Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2001, Síða 10
10
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001
DV
Nelson Mandela
Mandela, fyrrverandi forseti S-Afríku,
er meö ný gögn frá Gaddafi.
Mandela kynnir
ný gögn um
Lockerbiemálið
Fyrrverandi forseti S-Afríku, Nel-
son Mandela, kveðst hafa ný gögn
um Lockerbiemálið. Nýju gögnin
eiga að geta sannað sakleysi Líbíu-
mannsins sem dæmdur var í lífstið-
arfangelsi fyrir sprengjuárásina á
flugvél Pan American-flugfélagsins
yfir skoska bænum Lockerbie 1988.
270 manns létu lífið er flugvélin
fórst.
íviðtali við breska blaðið The
Guardian kveðst Mandela hafa feng-
ið gögnin frá Muhammad Gaddafi
Líbíuleiðtoga. Mandela ætlar að af-
henda Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, gögnin síðar í apríl.
Hann ætlar samtímis að fara fram á
Bretar afnemi refsiaðgerðir sínar
gegn Líbíu eins og þeir höfðu lofað
ásamt Bandaríkjunum.
„Ég lofa engu en Gaddafi hefur
greint mér frá staðreyndum sem
mér voru ekki kunnugar og ég ætla
að heimsækja Bretland hið fyrsta til
að ræða málið við Blair,“ segir
Mandela. Forsetinn fyrrverandi átti
stóran þátt í að telja Gaddafi á að
framselja tvo Líbíumenn, sem
ákærðir voru fyrir sprengjuárásina,
fyrir tveimur árum.
Bandarískur
gagnnjósnari í
raðir Real IRA
Bandarískur gagnnjósnari, sem
laumaði sér inn í raðir Real IRA,
samtaka sem eru á móti friðarsam-
komulaginu á N-írlandi, verður lík-
lega afgerandi vitni í réttarhöldun-
um yflr Michael McKevitt, meintum
leiðtoga samtakanna. Real IRA eru
talin bera ábyrgð á sprengjuárás-
inni í Omagh 1998 þegar 29 manns
létu lífið. Samtökin eru einnig talin
bera ábyrgð á fjölda sprengjuárása í
London að undanfömu. Bandaríska
alríkislögreglan, FBI, og breska
leyniþjónustan, MI5, hafa í samein-
ingu aflað sönnunargagna gegn Real
IRA.
Gagnnjósnarinn, David Rupert,
er fyrrverandi vörubílstjóri frá 111-
inois. Hann gekk sjálfur i Real IRA
en iðraðist og hóf samvinnu við FBI
og MI5. Með aðstoð hans hefur ver-
ið hægt að rekja hverjir hafa veitt
samtökunum fjárhagsstyrki. Vopna-
kaup hafa verið rakin, meðal ann-
ars til Balkanskaga. Þegar McKevitt
bað Rupert um þátttöku i hryðju-
verki lét hann sig hverfa.
exxxotica
www.exxx.is
PÁSKATILBOÐ
40% AFSLÁTTUR af eggjum
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
AF ÖÐRUM VÖRUM
Barónsstíg 27 - S: 562 7400
Harðir bardagar á Gaza í nótt:
ísraelar réðust á
flóttamannabúðir
Harðir bardagar brutust út milli
ísraelskra hermanna og hundraða
palestínskra byssumanna í nótt þeg-
ar Palestínumenn sögðu að ísraelar
hefðu brotið sér leið inn í flótta-
mannabúðir á Gaza með jarðýtum
og skriðdrekum.
Palestínskir sjónarvottar sögðu
að tilkynningum hefði verið útvarp-
að um hátalarakerfi moskunnar í
Khan Younis búðunum þar sem all-
ir þeir sem höfðu vopn undir hönd-
um voru hvattir til að snúast til
vamar, í nafni hins heilaga stríðs
gegn ísraelskum hermönnum.
Átökin blossuðu upp skömmu eft-
ir að palestínskur embættismaður
hafði lýst því yfir að háttsettir ör-
yggismálafulltrúar ísraels og Palest-
ínumanna myndu hittast síðar í dag
til að reyna að binda enda á átökin.
Sex mánuðir eru nú liðnir síðan allt
fór í bál og brand milli ísraela og
Palestinumanna, eftir heimsókn
hægrimannsins Ariels Sharons,
Blóði ötuð höndin
Palestínskur lögregluþjónn réttir upp
hönd sína sem hann dýföi í blóö
sem rann úr félaga hans sem týndi
lífi í flugskeytaárás ísraelska hersins
á bækistöövar palestínsku lögregl-
unnar á Gaza í gær.
sem nú er orðinn forsætisráðherra
ísraels, til Musterishæðarinnar í
Jerúsalem þar sem miklir helgidóm-
ar múslíma eru.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti ræddi við Abdullah Jórdaníu-
konung vestur í Washington í gær
og sagðist við það tækifæri hafa
mikinn áhuga á að vinna að því að
fá stríðandi fylkingar til að leggja
niður vopn.
Talsmaður ísraelska hersins
sagði að ráðist hefði verið inn í
Khan Younis flóttamannabúðirnar
til að eyðileggja hús og olíuviðar-
lund þar sem palestínskir byssu-
menn höfðu leitað skjóls eftir að
hafa skotið á ísraelska landnema og
hermenn.
Að sögn starfsfólks Nasr-sjúkra-
hússins i flóttamannabúðunum
voru tuttugu særðir fluttir þangað
eftir átökin. Flytja átti fjóra alvar-
lega særða til Shifa-sjúkrahússins í
Gazaborg.
Hvutti þefar af kjötpokum
Sóttkvíarhvuttinn Jessie þefar af kjötvörum sem geröar hafa veriö upptækar á alþjóöaflugvellinum í Sydney í Ástralíu.
Ástralir eru mjög á veröi vegna gin- og ktaufaveikifársins í Bretlandi og víöar í Evrópu. Farþegar frá Bretlandi og Evrópu
hafa veriö hvattir til aö greina tollayfirvöldum frá öllum matvörum eöa ööru sem kynni aö bera meö sér smit.
Endataflið í njósnaflugvélardeilunni í Kína hafið:
Bandaríska áhöfnin jafn-
vel látin laus um helgina
Teikn eru á lofti um að lokakafli
deilu bandarískra og kínverskra
stjórnvalda um bandarísku njósna-
flugvélina og áhöfn hennar á Hain-
an-eyju sé hafmn. Ellefu dagar eru
nú liðnir síðan bandaríska flugvélin
nauðlenti eftir árekstur við kín-
verska orrustuþotu yfir Suður-Kína-
hafi.
Svo virtist í morgun sem kín-
verskir ríkisfjölmiðlar væru farnir
að búa þjóðina, sem er reið vegna
atviksins, undir tilkynningu um
andlát kínverska flugmannsins sem
fór í hafið eftir áreksturinn.
Jiang Zemin Kínaforseti hafði áð-
ur sagt í Úrúgvæ, þar sem hann er í
opinberri heimsókn, að Bandaríkja-
menn og Kínverjar „ættu að finna
lausn við hæfl á þessum vanda“.
Hugmannsins leitaö
Mikill fjöldi fiskibáta leitar aö líki kín-
verska orrustufíugmannsins sem fór
í hafíö fyrir ellefu dögum eftir árekst-
ur þotu hans viö bandaríska njósna-
fíugvél yfir Suöur-Kínahafi.
Kínaforseti minntist ekkert á þá
kröfu, sem stjórnvöld í Peking hafa
ítrekað hvað eftir annað frá upp-
hafi, að Bandarikjamenn bæðust af-
sökunar á árekstrinum.
Kínasérfræðingur í Washington,
sem tengist George W. Bush Banda-
ríkjaforseta, sagði að bandarískir
embættismenn væru farnir að láta
það berast að 24 manna áhöfn njósn-
avélarinnar kynni að verða leyst úr
haldi um helgina.
Leit stendur enn yfir að kín-
verska flugmanninum en kinversk
blöð sögðu að næstæðsti maður sjó-
hersins hefði sagt eiginkonu hans
að líkurnar á þvi að hann fyndist á
lífi færu sífellt minnkandi. Það þyk-
ir jafnvel til marks um að leitinni
verði hætt fljótlega.
Ekki í forystu íhaldsins
Chris Patten,
framkvæmdastj ór i
hjá ESB, lýsti því
yfir í blaðaviðtali í
morgun að hann
ætlaði ekki að sækj-
ast eftir leiðtoga-
embætti íhalds-
flokksins í Bret-
landi tapi flokkurinn í kosningun-
um í júní.
Grunaður um morð
Lögreglan í Miami á Flórída hef-
ur handtekið mann sem grunaður
er um að hafa fyrir 5 árum nauðgað
og kyrkt 13 ára breska stúlku sem
var á skólaferðalagi í Frakklandi.
í fangelsi vegna spillingar
Dómstóll á Taívan hefur dæmt 43
menn í allt að 20 ára fangelsi fyrir
fjársvik. Byggingafyrirtæki og
bankar tengjast málinu.
Kjarnorkumótmæli
Grænfriðungar hlekkjuðu sig í
gær við lest í Þýskalandi sem flytja
átti kjarnorkuúrgang til vinnslu-
stöðvar í Frakklandi. Lögreglu tókst
að fjarlægja mótmælendur.
Dómarar segi frá aðild
Dómsmálaráðherra Noregs,
Hanne Harlem, vill að dómarar,
sem eru félagar í frímúrarareglum,
opinberi félagsaðild sína.
Skuldir efst á baugi
Gífurlegar skuld-
ir Rússa voru í
brennidepli í við-
ræðum Gerhards
Schröders Þýska-
landskanslara og
Vladimírs Pútíns
Rússlandsforseta i
St. Pétursborg í
gær. Rússar vilja fá hluta skuld-
anna, sem nema um 2 þúsund millj-
örðum króna, afskrifaðan.
Stórstríð yfirvofandi
V-afrískir leiðtogar héldu í gær
fund í Abuja, höfuðborg Nígeriu, til
að reyna að finna lausn á átökunum
á landamærum Líberíu, Gíneu og
Síerra Leóne. Fundurinn var talinn
síðasta tækifærið til að koma í veg
fyrir stórstríð á svæðinu.
Castro á tali við Costner
Kevin Costner
kvikmyndaleikari
og Fidel Castro
Kúbuforseti
ræddust við fram á
nótt í fyrradag eftir
að hafa horft saman
á myndina Thirteen
Days í Havana.
Bandalag iengst til hægri
Mið- og vinstri bandalag ítalska
flölmiðlakóngsins Silvios Berluscon-
is hefur myndað kosningabandalag
með flokknum Fiamma Tricolore á
Sikiley sem þykir öfgaflokkur til
hægri. Flokkurinn hefur lýst yfir
stuðningi við Frelsisflokk Haiders í
Austurríki.
Mengun frá páfa
Umhverfisráðherra Italíu, Willer
Bordon, ítrekaði í gær hótun sína
um að taka útvarp páfagarðs úr
sambandi. Tilkynntu yflrvöld þar
ekki hvenær þau ætluðu að draga
úr rafsegulgeislum frá loftnetum.