkt og annað eins. Það er
hins vegar rétt að þetta á ekki við
öll fyrirtæki og m.a. vegna þessa
máls erum við farnir að flokka fyr-
irtækin í fiskvinnslu upp í alvöru
fyrirtæki og „skussafyrirtæki".
Við munum vinna eftir páskana
skýrslu um það hvernig hin ýmsu
fyrirtæki hafa staðið sig í málum
gagnvart fiskverkafólkinu, bæði
þessu máli og öðrum. Það eru sem
betur fer fyrirtæki sem hugsa vel
um starfsfólkið sitt en því miður er
þau mörg sem gera það ekki og
traðka á réttindum þess,“ segir Að-
alsteinn.
Hann segir að þessi framkoma
kalli á það enn meira en áður að
stjórnvöld verði að fara að grípa
inn í og breyta lögum um trygging-
ar og starfsöryggi fiskverkafólks.
„Það er svívirðilegt að þurfa að
upplifa þessa framkomu," segir
Aðalsteinn. -gk
Aöalsteinn
Baldursson.
Sjómannaverkfallið dregur úr landvinnslunni:
Margir að verða fisklausir
- smábátaflotinn annar ekki markaðnum
Vestmannaeyjar
Löndunarmet á loönu.
Loðnuveiðar:
Mestur afli
til Eyja
Um 25 þúsund tonn eru óveidd af
loðnukvótanum nú þegar flotinn
liggur bundinn við bryggju i sjó-
mannaverkfalli og sáralitlar líkur á
að það takist að veiða þann aíla þar
sem loðnan hefur hrygnt. Heildar-
kvótinn var kominn i 918,6 þúsund
tonn og alls veidd 893 þúsund tonn,
þar af 126 þúsund tonn á sumar- og
haustvertíð 2000.
Mestu var landað í Vestmannaeyj-
um hjá ísfélagi Vestmannaeyja og
Vinnslustöðinni, eða 103 þúsund tonn-
um, hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar 79
þúsund tonnum, 70 þúsund tonnum
hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, 59
þúsund tonnum hjá Samherja í
Grindavík og 57 þúsund tonnum hjá
Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. -GG
Óskar Þór Karlsson, framkvæmda-
stjóri fiskvinnslunnar ísflsks í Kópa-
vogi, sagði að nú fyrir helgina hafi
menn verið að klára að vinna þann
fisk sem vinnslumar voru búnar að
birgja sig upp með fyrir verkfall sjó-
manna.
„Það áttu margir fisk út vikuna en
það hefur verið erfitt að fá fisk síðan
verkfallið byrjaði. Það munar mikið
um alla vertíðarbátana sem hafa
stöðvast í verkfallinu," segri Óskar.
Hann segir smábátana vissulega mikil-
væga fyrir fiskvinnsluna en þeir dugi
bara ekki til og verðið sé orðið hátt á
mörkuðum.
Það em helst litlu vinnslumar, sem
era með smábáta í fóstum viðskiptum,
sem halda vinnslunni gangandi á fullu.
Hjá stóm frystihúsunum er ástand-
ið misjafnt. Vinnsla er t.d. enn í gangi
hjá Granda þó ekki sé þar unnið á full-
Frystihúsin stöövast
Sjómannaverkfalliö er fariö aö þrengja aö fiskvinnslunni og mörg frystihús aö
stöövast vegna hráefnisskorts.
um afköstum, að sögn Guðmundar
Einars Jónssonar vinnslustjóra.
Reiknaði hann með að lokið yrði að
vinna þann fisk í kvöld sem kom inn
fyrir verkfall. Þrátt fyrir það verður
ekki um vinnslustöðvun að ræða hjá
Granda því Guðmundur reiknar með
að farið verði að vinna frystan fisk í
sérpakkningar eftir páska. Hann bjóst
ekki við að gripið yrði til uppsagna
vegna sjómannaverkfallsins.
Sveinn Guðjónsson, verkstjóri hjá
Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. í
Hnífsdal, segir hráefnið duga þá vinnu-
daga sem eftir em í þessari viku. „Eft-
ir það er sjálfhætt," segir Sveinn og
reiknar ekki með að bolfiskvinnslan
fari í gang að nýju fyrr en verkfaffið
leysist. Þá sagði hann brælu hafa ver-
ið hjá smábátaflotanum og því lítið tif
skiptanna á fiskmörkuðum.
-HKr.
Reynt til þrautar að semja um framhald á smíði Ófeigs VE í Kína:
Má ekki veiða innan fjögurra mílna
Fulltrúar Stiganda í Vestmannaeyj-
um, útgerðar Ófeigs VE, sem sökk 7.
mars sl. í HuangPu-skipasmíðastöð-
inni í Kína, halda af stað til Kina i
dag til viðræðna um framhald á smíði
skipsins. Þorsteinn Viktorsson, fram-
kvæmdastjóri Stíganda, segir að
miklu meiri líkur séu á að það náist
samningar um framhald smíðinnar
en að smíðasamningnum verði rift,
enda væri ekki verið að fara til Kína
nema staða málsins væri sú og raun-
ar væri verið að loka örfáum endum.
Ef það gengi ekki væri hinn kostur-
inn í stöðunni.
„Skipið verður lengt um 12 metra
en úr því að það þurfti að lengja það
til að auka stöðugleikann var hann
ekki lengur með veiðiheimild innan
fjögurra mílnanna i togbátahólfi við
suðurströndina. Aðalvélinni verður
breytt úr 1400 hö í 2880 hö, skrúfu-
hringur verður settur á og stækka
þarf frystikerfið fyrir stærri lest.
Þetta var gert í samráði við Kínverj-
ana en það þurfti ekki að lengja
hann svona mikið vegna stöðugleik-
ans, jafnvel ekki nema um 2 metra.
Um þetta þarf allt að semja auk þess
sem semja þarf um eftirlit með
smíöinni og dagsektir," segir Þor-
steinn Viktorsson. -GG
Hellissandur:
Próflaus öku-
maður velti bíl
Þrjár ungar stúlkur sluppu með
skrekkinn er bifreið þeirra fór
nokkrar veltur á Hellissandi um
miðnættið aðfaranótt mánudagsins.
Ökumaðurinn var 16 ára og því ekki
með réttindi til bílprófs og telur lög-
reglan á Ólafsvík að reynsluleysi og
of hraður akstur hafi ollið slysinu.
Hinar stúlkurnar tvær voru á svip-
uðu reki. Bíllinn fór nokkrar veltur
og er talinn ónýtur en stúlkurnar
sluppu með lítil meiðsl. -SMK
Um 1500 hafa kos-
ið ungfrú Gateway
Keppnin um ungfrú Gateway 2001
hefur verið framlengd til 16. apríl að
beiðni dómnefndar. í keppninni er
kosið um fallegustu svartskjöldóttu
kúna á íslandi og eru aðstandendur
hennar Landssamband kúabænda
og Aco í Skaftahlíð sem flytur inn
Gateway-tölvur. Úrslit verða til-
kynnt miðvikudaginn 18. apríl. Al-
menningur hefur tekið virkan þátt í
kosningunni á heimasíðu keppninn-
ar sem vistuð er á www.aco.is og
hafa um fimmtán hundruð manns
nýtt sér kosningarétt sinn. -BG
y,5;
Sólargangur og sjávarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 20.50 20.40
Sólarupprás á morgun 06.06 05.47
Siðdeglsfló& 20.50 00.22
Árdegisflóó á morgun 09.10 13.43
Skýringar á veóurtáknum
J^VINDÁTT 10V-HITI
>1
15
M'INDSTYRKUR
I niðtrum & ötíkiindu
-10;
Nfrost H0DSKÍRT
$6> tfy ^3
LÉTTSKÝJAD HALF-
SKÝJAÐ
SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
Allt aö 12 stig frost sums staðar
Suðaustlæg átt, 5 til 10 m/s og skýjaö meö
köflum en þykknar smám saman upp
vestanlands. Yfirleitt frostlaust sunnanlands
síðdegis en annars allt aö 12 stiga frost.
Gengur í SA 13-18 m/s suövestan til í kvöld
meö slyddu eöa snjókomu og síðar rigningu.
RIGNiNG
SKÚRiR
*!@ ' IfT
SLYDDA SNJÓK0MA
ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF-
VEÐUR RENNINGUR
Þ0KA
Færó
Fært um helstu þjóövegi
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegageröinni eru helstu þjóövegir
landsins færir. Hálka eða hálkublettir
eru þó á heiöum á Vestfjöröum. Á
Norðausturlandi og Austurlandi er
snjóþekja og hálka á vegum. Góö færö
er í nágrenni Reykjavíkur og um
Suðurland og Vesturland.
cruSNJÓR
BPUNGFÆRT
■bófært
Rigning sunnan- og vestanlands
Sunnan og suðaustan 10 til 18 m/s og rigning sunnan- og vestanlands
en úrkomulítiö norðaustan til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast sunnanlands.
Fösfiiria
Hiii T til 2
Sunnan- og suóvestanátt,
yflrleltt 5 tll 10 m/s.
Skúrlr eða súld með
köflum en þurrt aö mestu
á Norður- og Austurlandi.
Hltl 2 tll 7 stlg.
Laug.’tn
Vindur: t
3-8
Hiti 6° til -2°
Fremur hæg norðvestlæg
átt, dálitll él og vægt frost
norðanlands en annars
léttskýjað og hltl 1 tll 6
stlg.
Sunnii
Vindur: (
3-5 hiaL,
Hiti 6° til -2°
Hægvlðri. Léttskýjað eða
skýjað með köflum. Hltl 1
til 6 stlg að deginum,
hlýjast sunnanlands en
víða vægt næturfrost.
TOfflliW
AKUREYRI léttskýjaö -12
BERGSSTAÐIR léttskýjaö -10
BOLUNGARVÍK léttskýjaö -3
EGILSSTAÐIR -14
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö -2
KEFLAVÍK skýjaö -2
RAUFARHÖFN skýjað -17
REYKJAVÍK léttskýjaö -3
STÓRHÖFÐI skýjaö 2
BERGEN léttskýjaö 3
HELSINKI skýjaö 2
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 3
ÓSLÓ léttskýjað 0
STOKKHÓLMUR 1
ÞÓRSHÖFN skúrir 1
ÞRÁNDHEIMUR snjóél 0
ALGARVE heiöskírt 20
AMSTERDAM rigning 7
BARCELONA léttskýjað 10
BERLÍN rigning 8
CHICAGO þokumóöa 11
DUBLIN léttskýjaö 1
HAUFAX alskýjaö 0
FRANKFURT skýjaö 7
HAMBORG alskýjaö 5
JAN MAYEN léttskýjaö -12
LONDON alskýjaö 7
LÚXEMBORG þokumóöa 4
MALLORCA skýjaö 12
MONTREAL heiöskirt 4
NARSSARSSUAQ alskýjað 5
NEW YORK Skýjaö 9
ORLANDO alskýjaö 21
PARÍS skýjaö 8
VÍN skýjað 7
WASHINGTON alskýjað 12
WINNIPEG alskýjað 4
■ivYdACTiarogrdH.fiKLMóiwittf.BBSiMai
BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGAGERP RIKISINS